Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Yalin verk eftir Sigurjón í LISTASAFNI Sigurjóns Ól- afssonar í Laugarnesi hefur verið opnuð sýning á völdum verkum eftir Sigurjón úr fór- um safnsins. Um er að ræða 24 þrívíð verk úr bronsi, steini og tré sem spanna tímabilið 1938-1982. Mörg þessara verka hafa ekki verið til sýnis almenningi síðustu áratugi eða allt frá því þau voru gerð. Listasafn Sigurjóns er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. DAGSKRÁ Norrænna músík- daga 96, föstudaginn 27. sept- ember er eftirfarandi; Höfðaborgin, Hafnarhúsið kl. 17. Elektró-akústík / Halldór Ás- geirsson, innsetning, Sigurður Halldórsson, selló. íslenska óperan kl. 20. Caput-hópurinn, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Höfðaborgin, Hafnarhúsið kl. 23. Elektró-akústík / Halldór Ás- geirsson, innsetning. Jazz 96 JAZZHÁTÍÐIN RúRek 96; Kl. 17. Jómfrúin: ólafur Stolz- enwald og félagar. Frítt. Ki. 20.30. Hótel Saga: Sextett Sigurðar Flosasonar og Schev- ing-Levinson sveiflukvintett- inn. Kr. 1.900. Kl. 22. Hótel Borg: Blúsband dr. Finkel. Frítt. Sigríður Ólafsdóttir opnar sýningu SIGRÍÐUR Ólafsdóttir opnar málverkasýningu í sýningar- salnum Við Hamarinn laugar- daginn 28. september. Þetta er þriðja einkasýning Sigríðar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sigríður útskrifaðist frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989 og stundaði svo fram- haldsnám við Ecole des Beaud Arts í Lyon, Frakklandi. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 nema mánudaga og stendur til 13. október. Allir eru velkomnir. Yngvi Guð- mundsson sýnir í List- húsi 39 YNGVI Guðmundsson opnar sýningu á málverkum í List- húsi 39, Strandgötu, Hafnar- firði, laugardaginn 28. sept- ember kl. 15. Yngi er fæddur í Reykjavík 1938. Hann lærði teikningu hjá Unni Briem og nam síðan einn vetur í Handíða- og myndlistaskóla íslands. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Sýningin Yngva í Listhúsi 39 stendur til 14. október. Fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á afmælisári Sunna Borg fagnar 30ára leikafmæli með Sigrúnu Astrósu Morgunblaðið/Kristján SUNNA Borg heldur upp á jwjátíu ára leikafmæli sitt með því að leika einleikinn Sigrúnu Ástrósu, en samstarfsmaður hennar til fjölda ára, Þráinn Karlsson leikstýrir. FYRSTA frumsýning Leikfélags Akureyrar á áttugasta leikári þess verður í kvöld, 27. september þeg- ar Sunna Borg stígur á svið Sam- komuhússins og leikur Sigrúnu Ástrósu í samnefndu leikriti eftir Willy Russell. Sunna heldur með þessari sýningu upp á 30 ára leikafmæli sitt. Mikið afmælisár er í uppsiglingu, því auk 30 ára leikafmælis Sunnu, 40 ára leikaf- mæli Þráins Karlssonar sem leik- stýrir Sigi'únu Ástrósu á LA 80 ára afmæli á leikárinu, 90 ár eru liðin frá vígslu Samkomuhússins og þá verður Sunna sjálf 50 ára í desember sem og tveir starfsmenn félagsins til lengri tíma. Sigrún Ástrós fjallar um konu á miðjum aldri, börn hennar tvö eru flutt að heiman og hjónaband hennar og Jóa orðið dauflegt og ófullnægjandi. Hún er ekki sátt við hlutskipti sitt í lífrnu, draumamir hafa ekki ræst og hversdagsleg tilveran veitir henni litla gleða. Hún rifjar upp svipmyndir úr lífi sínu og veltir því fyrir sér með hvaða hætti hún geti nálgast sjálfa sig og lífsgleðina á ný. „Sigrún Ástrós er orðin miðaldra og stendur frammi fyrir því að líf hennar er innihaldslítið, það er allt- af sama rútínan, að hafa matinn til á réttum tíma og allt það en þá fær hún óvænt tækifæri til að ferðast til útlanda,“ segja þau Sunna og Þráinn um leikritið. „Sig- rún Ástrós er ómenntuð, en greind kona, hún er mikill húmoristi og á auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á sjálfri sér, fjölskyldunni og umhverfi sínu. I fyrri hluta verksins segir hún okkur sögur af sjálfri sér og sínum nánustu, en í þeim síðari segir hún frá dvöl sinni í Grikklandi þar sem hún dvaldi með vinkonu sinni en sú dvöl olli straumhvörfum í lífi hennar. Hún hættir að vera heilög Jóhanna af eldhúsinnréttingunum og fer að lifa lífí sem hana hefur innst inni dreymt um að lifa, hún er sátt við sjálfa sig. Þetta er ekki predikun, fyrst og fremst afstaða þessa ein- staklings til eigin lífs og það að taka eigin ákvarðanir um hvernig hún vi! nota líf sitt.“ Fátt annað en Sigrún Ástrós komist að Æfíngar hófust í byijun ágúst og hafa æfingar staðið á hveijum virkum degi síðan. „Ég hef varla gert annað_ en að velkjast í heimi Sigrúnar Ástrósar síðustu vikur, fátt annað komist að,“ segir Sunna, en textinn er snúinn „og það þarf yfírgengilega orku til að komast í gegnum þetta.“ „Þetta er verðugt verkefni til að takast á við á þessum tímamót- um,“ segir Sunna. Það var svo í vikunni að fleiri en leikstjórinn, íeikarinn og hvíslarinn fengu að vera viðstaddir æfíngu á verkinu. „Það er nauðsynlegt að fá við- brögð, maður gengur að verkefn- inu með öðrum huga þegar fólk er í salnum, því fylgir meiri spenna,“ segir Sunna. „Annars hefur æf- ingatímabilið verið afslappað,“ skýtur Þráinn inn í - sérstaklega fyrir leikstjórann. Þetta hefur verið ánægjulegt tímabil og gengið vel.“ „Mér fínnst ég vera tilbúin núna og um leið og maður fær þá tilfinn- ingu, þá kemur yfír mann viss til- hlökkun að takast á við verkefnið." Mörg eftirminnileg hlutverk Sunna hefur verið einn af burða- rásum LA um árabil og leikið fjölda hlutverka, stórra og smárra á sviði Samkomuhússins. „Þau eru mörg eftirminnileg hlutverkin, en draumahlutverkið er yfírleitt það sem ég er að fást við í hvert sinn,“ segir Sunna, en nefnir m.a. Barpar sem gekk fyrir fullu húsi á yfir 70 sýningum veturinn og vorið 1995 en þá lék hún á móti Þráni. Frú Alving í Afturgöngum Ibsens sem Sveinn Einarsson setti upp hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir nokkrum árum segir hún einnig hafa verið eftirminnilegt. „Þar var á ferðinni stólpakvenmaður, langt á undan sinni samtíð í hugsunar- hætti,“ segir hún. „Ég tel mig heppna að hafa fengið svona mörg og góð hlutverk, en það er nú svo að það eru ekki endilega stóru hlut- verkin sem eru eftirminnilegust, þau smáu geta líka verið býsna erfið við að eiga. Leikferill Sunnu hófst árið 1966, þegar Jón Kristinsson velti því upp hvort þessi unga og fallega stúlka sem var að vinna í Landsbankanum á Akureyri gæti ekki orðið liðtæk á fjölum Samkomuhússins. „Það var mikið heillaspor sem Sunna steig þegar hún ákvað að taka þátt í sýningu hjá félaginu 1966,“ segir Þráinn, en fyrsta hlut- verkið var í stofudramanu Sweden- hjelmsfjölskyldunni. Næstu árin lék Sunna nokkur hlutverk hjá fé- laginu, en hélt til náms við Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og síðan til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði leiklistarnám. Hún lék í Þjóðleikhúsinu í nokkur ár, en flutti norður til Akureyrar árið 1979. „Og hefur glatt leikhúsgesti gamla Samkomuhússins síðan,“ segir Þráinn „Og bregst þeim svo sannarlega ekki að þessu sinni.“ Stutt á milli gleði og sorgar Vinnukonan fröken María í Galdrakarlinum í Oz var fyrsta hlutverk Sunnu eftir að LA varð að atvinnuleikhúsi, Þráinn lék vinnumanninn. „Ég sagði eina setningu, bauð vinnumanninum góðann daginn." Það er heldur viðameira hlutverkið sem Sunna fer með á frumsýningunni í kvöld, þegar hún leikur einleikinn. „Ég vonast auðvitað til að áhorfendur komi _og hlægi og gráti með Sigr- únu Ástrósu, því í þessu verki er stutt á milli gleði og sorgar.“ Hallmundur Kristinsson hanna leikmynd og búninga, Ingvar Björnsson er hönnuður lýsingar og Þrándur Thoroddsen þýddi verkið. Gamall draum ur rætist Bergþór Pálsson óperusöngvari hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Hann er sestur á skóla- bekk í London, syngur í Galdra- Lofti í íslensku óperunni og er að ljúka við geisladisk sem kem- ur út í haust. Hér segir hann Súsönnu Svavarsdóttur frá þessum breytingum í lífínu. Bergþór Pálsson „ÞETTA er gamall draumur — frá því ég var unglingur. Ég ætlaði áUtaf að verða leikari," segir óperu- söngvarinn Bergþór Pálsson, sem nýlega hélt til London í leiklist- amám. Hann innritaðist í svokallað- an „post graduate“ eða framhaldsk- úrs í Drama Studio, sem veitir hon- um full réttindi sem leikara. Til að komast í framhaldsnámið þarf fólk að hafa lokið þremur árum í leiklist- arskóla, verið mikið á sviði og stað- ist inntökupróf. En hvað kom til að Bergþór söðlaði um núna? „Þú veist hvernig það er, þegar maður á sér draum sem maður er alltaf að fresta; ætlar alltaf að láta rætast, seinna. Einn daginn settist ég niður og sagði við sjálfan mig: Þú verður fertugur á næsta ári og nú bara kýlir þú á það. Það var enginn aðdragandi. Hugmyndinni skaut upp í kollinn á mér eins og eldingu og það var ekki eftir neinu að bíða. Þannig gerast hlutimir oftast í mínu lífi, en auðvitað hafði verið aðdragandi í undirmeðvitund- inni. Það var alveg á hreinu að ég ætlaði aldrei að verða áttræður, vonsvikinn og bitur yfir því að hafa ekki þorað að láta drauma mína rætast." Leiksviðið er ekki beint framandi veröld fyrir Bergþór, sem um þess- ar mundir syngur í Galdra-Lofti í íslensku ópemnni. En líður honum vel á sviði? „í fyrsta sinn sem ég kom á al- vömsvið, sem var í Meyjarskemm- unni í fjóðleikhúsinu árið 1981, hugsaði ég: Hér vil ég vera. Þá var ég í tónlistarskólanum og ætlaði að verða tónlistarkennari. Sveinn Einarsson hringdi í mig og bað mig að koma í pmfu og það gerði ég. Ég hlæ stundum að því hvað það var lítið mál fyrir mig að fara í pmfu. Ég hugsaði ekki einu sinni um það, en samt var ég ekki með neinar væntingar. Það má segja að ég hafí endurtekið leikinn núna. Það var ekkert mál að fara í inntökupróf. Það próf stóðst _ég og seldi allt; íbúðina og bílinn. Ég var ekkert að hugsa um hvað þetta gæfí mér fjár- hagslega. Ég veit að það er rétt sem margir segja, að þetta sé óðs manns æði, en listrænt gefur þetta mér mjög mikið.“ En þú flýgur heim um helgar til að syngja í Galdra-Lofti? „Já. Skólinn vildi ekki gefa mér frí fyrstu vikurnar til að ljúka sýn- ingum á Lofti, svo það var ákveðið að ég kæmi heim um helgar meðan hann er á fjölunum." Og nú hefur þú verið á handa- hlaupum við að æfa í Lofti, flytja, pakka og fara... „Já, og syngja inn á geisladisk sem ég vinn með Eyjólfi Kristjáns- syni og félögum. Hann kemur út í haust.“ Nú? Eru það óperuaríur? „Ne-ei,“ segir Bergþór, sposkur á svip, „þetta er að mestu leyti rómantísk kertaljósatónlist — en jaðrar stundum við rokk.“ Rokk? Syngurðu rokk? „Já. Ég hef rokkað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Síðan var ég með jassbandi í hálfan vetur, um leið og ég var að syngja á ljóðatón- leikum og í óperum.“ Er ekki tónlistin sem þið Eyjólf- ur stundið æði ólík? „Ég er alæta á tónlist. Samstarf okkar Eyjólfs byijaði með laginu „Kannski er ástin“, sem kom út á safndiski. Síðan höfum við komið fram við og við, en ekki í neinni alvöru fyrr en á þessum diski.“ Ætlarðu að hætta að taka þátt í óperuflutningi? „Nei, nei, það breytist ekki neitt, en með þessu námi á ég möguleika á að hoppa upp á leiksvið, ef ein- hver vill mig.“ Hvað áttu við með því? „Ég ætla ekki að taka neitt frá neinum. Ég ræð engu í leikhúsun- um og því er framtíðin eins óljós hjá mér og öllum öðrum sem fara í leiklistarnám. En það verður kannski hægt að nota mig í söng- leiki." Og þar með er hann floginn, okkar ástsæli söngvari, á vit drauma með óljósa framtíð. Eins og máltækið segir: Varaðu þig á draumum þínum, þeir gætu ræst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.