Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 23 Daiiskur húmor TONIIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar DANSKURSAXÓFÓN- KVARTETT Nýi danski saxófónkvartettinn lék verk eftir J.S. Bach, Astor Piazzolla, George Gershwin, Lárus H. Gríms- son og Jean Francaix. Fimmtudagur- inn 24, september, 1996. BELGÍSKI hljóðfærasmiðurinn Adolphe Sax (rétt heiti hans var Antoine Joseph, 1814-1894), smíð- aði saxófóninn árið 1840 og fékk einkaleyfí viðurkennt árið 1846 og er þessi smíði hans raunar eina nýja hljóðfærið sem hefur náð al- þjóðlegum vinsældum síðan stál- hörpupíanóið kom fram. Hljóðfærið Hátíðar- tónleikar í Hveragerð- iskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Hvera- gerðiskirkju á vegum Tónlistarfé- lags Hveragerðis og Ölfuss og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kot- strandarsókna sunnudaginn 29. september. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 50 ára afmælis Hveragerðis- bæjar. A tónleikunum kemur fram fjöidi einsöngvara auk kirkjukórsins og blásarakvartetts. Tveir ungir tón- listarmenn, Páll Sveinsson og Stef- án Ingimar Þórhallsson, munu frumflytja slagverkstónverk sem þeir hafa samið sérstaklega fyrir þessa tónleika. Meginþema tónleik- anna eru verk eftir tónskáld og ljóð- skáld sem tengjast Hveragerði á einn eða annan hátt og er verk- efnaval fjölbreytt. Nær allir flytj- endur eru Hvergerðingar eða tengj- ast Hveragerði á einhvem hátt. Aðgangseyrir er 500 kr. og renn- ur hann í sjóð til styrktar kaupum á flygli á kirkjuna. Tónleikarnir hefjast kl. 20. ------» » «----- 60. sýning- á BarPari 60. SÝNING á leikritinu BarPari verður næstkomandi laugardag, 28. september, kl. 20.30. Örfáar sýningar eru áætlaðar og verður sú síðasta laugardaginn 5. október en þá verður höfundurinn, Jim Cartwright, viðstaddur. Leikritið gerist á bar og segir þar frá hjónunum sem eiga og reka bar- inn. Einnig koma við sögu gestir þeirra af ýmsu sauðahúsi, skrautleg- ir og skemmtilegir persónuleikar. Hlutverkin eru fjórtán en aðeins tveir leikarar, Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson, fara með þau öll. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir, leikmynd og búninga gerði Jón Þór- isson en lýsingu annaðist Lárus Björnsson. ------*—*—*----- Síðasta sýning- arhelgi Guðjóns og Fries í ANDDYRI Norræna hússins hefur staðið yfír sýning á grafíkverkum eftir sænsku listakonuna Ullu Fries. Listakonan kallar sýninguna Samtal við náttúruna, en myndefnið sækir hún til hins smæsta í náttúrunni. Ulla Fries notar koparstungu- tækni við að vinna verk sín, en kop- arstunga er með elstu djúpþrykkað- ferðum sem notuð er í grafík. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. september og er hún opin til kl. 19. í sýningarsölum í kjallara hefur Guðjón Ketilsson sýnt tréskúlptúra eða rýmisverk. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur sunnu- daginn 29. september. er til í sex stærðum, en Es sópran- inn og b-bassinn eru ekki oft notað- ir. Bæði alt- og tenórsaxófónninn náðu miklum vinsældum í jazz-tón- list en minna hefur farið fyrir notk- un hans í alvarlegri tónlist. Það er töluverður munur á ieikmáta jazz- ista og klassískt menntaðra hljóð- færaleikara en tenórinn þykir vera mannlegasta hljóðfærið. Nýi danski saxófónkvartettinn er skipaður Jorgen Bove, Chritian Hougaard, Torben Enghoff og Per Engholm, allt ágætum hljóðfæraleikurum, sem skiluðu viðfangsefnum sínum, leikandi léttum, ef til vill þó um of í sama styrk og án þess að slaka á í hryn. Tvö fyrstu viðfangsefnin voru fúgur úr Kunst der Fuge, nr. I og IX, sem bæði voru mjög vel flutt. Eftir Piazzolla voru leikin tvö verk, fyrst Milonga del Angel og þá svíta í sex þáttum, eins konar tango- svíta, létt og leikandi verk, sem þeir félagar léku mjög vel, smá- útsetning á þekktu stefi úr Amer- íkumaður í París, eftir Gershwin, er eins og allar lærðar dægurla- gaútsetningar, of skrautlegar til að ná dægurlaginu og lenda einhvers staðar á milli góðra og ofgerðra smáverka sem hvorki er hægt að kalla dægurlög eða flokka sem al- varlega tónlist. Saxófónkvartett eftir Lárus H. Grímsson er á margan hátt skemmtilegt verk. Upphafið er slá- andi hugmynd, sem Lárus dvelur of lengi við, og eins og fyrr segir var leikur félaganna um of einlitur í styrk og hraða, hvergi slakað á og keyrt áfram í óaflátanlegum hryn svo verkið í heild var án allra andstæðna í meðferð Nýja danska saxófónkvartettsins. Lítili kvartett, eftir Francaix, er stílaður á gamansemi og skemmti- lega ritaður þó vei hefði mátt leika aðeins með alvöruna, því gaman og alvara er samtvennd og ekki tii hvort án annars. Nýi danski saxó- fórikvartettinn er vel spilandi hópur og samhljómur hans góður. Þó er eitt sérkennilegt við svo samstæðan hljóm hljóðfæra, að hljómblærinn verður of samstæður og þær and- stæður, sem í öðrum hljóðfærasam- setningum skapa margbreytileika í blæ, eru ekki fyrir hendi. Hljómur- inn verður allt of einlitur og á köfl- um þreytandi, ekki síst þegar efnis- skráin er nær öll samsett af verkum sem flest eru unninn út frá hinum sæta ferhljómi dægurlaganna. Það sem þó bætti svolítið um var glað- legur og hressilegur leikur félag- anna, með þeim létta „humor“ sem Danir eru frægir fyrir. Jón Ásgeirsson 4— l li í gluggatjaldadeild Vogue í Skeifunni 8 er geysimikið úrval af gluggatjaldaefnum og öðrum efnum. Við höfum einnig yfir 300 sýnishorn sem við sérpöntum eftir fyrir þig. Þau efni er einnig hægt að panta eldvarin og sem myrkvunartjöld. Sérhæfð ráðgjöf og þjónusta Sérfræðingur verslunarinnar, Helga Jónsdóttir, sem lært hefur gluggatj aldauppsetningar í Kanada, kemur heim til þín og ráðleggur þér um snið og efni í samræmi við ríkjandi stíl heimilisins og hún saumar einnig gluggatjöldin fyrir þig. Herbergispúðar, 860 kr. j Efni og tölur í stíl, 870 kr. Stofupúðar, 1120 kr. Dúkar 90x90 cm, 1595 kr. Löberar, 2 stxrðir, 1570 og2100 kr. Sýnishorn af sérpöntunarlista m Allt x stíl í eldhúsið: Tilbúnir kappar, 1075 kr./m, efni í stíl á 870 kr./m, hitaglófi, 320 kr., * pottaleppar, 190 kr„ diskamotta,420kr„ * dúkarfrál050kr„ svunta, 1150 kr. ögu< Gluggatjaldadeild, Skeifunni 8, sími 5814343 Það er engin ástæða til að kaupa nokkurn veginn það sem þú vilt þegar þú geturfengið nákvæmlega það sem þú vilt. Reykjavík Hafnarfjörður Keflavík Selfoss Skólavörðustíg 12, símar 552 5866 og 552 5750 Strandgötu 31, Hafnargötu 54, Eyravegi 15, Mjódd Þarabakka 3, sími 557 2222 sími 555 1092 sími 421 2612 sími 482 2930 Akureyri Skipagötu 18, sími 462 3504 J_

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.