Morgunblaðið - 27.09.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.09.1996, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjónþing Brynhildar MYNPUST Gcrðubcrg VALIN VERK Gerðubergi. Sýning á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12. Til 6 október. Gerðuberg er opið mán,- fimmtud. frá 9-23. Föstud. 9-19 og iaugard.- sunnud. 12-16. Aðgangur ókeypis. SjónarhóU alla daga nema mánudaga frá 14-18. Aðgang- ur 300 kr. EFTIR að hafa legið niðri yfir sumartím- ann, er á ný kallað til Sjónþings að Gerðu- bergi, sem er sá listræni pataldur, sem hvað mest hefur hrist upp í hlutunum á árinu. í ljós hefur komið að mikil uppsöfnuð þörf var á þesslags gjörningi á sjónlistavettvangi, því jafnan hefur verið fullt hús, á stundum troð- fullt, og þingheimur haldið stórum fróðari til síns heima. Enn hafa menn þó ekki lært að blanda sér óþvingað og rökrétt inn í umræð- urnar, dialóguna, úr sal, en það kemur von- andi. Að venju voru úrtöluraddirnar margar í upphafi og taugatitringur nokkur, enda bjugg- ust menn alls ekki við viðlíka mannfjölda. Mátti þó vera borðleggjandi að þörf va- á slík- um opnum kynningum um einstaka listamenn, meður því að skilvirk íslenzk sjónlistasaga hefur lengi verið utangarðs. Er eiginlega hálf- gert rugl og munaðarleysingi er svo er kom- ið, því hún fær hvergi inni jafnvel ekki þar sem ætla mætti að sé höfuðból hennar og fræðisetur. Skýtur þetta einnig skökku við fjölgun lærðra fræðinga á næstliðnum áratug- um, er streyma frá útlandinu, með löggildingu í útlendum sjónlistum og útlendri heimspeki upp á vasann, en hafa ekki lært stafkrók um þróunina hér á landi, sömuleiðis í fæstum til- vikum á Norðurlöndum. Gætu slík þing þann- ig verið þeim mikil fróðleiksnáma, en svo virð- ist sem þeir fjölmenni ekki og þeir sem mæta koma stundum seint eða hafa ekki þol á sér til að sitja allan tímann. Sýna þannig takmark- aðan áhuga á því, að kynnast listamönnunum og viðhorfum þeirra í sjón og raun, en treysta betur á fræði sín og þann bókaða vísdóm er ekki þarf sannanna við, enda löggiltir fagmenn, og auðmýkt gagnvart listinni síður til í þeirra ranni. Svo vill til, að á sama tíma og þetta „Sjónþing" blómstrar að Gerðubergi, á sér stað mikill pat- aldur víða um heim milli mynd- listarmanna, rithöfunda og list- uppeldisfræðinga annars vegar og listsögufræðinga og sýning- arstjóra hins vegar. Hef ég gleggstar heimildir frá Danmörku og Þýskalandi, en veit af þeim annars staðar. Þetta virðist hins vegar hafa farið fram hjá „framvarðsveit- inni“ sjáifskipuðu hér á landi, sem stendur fastar en fótunum, að um sé að ræða afmarkaða hérvillu okkar sem rit- um um sjónlistir í Morgunblaðið, kauphallart- íðindi og hægri blöð erlendis. En svo er ein- mitt ekki, því í Danmörku fara þær helst fram í Politiken, sem um sumt telst hliðstæða Al- þýðublaðsins, en þó aðallega í Information, sem er mun róttækara í menningarmálum. Einnig í Berlinginum, og þá aðallega helgarút- gáfu hans Weekendavisen, og loks Jyllands Posten. Svo fávís er ég í pólitíkinni, að ég veit enn ekki hvaða stefnu síðasttalda blaðið aðhyllist, en það er fjári gott, vel skrifað og fallegt blað, sem ég hef of fá tækifæri til að fletta í. Skoðanir einstakra í rökræðunum skara oftar en ekki sitthvað það sem fram hefur komið í vettvangskrifum mínum til margra ára, svo hér telst ég frekar hafa ver- ið virkur í samtímanum, en að sækja alfarið föng og vizku út fyrir landsteinana. Tel ég það skyldu mína, að upplýsa lesend- ur blaðsins um þessa rökræður um stöðu list- arinnar við fyrsta tækifæri, en þótt kjörið að vísa rétt aðeins til þeirra í tilefni fyrsta Sjón- þings haustsins. Væntanlega gera fjölmiðlar sjálfu þinginu góð skil, og hér hafa frétta- menn meira hlutverki að gegna en rýnendur, því að þingið á að ná milliliðalaust til allrar þjóðarinnar, svo hún megi á hlut- lægum grunni verða upplýstari um starfandi listamenn og sjón- listir yfirleitt. Brynhildur Þorgeirsdóttir, hef- ur lengi verið í hópi athyglisverð- ustu fulltrúa nýrri viðhorfa í rým- islist og verk hennar vöktu strax sterk viðbrögð, er hún kom fyrst fram. Megininntak þeirra hefur frá upphafi verið hið lífræna og forneskjulega, því verkin minna oftar en ekki á steingervinga af fornsögulegum dýrum, brotabrot frá ómunatíð. Einnig geta þau minnt á þær örverur, sem einung- is verða greindar í smásjá, en vísindamönnum hnykkti mjög við er þeir litu þær fyrst augum, eink- um fyrir hina formrænu fjöl- breytni og fegurð. Jafnframt er sjálf efnis- kenndin listakonunni mjög hugleikin og hér leitar hún aðallega til hinnar sendnu, htjúfu og lokuðu fyrirferðar og andstæðunnar, sjálfs glersins. þannig eru öll verk hennar í anddyri Gerðubergs úr steinsteypu og hún er lítið fyr- ir að gefa þeim nöfn og hafi þau nöfn segja þau skoðandanum yfirleitt ekki neitt, en verða honum þó til nokkurra heilabrota. Öll eru þau frá þessum áratug, utan eins sem er frá 1987. Segja verður eins og er, að verkin njóta sín fæst á staðnum, því hann gefur ekki nægilega möguleika á hnitmiðaðri innsetningu hvers verks fyrir sig og svo er flísalagt gólfið hreint hallæri fyrir skúlptúrverk. Undantekning er þó „Alfasteinn" (3), sem nýtur sín prýðilega á hvítum endavegg, og kemur þar vel í ljós hve rík og þroskuð mótunarleg tilfinning ligg- ur að baki útfærslu þess. Á annarri hæð eru einungis tvö verk frá 1983 og 84 og þar legg- ur Brynhildur mun meiri áherslu á tilraunir í efni, og eru gifs og krossviður í aðalhlutverk- unum, annars vegar með einangrunarplasti, litadufti og gleri, en hins vegar er það svamp- ur, lakk/sandur, gler, sílikon, kítti og plast- kurl. Njóti verkin sín ekki sem skyldi að Gerðu- Morgunblaðið/Kristinn Brynhildur Þorgeirsdóttir Morgunblaðið/Þorkell EITT verka Brynhildar á Sjónarhóli. bergi, er allt aðra sögu að segja af „portrett"- verkunum í Sjónarhóli, sem eins og leika sér við hvurn sinn fingur á veggjunum. Hef ég sjaldan séð einstök verk listakonunnar taka sig jafn vel út, og þar koma skýrlega fram hinar furðulegu og sérstæðu formanir sem eru einkenni og aðall helstu verka hennar. Þessi verk eru gerð í Finnlandi 1992, Svíþjóð 1993 og Bandaríkjunum 1996, og eru þetta gler- formanir, steinsteypa, sandur og litur. Það er skýrt og afdráttarlaust einstaklingseðli í hveiju þeirra fyrir sig, og það sem athygli vekur er hve óþvinguð og náttúruleg þau eru í útfærslu. Þau eru kannski ekki jafn árásar- gjörn á ytra byrði og mörg fyrirferðarmeiri verk hennar, en inni fyrir ólga og geijast lífs- ins kraftar og það eru líka blóðríkar skírskot- anir. Hér er Brynhildur síður að reyna að vera ímyndin sem hún hefur skapað um per- sónu sína, heldur er hún sjálf, hrein og bein . . . Bragi Ásgeirsson Nýr íslenskur jazz Á Kringlukránni hélt Tríó Jon Webers á miðvikudagskvöld tón- leika í minningu Guðmundar Ingólfssonar. „ Að meitla lögnn litrófs hljódanna“ TONLIST Lelkhúskjallarinn RÚREK ’96 Nýr íslenskur jazz, tónleikar Hljóm- sveitar Stefáns S. Stefánssonar og Brunahananna. Hljómsveit Stefáns skipa auk Stefáns, sem Iék á saxó- fóna og flautu; Arni Scheving víbra- fónleikari, Hilmar Jensson gítarleik- ari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Einar Valur Scheving trommuleik- ari, Iris Guðmundsdóttir söngkona og Sveinbjöm I. Baldvinsson las Ijóð. Brunahanamir eru þeir Jóel Pálsson tenórsaxafónleikari, Kjartan Valdi- marsson píanóleikari, Þórður Högna- son bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari. TÓNLEIKAR undir þvílíkri yfir- skrift, Nýr íslenskur jazz, hljóta að vekja eftirvæntingu, ekki fyrir það að íslenskir listamenn spili aldrei nýjan íslenskan jazz, heldur að sam- fellt kvöld af slíkri tónlist telst til nokkurra tíðinda. Leikhúskjallarinn er notalegur fyrir jazz ekki síður en villta rokk- tóna og hljómur á Stefáni og félög- um, sem riðu á vaðið, var þægileg- ur og hlýr. Reyndar var tónlistin og þeirrar gerðar; þægilega trega- skotin og þekkileg. Sveinbjöm I. Baldvinsson las upp ljóð sem voru uppspretta laganna og síðan túlkaði Stefán ljóðin í gegnum sveit sína. Þar var valinn maður í hveiju rúmi, Stefán lék frábærlega á saxófóninn eins og forðum og greip til flautunn- ar þegar mikið lá við. Ámi Scheving fór á kostum á víbrafóninum og setti dijúgan svip á það sem fram fór og íris Guðmunsdóttir raddaði innblásið. Brunahanana hafði undirritaður ekki séð áður en heillaðist við fyrstu tóna. Ekki fór á milli mála að Brunahanarnir höfðu undirbúið sig vel fyrir tónleikana og sveitin small saman á fyrsta trommutakti. Jóel Pálsson Ieiddi þá félaga í fyrsta laginu, einskonar Coltrane-bræð- ing, eftir Ástvald Traustason, sem sannaði þetta kvöld hve snjallur hann er sem lagasmiður hvort sem það er í rífandi keyrslu eins í upp- hafslaginu, eða seiðandi ballöðum líkt og þeirri sem fylgdi á eftir. Jóel spilaði eins og herforingi og Ástvaldur fór á kostum á píanóið; einn skemmtilegasti jazzpíanóleik- ari landins. Þórður Högnason átti líka stórleik á bassann og Einar Valur Scheving kom til leiks eftir upphitun hjá Stefáni og félögum. Sem betur fer vora tónleikarnir hljóðritaðir og óhætt að benda út- varpshlustendum á að sperra eyrun þegar þeim verður útvarpað. Árni Matthíasson TONLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Snorri Sigfús Birgisson, Steef van Oosterhout og Þórhallur Birgisson fluttu verk eftir Ebenhard Eyser, T, Aagaard-Nilsen og Snorra Sigfús Birgisson. Fimmtudagurinn 26. sept- ember, 1996. FYRSTA tónverk tónleikanna ber nafnið Duo 3.C, fyrir marimbu og fiðlu og er eftir Ebenhard Eyser. I efnisskrá gerir höfundurinn grein fyrir hinum listrænu markmiðum, sem hann gekk út frá við samningu verksins. „Eg hef reynt að meitla lögun litrófs hljóðanna með setninga- fræðilegum áherslum. Meiningin var að skapa kerfí andstæðna sem gæti lagt áherslu á það sem sundrar og einnig það sem sameinar ólíka þætti. Eins og í tungumálum er það sam- vinna ýmissa þátta litrófsins, sem heyrast samtímis, sem ákvarða hljóm minnstu einingarinnar. Þetta hefur ekki merkingu fyrr en hinar minnstu einingar hafa verið sameinaðar í stærri smíð.“ Það er rétt að allt er úr smáeiningum gjört en að öðru leyti á forskriftin ekkert sameigin- legt með verki Eysers, sem er áheyri- legt og jafnvel lagrænt, sérstaklega í lokaþætti þess. Þá lagði það nokkuð til með verkinu að það var vel flutt af Þórhalli Birgissyni og Steef van Oosterhout. Það sem er merkilegt við að setja sér slík markmið (concept) er sú stað- reynd að tæknin hefur tekið við af tilfinningunni og minnir á þá firringu sem einkennir átökin á milli varð- veislu náttúrunnar og þeirrar kald- hömraðu tækni, er engu eirir og ber einnig í sér eigin dauða. Náttúra- hyggjan birtist í næsta verki, sem ber nafnið Hothouse (gróðurhús) og er eftir T. Aagaard-Nilsen. Titill verksins, eins og segir í efnisskrá, „vísar til þátta tengdum umhverfis- vernd. Tónlistin er byggð á níu tóna tónaröð og annarri þriggja tóna. í verkinu mynda tónaraðirnar tvær eins konar forhljómsgrannhljóms samband án þess að verkið sé tónteg- undabundið í hefðbundnum skiln- ingi“. Þarna fer saman náttúruhyggja og tæknifirring með mjög sérkenni- legum hætti. Gróðurhúsið er saman- sett úr tónmyndum fjögurra tóna, sem eru endurteknar óaflátanlega, oftast í tvíradda samstígu ferli. Það er svo að slíkar endurtekningar verða leiðinlegar, sérstaklega ef endur- tekningarnar birtast ávallt og annað- hvort sem hreinar endurtekningar eða einhliða eftirlíkingar og hefur því allt efni verksins verið í raun móttekið á fyrstu blaðsíðunni. Snorri Sigfús Birgisson flutti verkið af ör- yggi þó erfitt sé að segja til hvort útfærsla hans hafi verið samkvæmt því sem höfundurinn ætlaði sér. Verkið átti eins og fyrra verkið ekk- ert fólgið í sér sem tengja má við það sem sagt er í efnisskrá og minnir alls ekkert á gróðurhús, miklu frem- ur mætti kalla það frystikistutónlist. Lokaverk tónleikanna var Nove- letta, eftir Snorra Sigfús Birgisson, fyrir fiðlu og píanó, verk sem oft hefur verið flutt af þeim bræðram Snorra Sigfúsi og Þórhalli. Verkið er fallega unnið og var vel fiutt og þar sem fjallað hefur verið áður um þetta ágæta verk, er óþarft að bæta nokkra við nema því að verkið stytt- ist ávallt við hveija nýja viðkynningu. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.