Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Aðild íslands að sameigin- legri sjávarútvegsstefnu ESB í ÞAU fáu skipti sem ýtt hefur verið úr vör umræðu um hugsan- lega aðild íslendinga að Evrópu- sambandinu hefur hún strandað á sjávarútvegsmálum. Það hefur ver- ið rík tilhneiging til að segja sem svo að ESB sé ágætt fyrir sinn hatt en ekki komi til greina að ganga til liðs við sambandið vegna sjávarútvegshagsmuna -okkar og því sé málið ekki á dagskrá. Það er hins vegar sjaldan talað um hvað það er í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem gerir það ómögulegt fyrir íslendinga að sætt- ast á hana eða hvers vegna það sé óvinnandi verk að ná viðunandi niðurstöðu um sjávarútvegsmál í viðræðum við Evrópusambandið. Án þess að lítið sé gert úr því verkefni að ná samkomulagi um aðild íslendinga að sjávarútvegs- stefnunni þá er það algjört smámál í samanburði við þau vandamál sem blasa við í tengslum við inngöngu ríkja Austur-Evrópu í ESB og í samanburði við ýmsa hagsmuna- árekstra sem komið hafa upp á milli ríkja Evrópusambandsins í gegnum tíðina. Spurningin er hvort við íslendingar teljum okkur eiga samleið með grönnum okkar í Evr- ópusambandinu eða ekki. Ef við erum þeirrar skoðunar að örlög okkar séu samofin og að okkur sé best borgið með samvinnu þá er hægt að vinna úr mismunandi hagsmunum í sjávarútvegi sem og í öðrum málaflokkum. Það er helst þrennt ísjávarút- vegsstefnu ESB sem er íslending- um þyrnir í augum. í fyrsta lagi er það krafan um að aðgangur að fiskimiðum megi ekki vera bundinn við þjóðerni. í öðru lagi lög ESB um jafnan rétt þegna ríkjanna til að fjárfesta í löndum sambandsins og í þriðja lagi er það vandamál hversu illa hefur tekist í Evrópu- sambandinu að stemma stigu við ofveiði og framfylgja lögum og reglum. Það er hægt að benda á margt sem rennir stoðum undir þá skoðun að hægt sé að vinna úr Jþessum vandamálum. I stuttri grein gefst þó aðeins tækifæri til að telja til nokkur atriði. Lítið vægi sjávarútvegs í ESB Þó Evrópusamband- ið sé þriðja stærsta fiskveiðiveldi í heimin- um, á eftir Japan og Kína, þá er efnahags- legt mikilvægi sjávar- útvegs í löndum þess hverfandi. Fyrir stækkun ESB í fyrra var virði landaðs afla aðeins um 0,15% af vergri þjóðarfram- leiðslu í sambandinu og það voru aðeins um 300.000 sjómenn í lönd- unum 11 (Lúxemborg ekki talin með) sem gerði 0,4% af vinnufæru fólki. Minna en 1% af fjárlögum ESB fer í rekstur sjávarútvegs- stefnunnar, en fjárlögin í heild nema um 1,2% af vergri þjóðar- framleiðslu aðildarlandanna. Sjáv- arútvegur er mikilvæg atvinnu- grein á nokkrum afmörkuðum svæðum innan ESB og því hefur sjávarútvegur meira pólitískt vægi en þessar efnahagstölur gefa til kynna. Hins vegar blasir við að sjávarútvegur hefur lítið hlutverk í efnahagskerfi ESB, sem hlýtur að gefa vísbendingu um að Evrópu- sambandið sé í góðri aðstöðu til að taka tillit til einstakrar stöðu sjávarútvegs í efnahagskerfi ís- lendinga. Tillit tekið til brýnna hagsmuna Þróun sjávarútvegsstefnunnar sýnir ljóslega að það eru engar reglur meitlaðar í stein heldur hafa verið gerðar undanþágur og breyt- ingar til að ná sáttum og koma til móts við mismunandi hagsmuni aðildarríkj- anna. Ríkisstjórnir landanna sitja í öku- mannssætinu og goð- sögnin um miðstýrt vald „regluveldisins í Brussel" sem neyðir sjómenn og fiskvinnslu til hlýðni er úr lausu lofti gripin. Neikvæðu áhrifín hafa verið þau að ekki hefur tekist að taka á ofveiði, of mikl- um fjárfestingum í sjávarútvegi og reglu- Aðalsteinn gerðabrotum. Hið já- Leifsson kvæða er hins vegar að ekki hefur verið „vaðið yfir" einstök aðildarríki. Ráðherraráðið getur tekið flestar ákvarðanir sem varða sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna með vegnum meirihluta (QMV) en í raun er ekki gengið gegn eindregnum vilja að- ildarríkja sem eiga raunverulegra hagsmuna að gæta. Enginn efast um hagsmuni íslendinga í sjávarút- vegsmálum og reikna má með að ríkt tillit verði tekið til sjónarmiða okkar í Ráðherraráðinu. Annað at- riði sem vinnur með íslendingum er nálægðarreglan, sem fengið hef- ur sífellt aukið vægi eftir Ma- astricht. Hún gerir það að verkum að reynt verður að leysa öll mál á lægsta mögulega stjórnstigi, eins og gert hefur verið með því að færa eftirlit, verndaraðgerðir, út- hlutun kvóta o.fl. til aðildarríkj- anna. Margs konar undanþágur Ein birting á pólitísku eðli Evr- ópusambandsins er reglan um að- gang að fiskimiðum óháð þjóðerni. Sú regla var sett fram nokkrum klukkustundum áður en aðildarvið- ræður við Noreg, Bretland, Dan- mörku og írland hófust árið 1970, fyrst og fremst til að tryggja þáver- andi meðlimum í Evrópusamband- Spurningin er, spyr Aðalsteinn Leífs- son.Hvort við íslend- ingar teljum okkur eiga samleið með grönnum okkar í Evrópusam- bandinu eða ekki. inu aðgang að fiskimiðum umsækj- endanna. Hins vegar hafði hún ekki fyrr verið sett fram en ákveð- ið var að gera undanþágur vegna svæða sem eru sérstaklega háð sjávarútvegi, gera kröfu um sögu- legar veiðar, setja sérstakar reglur vegna verndunarsjónarmiða, veita aðildarríkjunum ákveðna heimild til að takmarka aðgang til að koma í veg fyrir ofveiði o.s.frv. Undanþágurnar birtast meðal annars í því að aðgangur er bund- inn kvóta. Aðildarríkjunum er út- hlutað kvóta í Ráðherraráðinu og við úthlutunina er stuðst við sögu- legar veiðar. Það má alveg hugsa sér að ísland verði aðili að sam- eiginlegri fiskveiðistefnu ESB en aðeins bátar sem gerðir eru út frá íslandi fái kvóta í íslenskri land- helgi. Ekki síst vegna þess að ekk- ert aðildarríkjanna hefur veitt svo neinu nemi í íslenskri landhelgi undanfarna tvo áratugi. Auk þessa er í ESB tekið sér- stakt tillit til svæða sem eru mjög háð fiskveiðum. Öllum má vera ljóst að þar njóta íslendingar algjörrar sérstöðu og ættu því að geta tryggt að sérstakt tillit sé tekið til hags- muna þeirra. Ef við íslendingar fáum allan eða nær allan kvóta í íslenskri land- helgi getum við úthlutað þeim kvóta eftir því kerfi sem okkur hugnast helst - jafnvel þó við séum undir sameiginlegu fiskveiðistefn- unni - og við getum sett strangari reglur en Evrópusambandið um veiðar okkar eigin fiskiskipa. Regl- an um frelsi til fjárfestinga er mjög sterk í Evrópusambandinu og sam- kvæmt henni fengju aðilar í ríkjum sambandsins rétt til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Það er ekki óhugsandi að íslendingar fái und- anþágu frá þeirri reglu, um eitt- hvert skeið í það minnsta. Kanna mætti, eins og John Maddison, sendiherra Evrópusambandsins í Noregi og á Islandi, hefur stungið upp á, hvort til greina kæmi að búa til sérstaka skilgreiningu um ís- lenskan sjávarútveg innan sameig- inlegrar sjávarútvegsstefnu sam- bandsins og reyna þannig að fá varanlegar undanþágur af ein- hverju tagi til að tryggja að kvóti færist ekki frá landinu. Þetta er alls ekki óhugsandi þar sem Evr- ópusambandið hefur oftlega vikið til hliðar hluta stefnu sinnar til þess að gera einstaka aðildarríkjum kleift að taka þátt í samstarfinu. Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins hefur marga og stóra galla, rétt eins og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Ofveiði er mikil, reglum hefur ekki verið framfylgt af nægilegri ákveðni og það hefur ekki tekist að stemma stigu við offjárfestingu. Hins vegar er sjávarútvegsstefnan einstök tilraun ríkja til að ná sam- eiginlegum markmiðum í stjórn auðlindar sem flakkar á milli yfir- ráðasvæða þeirra. Það er ekkert sem segir að það sé óhugsandi að íslendingar geti verið þátttakendur í þeirri tilraun, haft áhrif á fram- gang hennar og tryggt hagsmuni sína. Höfundur er sljórnmálafræðingur. Það á enginn internetið UM NÆSTU ára- mót tekur Póstur og sími hf. til starfa. Stofnun hlutafélags- ins hefur verið vel undirbúin. Þannig er nú fullur aðskilnaður orðinn milli sam- keppnissviðs og einkaréttarsviðs Pósts og síma í sam- ræmi við álit Sam- keppnisstofnunar og góðar viðskiptavenj- ur. Þessi breyting var óhjákvæmileg þar sem fjarskipti verða Halldór Blöndal gefin frjáls eigi síðar en 1. janúar 1998 á hinu Evrópska efnahagssvæði. Frá og með þeim degi verður erlendum símafyrir- tækjum heimilt að hefja starfsemi hér á landi í beinni alhliða sam- keppni við Póst og síma hf. Það væri að skrökva að sjálfum sér að ímynda sér að erlendu síma- fyrirtækin líti ekki girndarauga til íslenska markaðarins. Þótt hann sé ekki stór að höfðatölu er sím- kerfið íslenska eitt hið fullkomn- asta í heimi og notkunin meiri og almennari en kannski í nokkru öðru landi. Það liggur enda fyrir að erlendu fjölþjóðafyrirtækin hafa verið að svipast um eftir sam- starfsaðila hér á landi. Póstur og sími er að mörgu leyti vel undir samkeppnina búinn. Starfsmenn hans búa yfir yfir- gripsmikilli tæknilegri þekkingu og reynslu. Innviðirnir eru traust- ir og efnahagurinn góður. Samt sem áður getum við búist við byrjunarörðugleikum í hinu nýja og fram- andi rekstrarum- hverfi. Þess vegna ríð- ur á að eins vel sé til undirbúningsins vandað og nokkur kostur er og innviðirn- ir treystir á öllum þeim sviðum fjar- skipta sem erlendu símafyrirtækin starfa á. Þar er ekkert undanskilið. Það hefur verið gagnrýnt að Póstur og sími skuli nú hafa tekið upp internet-þjónustu. Þó liggur það fyrir að við höfum aðeins átt völ á einni gátt til útlanda sem byggir á þjónustu sænska símafyr- irtækisins Telia. Slík einokunarað- staða er óþolandi og þess vegna ekki seinna vænna að Póstur og sími bjóði upp á sömu þjónustu. Með því að hún er látin í té hefur verið komið á virkri samkeppni um internet-leið til útlanda og hefur það væntanlega í för með sér að verðið lækki og þjónustan batni fyrir neytendur. Jafnframt hefur Póstur og sími boðið upp á almenna internet- þjónustu sem lengi hefur verið leitað eftir þar sem okkur er það Póstur og sími verður, segir Halldór Blöndal, að hafa sama hreyfiafl og samkeppnisaðilar. ekki síður nauðsyn en öðrum þjóð- um að sterkur aðili sé á þessum markaði. Erlendis hafa stóru símafyrirtækin verið mjög óvægin í samkeppninni og boðið upp á kosti sem lítil einkafyrirtæki hafa átt erfitt með að mæta og ég sé ekki annað en þau muni haga sér eins hér eftir að markaðurinn opnast. Póstur og sími vill ekki ganga þannig til verks. Þvert á móti stendur vilji fyrirtækisins til þess að eiga gott samstarf og góða samvinnu við hin ýmsu int- ernet-fyrirtæki sem getur orðið þeim mikill styrkur. Það eru gagnkvæmir hagsmunir. Islenska símastofnunin er jafngömul fjarskiptum á íslandi. Hún hefur byggst upp á viðskipt- um við íslendinga og þau verð- mæti sem í henni eru, og þau eru mikil, eru um leið trygging fyrir því að við getum áfram fengið örugga og ódýra þjónustu sem er sambærileg við það besta hjá ná- grannalöndunum. Ég fullyrði að flestir íslendingar ætlast til að Póstur og sími geti áfram veitt alhliða fjarskiptaþjónustu. Ef við JÉLFLÍSASKERAR ^JrOGFLÍSASAGIR J. -* J • A\* *x\i ^kBl* Í4 s«Fr jfcl 71 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, símí 567 4844 bönnuðum fyrirtækinu internetið værum við vitandi vits að veikja fyrirtækið á sama tíma og við opnuðum allar gáttir fyrir erlend- um keppinautum til tjóns fyrir ís- lensku þjóðina og skattgreiðendur þessa lands. Reynslan hefur sýnt að við þurf- um á því að halda, íslendingar í alþjóðlegri samkeppni, að ráða yfir sterku fyrirtæki í hverri grein, einskonar flaggskipi, sem vill vinna í samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki í vöruþróun og markaðs- málum. Póstur og sími hefur þeg- ar haslað sér völl í alþjóðlegu sam- starfi við erlend símafyrirtæki, m.a. með sæstrengnum Cantat 3 sem liggur frá Kanada til Evrópu með viðkomu á íslandi og Færeyj- um og með samstarfi við fjölþjóða- fyrirtækin INTERSAT og INM- ARSAT. Nú liggur fyrir að leita eftir frekara samstarfi um rekstur alþjóðlegra sambanda og færa starfsemi Pósts og síma út fyrir landsteinana eftir því sem tæki- færi gefast. Að halda sig einungis á heimavelli er sama og að tapa viðskiptastríðinu fyrirfram. I þessum fáu orðum þykist ég hafa sýnt fram á að það væri óðs manns æði fyrir okkur íslendinga að ætlast til þess að Póstur og sími hf. geti staðið sig í samkeppn- inni við erlendu fjölþjóðafyrirtækin með haft á fótunum. Póstur og sími verður að hafa sama hreyfi- frelsi og samkeppnisaðilarnir og verður að fá tækifæri til að vera undir það búinn að geta mætt þeim á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er samgönguráðherra. háþróaöur stillibúnaðurá HITAKERFI KÆLIKERFI VATNSKERFI OLÍUKERFI Allar upplýsingar og leidbeiningar til staðar. Marg- þætt þjónusta. = HEÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.