Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 27 Otul bar- áttukona „EMMA Bonino er einstök per- sóiia, lífleg, hreinskilin, opinská og djörf," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sem kynntist Bonino árið 1983 er þau störfuðu bæði í alþjóðlegum þing- mannasamtökum. Ólafur Ragnar segir Bonino eina af áhrifamestu stjórnmálakonum Evrópu og kveðst telja að það muni koma íslendingum til góða að hitta hana og fá tækifæri til að kynna henni málstað sinn. Ólafur Ragnar segir sjaldgæft að hitta fyrir jafn ötular baráttu- konur og Bonino. „Hún hefur til að bera hugrekki, þrek og úthald og hefur lagt mikið á sig fyrir þau málefni sem henni eru mikil- væg. Hún veiktist t.d. alvarlega í einni af fjölmörgum ferðum sín- um til Afríku fyrir nokkrum árum og yar lengi að jafna sig." Ólafur Ragnar segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með því hversu vel hún hafi staðið sig hjá framkvæmdasljórn Evrópu- sambandsins og getið sér gott orð. „Henni fylgdi ferskur and- blær, hún var ófeimin við að viðurkenna að hún hef ði litla þekkingu á sjávarútvegsmálum, hún spurði grundvallarspurninga þegar hún var að setja sig inn í málefni og var óhrædd við ýmsa hagsmunaaðila, sem höfðu verið frekir í stefnumótuninni." Litríkur stj órnmálamaður Bonino þykir hafa litríka fram- komu og hefur svo sannarlega skor- ið sig úr hópi gráu jakkafatakarl- anna sem ráða ríkjum í embættis- mannakerfinu í Brussel. Sem dæmi um það er skrifstofa hennar, þar sem mest ber á feiknastórum tusku- krókódíl, sem hún fékk að gjöf frá sjávarútvegsráðherra Kúbu í kjölfar grálúðudeilunnar en Kúbumenn studdu Kanadamenn gegn ESB. Ætlunin var að Norðmaðurinn Thorvald Stoltenberg tæki við sjáv- arútvegsmálunum við inngöngu Norðmanna í ESB en þegar þjóðin hafnaði aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu, komu þau í hlut Bonino. Hún viðurkenndi þá að hún hefði litla þekkingu á þeim, svo og neyt- endamálum. Hún hét því hins vegar að bæta það upp með því að fara að ráðum sérfróðra manna. Bonino er þeirrar skoðunar að auðlindir hafsins séu sameiginleg eign þjóða heims og segir afstöðu sinna til sjávarútvegsmála vera „til- finningaþrungna" vegna þessa. Hún leggur áherslu á að vernda verði fiskistofnana til að koma í veg fyrir ofveiði og að verulegur niðurskurður í sjávarútvegi verði að eiga sér stað. Olli tillaga hennar í maí sl. um 40% niðurskurð fiskveiðigetu aðildar- ¦ þjóða ESB miklu fjaðrafoki. Þegar Bonino tók sæti í fram- kvæmdastjórninni á síðasta ári, lýsti hún því yfir að hún vildi fara til flestra þeirra staða sem kæmu upp á hennar borð, og þá ekki síst í tengslum við mannúðarmál. Kvaðst hún miklu fremur vilja fara til þeirra staða sem hlutirnir gerðust, en að lesa langar skýrslur um málin. Hún hefur viljað láta verkin tala og sem dæmi um það má nefna að í túnfiskdeilu Spánverja, Frakka og Breta í fyrra, hótaði hún því að fara um borð til að koma skoðunum framkvæmdastjórnarinnar til skila. Þessi annálaða baráttukona lagði hins vegar áherslu á það í samtali við Morgunblaðið á síðasta ári að tilgangurinn helgi ekki meðalið þeg- ar tekist sé á um mál, heldur verði að beita löglegum aðferðum við að ná sínu fram. Aðferðir Machiavellis ættu ekki upp á pallborðið hjá sér. Byggt á: The Daily Telegraph, European Voice, Reuter, The European og Dagens Næringsliv. RÆKJURISI AÐ FÆÐAST STJÓRNIR fyrirtækjanna fjögurra á ísafirði og Þing- eyri sem Olíufélagið hf. hefur haft forgöngu um að sameina í eitt samþykktu í gær og fyrradag tillögu um sameiningu. Ganga þarf frá ýmsum formsatrið- um og bera sameininguna síðan undir hluthafafundi þannig að nýja félagið, sem gengur undir vinnu- heitinu Útgerðarfélag ísafjarðar, verður ekki til fyrr en í nóvember. Fyrirtækin eru Togaraútgerð ísa- fjarðar sem gerir út rækjutogarann Skutul, rækjuverksmiðjurnar Bása- fell og Ritur á ísafirði og Sléttanes hf. á Þingeyri sem gerir út sam- nefndan togara. Upphaflega voru uppi hugmyndir um þátttö'ku fisk- vinnslufyrirtækisins Fáfnis á Þing- eyri en það lenti utan garðs í sam- einingarferlinu. Valdabarátta Nokkur valdabarátta hefur verið bak við tjöldin vegna fyrirhugaðrar sameiningar. Gunnvör hf. og Ishús- félag ísfirðinga eiga stóran hluta í Togaraútgerð ísafjarðar og Rit. Stjórnendur þessara fyrirtækja og fleiri minni hluthafar hafa haft efa- semdir um að leggja þessi félög, sérstaklega Togaraútgerðina, inn í hið sameinaða fyrirtæki og telja þeir sem vinna að sameiningu að þeir hafi beinlínis unnið gegn sam- einingunni. Þessir hluthafar hafa þó ekki stöðvunarvald einir og sér, til þess þarf meira en þriðungs eign- arhluta. Staðan er sérkennileg að því leyti að Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Togaraútgerðar- innar, er stjórnarformaður Gunn- varar og íshúsfélagsins. Hann hefur ekki komið að undirbúningi máls- ins, heldur hefur það verið unnið á vegum Olíufélagsins hf. sem er hlut- hafi í öllum félögunum og á m.a. tæpan helming hlutafjár í Togaraút- gerðinni. Eigendur Básafells hf. hafa einnig unnið að málinu ásamt fleiri hluthöfum í þessum félögum og sameiningin hefur notið stuðn- ings ísafjarðarbæjar sem á hlut í Togaraútgerðinni og Sléttanesi hf. Tveir sátu hjá Samrunaáætlunin var samþykkt á stjórnarfundum í Sléttanesi og Básafelli í fyrradag. Athygli vekur að fulltrúi heimamanna á Þingeyri samþykkti tillöguna í stjórn Slétta- ness. Samruninn varsamþykktur í stjórn Rits þar sem íshúsfélagið á tvo stjórnarmenn af ________ fimm. Síðast var málið borið upp í stjórn Togara- útgerðar ísafjarðar. Það fyrirtæki er lykillinn að samrunanum vegna þess hvað útgerðin hefur hagnast vel og á góðan rækjukvóta. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Olíufé- lagsins og ísafjarðarbæjar en full- trúar Gunnvarar og Verkalýðsfé- lagsins Baldurs sátu hjá. Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins og fulltrúi í stjórn Togaraútgerðarinnar, vildi leita álits félaga sinna í trúnaðar- mannaráði Baldurs áður en hann tæki afstöðu til málsins fyrir hönd félagsins. Sá fundur er fyrirhugaður á sunnudag og óskaði hann eftir frestun á afgreiðslu málsins fram yfír þann tíma en fulltrúar meiri Stjórnir fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum hafa samþykkt áætlun um samruna félaganna. Fáfnir á Þingeyri er ekki þar með og er ekki vitað hvenær fískvinnsla þar hefst á nýjan leik. Nýja félagið verður eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, sannkallaður rækjurisi, með alls 5.500 lesta kvóta. Helgi Bjarnason kynnti sér atvinnumálin fyrir vestan. við því, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, vegna tímasetn- inga í samrunaferlinu og felldu það. Sameiningin miðast við efnahag félaganna 31. maí sl. Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, óskaði eftir nýrri upp- lýsingum um stöðu félaganna og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að staða Togaraútgerðarinnar væri betri í dag miðað við stöðu hinna fyrir- tækjanna. Þeir sem hafa lýst yfir andstöðu við sameininguna segja einmitt að með því að taka ekki nýrri upplýsingar sé verið að nota fé Togaraútgerðarinnar til að greiða niður tapið af rækjuverksmiðjunum síðustu mánuði. Meirihlutinn hafn- aði þessu. Eftir ítarlegar umræður var samrunaáætlunin samþykkt og þó tveir hafí setið hjá skrifuðu allir stjórnarmenn undir áætlunina. Hafa því allir stjórnarmenn í félögunum fjórum ritað nöfn sín undir. Verkalýðsfélagið í oddaaðstöðu Nú þegar samrunaáætlun hefur verið samþykkt verða sérfróðir matsmenn fengnir til að gera skýrslu um hana og síðan sendir hvert félag fyrir sig tilkynningu til hlutafélagaskrár. Tilkynning verður send til Lögbirtingablaðsins og loks verður málið borið upp til endan- legrar ákvörðunar á hluthafafund- um í félögunum sem áætlað er að halda 15. nóvember. Tveir þriðju hluthafa í öllum félögunum verða að greiða atkvæði með sameining- unni til þess að hún nái fram að ganga. Tryggur meirihluti virðist vera í Sléttanesi, Básafelli og Rit. Verkalýðsfélagið Baldur er hins vegar í oddaaðstöðu í Togara- útgerðinni. Ef það leggst á sveif _________ með Gunnvöru verður ekkert úr þessari samein- ingu. En taki það afstöðu með meirihlutanum er málið í höfn. Pétur Sigurðsson seg- ist ekki geta gefið upp endanlega afstöðu sína, hann þurfi að kanna vilja trúnaðarmanna félagsins. „Nei, ég á ekki von á því," segir Pétur þegar hann er spurður beint að því hvort hann reikni með að félagið muni greiða atkvæði á móti sameiningunni. Hann segir að ef félagið vildi líta eingöngu á pen- ingalega hagsmuni sína í Togaraút- gerðinni myndi hann fella samein- inguna en ekki sé hægt að líta svo þröngt á málið. „Ég tel að yið verð- um að nota skynsemina. Ég hefði viljað sjá stærri sameiningu en þetta er skref í áttina og betra er lítið Verkalýðsfé lagiðíodda- aðstöðu hlutans töldu sig ekki geta orðið skref en ekkert," segir hann. Heildareignir hins nýja félags verða 3,7 milljarðar kr. og eigið fé 1.070 milljónir kr. Hlutafé verður tæpar 500 milljónir kr. Olíufélagið hf. verður stærsti hluthafinn með um 33%. Aðrir stærri hluthafar verða ísafjarðarbser með 13%, Gunnvör með 9%, Útsam með 6% og Verkalýðsfélagið Baldur með 4%. Aðrir eiga minna, alls um 150 hlut- hafar. Félagið mun eiga fjögur skip með alls um 5.500 tonna kvóta í þorskí- gildum reiknað og er rækja stór hluti kvótans. Skipin eru Skutull, Sléttanes, Hafrafell og Guðmundur Péturs. Upplýst var á fundi Togara- útgerðarinnar í gær að fyrirhugað væri að sækja kvótann á færri skip- um. Félagið mun vera með pillun og frystingu í tveimur rækjuvinnsl- um og niðursuðu í annarri eins og verið hefur. Áætlað er að fyrirtækið velti 2,5 til 3 milljörðum á ári. Nýja félagið verður almennings- hlutafélag og stefnt er að skráningu þess á hlutabréfamarkaði. Fram hefur komið hjá fyrirsvarsmönnum að þeir vilji auka hlutafé félagsins með almennu útboði. Vonbrigði á Þingeyri Kaupfélag Dýrfirðinga og Fáfnir sögðu upp öllu starfsfólki sínu í vor vegna rekstrarerfiðleika Fáfnis. Vinnslu var hætt í frystihúsinu sem er langmikilvægasti vinnuveitandi staðarins og hefur ekki hafist aft- ur. Þingeyringar bundu miklar von- ir við sameiningartillögurnar, að hið nýja fyrirtæki myndi reisa við fyrir- tækið. Það urðu mönnum því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að Fáfn- ir yrði ekki hafður með í sameining- unni. Fáfnir er kvótalaust fyrirtæki og hefur ekkert til samein- ________ ingar að leggja nema mikil húsakynni og gott starfsfólk. Eftir mis- heppnaða endurreisn í byrjun síðasta árs á Fáfn- ir ekki margra kosta völ. Fyrirtæk- ið er rekið með miklu tapi og skuld- ir hrannast upp. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna sem stefna að samein- ingu segja að ekki sé hægt að taka Fáfni inn í sameininguna nema ein- hver fáist til að borga mínusinn á fyrirtækinu og hægt verði að reka þar arðbæra vinnslu. Byggðastofnun lýsti sig reiðubúna til að greiða fyrir sameiningu með þátttöku Fáfnis, með því að leggja fram 70 milljónir í ýmsu formi, eftir ítarlega úttekt rekstrarráðgjafa á fyrirtækinu. Þetta virðist ekki hafa dugað hinum fyrirtækjunum eða þau ekki séð grundvöll fyrir þessum rekstri á Þingeyri. Einn af þeim sem stuðlað hafa að sameiningu fyrir-. tækjanna fjögurra segir að ekki hafí komið til greina að taka Fáfni með eins og rekstur þess sé. Nýja félagið verði að sýna arðsemi í rekstri, annars sé ekkert unnið við sameiningu. „Við áttum nógu erfitt með að halda Rit inni þó við bættum ekki Fáfni við," segir annar samein- ingarsinni. Sigurður R. Ólafsson, formaður bæjarráðs ísafjarðarbæj- ar, segir að þó bærinn eigi hlut í Fáfni, Sléttanesi og Togaraútgerð ísafjarðar hafi hann engin völd til að skipa þeim mönnum fyrir sem vinna að sameiningunni. Fyrirtækin sjálf ráði því hvaða fyrirtækjum þau vilji sameinast. Lítil hreyfing hjá íshúsi og Frosta Erfiðleikar bolfiskvinnslunnar eru að sjálfsögðu ekki bundnir við Þingeyri. Bæði stóru frystihúsin á ísafirði, Hraðfrystihúsið Norður- tanginn og íshúsfélag ísfirðinga, eiga í rekstrarerfíðleikum enda eru þau rekin með halla. Vilja sumir viðmælendur vestra fá annað hvqrt þeirra inn í nýju samsteypuna. „Ég saknaþess að hvorugt frystihúsið._ hér á ísafirði er inni í þessari sam- steypu," segir Pétur Sigurðsson. „Ég hefði viljað sjá stærri samein- ingu. Það er vonandi að frystihús verði þar með og ég held að það hljóti að verða," segir Sigurður R. Ólafsson. í maí náðu stjórnir íshúsfélags ísfirðinga og Frosta hf. í Súðavík samkomulagi um að láta kanna hagkvæmni þess að sameina fyrir- tækin. Framkvæmdastjórum félag- anna var falið að skila drögum að samrunaáætlun innan sex vikna. Síðan hefur lítið frést af málinu og svo virðist sem það hafi fljótlega strandað og ekki hefur tekist að koma því aftur á flot í haust. Á stjórnendum fyrirtækjanna er ekki að heyra að mikill áhugi sé nú á sameiningu þó hvorugur hafi bein- línis slitið viðræðunum. Norðurtanginn til sölu Eigendur 80% hlutafjár í Norð- urtanganum hafa boðið hlutabréf sín til sölu. Bréfin hafa verið boðin völdum fjárfestum, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. ísfirðingar hafa töluverðar áhyggjur af þróun mála. Kunnugir menn telja að „slát- urverð" fyrirtækisins sé enn það mikið, þrátt fyrir langvarandi halla- _________ rekstur og skuldasöfnun, að fjársterk fyrirtæki ic öðrum landshlutum hefðu áhuga á bréfunum til að ná til sín kvóta fyrirtæk- isins og skipi. Norður- tanginn á töluverðan kvóta, eða um 3.000 þorskígildistonn og frystitog- arann Orra. Með því að meta kvót- ann á markaðsverði telja menn sig sjá að hann dugi fyrir skuldum Norðurtangans og vel það. Því gæti kaupandinn skrifað niður verðmæti mikilla fasteigna fyrirtækisins eða jafnvel fengið út á þær úreldingar- styrk. „Við horfum upp á það að fyrir- tækin sem standa undir öllu hér eru veikari en menn hafa ætlað. Það er uggur í mönnum enda atvinnu- öryggið í voða," segir Pétur Sig- urðsson, formaður Verkalýðsfélags- ins Baldurs. Byggðastofn un bauð 70 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.