Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ¦fl AÐSEIUDAR GREINAR Á leið til upplýsinga- samfélagsins Hver verður staða ís- lenskrar tungu í kom- andi upplýsingasamfé- lagi? Verður hún gjald- geng í því samfélagi eða mun hana daga uppi áður en þangað verður komið. Valið er okkar sem eigum íslensku að móðurmáli. Tungumál Frá upphafi hefur hlutverk tungumála verið að miðla upplýs- ingum milli manna. Lengst af voru þau ein- vörðungu miðill milli manna í daglegu tali, en með tilkomu ritmáls varð bylt- ing á hlutverki þeirra. Tungumál ¦"Sjrðu þar með miðill til að vista og varðveita upplýsingar, óháð tíma og rúmi. Önnur bylting í hlutverki tungu- mála varð með tilkomu prentlistar. Með prentlistinni varð mögulegt að fjöldaframleiða ritaðar heimildir og auðvelda þannig aðgengi að upplýsingum. Tungumál urðu þar með miðill til að miðla upplýsing- um, óháð tíma og rúmi. Þetta var og er forsenda aukinnar þekkingar almennings og lykillinn að bættum iífskjörum. Nú stöndum við frammi fyrir þriðju og sennilega áhrifaríkustu byltingunni á hlutverki tungumála. Forsenda þeirrar byltingar er ferð okkar til upplýsingasamfélagsins, en þar verður beinlínuaðgangur að upplýsingum og þjónustu allsráð- andi. Því fylgir að tungumála bíða ný og breytt hlutverk á áfanga- stað. Þau tungumál sem komast þangað verða algerlega tölvutæk. Þá verður ekki aðeins hægt að sýsla með ritmál í tölvum, heldur verða tölvurnar sjálfar lesandi, ta- landi, ritfærar og heyrandi. Ekki er sjálfgefið að tungumál lítilla ^málsvæða nái að þroskast til að * "Ýalda þessum nýju hlutverkum. Til þess þarf staðfasta ákvörðun ta- lenda málsins, mark- visst þróunarstarf og nokkuð digra sjóði. Ef við viljum að íslenskan lifí af ferðalagið til upplýs- ingasamfélagsins þá er mál að hefjast handa. Upplýsinga- samfélagið Nú er það svo að enginn veit hvernig verður umhorfs í upplýsingasamfélag- HeiðarJón inu, enda enginn Hannesson. komjð á þann ágæta stað. Öll höfum við þó okkar væntingar til þess. Flest- ir trúa því að þar muni þrífast blómlegt mannlíf og að þar verði lífsgæði þegna meiri en við eigum Tungumálaverkfræði, segir Heiðar Jón Hannesson, hagnýtir málvísindi í þágu upp- lýsingatækni. að venjast í dag. Aðrir hafa efa- semdir um ágæti þessa komandi samfélags og búast við enn meiri misskiptingu lífsgæða. Sumir sjá ógnun í breytingum en aðrir tæki- færi. Einnig eru skiptar skoðanir um hversu nærri við erum upplýsinga- samfélaginu. Hvar eru landamæri núverandi samfélags og upplýs- ingasamfélagsins? Ymsir telja okk- ur rétt ókomin á meðan aðrir telja að við eigum langa ferð fyrir hönd- um, jafnvel áratuga ferðalag. Upplýsingasamfélagið verður ekki öðruvísi en við viljum hafa það. Fjarlægð okkar frá upplýs- ingasamfélaginu ræðst því alfarið af því hvaða kröfur við gerum til slíks samfélags. Hvaða kröfur eig- um við íslendingar að gera til slíks samfélags og höfum við einhverjar sérkröfur? Forfeður okkar sáu ástæðu til að samræma ritmál fyrir íslensku þegar á 12. öld (Fyrsta málfræði ritgerðin) og hófu að prenta á ís- lensku um 1550 (Guðbrandsbiblía). Það var ekki sjálfgefið né sjálfsagt að þeir gerðu það. Eigum við að koma íslenskunni lifandi til upplýs- ingasamfélagsins, eða láta þetta gott heita og hverfa inn í ensku- mælandi fjöldann? Tungumálaverkfræði Tungumálaverkfræði er það svið kallað sem hagnýtir málvísindi í þágu upplýsingatækni. Það snýst um textagreiningu, talgervla, vél- rænar þýðingar, talgreiningu, hjálparforrit til leiðréttinga á staf- setningu og málfræði, sérhæfð kennsluforrit fyrir tungumál o.s.frv. Gera má ráð fyrir að þróun á sviði tungumálaverkfræði muni til lengri tíma litið leiða til þess að tölvur verði lesandi, talandi, rit- færar og heyrandi. Þegar það verð- ur getum við verið viss um að vera stödd í raunverulegu upplýsinga- samfélagi, jafnvel margtyngdu. Þar eiga allir sömu eða a.m.k. svip- aða möguleika á að nýta sér upp- lýsingar og þjónustu, óháð búsetu og tungumálakunnáttu. Brú milli tungumála verður ósýnilegur hluti af upplýsingakerfunum. Tungumál hafa öðlast frelsi frá manninum. Það er okkar íslendinga að sjá til þess að íslenskan verði einn af þegnum upplýsingasamfélagsins. Við höfum tryggt hagsmuni okkar í þeirri staðlavinnu sem á sér stað í upplýsingatækni, en það er for- senda þess að yfirleitt var hægt að leggja af stað með íslensku í far- angrinum. Eftir er að koma henni á áfangastað. Það verður ekki gert nema með því að vinna nauðsynlegt þróunarstarf á sviði tungumála- verkfræði. Enginn getur eða hefur hag af því nema við sjálf. Það eru okkar hagsmunir að það verði gert. Það er okkar að bera kostnaðinn - það er burðargjaldið sem við verð- um að greiða fyrir að koma íslensk- unni lifandi til upplýsingasamfé- lagsins. Er það valkostur að skera á rætur okkar, gleyma arfleiðinni og týnast í enskumælandi fjöldan- um? Viljum við setjast að í upplýs- ingasamfélagi þar sem íslenska er ekki hluti lífsgæðanna? Ilöfumlur er eðlisfræðingur og starfar að þróunarverkefnum hjá Skýrrhf. Hjalp sem ber árangur í ALDARAÐIR hafa þjóðir búið við mis- munandi kjör. Nær óteljandi þættir valda slíku. Horfum til nokk- urra landa. Bangladesh liggur Iágt að sjó. Þar eru fellibyljir tíðir. Þeir valda oft flóðbylgjum sem drepa menn í þús- undatali á nokkrum augnablikum. Þúsund- ir dauðra dýra menga vötn og í kjörfarið fylgja drepsóttir. Sri Lanka heitir sjálfstæð eyja í Ind- landshafi. Þar leysa mismunandi trúarbrögð æðis- gengna grimmd úr læðingi. Þegar Tamílum, sem eru minnihlutahópur innflytjenda frá Indlandi, var neitað um sjálfstæði stofnuðu þeir morð- ingjasveitir sem einskis svífast. Allir hafa ástæðu til að óttast um líf sitt. Búrúndí og Rúanda heita sam- liggjandi lönd í Afíku. Þar valda ættbálkadeilur innan landanna morðæði. Á tveimur árum hefur um ein og hálf milljón manna verið myrt. Eftir Víetnam-stríðið ákváðu nokkrir menn, með hinn morðóða Pol Pot í fararbroddi, að færa Kambódíu á miðaldastig. Allir sem ekki gátu sannað að þeir hefðu ekkert lært, eða pössuðu ekki í myndina, voru myrtir. Það var á aðra milljón manna. Helmingur þjóðarinnar. Balkanskagi er púðurtunna Evrópu. Þar, eða nánar tiltekið í Sarajevo, varð morðið á erfingja austurrísku krúnunnar neistinn að fyrra heimsstyrjaldarbálinu. Fjörutíu og fimm árum eftir seinni styrjöld liðaðist Júgóslavía, litla heimsveldið á skaganum, í sundur við fráfall Títós forseta. Þar eru mismunandi trúarbrögð. Serbar, sem eru langfjölmennastir, hófu innrás í þau ríki sem vildu sjálf- stæði frá ríkjasambandinu. Grimmdaræði þeirra og óhugnan- legar þjóðernishreinsanir fengu fólk til að óttast að sigur hins illa væri í nánd. Sameinuðu þjóðirnar, Gagnrýni eða fordómar? ÞAÐ VAR haustlegt sunnudaginn í miðjum september í henni Reykjavík, suðaustan slagveður, rok og rign- ing. Veðurguðirnir yggldu sig en á annað hundrað manns, sem -«4{oru komin saman á Kaffi Reykjavík, létu það ekki á sig fá. Þau sötruðu kaffi með bros á vör, ræddu um lífið og tilveruna og það sem skiptir okkur svo miklu í lífinu, sam- skipti. Þeim hafði verið boðið að fylgjast með frumsýningu á leik- þætti um samskipti kynjanna eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikþáttur- inn er byggður á bókinni Karlar §ru frá Mars, konur eru frá Venus, eftir dr. John Gray. Allir voru í góðu skapi, að ég hélt. Það reynd- ist misskilningur. Á meðal vor var gagnrýnandi sem á þriðjudag hafði allt á hornum sér í Morgunblaðinu. Sló um sig með sleggjudómum og lítt rökstuddum fullyrðingum. Mér er næst að halda að gagnrýnand- -itin, Soffía Auður Birgisdóttir, sé uppfull af fordómum, súr og gangi um bæinn með saman- bitnar varir. Að hún sé reið. Hún segir leikþátt- inn „ ... lýsa alkunn- um klisjum um sam- skipti karls og konu. í Bandaríkjunum seljast bækur sama sama tagi, sem heitar lumm- ur enda áhugi þar- lendra á léttsoðinni sálfræði með^ afbrigð- um mikill. I slíkum bókum er boðið upp á patenlausnir... mat- Hallur reiddar af auðmeltan- Hallsson legum klisj- um ... eflaust má draga nokkrar ályktanir um áhrif bandarískrar dægurmenningar á íslenskt samfélag." Þetta kallast heilsteypt, vel rök- studd gagnrýni, ekki satt? Þetta teljast ekki fordómar, er það? Það er á þessum nótum sem vel lesnir, fordómalausir gagnrýnendur setja fram skoðanir sínar, ekki satt? Og svo gullkorn eins og: „Einhvern veginn finnst mér að það hefði átt hafa samsetninginn bitastæð- ari;.." Dæmi hver fyrir sig en „einhvern veginn finnst mér" að Mér er næst að halda, segir Hallur Hallsson, að gagnrýnandinn sé uppfullur af fordómum. Soffía Auður afhjúpi eigin fordóma. Það verður að taka verki Draumasmiðjunnar eins og það er. Þetta er lítill, smellinn leikþáttur um samskipti kynjanna. Spaugileg- ar uppákomur til umhugsunar um hvernig við bregðumst við atvikum í lífinu byggðar á bókinni Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus. Það eru engar „patenlausnir" og stendur ekki til að leysa vandamál lífsins í eitt skipti fyrir 611. Eingöngu verið að brydda upp á umræðum og rækta falleg samskipti. Sjálfur leggur John Gray áherslu á að hver og einn verði að vega og meta fyr- ir sig. Það einmitt sé leiðin til árang- urs í Iífínu, taka inn hugmyndir og ræða hlutina. Það er andstæðan við að skella hurðum og dæma grimmt og afgreiða hlutina sem klisjur og patentlausnir a la Soffía Auður. Sýnu stórkostlegast er niðurlag- ið í ritdómi Soffíu. Hún blandar Menningar- og fræðslusambandi alþýðu inn á málið, og gerir stuðn- ing þess tortryggilegan. Hún gerir því skóna að það sé ekki normalt af því leikþátturinn sé „ ... löng auglýsing fyrir téða bók ... Dæmi nú hver fyrir sig." Svo mörg voru þau orð. Það tíðkast hin breiðu spjótin. Samkvæmt þessu hefði aldrei átt að kvikmynda Kristnihald undir Jökli vegna þess að myndin auglýsti bók Nóbelsskáldsins. Og Friðrik Þór Friðriksson hlýtur að vera á hættulegri braut því kvik- mynd hans um Djöflaeyju Einrs Kárasonar gæti auglýst bókina. Friðrik verður að skila stuðningsfé og leggja filmurnar upp á hillu, Soffía Auður hefur kveðið upp dóm. En auðvitað er ekki hægt að skilja við málið öðruvísi en með ásetningi um að bæta mannlífið og rækta kærleiksrík samskipti. I október hefjast námskeið um sam- skipti karla og kvenna á vegum Vaxtar - fyrir fólk. Leibeinendur eru í fremstu röð, Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur og Bragi Skúla- son sjúkrahúsprestur. Markmið með þeim er að skapa umræðu og rækta kærleiksrík samskipti. Soffíu Auði Birgisdóttur er hér með boðið á námskeið. Hún mun læra mikið og njóta vel með góðu fólki. Höfundur er sljórnarformaður Vaxtar - fyrir l'ólk. með liðónýtan fram- kvæmdastjóra, misstu kjarkinn. Hugleysi Breta og ósamkomu- lag Frakka og Þjóð- verja gerði NATO gagnslaust. Banda- ríkjamönnum má þakka það sem komið er. Milljónaþjóðir búa ýmist við einræði of- stækisfullra bókstafs- trúar hópa, eða dæmi- gerðra einræðisherra sem líkja má frekar við Albert glæpamenn en pólitík- Jensen. usa. Þarf nokkurn að undra þótt flótti bresti á hjá hinum almenna borgara sem við slíkt er neyddur að búa. Hvað geta fá- mennar þjóðir Norðurlanda gert til hjálpar þeim hundruðum millj- óna sem svo er komið fyrir? Best er flestum að búa í heimahögum. Það sem ber að gera, segir Albert Jensen, er að hjálpa þjóðum til að hj álpa sér sj álf ar. Það gerir tungumálið, siðirnir, trú- in, landið, ættingjar og vinir. Það er hið versta mál, þegar fólki er ekki vært á heimaslóðum og það þarf að leita á náðir gerólíkra þjóða. Landa þar sem allt þetta er svo ólíkt. Sérstaklega eru landa- skipti erfið þeim sem ólíkastir eru viðtökuþjóð ef þeir geta ekki sam- lagast en kjósa, á framandi slóð- um, að breyta og þvinga eins og þeir sjálfir voru í og með að flýja. Maður sem getur unnið vill ekki ölmusu. Hann vill læra að þjarga sér en ekki leggjast upp á aðra eins og nú er að færast í tísku. Norðurlönd tóku að sumu leyti rangt á vandræðum milljónaþjóð- anna. Það fólk sem þarf á hjálp að halda skiptir hundruðum millj- óna. Hvar á að setja mörk við inn- flutningi? Norðurlöndin hafa lítið eða ekkert gagn gert en skapað vandræði heima fyrir. Það sem ber að gera er að hjálpa þjóðunum til að hjálpa sér sjálfar. Einn tæknimaður til hjálpar þjóð er henni meira virði en að losna við fólk. Líka þvingun á einræðis- glæpamenn. Það þarf að leysa vandræðin. Ekki dreifa þeim. Fyrir nokkrum árum kom til landsins lítill hópur frá gerólíkum menningarheimi. Við vorum heppin hvað það fólk hefur reynst vel að nokkrum undanskildum sem virð- ast miður gerðir að eðlisfari og munu, ef að líkum lætur, valda áframhaldandi vandræðum. Okkar er að vernda fólkið sem kom með þeim, fyrir illmennsku þeirra. Sá hópur flóttafólks sem ég býð sér- staklega velkominn og er sannan- lega réttmætt að bjóða til vistar, eru nýju Isfirðingarnir. Allt mundi það fólk í bráðri hættu víðar en í Júgóslavíu heitinni. Trúarlega blönduð hjónabönd eiga ekki upp á pallborðið þar sem siðleysi, trúar- og þjóðernisofstæki ríkir. Éinstæð börn í neyð eru hvarvetna. Þeim á að hjálpa með öllu mögulegu móti. Þau samlagast vandræðalaust. Fyrri hluti greinarinnar er til að opna augu manna fyrir því, hvað hættulegt er að fara offari. Mann- fjöldinn er svo óskaplegur. Hjálp- um, en gerum það með reisn. Ger- um ekki fólk að þurfalingum. Hjálpum því til að hjálpa sér sjálft. I sínu heimalandi umfram allt, ef mögulegt er. Höfundur er byggingameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.