Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 31 ________________AÐSENPAR GREIIMAR__ Hugleiðing á 140 ára fæðingar- afmæli Bríetar Bjarnhéðinsdóttur KVENRÉTTINDAFÉLAG ís- lands heldur nú sinn 19. landsfund, dagana 27.-28. september í Hafn- arborg í Hafnarfírði. Það fer vel á því að halda landsfundinn á þessum tíma því 27. september er 140 ára ártíð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist að Haukagjli í Vatnsdal þann 27. september 1856. Foreldrar hennar voru Bjarnhéðinn Sæmundáson bóndi og Ingunn Snæbjörnsdóttir. Þegar Bríet er unglingur fer hug- ur hennar að beinast að misrétti á milli karla og kvenna, bæði að því er snerti verkaskiptingu þeirra á milli, launakjör og ekki síst, hversu greiðari karlmanninum var mennta- vegurinn en konunni. Síðar sagði hún sjálf frá því,. þegar hún 16 ára situr á hnjánum með rúmfjöl með lítið ljós og skrif- ar sínar fyrstu hugleiðingar um „menntun og réttindi kvenna“. Hugur hennar stóð til mennta enda hafði hún til þess mikla hæfileika. Á uppvaxtarárum Bríetar áttu stúlkur sjaldan kost á öðru en lestr- arnámi, þrátt fyrir námslöngun og gáfur. Og þær þurftu að stelast til að læra að skrifa. Bríet var svo lánsöm að þegar foreldrar hennar flytjast að Böðvarhólum í Vestur- hópi, Vestur-Húnavatnssýslu, voru til húslestrarbækur sem hún kemst í, „þegar ég var unglingur, heyrði ég lesnar bæði árbækur Espólíns, stærri Mannkynssögu Melsteðs, Félagsritin, Skírni og ýmislegt fleira“. Briet var fermd af séra Jóni Kristjánssyni á Breiða- bólstað í Vesturhópi 5. júní 1870 og hlaut, sem vænta mátti, ágætan vitnisburð. Til er saga af fermingu Bríetar. Þegar hún stóð á kirkjugólfinu spurði prestur hana einhvers sem vani var. Hún svaraði og fór með ritningargrein utanað. Prestur sagði þetta ekki rétt með farið. Hún þrætti og lét ekki undan. Eftir messu var farið að líta í biblíuna og reyndist Bríet hafa rétt fyrir sér. Árið 1884 fluttist Bríet til Reykjavíkur þá 28 ára gömul. Hún kynnist lífs- förunauti sínum Valdimari Ás- mundssyni. Þau eru gefin saman 1888. Síðar sagði Bríet að hún ætti honum mikið að þakka í sam- bandi við þroskaferil sinn, sambúðin við hann hefði opnað sér nýjan menntaheim. Valdimar var ritstjóri Fjallkonunnar. Þegar Bríet heldur sinn fyrsta opinbera fyrirlestur 30. des. 1887 „Nokkur orð um frelsi og menntun kvenna“, hefur þessi framhleypna unga stúlka, sem ger- ir kröfur fyrir hönd.kvenna, mætt misjöfnum dómum. Á þessum tíma- punkti fara kvenréttindamál að verða umræðuefni manna á meðal. Mikil frelsisvakning kvenna á upptök sín í frelsisstríði Bandaríkja- manna og frönsku stjórnarbylting- unni seint á 18. öldinni. Það átti fyrir bandarískum konum að liggja að vera í fararbroddi kvenfrelsiskvenna. Bríet kynnist Carrie Chapmann Catt (1859-1947, forseti Álþjóðasamtaka kosn- ingafélaga) á ferðum sínum og dáðist að mælsku hennar, stjórn- semi og skipulagshæfí- leikum. C.C. Catt skrif- ar Bríeti og vekur máls á því að hún stofni kvenréttindafélag á ís- landi sem gæti orðið aðili að Alþjóðasam- tökunum. Henni var kunnugt um takmark- aðan kosningarétt kvenna til sveitarstjórnar sem ís- lenskar konur fengu 1882. Samband Bríetar og Catt komst á fyrir tilstilli Jóhönnu Munther sem var ritari í kosningaréttarsamtök- um danskra kvenna (Dansk Kvinde- forenings Valgretsforbund) en vet- urinn 1905-1906 fékk Bríet mörg bréf frá henni. í þessum bréfum hvatti Jóhanna Bríeti til að stofna kvenréttindafélag. Hún hafði skrif- að um Bríeti og störf hennar að kvenréttindamálum og birt myndir af henni í blaði DK, Kvinden og Saamfundet. Þetta blað fór víða og vakti athygli á Bríeti og því sem hér var að gerast. Enn fremur sendi Jóhanna Bríeti erlend blöð svo að hún gæti sem best fylgst með öllu sem gerðist erlendis í kvenréttinda- málum. Enginn vafi er á því að það hefur verið Bríeti hvatning að fá jafnan fréttir af starfi hinna skipu- Það fer vel á því að landsfundur Kvenrétt- indafélagsins, segir Hulda Karen Olafs- dóttir, hefst á 140 ára fæðingarafmæli Bríetar Bj arnhéðinsdóttur, stofnanda þess. lögðu og dugmiklu kvenréttinda- samtaka á Norðurlöndum. Bríet stofnaði Kvenréttindafélag íslands sunnudaginn 27. janúar 1907 að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík. Félagið fagnar því 90. ára afmæli félagsins í janúar á næsta ári. Við konur og karlar sem erum bráðlega að stíga fyrstu skrefin inn í tuttugustu og fyrstu öldina, eigum erfitt með að setja okkur í spor þeirrar ungu kynslóðar sem var að alast upp á tímum Bríetar. en hvernig standa jafnréttismálin í dag? Erum við ekki enn að ber- jast fyrir jöfnum rétti karla og kvenna í dag? Hvernig er með launamisréttið? Það er endalaust hægt að telja upp. Eitt er víst að Kvenréttindafélag Íslands mun halda áfram að vinna að baráttu- málum kvenna og karla um aldur og ævi og við þökkum forsjóninni fyrir það að til eru konur á íslandi Hulda Karen Ólafsdóttir. með eld í æðum og baráttu í hjarta, sem eru að vinna að jafnréttismál- um! Landsfundurinn hefst með hátíð- arsetningu í listasal Hafnarborgar, en þar sýna um þessar mundir fé- < lagar í Leirlistarfélaginu, félagið á 15 ára afmæli um þessar mundir, sýningin nefnist „Leir í lok aldar“. Landsfundarstörfin heijast síðan á laugardagsmorguninn. Auk venjubundinna fundarstarfa verður íjallað um CEDAW-sáttmálann en félagsmálaráðuneytið er um þessar mundir að gefa út upplýsingabækl- ing um CEDAW-sáttmálann. Félagið hefur fengið stuðning í bænum frá Hafnarijarðarbæ, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sjóvá- Almennum, Starfsmannafélagi Hafnarijarðar og Verkakvennafé- laginu Framtíðinni, félagið þakkar veittan stuðning. P.s. Stuðst var við sögu KRFÍ, „Veröld sem ég vil“, skráða af Sig- ríði Th. Erlendsdóttur sagnfræð- ingi. Höfundur situr í stjórn Kvenréttindafélags Islands. slattarvcrð tallegir fallar úr um efni wum efnum CÓÐ FÖT I UtYTUNN! í HALJST Ungllnga- og llordinsstærdír Vinsæll vinnuþjarkur kostar aSeins frá 1.362.000 an vsk. HEKLA Volkswagen Oruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.