Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 33 MINNINGAR Mikið sakna ég Runólfs. Hann átti þann einstaka hæfileika, að horfa á málefni líðandi stundar frá nýju sjónarhorni, varpa fram smellinni setningu, svo allir fóru að skoða málið aftur frá byrjun. Hann var trúaður maður og ég vona að blessunarorð hans dugi mér og öðrum til daglegra verka og áfram. Hann var líka sjálf- menntaður og einstaklega fróður á sviði bókmennta. Stundaði bók- band og bókasöfnun, og hafði ótal áhugamál önnur. Mikill laxveiðiá- hugamaður, _og seiðasleppingar voru fastur liður: „Maður end- urnýjar það sem maður tekur af." Einstök hlýja Runólfs, mann- kærleikur og kímnigáfa gáfu mér og mörgum öðrum mikið. Hann mun alltaf vera ljós í sálum okkar vegna þeirra gjafa til okkar. Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Dóra Thoroddsen. Ég var að láta stækka ljósmynd seint í sumar. Á ljósmyndinni er sólskin, hún hefur auðsjáanlega verið tekin á þessum fáu virkilega góðu sólardögum sem koma hérna á Suðurlandi. En það er ekki veðr- ið sem vekur mesta athygli, nei, það er fullorðinn glaðhlakkalegur maður, brosið vekur strax athygli skoðandans. Þetta er mynd af Runólfi. í baksýn sést stór himin- blár Benz, annar bókabíll Reykja- víkurborgar, Runólfur kallaði bíl- inn „Stubbinn". í huga margra voru þeir eitt, ef stubburinn sást einhvers staðar var vitað mál að Runólfur væri ekki langt undan. Þegar Runólfur kom var oftar en ekki spurt: „Og hvernig gengur með Stubbinn?" Það eru sjálfsagt margir sem eiga hlýjar endurminningar frá æskúdögum sínum þegar þeir trítl- uðu í bókabílinn. Þar var Runólfur alltaf í forsæti og tók á móti þeim með bros á vör og góðlátlegu gríni. Hann virkaði mjög höfðinglegur með þetta snjóhvíta hár, alltaf snyrtilega klippt og alltaf jafn úti- tekinn. Þeim hefur fundist þeir velkomnir, því Runólfur talaði við börnin eins og jafningja, ræddi um heimsins gagn og nauðsynjar þó viðkomahdi næði varla upp fyrir afgreiðsluborðið. Hann tók þátt í gleði þeirra, sorgum og áhugamál- um. Ég var komin á fullorðinsár þegar ég kynntist Runólfi. Komin upp í Háskóla íslands til að læra bókasafnsfræði. Við unnum sam- an á bókabílnum á námsárum mínum. Mér fannst ég vita allt í þessum fræðum en i samtölum okkar Runólfs komst ég að því hvað ég vissi harla fátt um ger- semar okkar íslendinga. Við gát- um rætt mikið um þetta brenn- andi áhugamál okkar beggja, bækurnar. Það kom enginn að tómum kofunum hjá Runólfi. Meðan ég skrifa þetta er ég að horfa á myndina. Eg hafði lengi ætlað að heimsækja Runólf og gefa honum hana. En áður en til þess kom fékk hann annan og valdameiri gest, myndin verður því áfram á skrifborði mínu til minn- ingar um Runólf. Sveinbjörg. Borgarbókasafn Reykjavíkur á tvo bókabfla sem gerðir eru út frá Bústaðasafni. Öðrum þeirra stýrði Runólfur Elínusson í allmörg ár af stakri alúð. Á póstkortum sem hann sendi okkur frá ferðalögum sínum bað hann alltaf fyrir sér- staka kveðju til „Stubbs fóstra síns", en það nefndi hann bílinn. Runólfur var bókelskur maður sem bar mikla virðingu fyrir bókum. Hann var hjartahlýr og skemrnti- legur vinnufélagi og talaði tæpi- tungulaust á kjarngóðri íslensku. Við þökkum Runólfí liðnar sam- verustundir og biðjum hann vel að fara. Starfsfólk Bústaðasafns. PETURINGIBERG GUÐJÓNSSON + Pétur Ingiberg Guðjónsson var fæddur í Amar- tungu í Staðarsveit 25. maí 1928. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 20. sept- ember síðastUðinn. Hann var þriðji af 13 börnum þeirra Guðjóns Pétursson- ar, síðar bónda að Gaul í Staðarsveit, og Unu Jóhannes- dóttur, húsfreyju þar. Hann fór sex ára gamall í fóstur til Þorsteins Þórðarsonar, bónda á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi, og Guðrúnar Eyj- ólfsdóttur, húsfreyju. Þar ólst hann upp til 16 ára aldurs með Aslaugu, fóstursystur sinni, uns Þorstein og Guðrún urðu að bregða búi og flytjast til Reylqavíkur. Pétur hóf störf á eyrinni er hann fluttist til Reykjavíkur 18 ára. Hóf hann svo nám í bifvéla- virkjun hjá Agli Vilhjáliussyni og útskrifaðist 1950. Hann fékk síðar meistararéttindi í bifvéla- virkjun og bifreiðasprautun. Pétur vann fyrst að námi loknu hjá Agli Vilhjálmssyni, en hóf síðar störf á bifreiðaverkstæði Flugmálastjórnar á Reykjavík- urflugvelli og varð verkstjóri þar. Síðar rak hann um stuttan tíma bifreiðaverkstæði á Rauð- arárstígnum í Reykjavik. Pétur fluttist á Akranes og var ráðinn verkstjóri á Bifreiðaverkstæði Akraness. Hann stofnaði með Gunnari Bjarnasyni Bifreiða- verkstæðið Vísi. Eftir að það var stækkað og byggt var nýtt húsnæði kom Gest- ur Friðjónsson inn í rekstur þess. Eftir að þeir seldu Vísi rak Pétur eigið bif- reiðaverkstæði á Akranesi um ára- bil. Eftir að hann hætti þeim rekstri vann hann nokkur ár á Grundartanga. Síðast vann hann á vernduðum vinnu- stað á Akranesi. Sem ungur mað- ur tók Pétur virkan þátt í félagsmálum, var um tíma formaður Sveina- félags bifvélavirkja og siðar varaformaður Bifvélavirkjafé- lags Reykjavíkur. Hann starf- aði nokkuð í félagi ungra jafn- aðarmanna, en hvarf af þeim vettvangi þegar viðreisnar- stjórnin tók við völdum. Um svipað leyti og Pétur hóf nám í bifvélavirkjun tókust kynni með honum og Sigrúnu Clausen, f. 20. október 1930. Þau hófu búskap á Hjallavegi í Reykjavík 1949 og gengu í hjónaband 22. apríl 1950. Þau fluttu síðan í Kópavog 1950 og á Akranes 1959. Þau skildu fyr- ir nokkrum árum. Börn þeirra eru: Arnór, f. 14. nðvember 1949, Guðfinna Gróa, f. 2. jan- úar 1951, Guðjón Pétur, f. 30. ágúst 1953, Arinbjörn, f. 21. mai 1955, og Þorsteinn Gunnar, f. 27. júlí 1960. Nú eru barna- börnin orðin ellefu, það tólfta á leiðinni, og barnabarnabörnin fimm. Útför Péturs verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástkær faðir minn er látinn. Mig langar til að minnast hans og kveðja hann með nokkrum orðum. Þegar pabbi vann á Eyrinni í Reykjavík sem ungur maður togn- aði hann illa í baki, en skeytti ekk- ert um það og hvorki dró af sér í vinnu né leitaði læknis, en upp frá því var hann alltaf með stanslausa bakverki. Hann leitaði ekki læknis vegna þess fyrr en hann var kominn undir fertugt og þá kom í ljós að hann hefði sennilega á sínum tíma fengið brjósklos, en alltof seint var að gera nokkuð í þeim málum þar sem svo mikil kölkun var komin í hryggjarliðina að eina sem hægt var að gera til að lina verkina var að ganga í sjúkrabelti. Aldrei heyrði ég pabba kveinka sér eða kvarta vegna veikinda sinna þó oft væri hann sárþjáður. Frekar vitnaði hann í Gunnlaug Ormstungu og sagði: „Eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafnlangir." Þrátt fyrir að pabbi væri alinn upp hjá Þorsteini og Guðrúnu hafði hann alltaf náin tengsl við foreldra sína og systkini á Gaul enda stutt á milli bæjanna og við börnin hans nutum þeirra forréttinda að eiga afa og ömmu á Gaul og afa og ömmu á Hringbrautinni í Reykjavík. Pabbi var mikill náttúruunnandi og ferðaðist um allt landið og svo vel þekkti hann landið að það var sama hvaða fj'all eða lækjarspræna var, hann þekkti nafn þess og einn vinur hans hafði einu sinni á orði við mig að hann þekkti hverja hundaþúfu á landinu. Mestu ánægjustundir pabba yoru upp til fjalla eða með stöngina við vatn eða á. Arnarvatnheiðin og vötnin þar voru hans eftirlæti og í hans huga var ekkert sumar nema hann kæmist þangað og oft fór hann fleiri en eina ferð á sumri. Pabbi og mamma ferðuðust mikið með okkur krakkana og oft var leg- ið í tjaldi upp til heiða og inn til dala, og einar yndislegustu æsku- minningar sem ég á eru frá því er búið var að kveikja á prímusnum og hlýnaði í tjaldinu. AUir höfum við bræðurnir smit- ast af veiðiáhuga pabba og ég held ég geti fullyrt fyrir okkur alla að einar dýrlegustu stundir sem við vitum er að vera með stöngina við vatn eða árbakka. Pabbi var dulur maður. Þar var sjaldnast hávaðinn eða lætin, en hann var fastur fyrir í skoðunum og í uppeldi okkar fannst mér hann oft vera æði strangur og af gamla skólanum. Þó gat hvinið í honum ef hann reiddist og alltaf er það okkur systkinunum minnisstætt þegar pabbi hvessti sig hressilega eitt sinn og maður sem var að hjóla við eldhúsglugann datt af hjólinu og við fullyrtum að honum hefði brugðið svo við raustina í pabba. Við vorum alin upp við það að lög og reglur bæri að virða og fara eftir þeim og að börn og unglingar skyldu bera virðingu fyrir landinu sSnu, eldra fólki og yfirmönnum sín- um, s.s. kennurum og verkstjórum. Pabbi gerði líka miklar kröfur til manns. Hvaða starfi eða verkefni sem maður tæki að sér bæri að sinna af alúð, dugnaði og skyldu- rækni. Þegar ég fullorðnaðist og enn í dag sé ég hvað þetta var mikils virði og eftir að ég slasaðist er ég sannfærður um að ég átti auðveldara með að takast á við þá erfiðleika vegna þess hvernig upp- eldi ég fékk og þær kröfur og gildi sem pabbi hafði innrætt mér. I æsku eru mér alltaf minnis- stæðir morgnarnir á veturna. Þá eins og endranær vaknaði pabbi fyrstur allra, eldaði hafragraut og smurði brauð. Síðan vorum við vak- in til að borða morgunmatinn og fara í skólann. Þar sem ég var elst- ur var ég vakinn fyrstur og síðan er það barnsvani að ég vakna alltaf á sama tíma á morgnana. ÖU þau ár sem pabbi rak bifreiða- verkstæði var hann alltaf reiðubú- inn til að liðsinna og aðstoða þá sem til hans leituðu. Það var engin bilun eða gangtruflun í bíl það lítil eða ómerkileg að hann væri ekki tilbú- inn til að aðstoða, leiðbeina eða gera við fyrir viðkomandi. Það skipti engu máli hvaða dagur var eða hvað klukkan var hvort heldur var á virkum eða helgum degi. Og a.m.k. tvisvar man ég eftir honum í sparifötunum svipta sér úr jakkan- um, bretta upp ermarnar og fara á kaf ofan í vél í bíl. Eitt sinn varð ég vitni að því að læknir einn kom með bifreið sína til pabba. Pabbi var þá allur skakk- ur og snúinn og sárkvalinn í bak- inu. Læknirinn ávítaði hann fyrir að hafa ekki komið til sín og sagði svo: „Ég kem með bílinn til þín af minna tilefni en þú ættir að koma til mín." Börn hændust að pabba og í kringum verkstæðið á Mánabraut- inni var alltaf hellingur af börnum sem voru að ræða við hann. Og mikið gat Magný dóttir mín unað sér og dundað hjá honum á verk- stæðinu þegar hún var lítil. Fyrir rúmum þrem árum fékk pabbi svo blóðtappa sem sprakk upp í heila. Afleiðingar þess voru að hann lamaðist alveg hægra megin og missti málið, en trúr sjálfum sér hélt hann ótrauður áfram, komst í hjólastól sem hann fór allra sinna ferða í og sá um allar sínar þarfír sjálfur. Eftir sjúkrahúslegu og endur- hæfmgu á Sjúkrahúsi Akraness og Grensásdeild Borgarspítala flutti pabbi á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Þar sat hann ekki auðum höndum þrátt fyrir að hafa aðeins vinstri höndina. Vann hann þar stórkostlega handavinnu, saumaði út myndir, flosaði teppi, málaði á dúka, svuntur og fleira og fleira. Nú í vor veiktist hann aftur og var lagður inn og fór í aðgerð á Sjúkrahúsi Akraness. Honum hrak- aði mikið, en jafnaði sig nokkuð og var aftur kominn heim á Höfða þegar honum versnaði aftur og lokakallið kom. Eftir að pabbi og mamma skildu APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka12 eru opin til kl. 22 var samband þeirra alveg einstakt. Vinátta þeirra var sérstök og hvað þau voru samtaka um allt sem sneri að fjölskyldunni. Maður mundi oft ekki eftir skilnaðinum. Það var frekast eins og þau væru mjög sam- rýnd systkini. Eftir að pabbi veiktist annaðist mamma hann og flest hans mál af einstakri natni, hlýju og samvisku- semi. Elsku pabbi, við systkinin, tengdabörnin, barnabörnin, lang- afabörnin og mamma kveðjum þig með söknuði. Við þökkum þér allt það góða sem þú gafst okkur og kenndir. Þrátt fyrir sorg og söknuð vitum við að nú er lokið erfiðum veikindum og þjáningum og aðeins betri tíð og betri líðan er framunó- -- an. Eða eins og lítill langafadrengur sagði þegar honum voru sögð þessi döpru tíðindi: „Þá er Guð að passa afa." I ljóði sínu Áning segir Birgir Sigurðsson Hörð er fórin örskömm dvöl á áningarstað. Verum hijóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinn. Arnór Pétursson. Elsku afi, nú ert þú búinn að fá hvfldina eftir þriggja ára veikindi. <.- Þegar ég sit hérna og hugsa um tímann áður en þú veiktist koma margar gamlar góðar minningar upp í hugann. Ég man svo vel þegar ég var uppi á Akranesi hjá þér og ömmu og þú fórst með mér niður á Langasand að tína skeljar og steina og við fórum með það heim til þín, þvoðum það og róðuðum svo öllu dótinu á svalirnar hjá þér. Þú varst alltaf tilbúinn að gera eitthvað með mér þegar ég bað þig og það var oft svo gaman hjá okkur. Svo vorum við að safna slaufum af pökkum sem við límdum á spegilinn á ganginum hjá þér, alltaf á jólum, afmælum eða bara þegar ég fékk pakka með slaufu þá geymdi ég slaufuna til að setja á spegilinn hjá afa. Áður en þú veiktist komuð þið amma alltaf til okkar á jólunum og mér fannst jólin aldrei vera komin fyrr en þegar ég vaknaði á aðfanga- dagsmorgun og þú varst sestur í hornið í eldhúsinu með pípuna þína og ég fann pípulyktina, afa pípu- lykt. Þá voru sko jólin komin. Ég veit að ég á eftir að sakna þín svo mikið en minningunum um þig mun ég aldrei gleyma. Ég er r.ijög þakklát fyrir allar góðu stund- >, irnar sem við áttum saman og að * hafa fengið að kynnast þér. Ég kveð þig með söknuði, elsku afí minn. Þín, ¥ Ingunn. + Elskulegur elginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR HJALTESTED, Brávallagötu 6, Reykjavflc, lést í Landspítalanum að morgni 26. september sl. Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested og börn. Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar + Elskuiegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR KRISTGEIRSSON, lést í Landspítalanum 26. september. Ásthildur Aðaísteinsdóttir, Hörður Magnússon, Elisabet I. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Búi Harðarson, Kristín Ásta Harðardótttr, Hallgrímur Þór Harðarson, Gunnar Pétur Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.