Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 35

Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 35 MINNINGAR + Elísabet Magn- úsdóttir, hús- móðir, fæddist á Vopnafirði 14. maí 1903. Hún lést á vistheimilinu Kum- baravogi á Stokks- eyri 18. september síðastliðinn á 94. aldursári. Foreldr- ar hennar voru Magnús Þorbergur Árnason, f. 1873, verkstjóri frá Dysj- um á Álftanesi, og Vagnbjörg Magn- úsdóttir, f. 1864 í Dalasýslu. Þau áttu þrjú börn, Jakob trésmið í Reylqavík og Þorbjörgu húsmóður í Reykja- vík; tvíburasystur Elísabetar. Arið 1924 giftist Elísabet Látin er í hárri elli Elísabet Magnúsdóttir. Elísabet amma var á tíræðisaldri og þorrinn kraftur. Hún dvaldist síðustu árin á vistheimilinu Helga Jónssyni, f. 3.1. 1896, d. 2.6. 1985, húsgagna- smið. Hann var son- ur Jóns Helgasonar og Herdísar Bene- diktsdóttur sem bú- sett voru lengst af á Húsavík. Helgi og Elísabet eignuðust þijú börn. Þau eru: 1) Skúli, f. 31.5. 1925, prentari í Reyýavík. Maki Sólveig Hjaltadótt- ir, f. 9.8. 1927, d. í febrúar 1968. Barn Elísabet, f. 10.11. 1959, bók- bindari Reykjavik, gift Rafni Siguijónssyni prentsmið og eiga þau þijár dætur. Fyrir átti Elísabet eina dóttur. 2) Jón Kumbaravogi á Stokkseyri. Hún kveður okkur södd lífdaga. Elísabet var fædd á Vopnafirði og ólst þar upp. Hún varð ung að fara í vist Magnús, f. 16.4.1928, d. 6.3.1951 í sjóslysi. 3) Herdís, f. 15.5. 1929, bókavörður og mannfræðingur í Reykjavík. Maki Styrkár Svein- bjarnarson prentari, f. 23.2. 1927, d. 2.12. 1989. Þau skildu 1977. Börn: a) Hrafn Helgi, f. 24.1. 1949, búsettur í Svíþjóð. b) Sveinbjörn, f. 21.2. 1950, prent- ari Reykjavík. c) Auður, f. 27.8. 1951, sljómmálafræðingur í Reyýavík, gift Svani Kristjáns- syni prófessor og eiga þau þijú böm. d) Snorri, f. 20.2. 1958, hagfræðingur í Neskaupstað, kvæntur Kristrúnu Ragnarsdótt- ur fóstm og eiga þau þijú börn, Snorri átti fyrir einn son er lést af slysförum. e) Unnur, f. 18.3. 1961, erfðafræðingur í Reykja- vík, gift Sveini Bragasyni arki- tekt og eiga þau tvo syni. f) Her- dís Ditta, f. 7.7. 1970, fóstrunemi í Reykjavík, gift Jóni Ágústi Reynissyni landfræðingi og eiga þau tvö börn. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og varð sú vist ömmu minni minnis- stæð. Ótrúleg er sú byrði sem lögð var á óharðnaða unglinga þess tíma sem vegna fátæktar urðu að fara frá heimili sínu. Lífið var vinna og aftur vinna og oft var engin mis- kunn sýnd þó börn ættu í hlut. Hún flutti um tvítugt til Reykjavíkur og bjó þar síðan alla tíð. Hún giftist Helga Jónssyni húsgagnasmið og Þingeyingi og áttu þau þrjú börn en Helgi afi lést 1985. Elísabet var þetta salt jarðar sem gerir lífið mögulegt. Húsmóðir, sí- starfandi og vakandi yfir þörifum einstaklingsins. Kona sem sinnti hinu smáa og persónulega í tilver- unni, einmitt þeim hlutum sem fylla upp í tilveruna og gera vonbrigðin og erfiðleikana þolanleg. Þær eru ófáar stundimar sem sá er þetta skrifar hefur dvalið við eldhúsborð- ið hjá henni ömmu og notið þeirra dásemda sem hún galdraði fram í bakkelsi og öðrum viðurgjörningi. Með ömmu minni er gengin hetja af aldamótakynslóðinni. Elísabet lifði þá tíma, á fyrri hluta þessarar aldar, þegar íslensk alþýða háði hildi upp á hvern einasta dag fyrir lífi sínu. Baráttu sem einkenndist af miklum átökum, mörgum sigrum en einnig mörgum ósigrum. Stund- um unnust stórir sigrar í baráttunni fyrir betra lífi og mannsæmandi kjörum. Sigrarnir eru einmitt þau réttindi og þau lífsgæði sem við eftirlifendumir búum að og lítum of oft á sem sjálfsagðan hlut sem ekki beri að virða og þakka fyrir. Á slíkum tímum reynir á mann- kosti og hugdirfsku, vit og dóm- greind. Við næstu dyr eru ný aldamót., Lífið heldur áfram og við taka ný verkefni. Oft eru þessi verkefni ekki annað en endurvarp verkefna fyrri kynslóða. Áfram skal haldið upp brekkuna. Sem betur fer þurf- um við í dag ekki að kljást við mörg af þeim viðfangsefnum sem amma þurfti að beijast við á sinni löngu ævi. Að afla nauðþurfta var viðfangsefni sem hún og hennar kynslóð þurfti daglega að glíma við. Þess gerist ekki þörf í dag. Vissulega eru þó ýmsar blikur á lofti í íslensku samfélagi. Misskipt- ing lífsgæða er mikil og fer að sumui'-" leyti vaxandi. Nauðsynlegt er að við eftirlifendumir höldum vöku okkar og fylkjum liði í baráttunni fyrir betra lífi til handa íslenskri alþýðu. Látum minniháttar ágrein- ing lönd og leið en eflum samstöðu hugsandi manna til baráttu fyrir betra lífi alþýðunnar. Amma hafði mikinn áhuga á and- legum málefnum og var virk í um- ræðu um slík málefni. Bálför Elísa- betar Magnúsdóttur fer fram í dag og kveðjum við hana þar hinstu kveðju. Megi minning liennar lifa. Snorri Styrkársson. ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR JOHANN KRÖYER + Jóhann Þ. Kröy- er fæddist á Svínárnesi á Látra- strönd við Eyja- fjörð 21. janúar 1895. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 19. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn bóndi á Svínárnesi Gísla- son, Jónassonar og Anna Jónína Jóak- imsdóttir bónda á Kussungsstöðum Jóakimssonar. Systkini hans voru Elín, Ingiveig, Jóný og Gísli. Árið 1918 kvæntist Jóhann Evu Pálsdóttur frá Hrísey og áttu þau soninn Harald, sem nú er látinn, lengi sendiherra fyrir ísland á erlendri grund. Eva lést úr berklum árið 1940. Jóhann kvæntist síðari konu sinni, Margréti Guðlaugsdótt- ur, Björnssonar árið 1944 og auðnaðist þeim ein dóttir, Elín Anna, kennari á Akureyri. Jó- hann ól einnig upp fósturdótt- ur, Ástu Kröyer, sem býr á Akureyri. Sonarsonur Jóhanns, Jóhann, ólst einnig upp hjá Jóhanni og Margréti frá tíu ára aldri. Jóhann lauk prófi frá Gagnfræðaskól- anum á Akureyri vorið 1915. Eftir námið var hann við störf heima hjá for- eldrum sínum og tók við búskapnum í Svínárnesi 1923. Eftir nokkur ár flutti hann til Nes- kaupstaðar og gegndi verslunar- stöðu hjá Konráð Hjálmarssyni fiskverkanda. Árið 1929 tók hann við stöðu útibússljóra hjá KEA í Ólafsfirði og gegndi henni í tæp fimm ár. Þá flutti Jóhann til Akureyrar, þar sem hann starfaði fyrir KEA til fjölda ára, fyrst í 14 ár sem kjötbúðarstjóri en varð síðan útibússtjóri Samvinnutrygg- inga. Jóhann starfaði í 40 ár þjá KEA, eða þar til hann lét af störfum sjötugur. Jóhann var elsti borgari Akureyrar. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kær frændi minn og vinur, Jó- hann Þorsteinsson Kröyer, er látinn á 102. aldursári. Við erum báðir af ætt Jóakims Jónssonar lögréttu- manns í Hvammi. Ég tel mig varla hæfan til þess að minnast hans, sem stóð mér að öllu leyti framar, en veit samt, að hann hefði ekki bann- að mér slíkt. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun náðum við vel saman og var það mest honum að þakka. Hann var mér ljúfur sem faðir og tók mér eins og syni, þegar ég gekk í félags- skap þann, sem hann var í fyrir og hafði náð þar miklum þroska og frama. Æ síðan studdi hann mig, uppörvaði o g leiddi eftir grýttri leið- inni, gaf mér góð ráð í leitinni, sem við báðir höfðum hafið frá sama stað og leiðbeindi mér, ef efi var í huga. Síðan hefur faðmur hans verið mér hlýr og ætlunarlaus. Hann gaf mér skriflegar hugleið- ingar sínar, þegar hann lagði niður vopnin. Jóhann var myndarlegur og karlmannlegur, hafði bjartan og rólegan svip og allt fas hans var þokkafullt. Hann var góðgjarn, vin- samlegur og þægilegur og öllum leið vel í návist hans. Hugsunum sínum og skoðunum kom hann vel til skila. Hann miklaðist aldrei af sjálfum sér og var drengur góður. Nú þegar hann er allur, mun ég reyna að fylgja fótsporum hans og gæti ég það, yrði ég glaður. Síðustu árin náði frændi minn ekki að sjá og heyra umhverfi sitt eins og hann vildi. Þó var það ekki fyrr en í byijun þessa árs, að elli kerling náði að fella hann á kné með lúmsku bragði og þá var hann tilbúinn að takast á hendur ferðina til austursins eilífa. Ég veit að hann tekur þar þá reisn, sem hann bjó yfir, þegar merki hans var ófallið. Jóhann minn, af frændsemi og bróðurlegum kærleika, þakka ég þér allt, sem þú hefur kennt mér í áranna rás til orðs og æðis. Kæra Margrét, megi sá, sem öllu ræður, styrkja þig á þessari erfiðu stundu og bera frænda minn á höndum sér, eftir að hann kemur inn um gullna hliðið. Eiríkur Páll Sveinsson. Jóhann Kröyer hefur verið einn af þessum föstu punktum í tilveru minni alla tíð. Heimili hans og Margrétar móðursystur minnar í Helgamagrastræti 9 hefur ætíð staðið opið sunnlenskum gestum á ferð um Norðurland. Stundum var viðdvölin stutt og stundum löng, en alltaf skemmtileg því Jóhann kunni svo margar sögur sem gaman var að hlusta á. Ekki má gleyma því að minnstu munaði að honum tækist að kveikja veiðiáhuga hjá mér þegar við fórum saman til sil- ungsveiða í Hörgá. Þeir fáu fiskar sem ég hef dregið um dagana hafa efalaust mætt örlögum sínum vegna leiðbeininga Jóhanns til veiði- mannsins. En þegar minnst er á Jóhann kemur Margrét kona hans óhjá- kvæmilega upp í hugann. Þau tvö voru yfirleitt nefnd í sömu andr- ánni. Margrét hefur vakað yfir vel- ferð Jóhanns og stutt hann með ráðum og dáð allan þeirra búskap og ekki hvað síst hin síðari ár þeg- ar elli kerling fór að sækja að hon- um. Með aðstoð Margrétar tókst honum að búa á heimili sínu allt fram á síðustu misseri, sem var honum mikils virði. í dag kveðjum við Jóhann með virðingu og þökk fyrir allar góðu stundirnar og Margréti sendum við bestu kveðjur og biðjum guð að styrkja hana á þessari stundu. Júlíus Aðalsteinsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og stjúpamma, FRiÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR, Laugalæk 58, Reykjavík, lést í Borgarspítalnum 26. september sl. Sigrún Pálína Viktorsdóttir, Viktoria Bryndís Viktorsdóttir, Haukur A. Viktorsson, Gyða Jóhannsdóttir, Jóhann Árni Helgason, Jón Ari Helgason. t Móðir okkar, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, Sogavegi 112, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Herdís Helgadóttir, Skúli Helgason og aðrir aðstandendur. t Elskulegur bróðir minn, INGÓLFUR HAFBERG, Hrafnistu, Reykjavík, áður Laugavegi 12a, sem lést 24. september í Landspítalan- um, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 3. október kl. 15.00. Ásiaug Hafberg. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓDUS ÓLAFSSON, Mánabraut 5, Skagaströnd, lést hinn 18. september sl. og verður jarð- sunginn laugardaginn 28. september kl. 14 frá Hólaneskirkju, Skagaströnd. Anna H. Aspar, Halla B. Bernódusdóttir, Ari Einarsson, Þórunn Bernódusdóttir, Guðmundur J. Björnsson, Ólafur H. Bernódusson, Guðrún Pálsdóttir, Lilja Bernódusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, SÍMONAR JÓNSSONAR frá Nýrækt, Fljótum, Þingvallastræti 16, Akureyri. Maria Sfmonardóttir, Kolbeinn Símonarson, Aðalsteinn Simonarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.