Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 37
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR27.SEPTEMBER1996 37 FRETTIR Samgönguráðherra um styrki til hótela Vilji Alþingis að styrkja gistihús : i ALÞINGI en ekki samgönguráðu- neyti hefur haft frumkvæðið að styrkjum til heilsárshótela á lands- byggðinni. Eftir úrskurð sam- keppnisráðs telur Halldór Blöndal, samgönguráðherra, því eðlilegt að spurt sé hvernig Alþingi ætli að tryggja vilja sinn. Samkeppnisráð telur að styrkir til 11 heilsárshót- ela úti á landi gangi gegn markmið- um samkeppnislaga. Halldór segir ekki nýjar fréttir að Alþingi styrki hótelrekstur úti á landsbyggðinni. Markmiðið sé að reyna að tryggja gistiþjónustu fjarri stærstu þéttbýliskjörnunum. „Oft hefur ferðamálasjóður fengið ákveðna fjárveitingu til að kaupa hlutabréf í gistihúsum á lands- byggðinni. Stundum hefur verið reynt að styðja við hótel með styrkj- um og oft hafa verið skipaðar nefndir í gegnum Byggðastofnun til að sjá um framkvæmdina," sagði Halldór og tók fram að veiting fj'ár- ins væri í ætt við byggðastefnu. „Auðvitað höfum við íslending- ar, eins og aðrar þjóðir, heimild til byggðastyrkja og auðvitað höfum við heimild til að reyna að standa þannig að okkar málum að gisti- þjónusta sé annars staðar en þar sem hún er endilega öruggur at- vinnuvegur. Við getum hvorki hald- ið uppi ferðaþjónustu né venjuleg- um viðskiptum í landinu nema menn fái einhvers staðar inni á ferðalögum." Evrópusambandið veitir svipaða styrki Samkeppnisráð telur að styrk- irnir geti haft skaðleg áhrif á sam- keppni á markaðnum. Halldór minnti á í því sambandi að ísland væri hluti af hinu Evrópska efna- hagssvæði, „og ég veit ekki hvað samkeppnisráð segir um það að styrkir af svipuðum toga eru af Evrópusambandinu veittir til hótelstarfsemi og til afþreyingar- starfsemi í tengslum við ferðaþjón- ustu í ýmsum löndum. Mér er ekki kunnugt um að komið hafi fram í úrskurði Samkeppnisstofnunar að ísland sé ekki hluti af hinu Evr- ópska efnahagssvæði," sagði Hall- dór og tók að lokum fram að úr- skurðurinn yrði skoðaður nánar í ráðuneytinu. Morgunblaðið/Halldór BRIDS i : i Í m i i Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna MÁNUDAGINN 23. sept. sl. var spilaður eins kvölds Mitchell-tví- menningur forgefin spil, 2 spil á milli para, 14 umferðir. Meðalskor 364. Bestu skor í N/S: Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 450 Jóna Magnúsdóttir - Jóhanna Sigurjónsd. 429 Sigrún Pétursd. -GuðrúnJörgensen 414 Jónína Pálsd. - Ragnheiður Tómasd. 405 Bestu skor í A/V: AlbertÞorsteinsson-BjörnÁrnason 463 Ragnar Björnsson - Leifur Jóhannesson 458 Friðrik Egilsson - Sturla Snæbjörnsson 440 Kristjana Steingrímsd. - Hanna Friðriksd. 415 Mánudaginn 30. sept. nk. hefst 3ja kvölda tvímenningur. Aðaltví- menningur. Upplýsingar og skrán- ing í síma 587-9360 BSÍ, 557-1374 Ólafur og 553-2968 Ólína. Þá er hægt að mæta tímanlega, þ.e. fyrir kl. 19.30, og skrá sig á spilastað í Þönglabakka 1. Bridsfélag Sauðárkróks Sl. mánudagskvöld hófst vetrar- starf Bridsfélags Sauðárkróks. Byrj- að var á léttri rúbertu. Til leiks voru mætt 12 pör. Spiluð voru 6 spil milli para, fjórar umferðir (Monrad). Ný meðferð- arstöð fyrir unglinga STUÐLAR, ný meðferðarstöð fyrir unglinga, var opnuð í Grafarvogi í gær. Þar muiiu unglingar með vímuefna- eða hegðunarvandamál fá meðferð, auk þess sem þar verður neyðar- vistun fyrir unglinga í bráðum vanda. Hér má sjá Pál Pétursson félagsmálaráðherra skera tertu en með fylgjast Sigrún Magnús- dóttir formaður borgarráðs og Áskell Orn Kárason forstöðu- maður heimilisins. Hæstiréttur staðfestir héraðsdóm Lögmaður sýkn af kröfu um millj- ónir í skaðabætur HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Sigmund Hannesson hrl. af öllum kröfum eigenda tveggja smábáta, sem töldu að mistök hans sem málafærslumanns hefðu valdið hvorum þeirra um 11 milljóna króna tjóni. Hæstiréttur bendir á, að mennirnir hafi ekki átt lögvarða kröfu á skaðabótum, þannig að efn- ismeðferð á máli þeirra, án tillits til fyrningar, hefði ekki leitt til annars en sýknu. Málavextir voru þeir að mennirn- ir keyptu hvor sinn 32 feta bátinn af norskri skipasmíðastöð og fengu þá flutta til landsins í september 1990 í flutningsstólum, sem þeir létu smíða sérstaklega, á þilfari Hvassafellsins. Þegar flutninga- skipið fékk á sig hnút losnuðu bát- arnir og ultu til áður en þá tók fyrir borð. Þeir fundust síðan skemmdir á reki og kostaði viðgerð annars bátsins 3,5 milljónir króna en hins 4,5 milljónir, auk þess sem greiða þurfti ríflega eina milljón króna í björgunarlaun. Eigendur bátanna sneru sér fljót- lega til Sigmundar Hannessonar og hugðust fela honum að gæta hags- muna sinna gagnvart Samskipum sem þeir töldu bera skaðabóta- ábyrgð. Eftir árangurslausar samninga- viðræður stefndi Sigmundur Sam- skipum fyrir hönd mannanna í nóv- ember 1991 en með dómi uppkveðn- um í júní 1993 voru Samskip sýkn- uð á þeirri forsendu að kröfur mannanna hefðu fyrnst nokkru áður en stefna var útgefin. Ekki lögvarin krafa á hendur Samskipum í héraðsdómi í skaðabótamáli bátseigendanna gegn Sigmundi í febrúar í fyrra kom fram, að sam- kvæmt farmskírteini hafi farmflytj- andi ekki borið ábyrgð á því sem var á þilfari skipsins. Stólarnir hafí verið smíðaðir á ábyrgð eigenda bátanna og áhöfn skipsins hafi sýnt eðlilega árvekni við að sjóbúa skip- ið en ekki gáleysi eins og krafa mannanna á hendur skipafélaginu hafði byggst á. Því hafi bátseigend- urnir ekki átt lögvarða kröfu á hendur Samskipum vegna málsins og þar af leiði að því sé hafnað að málafærslumistök Sigmundar Hannessonar hafi leitt til tjóns fyr- ir mennina. Hæstiréttur tók undir þessi sjón- armið, sýknaði Sigmund og gerði stefnendum málsins að greiða hon- um málskostnað fyrir Hæstarétti. Málin dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Dæmdur í þriggja ára fangelsi MAÐUR sem á að baki langan fer- il afbrota, Sigurður Hólm Sigurðs- son, var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðs- dómi Reykjavíkur, að frádreginni tíu daga gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti. Honum var auk þess gert að greiða um 500 þúsund krónur í skaðabætur til þolanda brots og laun til saksóknara og verjenda. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa brotist inn í söluturn í Höfða- túni í apríl síðastliðnum, en hann var handtekinn berfættur á hlaupum frá innbrotsstað eftir að þjófabjalla fór að hringja, og innbrot í Miðtún. Auk þess lá fyrir vitneskja um hlut- deild hans í öðru innbroti og mis- notkun á stolnu debetkorti, en hann var ekki ákærður fyrir seinna inn- brotið og fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að vera höfuð- paur í misnotkun kortsins. 30 refsidómar á 17 árum Sigurður hefur hlotið 30 refsi- dóma frá árinu 1979 og hefur hon- um verið gert að afplána tæplega 14 ára refsivist í þessum dómum. Þá hefur hann verið sektaður nokkrum sinnum, ýmist fyrir ölvun- ar-, fíkniefna- eða umferðarlaga- brot. Mánuði eftir að hann var dæmd- ur í 15 mánaða fangelsi framdi maðurinn fyrra afbrotið sem hann var dæmdur fyrir á þriðjudag. í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir löngu sé fullreynt að hann „lætur ekki skipast við refsingu og ekki til annars að líta en hagsmuna. almennings af því að hafa hann óskaðlegan". Úrslit urðu sem hér segir: KristjánBlöndal-IngvarJónsson 39 Skúli Jónsson - Stefán Skarphéðinsson 18 Ásgrímur Sigurbjörnss. - Guðni Kristjánss. 13 Ágústa Jónsd. - Ingibjörg Guðjónsd. 7 Nk. mánudagskvöld, þann 30. september, verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað verður í Bóknásmhúsi fjölbrautaskólans og eru félagar hvattir til að mæta. Spilamennska hefst kl. 20. Bridsfélag Hreyfils Vetrarstarfið hófst sl. mánudag með einmenningi og var spilað í þremur riðlum. Lokastaðan í A-riðli: RósaGrímsdóttir 125 Árni Kristjánsson 115 Jóhannes Eiríksson 113 Lokastaðan í B-riðli: ÓlafurJakobsson 117 RúnarGunnarsson 107 BrynjarJónsson 103 Lokastaðan í C-riðli: GuðmundurMagnússon 28 SigurðurSteingrímsson 26 AsgrímurAðalsteinsson 24 Næstkomandi mánudag verður upphitunartvímenningur. Spilað er í Hreyfílshúsinu, 3. hæð, og hefst keppnin kl. 19.30. Dagskrá vetrarins til áramóta verður þessi: 7.-21. október verður hausttvímenningur. 28. október til 9. des. verður aðalsveitakeppnin og 16. desember verður jólarúberta og verðlaunaafhending. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-2.fl. 1981-2.fl-1982-2.fl. 1987-2.fl.A6ár 25.10.96-25.10.97 15.10.96- 15.10.97 01.10.96-01.10.97 10.10.96- 10.10.97 kr. 318.969,80 kr. 192.162,80 kr. 135.298,60 kr. 38.189,10 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 27. september 1996 SEÐLABAjNKI íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.