Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 39 FRETTIR € I I I 4 < Dagur jafnaðarmanna á Hótel Borg á morgun EFNT verður til dags jafnaðar- manna á morgun, laugardaginn 28. september, á Hótel Borg og verður fundardagskrá frá morgni til kvöld. Kl. 10 hefst morgunstund jafnað- armanna á Hótel Borg með sam- ræðu forystumánna innan Verka- mannasambands íslands um spurn- inguna: Er góðærið farið fram hjá verkafólki? Þeir sem taka þátt í umræðunni eru Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bands íslands, Hervar Gunnarssqn, varaforseti Alþýðusambands ís- lands, Halldór Björnsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Ragna Bergmann, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, Sig- urður Tr. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, og Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir, formaður Starfsmannafélags- ins Sóknar. Stjórnandi umræðunnar er Einar Karl Haraldsson. Er þörf á stórum jafnaðarmannaflokki? Kl. 12.30 hefst hádegisumræða um spurninguna: Er þörf á stórum flokki jafnaðarmanna? Þessa spurn- ingu ræða m.a. þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Jón Baldvin Hannibalsson og Rannveig Guðmunsdóttir. Tveir borgarfulltrúar R-listans, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, taka þátt í umræðunni. Mörður Árnason stjórnar. Hver verður hlutur ungs fólks í jafnaðarmannahreyfingunni? Kl. 15 hefst ungliðakaffí þar sem ungt áhugafólk um stjórnmál ræðir spurninguna: Hvenær kemur stóra jafnaðarmannahreyfingin og hver verður hlutur ungs fólks í henni? Þar koma við sögu Ása Richards- dóttir, framkvæmdastjóri, stjórn- málafræðingur, Hólmfríður Sveins- dóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Hrannar B. Arnarson fram- kvæmdastjóri, Magnús Árni Magn- ússon varaþingmaður, Róbert Marshall, formaður Verðandi, og Vilhjálmur Vilhjálmssonar, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands. Stjórnandi umræðunnar er Kol- beinn Einarsson. Halldór Gunnarsson leikur djass á píanóið milli funda. í hádeginu verður á boðstólum léttur hádegis- verður. Kvöldstemmning jafnaðarmanna Kl. 23 verður kvöldstemmning jafnaðarmanna á Hótel Borg. Þar er um að ræða samverustund í Pálmasal (gengið inn aðalinngang) frá kl. 23 áður en opnað verður inn á almenna samkomu og dans á Skuggabar upp úr miðnætti. Allir eru velkomnir á dag jafnað- armanna á Hótel Borg. Ljósabunaður bíla athugaður A NÆSTUNNI munu lögreglu- menn á Suðvesturlandi beina at- hygli sinmi sérstaklega að ljósabún- aði ökutækja, bifreiða jafnt sem reiðhjóla svo og stefnuljósanotkun ökumanna. Hvetur lögregla eigend- ur og umráðamenn til að huga nú að Ijósabúnaði ökutækja sinna og færa það til betri vegar sem aflaga hefur farið. Athygli þeirra sömu er vakin á 32. gr. umferðarlaga, en þar segir m.a. að „við akstur vélknúins öku- tækis skuli lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð. Við akstur ökutækis (þ.ám. reiðhjóla) í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er vegna veðurs eða af öðrum ástæð- um ófullnægjandi, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir veg- farendur sjái ökutækið, skulu lög- boðin ljós vera tendruð." í reglugerð um gerð og búnað ökutækja er kveðið á um hvernig ljósabúnaður skuli vera á ökutækj- um og hvaða annan aukaljósabúnað er leyfilegt að hafa á þeim. Óheim- ilt er að nota önnur ljósker eða glit- auga á ökutæki en þau sem boðin eru eða heimiluð í reglugerð eða öðrum reglum sem ráðuneytið setur. í 4. gr. reglugerðar um gerð og búnað reiðhjóla segir m.a. að „reið- hjól sem notað er í myrkri eða skert skyggni skal búið ljóskeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljóskeri að aftan sem lýsir rauðu ljósi. Ljóskerin skulu vera fest við hjólið." Ökumenn eru hvattir til að huga að því hvort skipta þurfi um perur í ljóskerum eða hvort ástæða er að lagfæra annað það sem honum tengist. Hjólreiðamenn þurfa að hafa lögbundinn ljósabúnað hjóla sinna í lagi og nota hann þegar við á. Varla þarf að fjölyrða um nauð- syn þess að hafa ljósabúnaðinn í lagi og nota hann rétt í skammdeg- inu. Sektir vegna vanbúnaðar Ijósa geta verið á bilinu 2.000-5.000 kr. Listahátíð ungs fólks LISTAHATIÐ ungs fólks verður haldin í miðborg Reykjavíkur dag- ana á vegum Hins hússins 19.-26. október undir nafninu Unglist. Unglist er nú haldin fimmta árið í röð og er hátíðin opinn vettvangur þar sem allt ungt fólk getur bæði notið lista og tjáð sig, gert tilraun- ir, skapað, komið sér á framfæri og fengið tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í skapandi um- hverfi. Fjölmargir listamenn hafa tekið þátt í Unglist og í ár verða þeir fleiri en nokkru sinni fyrr. Allt er framkvæmanlegt á unglist: Rokk, ballett, hannyrðir, myndlist og leiklist eru dæmi um dagskrár- liði. Framkvæmdastjórar eru Ragn- ar Kjartansson og Steinunn Þór- hallsdóttir. í tengslum við Unglist verða haldin í byrjun október námskeið fyrir ungt fólk í Hinu húsinu. Þar verður kennd leiklist, skyggnulist, matreiðsla, gjörningar, nudd, hljóð- myndagerð og dans og afurðir nám- skeiðanna svo sýndar á Unglist. Skráning hefst 1. október í Hinu húsinu. Allir sem vilja taka þátt í Unglist '96 eiga að hafa samband sem fyrst við framkvæmdastjóra Unglistar í Hinu húsinu. Vitni vantar EKIÐ var í veg fyrir leigubíl austan við afreinina frá Kringlunni þriðju- daginn 24. september klukkan 16:20. Þurfti bifreiðin, sem ekið var í veg fyrir, að aka upp á umferðar- eyju til þess að forðast árekstur og við það skemmdist hjólbarði hennar. Vitni að atburðinum eru vinsamleg- ast beðin að gefa sig fram við rann- sóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. BAKARÍIÐ Vort daglegt brauð, Hafnarfirði. Innanbúðar er Júlíana Tryggvadóttir. Nýtt bakarí í Hafnarfirði NÝVERIÐ opnaði nýtt bakarí, Vort daglegt brauð, þar sem Verslun Einars Þorgilssonar var til húsa við Strandgötu 49 í Hafnarfirði. Þetta sögufræga hús hefur verið endur- gert í sinni upprunalegu mynd. í húsnæði þar sem Vort daglegt brauð er í eru upprunalegu innrétt- ingarnar frá 1907 enn til staðar og áhersla hefur verið lögð á að allar endurbætur séu í þeim anda. Má þar sjá fjölda muna frá gamalli tíð verslunar í húsinu. Vort daglegt brauð er opið frá kl. 9-18, laugardaga kl. 9-16 og sunnudaga frá kl. 10-16. Dægurlaga- keppni á Höfn DÆGURLAGAKEPPNIN Af- mælislagið 1997 verður haldin laug- ardaginn 28. september nk. á Höfn í Hornafirði. Keppnin markar upp- haf hátíðarhalda vegna byggðaraf- mælis á Höfn árið 1997, en þá verða liðin 100 ár frá því að Ottó Tuliníus lét reisa fyrsta húsið á höfn undir verslun sína. Ellefu lög taka þátt 5 keppninni og var sett það skilyrði að höfundar væru Austur-Skaftfellingar, ýmist brottfluttir eða búsettir á staðnum. Enginn veit þó ennþá hver nöfn þeirra eru því lögin voru send í keppnina undir dulnefni. Hljómsveitarstjóri er Magnús Kjartansson. Lögin syngja söng- konurnar Helga Möller og Sigrún Eva Ármannsdóttir ásamt söngvur- unum Bjarti Loga, sem er heima- maður, og Guðmundi Hermanns- syni. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Höfn og hefst kl. 22. Þá velur 10 manna dómnefnd ásamt gestum í sal sigurlagið. I kjölfar keppninnar fylgir síðan dansleikur. Fyrr um daginn frá kl. 14-16 kemur ungt fólk, 12—17 ára, saman í íþrótta- húsinu, velur sitt lag og dansar á eftir. Takist keppnin vel og verði lögin frambærileg, eins reyndar hljóm- sveitarstjórinn hefur lýst, verða þau hljóðrituð og gefin út. Það er Menningarmálanefnd Austur-Skaftafellssýslu sem stend- ur fyrir keppninni ásamt Afmælis- nefnd 1997. Fyrirlestur um siðanefndir DR. THEOL Svend Andersen, pró- fessor við guðfræðideild Árósarhá- skóla, flytur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla íslands þriðjudaginn 1. október kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „The Role of Mor- al Philosophy in Ethics Committe- es" (Hlutverk siðfræði í siðanefnd- um). I mörgum löndum eru nú starf- andi siðanefndir og er hlutverk þeirra af ólíku tagi. I þessum nefnd- um eiga oft sæti aðilar með „sér- þekkingu" í siðfræði, annaðhvort heimspekingar eða guðfræðingar. Hvaða hlutverki á þessi sérþekking að þjóna í þeirri viðleitni að veita stjórnvöldum ráðgjöf? Rætt verður um þessa spurningu út frá því starfi sem fram hefur farið í Det Etiske Rád í Danmörku um málefni á borð við skilgreiningu dauða, líffæra- flutninga og líknardráp. Dr. theol Svend Andersen er for- stöðumaður Center for Bioetik við Árósarháskóla og fyrrverandi vara- formaður Det Etiske Rád í Dan- mörku. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. Sundanesti heldur opnun- arhátíð SUNDANESTI við Kleppsveg flyt- ur í glæsilegt húsnæði á lóð Olís við Sæbraut laugardaginn 28. sept- ember. Haldin verður vegleg opnun- arhátíð þann dag milli kl. 16 og 18.30. Dagskráin verður á þessa leið: kl. 16 kemur Bubbi Morthens fram og leikur í hálftíma, kl. 17 leikur hljómsveitin Spooky Boogie með Stefán Hilmarsson söngvara í broddi fylkingar og spilar í einn og hálfan tíma. Flugeldasýning verður á vegum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík kl. 18.30. Magnús Schev- ing þolfimikappi verður kynnir og sýnir listir sínar. Útvarpað verður frá hátíðinni á FM 95,7. Allir ungir viðskiptavinir fá hamborgara, ydd- ara og pylsuyddara. Opnunartilboð verða bæði laugardag og sunnudag. Ráðstefna um áhrif Hvalfjarð- arganga HALDIN verður ráðstefna um áhrif Hvalfjarðarganga í Grundaskóla á Akranesi í dag, föstudaginn 27. september. Ráðstefnan hefst kl. 10.45 og stefnt er að því að henni ljúki upp úr kl. 17. Frummælendur verða þeir Þor- steinn Þorsteinsson verkfræðingur og Bo Elling, félagsfræðingur frá Danmðrku, og munu þeir fjalla um áhrif Hvalfjarðarganga og stórra umferðarmannvirkja á menningu, mannlíf og samfélag. Einnig verða flutt fimm stutt erindi þar sem áhrifin eru metin út frá mismunandi sjónarhornum, að lokum verða panelumræður með þátttöku frummælenda og þeirra sem flytja erindi. Megintilgangur ráðstefnunnar er að koma af stað umræðum um hvort og þá hvaða áhrif þessar miklu framkvæmdir hafa á búsetu og at- vinnulíf í víðasta skilningi því Hval- fjarðargöng eru ekki einungis fyrir Vestlendinga heldur koma þau til með að hafa áhrif fyrir alla lands- menn. Þrír fyrirlestr- ar og pallborðs- umræður um jafnrétti í há- skólum RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum býður sunnudaginn 29. september til fyrirlestra og pall- borðsumræðna um jafnrétti í aka- demíu. Lise Christensen, jafnréttisráð- gjafi við Háskólann í Ósló, er nú í tveggja ára leyfi frá störfum til að vinna að rannsóknarverkefni á veg- um Norrænu ráðherranefndarinnar um stöðu jafnréttismála í norræn- um háskólaum. Hún mun kynna niðurstöður þessarar rannsóknar í erindi sínu sem hún nefnír: „Gender equality in Academia? What is the status and what is done at the universities in the Nordic Countr- ies." Liisa Husu, Finnlandi, hefur umsjón með kvennarannsóknum og námi í kvennafræðum í finnskum háskólum og er jafnréttisfulltrúi í finnska félagsmálaráðuneytinu. Lise Husu er fyrsti formaður stjórn- ar NIKK, Norrænu kvennarann- sóknarstofnunarinnar. Hún flytur erindi er nefnist: „Gender and Aca- demia - problem only for women?" Toni Benterud er jafnréttisráð- gjafi í Háskólanum í Osló í fjarveru Lise Christensen. í erindi sínu mun Toni Benetrud fjalla um hvernig hefur gengið að framkvæma áætlun Óslóarháskóla til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni. Hún nefnir erindi sitt: „Actions against annoying/threatening sexual att- ention in Academia. The case of the University of Oslo." Fyrirlestrarnir og pallborðsum- ræðurnar verða í stofu 101 í Odda - og hefst kl. 20. Allir eru velkomnir. Kattholtsdagur í Dýraríkinu KATTHOLTSDAGUR verður á morgun, laugardaginn 28. septem- ber, í Dýraríkinu við Grensásveg. Þar verða til sýnis heimilislausir kettir úr Kattholti. Markmiðið er að fá góð heimili fyrir þann fjölda katta sem gistir í Kattholti, vekja athygli á líknarstarfi sem Kattholt starfrækir og vekja fólk til umhugs- unar um vanda heimilislausra katta á íslandi. Kisurnar eru flestar sprautaðar við kattafári og skoðaðar af dýra- lækni. Framleiðandi 9 Lives katta- matarins styrkir þetta átak sérstak- lega og allir þeir sem „ættleiða" kisu úr Kattholti fá með henni veg- lega matargjöf frá 9 Lives. Beitiskipið Potjomkin í bíósal MÍR KVIKMYNDIN „Beitiskipið Potjomkin" (Bronenosets Potjomk- in) verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, sunnudaginn 29. september kl. 16. Þetta er ein frægasta kvikmynd allra tíma, önnur kvikmynd S. Eis- ensteins í fullri lengd, gerð árið 1926. Kvikmyndatökumaður var Ed- vard Tisse. I myndinni er fjallað um atburði er gerðust í borginni Odessa við Svartahaf 1905 og upp- reisn sjóliða á Svartahafsflota Rússakeisara. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. ¦ GILLWELL-UNGAR '96 munu standa fyrir Skátadegi fyrir alla skáta á skátaaldri í Reykjavík laug- ardaginn 28. september. Dagskráin hefst kl. 11 með póstaleik í Laugar- dal og lýkur um kl. 14.30 með kvöldvöku við þvottalaugarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.