Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens m&eáSft-APÞ'.' ! MkALDfflAFTOZl'MlGfrui*/)^ ftá&ISTASfWT/IUNU OOW. 11-30 1 Grettír Tommi og Jenni Ljóska c*sc erþetiaf) goítvé - þfú er ~< 'sala. <¦ laaga.ndagup bxnums Ferdinand BREF m IIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Verður Sæbrautin að snjóbraut? Frá Sigurði Magnússyni: ÞAÐ ER undarlegt hvað hönnuðir hafa ólíkar skoðanir eftir því fyrir hverja þeir eru að vinna. Þeir sem vinna fyrir vegagerð landsbyggðar- innar leitast við að leggja sína vegi þar sem land er hæst og forðast lautir og hóla þar sem snjórinn nær að safnast í skafla þegar byl- ur er og skaf- renningur. Aftur á móti virðast þeir stjórnendur er skipuleggja í þéttbýli ekki Sigurður Magnússon veigra sér við að leggja til að byggð- ar séu svokallaðar hljóðmanir á milli götu og húsa og jafnvel akreina til að minnka hávaða eins og kostur er með slíkri mannvirkjagerð. Þar virðist ekki hirt um það óhag- ræði ef allt fyllist af snjó á milli þessara tilbúnu hljóðmana (Hljóð- manir eru oftast tilbúnir moldar- hryggir, eða úr öðru efni) er hríðar- byljir geisa og um leið að mikilsverð- ar umferðaræðar borgarinnar fennir á kaf og umferð stöðvast. Þessir hljóðmanasinnar telja víst að snjómoksturstæki geti haldið þess- um hlutum gatnakerfisins opnum. Hvað kostar það ef það tekst? Ég minni á að vetrarbyljirnir fara ekki í landslagsmat er þeir geisa, þeir eira engu en leitast við að lemja og kaf- færa allt þegar verst liggur á þeim. Það eru margir sem hugleiða hvað langt er gengið í undarlegum tillögum í sambandi við fyrirhugaða byggingu háhýsa á byggingarsvæði Ármanns- fells í landi Laugarness við Sæbraut, (meðal annars að byggja snjósöfnun- ar-landslag við veginn). Það er óþarfi að rekja þann feril sérstaklega svo mikið er búið að skrifa um þá ein- kennilegu stöðu og skoðun sem þar er komin upp. En ekki er komist hjá að hugleiða hverjum það er til hagsbóta að troða háhýsum á þennan þrönga stað og spilla umferðarkerfi borgarinnar á þessum stað með því að byggja hljóð- manir til að dreifa hávaða sem eru um leið skjól fyrir snjó er safna sköfl- um umhverfis sig og verða um leið snjógildrur og umferðarhindranir við þær aðstæður. Það má einnig vara við að þær brekkur er skapast við framkvæmdir sem þessar eru í mörgum tilfellum ákjósanlegar sleðabrekkur fyrir yngri kynslóðina, sem síst skynjar hættuna sem því mundi fylgja að renna sér niður þær. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 16a. Verður kapítalisminn gjaldþrota? Frá Pálma Stefánssyni: IÐNBYLTGING eftirstríðsáranna, þ.e. síðustu 50 árin eða svo, hefur einkennst af fjárfestingum í stærri og afkastameiri tækjum (t.d. álver- um og togurum), sem þurfa meiri og meiri orku, en minna og minna vinnuafl (vöðvaafl) til að framleiða tilsvarandi vörur og áður. Framleiðni fjárfestinganna hefur farið minnkandi um leið og meira og meira fjármagn er bundið. Þá hefur þörfin fyrir meiri og meiri orku síaukist, orku, sem verður dýrari með hverju árinu vegna eftirspurnar. Samanlögð framleiðni orku og fjármagns hefur farið lækkandi í iðn- aðinum og á vaxandi umhverfisvernd sinni þátt í því. Afleiðingin er aukið atvinnuleysi og að raungildi launa flestra þeirra sem ennþá hafa vinnu hefur staðið í stað eða fer lækkandi. Þessi vítahringur atvinnulífsins í hinum vestræna heimi hefur sogað til sín meira og meira fjármagn og mun væntanlega bremsast af vegna skorts á peningum er fram líða stundir. Kapístalismanum er í dag haldið gangandi með meira og meira fjármagni í fjárfestingar og væri í sjálfu sér í lagi, ef iðnaðurinn stæði einn sér undir þesum fjárfestingum eins og var í byrjun. Ásóknin í fjár- magnið er orðin svo mikil síðustu tvo áratugina, að þetta er að verulegu leyti fjármagnað með peningum al- mennings í gegnum hlutabréf eða hlutabréfasjóði, frá lífeyrissjóðum og jafnvel frá tryggingafélögum ásamt erlendum lántökum. Þessi binding fjármagnsins í neysluiðnaði, sem þarf sífellt færri og færri starfs- krafta, gerir hinum erfiðara með að bjarga sér, auk þess sem þetta gref- ur undan þeim, sem þetta allt saman byggir á, neytendunum. Það verður því ekki bara í þriðja heiminum sem fleiri og fleiri hafa ekki lengur ráð á að seðja hungur sitt, því þessi þróun er byrjuð í stæðstu iðnrikjunum. ísland var lengi vel með lokað hagkerfi, en hefur verið að aðlaga sig „Hrunadansin- um" í hinum stóra heimi, enda eru afleiðingarnar farnar að sjást, sem sé atvinnuleysi. Sum sé skortur á peningum til að þjóna fjármagninu, getur því stöðvað þessa þróun ásamt versta óvini kapítalismans, verðbólg- unni. PÁLMI STEFÁNSSON, Efnaverkfr., Osló. Hvað skal segja? 23 Væri rétt að segja: Fjöldinn hefur tuttugufaldast. Rétt er að segja: tvítugfaldur, þrítugfaldur, og að tvítugfald- ast og þrítugfaldast. Því er rétt: Fjöldinn hefur tvítugfaldast. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðiö áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sera afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.