Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 41

Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 41 BREF TIL BLAÐSINS Lífi mínu hefur verið steypt í glötun! Frá Þórdísi Björnsdóttur: HVERS Á ég að gjalda? Ég er í öng- um mínum og á barmi örvilnunar! Kvalari minn er hið nýja og endur- bætta leiðakerfí SVR sem er algjör- lega að gera út af við mig! Þó svo ég sé á nítjánda ári er ég bílprófslaus. Fram að breyt- ingunni háði það mér ekki að ráði því ég gat ávallt treyst á strætó. En tímamir breytast og SVR með og á ég mér nú einskis annars úrkosti en að taka samstundis bíl- Þórdís Björnsdóttir próf þegar ijárhagur minn leyfír vegna þeirra samgönguörðugleika sem nýja kerfíð hefur skapað mér. Laugardagskvöld eitt, fyrir stuttu, mælti ég mér mót við vinkonu mína og í sakleysi mínu hugðist ég taka ellefuna úr Breiðholtinu, þar sem ég bý, og niðrá Hlemm. Klukkan var um hálfeitt og ég var viss um að vagninn gengi enn, líkt og hann gerði á þessum tíma fyrir breytinguna. Ég hraðaði mér út til að missa ekki af honum. En eftir langa og mæðusama bið í slagveðri tóku að renna á mig tvær grímur. Ég barðist um í storm- inum meðan ég virti fyrir mér leiða- töflu ellefunnar og uppgötvaði, mér til mikillar hrellingar, að vagninn hættir að ganga kl. 17 á laugardög- um - og ekki nóg með það; hann hættir að ganga kl. 19 á virkum dögum! Þvílík endurbæting! Sam- kvæmt gamla, góða leiðakerfinu gekk vagninn til miðnættis á virkum dögum og til kl. 1 um helgar. Ég var gjörsamlega miður mín, fann tárin byija að streyma og barði höfð- inu í götuna svo blæddi. Ég sá storm- inn hrifsa framtíð mína til sín. Aðrir strætisvagnar, sem ganga nærri heimili mínu, í Seljahverfínu, eru nr. 8 og 111. Áttan fer uppí Grafarvog og nr. 111 fer hraðleið að Lækjar- torgi. Alblóðug neyddist ég því til að taka vagn nr. 111, sem kom eftir enn lengri bið, og ganga upp Lauga- veginn. Ég var hrakin og illa útleik- in þegar ég náði loks áfangastað, klukkutíma of seint. Vinkona mín sýndi mér þó mikinn skilning og er ég henni afar þakklát. En ófarir mínar voru ekki á enda, langt frá því. Síðastliðinn sunnudag ákvað ég að leyfa ástkærri systur minni að fá næði til að stunda list- sköpun á heimili sínu og hugðist taka börnin hennar tvö með mér í kvik- myndahús að sjá vinsæla teikni- mynd. Sýningin átti að hefjast klukk- an þijú og hugsunarlaust sagðist ég geta tekið strætisvagn um tvöleytið til heimkynna hennar í Laugardaln- um. Þaðan ætlaði hún að keyra mig og ungviðin til kvikmyndahúss í mið- bænum. Áður en ég lagði af stað varð mér þó hugsað til nýja leiðakerf- isins en lánið virtist leika við mig því ellefan hlaut að ganga núna - klukkan var ekki orðin fímm og sama tímatafla hlaut að eiga við laugar- daga og sunnudaga! Tilhugsunin kom mér í besta skap. Full eftirvænt- ingar valhoppaði ég syngjandi út í strætóskýli og átti mér einskis ills von. Mér brá því óþyrmilega þegar ég leit á leiðatöfluna - vagninn geng- ur ekki á sunnudögum! Mér hefði verið nær að grandskoða töfluna í síðustu hrakför! Ég rak upp angistar- vein og tók á rás að strætóskýli, skammt frá, við Suðurfell, þar sem tólfan var áður vön að stoppa. Mín eina von var að ná henni í tæka tíð. Móð og másandi kom ég að skýlinu og mér lá hreinlega við yfirliði þegar ég sá að taflan var horfin - tólfan var horfín - tólfan er hætt að ganga um Suðurfeil! Það átti augljóslega fram af mér að ganga. Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti ég til bragðs að taka? í annarlegu ástandi gekk ég niðrí Mjódd þar sem ég hringdi í systur mína og tilkynnti henni, niður- brotin og með grátstafínn í kverkun- um, að allt væri komið í óefni enda var ég orðin of sein og úrkula vonar. Að lokum komumst við þó að ásætt- anlegri niðurstöðu, sem fólst í að hún myndi keyra bömin til mín, því svo heppilega vildi til að myndin, sem ætlunin var að sjá, var líka sýnd í kvikmyndahúsinu í Mjódd. Við náðum því á sýninguna þrátt fyrir allt. Þegar bíóið var á enda tókum við vagn nr. 111 heim til mín þar sem bömin léku sér dágóða stund, alsæl eftir skemmtilega sýningu. Senn kom þó tími á að þau kæmust heim til sín og dró þá fljótt fyrir sólu; okkar helsti kostur var að ganga niðrí Mjódd og taka þar tólfuna! Á leiðinni bölvaði ég bættu leiðakerfí SVR í sand og ösku meðan bömin skriðu, hágrátandi og aðframkomin, í forinni við fætur mér. Ég reyndi að halda þeim uppi en þreytan hafði einnig lamað mig. Þótt ótrúlegt megi virðast komumst við með herkjum á leiðarenda en frá þessum örlagaríka degi hafa bömin verið rúmliggjandi með háan hita. Ég heimsótti þau í gær en hvorugt þeirra sagði orð við mig. Þau horfðu einungis á mig tárvorum spumaraug- um og hafa augljóslega afneitað mér. Sífellt heyri ég tönnlast á því í fjöl- miðlum að vænlegast sé að ferðast með vögnum SVR; með aukinni nýt- ingu á þjónustunni megi draga úr þeirri mengun, sem stafar af óheyri- legum fjölda einkabíla hérlendis, og auk þess spara umtalsverða fjár- muni. Fjármuni! Hvað með fyrirhöfn?! Jafnframt segir í símaskrá: „Það er nútíma ferðamáti að aka með strætó og nota hina íjárhagslega hagkvæmu og lipm þjónustu SVR.“ Lipra - því- lík fásinna! Kannski á ég ein við erfíð- leika að etja. Kannski er nýja leiða- kerfíð óaðfínnanlegt í flestra augum. Þó efast ég stórlega. Ég vildi gjaman geta nýtt mér áfram þjónustu SVR en ímynda mér að í framtíðinni keyri ég nauðug einkabíl til að komast Ieið- ar minnar. Líf mitt hefur gjörbreyst síðan nýja leiðakerfíð gekk í giidi. Ég græt mig nú í svefn öll kvöld. Um miðjar nætur vakna ég svo upp með andfæl- um, ofsótt af hræðilegum strætis- vagnamartröðum, og í raun hefur líf mitt umbreyst í enn hræðilegri mar- tröð sem ekki sér fyrir endann á. Ég fer fram úr á morgnana með hnút í maganum því hver véit hvers konar óþægilegar uppákomur dagurinn mun bera í skauti sér? Kemst ég kannski að raun um, einn daginn, að tólfan sé alfarið hætt að ganga - eða að þristurinn gangi einungis tvisvar í viku?! Jafnframt hefur skapferli mitt færst til verri vegar. Ég er orðin ákaflega úfín í skapi og á til að rjúka upp í reiðikasti án sjáanlegrar ástæðu. Skapsveiflumar bitna auðvitað mest á mínum nánustu sem sjá ekki lengur glaðan dag og forðast viðurvist mína af ótta við að hljóta líkamlega áverka. Mér líður sem ég sé algjörlega yfirgef- in. Ég get ekki einbeitt mér í skólan- um og einkunnimar fara hríðlækk- andi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að mín biðu svo hörmuleg örlög! „Bætt“ leiðakerfí SVR hefur steypt lífí mínu í glötun! ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, píslarvottur, Brekkuseli 25, Reykjavík. Spádómar biblíunnar Opinberunarbókin Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Bilíunnar hefst á Hótel íslandi, Norðursal, 30. september kl. 20 og verður námskeiðið á mánudögum og fimmtudögum á sama tíma. Fyrirlesari verður dr. Steinþór Þórðarson. Þátttaka er öllum ókeypis og vönduð námskeiðsgögn eru einnig ókeypis. Að venju verður mikið spurt og spjallað um efnið hverju sinni. Nánari upplýsingar og innritun f síma 588 7800 á skrifstofutíma eða síma 554 6850 og 554 6665 á öðrum tímum. --—------£T BARNAFATAEFM nýkomin í miklu úrvali. riý iína af barnasniðum. VIRKA Mörkin 3 sími 568 7477 Opið mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. /r EU's ermergency aid policy and international humanitarian law # Mannréttindaskrifstofa Föstudaginn 27. september kl. 16.15 heldur EMMA BONINO, sem fer með mannúðarmál og neyðarhjálp í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, erindi á vegum Mannréttindaskrifstofu íslands og aðildarfélaga hennar. Erindi hennar, sem fjallar um stefnu Evrópusambandsins varðandi neyðaraðstoð og alþjóðlegan mannúðarrétt, verður haldið í Ársal Hótel Sögu og er öllum opið. Skrifstofa jafnréttismála Jafnréttisráð Kxrunefnd jafnréttismála HJÁLPARSTOFNUN \^Tj KIRKJUNNAR fe roskalijálp amnesty intemational I BamahetU th* CJrilít** BISKUPSSTOFA UNIFEM Á ÍSLANDI KVENRETTINDAFELAG ÍSLANDS 4 RECORD RENNIBEKKIR - fyrir huga og hendur Record vörurnar eru framleiddar samkvæmt gæðastöðlum (ISO 9002) sem tryggja gæði, þjónustu og endingu. Einnig hefur Record haft til hliðsjónar við framleiðsluna, kröfur rennismiðanna RENNIBEKKIR Söluaöilar: Brynja, Laugavegi 29 ■ Byggingavörur ehf., Ármúla 18 • Tré-List, Engjatelgi 17 Kaupfélag Eyfirðinga, Lónsbakka Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.