Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKOLABIO SÍMI.552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM KEÐJUVERKUN STORMUR lilll BEEVES lllSll liillil Tuflkil oc *** íStreATOté ] AKUREYRI TW.m >*S Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15. B.i. 10 ára. Stórstjörnur Keanu Reeves (Speed) og Moigan Freeman (Seven og Shawshank fangelsið) eru mættir til leiks í öruggri leikstjórn Andrew Davis (The Fugitive). HALTU ÞÉR FAST því Keðjuverkun er spennumynd á ofsahraða. Þú færð fá tækifæri til að draga andann. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. b.i. 12. ***i/2 * **l/2íJ Bylg^n My»d Joel og E-tliaxí Coen Jc Altvx HUNANGSFLUGURNAR JERUSALEM jfgripandi. P^Ó.H.TRás3B |W T.O M A K i: ÍRICAN QUII.l Leikstjóri: Óskarsverðlaunahafinn Bille August (Pelle sigurvegari). Sýnd kl. 6.15 og 9.15. Syndkl. 9og 11.15. Sýnd kl. 6.15 og 9.15. DANSKIR KVIKMYNDADAGAR -Wf^. Kóbra áætlunin er spennumynd um hermdar- verkamenn. Sýnd kl. 9. KUN EN PIGE Sýnd kl. 7. b. i Mynd byggð á ævi Lise Nörgaard sem skrifaði Matador. Sýnd kl. 11. KAREN BLIXEN ¦ feSjjfff I Wa* í % Heimildamynd um líf stórbrotinnar skáldkonu. Sýnd kl. 7. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Hringeftir hring eftir hring ÞAÐ skeið er nú liðið í lífi íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þeir geti nokk- urn veginn treyst þvi að mynd á dag- skrá Ríkissjónvarpsins hafi ekki áður verið sýnd á dagskrá Stöðvar 2 og öfugt og að mynd á SÝN hafí ekki áður ver- ið sýnd á Stöð 2 og öfugt. Ákvæði kaup- skilmála á kvikmyndum til sjónvarps- sýninga eru með þessum hætti; ein tímamörk gilda fyrir sýningar í opnu sjónvarpi á borð við RÚV, önnur fyrir áskriftarsjónvarp eins og Stöð 2 og SÝN og svo framvegis og núna eru stöðvarn- ar farnar að seilast í sömu myndbank- ana eftir sömu myndunum í samræmi við þessa skilmála. Ætli sé ekki meira til af bíó- og sjónv'arpsmyndum í heimin- um en þetta? Myndaúrvalið er orðið að hringrás. Þessa helgina kemur þetta út úr kvörninni: Fostudaqur Sjónvarpið ?22.40 Spilling í sviss- neskum banka með afleggjurum til Páfagarðs og bandarísku alríkislögregl- unnar er viðfangsefni þýsku spennu- myndarinnar Banvænt fé (Tödliehes Geld - Das Gestetz der Belmonts, 1995), sem sýnd er í tveimur hlutum í kvöld og laugardagskvöld. Leikstjórann Detlef Rönfeldt kannast ég ekki við en í aðalhlutverkum eru fínir leikarar á borð við Michel Piccoli og Marthe Kell- er. Þessi krimmi gæti orðið hin besta skemmtan. Stöð2 ?14.00 og ?0.45Kraftmikil leikstjórn Jerrys Schatzberg og afburða leikur Als Pacino og Kitty Winn prýða mjög svo raunsæislega og að lokum niðurdrepandi lýsingu á lífi fíkniefna- sjúklinga í New York í myndinni Á nálum (Panic In Needle Park, 1970). Athyglisverð mynd. • • • Stöð 2 ?21.00 Ungur bandarískur blökkumaður, John Singleton, vakti mikla athygli árið 1991 með Boyz N The Hood, sem hann samdi og leik- stýrði aðeins 23 ára. Önnur mynd hans Betri heimur (Poetie Justice, 1993) olli nokkrum vonbrigðum þótt vel sé þess virði að horfa á hana. Singleton fer sem fyrr á heimaslóðum í blökku- mannahverfmu South Central í Los Angeles. Janet Jackson, söngkona og systir Michaels, þreytir frumraun sína sem leikkona í hlutverki sorgmæddrar en skáldmæltrar snyrtidömu sem lokar sig af eftir morð á kærastanum sínum. Ekki nógu sannfærandi. • • Stöð 2 ? 22.55 Annar þekktur dægur- iagasöngvari, Mick Jagger, leikur eitt aðalhlutverkanna í vísindatryllinum Frelsinginn (Freejack, 1992) ogstend- ur sig þokkalega miðað við aðstæður. Þær aðstæður eru ekki nógu góðar því eins konar tímavélarævintýri handrits- ins er bæði langsótt og frekar leiðinlega útfært. Emilio Estevez, Rene Russo og Anthony Hopkins fá litlu bjargað og ekki heldur Geoff Murphy, nýsjálenski leikstjórinn sem gerði hina fínu mynd Utu í heimalandi sínu áður en hann lét tælast á hasarmyndafæribandið í Holly- wood. Stöð 3 ?20.25 Mel Harris úr Thirty- something er nokkuð seig leikkona en að öðru leyti er sjónvarpsmyndin Spila- dósin (Broken Lullaby) mér hulin ráð- gáta. Harris leikur konu sem lendir í kröppum dansi þegar hún fer að grennslast fyrir um fortíð ríkrar frænku sinnar. Stöð 3 ?0.10 Fortíðin leikur líka laus- um hala í kapalmyndinni Mörg er móðurástin (Hush Little Baby, 1993) þar sem lífi giftrar konu, sem var ætt- leidd í æsku, er snúið á hvolf þegar kynmóðir hennar skýtur upp kolli. Ég hef ekki séð þessa en Martin og Potter segja þessa sögu hafa verið sagða oft og betur áður. Þau gefa * ~k lA af fimm mögulegum. Diane Ladd leikur hina viðsjárverðu kynmóður en leikstjóri er Jorge Montesi. Sýn ^21.00 Vandræðagemsi úr flug- her Bandaríkjanna er settur í vinnu á leynilegri tilraunastofu, þar sem hann kemst á snoðir um ógeðfellda starf- semi. Þetta er grunnurinn að Leyniför- inni (Project X, 1987), vísindaádeilu í léttum dúr sem aldrei nær að koma á óvart. Leikarar á borð við Matthew Broderick og Helen Hunt eru ágætir en Jonathan Kaplan leikstjóri hefur oft- ast gert betur. * * Sýn ?23.35 Tim Matheson leikur ruðningshetju sem má muna sinn fífil fegri og flækist andvaralaus í forboðnar ástír og morðgátur í Miðnæturhita (Midnight Heat, 1994), þokkalegri rút- ínuspennumynd. Leikstjóri Harvey Frost. • * Laugardagur Sjónvarpið ?21.10 Bandarískir indj- ánar og líf þeirra fyrr og síðar eru við- fangsefni fjölskyldumyndarinnar Þrír stríðsmenn (Three Warriors, 1994). í aðalhlutverkunum eru leikarar með al- vöru indíánanöfn eins og Charles White Eagle, Lois Red Elk og McKee Red Wing en einnig Christopher Lloyd og Randy Quaid. Myndin nær ekki í handbækur en lofar góðu. Leikstjóri er W^^;i" ¦':¦¦¦ hÉL *** 1 : ' Mj JOEL og Ethan Coen - frumlegir og fyndnir. Klikkun f rá Coen-brædrum ÖRFÁAR gððar kvikmyndir hafa verið sýndar í bíóunum hérlendis undanfarna mánuði. Þar ber af Fargo, nýjasta mynd bræðranna Joels og Ethans Coen, einhverra skemmtilegustu, frumlegustu og flinkustu kvikmyndagerðarmanna sem nú starfa í Bandaríkjunum. Meira að segja feilspörk þessara manna eru áhugaverðari en mörk iðnaðarleikstjóranna í Hollywood - myndir eins og Miller's Crossing (1990) og The Hudsucker Proxy (1994) - og bestu myndir þeirra eru, ja, betri en flestar aðrar mynd- ir - frumraunin Blood Simple (1984), makalaus og lymskufullur krimmi með vænum húmor, rétt eins og Fargo, og svo sú furðulega Holly- woodsatíra Barton Fink (1991), sem hefði orðið sígilt verk ef ekki kæmi til misráðinn lokakafli. Fengurer því að sýningu Sýnar á öðru furðu- verki Arizona yngri (RaisingAriz- ona, J9S7, laugardagur, ?21.00), kolklikkaðri gamanmynd þar sem hjónin Nicolas Cage - fyrrum tugt- húslimur - og Holly Hunter - fyrr- um logreglukona - fullnægjaþörf sinni fyrir barn með því að ræna einu stykki af fimmburum. Óviðjafn- anlegar sviðsetningar og myndvísi, studd myndatöku Barrys Sonnen- felds og tónlist Carters Burwell. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Joel Coen er nú 42 ára og yngri bróðir hans framleiðandinn og handritshöfundurinn Ethan Coen tæplega fertugur. Þótt myndir þeirra hafi fæstar - Raising Arizona og Fargo eru undantekningarnar - notið almannahylli á við viðtökur gagnrýnenda og kvikmyndaáhuga- manna mun þeirra tími koma. Mynd- ir þeirra og persónur eru sumar dálítið fjarrænar í geggjun sinni og hugmyndaflippi. En Fargo sannar að þeir eru til alls líklegir. • • • Þær bestu áTIUT t Am a Fugitive From a Chain Gang (1932) Samfélagsleg ádeila þessarar myndar Mervyns LeRoy á ómannúðlegt fangelsiskerfi erekki úrelt þótt aðferðin sé það og leikur Pauls Muni í hiutverki saklauss manns sem dæmdur er fyrir morð er magnaður. (Föstudagur ?1.20) • • • Colorado Territory (1949) Sígildur vestri eftir Raoul Walsh þar sem Joel McCrea leikur bófa sem langar til að beygja af glæpabraut- inni en fellst á eitt lokaverkefni. Al- gengt efni fær óvenjulega meðferð. Eins konar „film noir" vestri. (Laug- ardagur ?23.40) ••• Kieth Merrill. Sjónvarpið ?23.00 Banvænt fé seinni hluti. - Sjá föstudag. Stöð2 ?l3.00og ?l.lOÓgleym- anleg ást (An Affair To Remember, 1957)er einn af þessum gömlu oggóðu rómönsum. Ást kviknar milli úrvalsleik- aranna Carys Grant og Deborah Kerr um borð í farþegaskipi en hvað svo? Hin vinsæla rómantíska gamanmynd Sleepless in Seattle skuldar þessari mynd Leos McCarey töluvert af hug- myndum og þarf ekkert að skammast sín fyrir það. • • • Stöð 2 ?21.15 Myndir þær sem hafa verið gerðar eftir hinum furðu vinsælu en ekki sérlega vel skrifuðu reyfurum Johns Grisham hafa heppnast misjafn- lega þrátt fyrir vandaða framleiðslu. Kannski er Pelicanskjalið (ThePelican Bríef, 1993) hvað best heppnuð enda Alan J. Pakula leikstjóri þaulvanur gerð þéttra samsæristrylla (The Parallax View, All the President's Men). Julia Roberts er ágæt í hlutverki lögfræði- stúdents sem kemst á snoðir um póli- tískt samsæri á bak við morð tveggja hæstaréttardómara og Denzel Washing- ton ekki síðri sem rannsóknarblaðamað- urinn sem kemur til liðs við hana. • •• Stöð 2 ?23.40 Kvikmynd Michaels Schultz Dayo (Dayo, 1992) nær ekki í handbækur enda hefur ferill þessa leik- stjóra, sem var einn af fyrstu blökku- mönnum þeirrar stéttar sem fékk nóg að gera í Hollywood, stefnt mjög niður á við seinni árin. Delta Burke leikur konu sem á erfitt uppdráttar í fjölskyldu- fyrirtækinu og leitar aðstoðar ímyndaðs æskuleikfélaga að nafni „Dayo". Stöð3 ?20.30, ? 22.00 ög ?23.30 Engin laugardagsmynda Stöðvar 3 nær í handbækur. Ágætir breskir leikarar eru í þeim öllum - James Sheridan, Serena Scott Thomas og Edward Fox í þeirri fyrstu, Ferðalöngum (Shes- wood's Travels) sem fjallar um stuld forngrips í sólríku umhverfi Amalfi, Paul McCann í Þeim sem slapp (The One That GotAway) sem gerist í Persa- flóastríðinu og Edward Woodward og Elizabéth Hurley (hin fræga frú Hughs Grant) í Spillingu ílögreglunni (Harri- son: Cry OfThe City) sem kannski - bara kannski - fjallar um spillingu í lögreglunni. Sýn ^21.00 - Sjá hér til hliðar. Sunnudagur Sjónvarpið ?22.30 Forvitnileg er sýning á tveimur brasilískum ástarsög- um - Bjallan og rósin/Lisbela og fanginn (0 besouro e a rosa/Lisbela e o prisoneiro). Fyrri stuttmyndin fjallar um ástir stúlku og bakarasveins, sú seinni um konu sem hittir draumaprins- inn kvöldið áður en hún á að giftast öðrum manni. Stöð2 ?23.10 Gripin glóðvolg (Caught in the Act, 1993) er ófrumleg rútínuspennumynd en þó sæmileg af- þreying. Gregory Harrison er leikari og leiklistarkennari á vonarvól sem ófor- varandis og sér til undrunar fær stóra fjárfúlgu inn á bankabókina sína. Og fylgir auðvitað böggull skammrifi. • • Sýn ?22.00 Ég hef ekki séð gaman- myndina Worth og veðmálið (Worth Winning, 1989) þar sem Mark Harmon leikur kvensaman veðurfréttamann sem kann kvensemi sinni ekki hóf og reynir að fá þrjár konur til að giftast sér. En Martin og Potter gefa núll, Maltin • Vi og Blockbuster Video •. Sýn ?23.40 Peter Weller er hæfilega sjúskaður sem einkaspæjari á slóð morðingja eiginkonu sinnar í morðgát- unni Undir sólsetur (Sunset Gríll, 1992). Þessi kapalmynd dugirtil að drepa rúmlega einn og hálfan tíma en heldur ekki meir. Leikstjóri: Kevin Connor. •• Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.