Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn áfjárinálum einslaklinga (^) BllNAÐARBANKi ÍSLANDS *t$mðfi*faib MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Á kajak í gegnum brimið TVEIR ísfirðingar reyndu fyrir sér á kajak í niiklu brimi á sandinum innan við Ósvör í Bol- ungarvík í fyrradag. Jón Oddur Guðmundsson komst í gegn um nokkrar öldur eins og sést á myndinni sem f élagi hans tók af sandinum, en sjóferðin endaði með því að báturinn sporðreistist í stórri öldu sem hrifsaði Jón úr bátnum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Halldór Asgrímsson eftir fund með Godal Bjartsýnni á lausn Smugudeilu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist vera bjartsýnni á að hægt sé að finna lausn á Smugudeil- unni eftir að hann átti óformlega fundi með Bjorn Tore Godal, norsk- um starfsbróður sínum, í New York. „Við erum að reyna að þreifa okk- ur áfram í þessu deilumáli og ég tel ekki útilokað við getum náð niður- stöðu. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að reyna að leysa málið fyr- ir næstu vertíð," segir Halldór. Hann segir að eftir að slitnaði upp úr viðræðum í vor, hafi margir talið ólíklegt að samningar næðust yfir- leitt um veiðar íslenzkra skipa í Bar- entshafi. „Ég er heldur bjartsýnni á -að hægt sé að semja en ég var fyrir þessi samtöl," segir Halldór. ? ? ? Skylduaðild ekkistjórn- arskrárbrot í DÓMI Hæstaréttar sem féll í gær var ekki fallist á þau rök að tak- mörkun á valfrelsi starfsmanna um lífeyrissjóð, sem fólgin væri í skylduaðild, samrýmdist ekki ákvæði stjórnarskrár um félaga- frelsi. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni í málinu. ¦ Hæstiréttur klofinn/4 VÍS tilkynnir lægri iðgjöld en FIB-trygging VATRYGGINGAFELAG Islands hf. tilkynnti í gær lækkun á iðgjöld- um bílatrygginga sern taka á gildi 1. október. Býður VÍS nú lægri ið- gjöld en FÍB-trygging kynnti á dög- unum. Tryggingatakar í aldurs- flokknum 25 ára og eldri fá bestu kjörin og einhverjir í aldursflokkn- um 21 til 24 ára. Tryggingatakar 17-20 ára greiða hærri iðgjöld eftir breytingarnar. Forsvarsmenn VÍS vildu ekki gefa upp hver meðaltalslækkunin á iðgjóldum væri. Félagið býður best 3.571 kr. lægri iðgjöld en FÍB- trygging í þeim iðgjaldadæmum sem félagið kynnti í gær en í ið- gjald FÍB-tryggingar reiknar VÍS 3.300 kr. árgjald til FÍB sem er skilyrði fyrir tryggingu. Skollið á stríð Axel Gíslason, forstjóri VÍS, sagði í gær að það væri skollið á stríð við nýjan aðila á trygginga- markaðnum. í raun stæðu iðgjöld sem þessi ekki undir kostnaði við Sjóvá-Almennar boða 16-26% lækkun - fleiri tryggingafélög undirbúa breytingar á næstunni tryggingagreinina. Hann sagði að það kæmi í ljós innan þriggja ára að iðgjöldin ættu eftir að hækka. „Það er enginn vafi á því í mínum huga að þessi iðgjöld eru of lág sem Ibex er að bjóða til þess að greiða tjónakostnað," sagði hann. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra hf. segir að fyrirtækið muni lækka iðgjöld sín um 16-26%. „Við verðum þá ýmist lægri eða í það minnsta með svipuð iðgjöld og þau hjá Ibex, sem mest hefur verið rætt um undanfarna daga," sagði hann. Að sögn Einars er tilkynning um lækkun iðgjalda nú á leið í pósti til viðskiptavina fyrirtækisins. „Við lækkum iðgjöldin mest hjá þeim, sem eru í hæsta bónusflokki hjá okkur og einnig þeim, sem eru með tryggingaviðskipti sín hjá okk- ur í samsettri vátryggingavernd, svokölluðum Stofni," sagði hann. „Verðum að gera eitthvað eins og hinir" Fleiri tryggingafélög undirbúa þessa dagana viðbrögð við lækkun bílatrygginga annarra félaga og eru að meta stöðuna. Má vænta ákvörð- unar um lækkun iðgjalda hjá félög- um á næstu dögum og vikum. Að sögn Þórðar Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra vátryggingasviðs Skandia hf., mun félagið örugglega tilkynna einhverjar lækkanir eftir helgina. „Við ætlum að lesa í markaðinn eins og aðrir og hugsa málið og reikna. Það er alveg ljóst að við verðum að gera eitthvað eins og hinir ef við ætlum að halda okkar góðu kúnnum," sagði Ágúst Ög- mundsson, framkvæmdastjóri vá- tryggingasviðs Tryggingar hf. Arni Sigfússon, formaður FÍB, fagnar lækkun iðgjalda hjá VÍS. „Eg tel það mjög ánægjulegt að það hilli undir það að allir lands- menn njóti þeirrar lækkunar sem við höfum náð fram á tryggingaið- gjöldum," sagði Árni og kvaðst telja mjög mikilvægt að þessi lækkun yrði varanleg, en sagði að það gerð- ist aðeins ef samstaða félagsmanna rofnaði ekki. í sama streng tók Halldór Sig- urðsson vátryggingamiðlaði hjá Al- þjóðlegri miðlun ehf. „Ég hlýt að að lýsa ánægju yfir því að okkur hefur tekist að afreka það að koma fólki hér niður á það plan sem aðr- ar þjóðir greiða í tryggingum," sagði Halldór. ¦ VÍSlækkar/6 Samrunaáætlun á Vestfjörðum NÝJA félagið sem verður til á Vestfjörðum með sameiningu fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja á Isafirði og Þingeyri mun hafa yfir að ráða 5.500 þorskígildis- tonna kvóta, að stórum hluta -vflekju. Það verður með stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og eitt hið allra stærsta í rækju- vinnslu. Stjórnir fyrirtækjanna fjög- urra, Togaraútgerð ísafjarðar, útgerðarfélagið Sléttanes og rækjuverksmiðjurnar Básafell og Ritur, samþykktu áætlun um samruna í gær og fyrradag. End- anleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en á hluthafafundum í nóvember og fyrr getur nýja fé- lagið ekki tekið til starfa. Nýja félagið sem stundum gengur undir vinnuheitinu Ut- gerðarfélag ísafjarðar mun eiga fjögur skip og tvær rækjuverk- smiðjur. Heildareignir þess verða um 3,7 milljarðar og eigið fé 1.070 milljónir. Olíufélagið hf. mun ejga þriðjung hlutafjár í upp- hafi. Árleg velta er áætluð 2,5 til 3 milljarðar kr. ¦ Rækjurisi að fæðast/27 Morgunblaðið/Þorkell Bonino íboði Þorsteins EMMA Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, kom til landsins í gærkvöldi. Bonino mun í dag flytja ræðu á ráð- stefnu um íslenzkan sjávarútveg og Evrópusambandið, sem ESB og sjávarútvegsráðuneytið gang- ast fyrir. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra tók á móti Bonino á fingvellinum og fóru þau til heimilis Þorsteins, þar sem þau ræddu saman yfir kvöldsnarli. ¦ Kjarnakonan Bonino/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.