Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 1
r- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA i í Pitr0iwiMtóíl> 1996 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER BLAÐ c ¦'í x '[ :l Pressens Bild ilí ,h ¦IJJ Br -n KR úr leik eftir jafntefli KR er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli gegn sænska liðinu AIK í Solna, útborg Stokkhólms, í gærkvöldi. Fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli lauk með sigri Svíanna, 1:0. Það var Guðmund- ur Benediktsson sem gerði mark KR í gær; jafnaði á stórglæsileg- an hátt á lokasekúndum leiksins. Á myndinni eru Sigurður Örn Jónsson, til vinstri, og Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, sem báðir Iéku vel, ásamt einum af fram- herjum AIK á Rásunda-leikvang- inum í Solna í gærkvöldi. Leikurinn / C2 KORFUKNATTLEIKUR Robert Parish til Chicago ROBERT Parish, einn Iykilmanna hins sigursæla liðs Boston Celtícs í bandarisku NBA kðrfubolta- deildinni á nf unda áratugnum, hefur gert tveggja ára samning við meistara Chicago Bulls. Þessi stóri, sterki miðherji er orðinn 43 ára og er hon- um ætlað að vera varamaður fyrir Ástralann Luc Longley. „Eg geng nú til iiðs við frábært iið," sagði Parish eftír að gengið hafði verið frá samningn- um. „Ég hef verið i frábærum liðum fyrr," bætti hann við og kvaðst enn hafa ýmislegt fram að færa sem gætí stnðlað að því að Chicago yrði enn og aftur meistari. „Foringinn", eins og Parish er oft kallaður, hefur leikið i NBA deildinni i 20 ár, þar af 14 með Boston-liðinu, þar sem hann varð þrívegis meistari. Eftír að hann fór frá Boston lék Parish í tvö ár með Charlotte Hornets en var iaus þaðan nú. Parish á flesta NBA-Ieiki ailra að baki, fór fram úr Karcem Abdul-Jabbar á siðustu leiktíð og leikir hans eru nú orðnir 1.568. Hann er í þrettánda sæti yfir stígahæstu menn allra tíma með 23.173 stíg og fráköst hans í NBA-deiidinni eru orðin 14.626. Merson, Matteo og Platt valdir PAUL Merson, leikmaður Arsenal, var í gær valinn aftur í enska landsliðshópinn. Hann lék síðast með enska landsliðinu á mót i Grikkjum fyrir t veimur árum. Merson hefur verið að leika vel með Arsenal að undanf örnu og þvi valdi Glenn Hoddle hann í 23 manna hópinn fyrir vin- áttuleik á mótí Pólverjum. Tony Adams, fyrirliði enska liðsins á EM s.l. sumar er ekki í hópmim að þessu sinni. Adams, scm hefur átt við dry kkju vandamál að striða, lék fyrsta heila leik simi fyrir Arsenal i átta mán- uði sl. mið vikudag. Hann hefur cinnig verið meiddur á hné og þnd er ástæðan fyrir þvi að hann er ekki h ópnitm núna. í hópinn kemur hins vegar Dominic Matteo, ungur var narmaður Liv- erpool, sem hefur leikið vel með toppliði deild- arinnar var valinn í hópinn í fyrsta sinn. Enski landsliðshópurinn er annars þannig. Mark- verðir: David Seaman (Arsenal), lan Walker (Totten- ham) og David James (Liverpool). Varnarmenn: Gareth Southgate (Aston Villa), Stuart Pearce (Nott- ingham Forest), Gary Neville (Man. Utd.), Gary PaUister (Man. Utd.), Sol Campbeil (Tottcnham) og Dominic Matteo (Liverpool). Miðvallarleikmenn: Paul Ince (Inter Milan), Paul Gascoigne (Rangers), David Beckham (Man. Utd.), Steve McManaman (Liv- erpool), David Batty (Newcastle), Andy Hinchcliffe (Éverton), David Platt (Arsenal) og Paul Merson (Arsenal). Sóknarmenn: Nick Barmby (Middles- brough), Alan Shearer (Newcastle), Les Ferdinand (Newcastle), Matt Le Tfasier (Southampton), Teddy Sheringham (Tottenham) og Robbie Fowler (Liv- erpool). Tveir eriendir leikmenn í viðbót til Tindastóls STJÓRN körfuknattieiksdeiidar Tindastóls á Sauðárkróki hefur ákveðið að fá tvo erlenda leik- menn til f élagsins en fyrir er einn Bandaríkjamaður. Þar með er Ijóst að fjórir útlending- arverða hjáfélaginu ívetur, því nýráðinn þjálfarinn er einn- ig erlendur. í%jálfari Sauðkrækinga í vetur WF' er Ungverji og með honum kom á sínum tíma ungverskur leik- maður sem síðan var látinn fara þar sem hann stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Tindastóll fékk annan leik- mann í hans stað, Kanadamann með breskt vegabréf en sá er farinn á ný til síns heims eftir að hann meiddist á fingri og ljóst að hann yrði ekki leikfær fyrr en eftir átta vikur. í stað þessa leikmanns kom svo Bandaríkjamaðurinn Jeffrey J. Johnson, sem æft hefur með Tinda- stóli í fáeina daga og Sauðkræking- ar eru ánægðir með. Johnson er miðherji, en þeir tveir sem bætast senn við, sem báðir eru Kanadamenn að upplagi en með evrópsk vegabréf eru framherjar. Annar þeirra getur reyndar einnig leikið sem bakvörður. Annar er með ítalskt vegabréf og heitir Cassere Pizzini og hinn, Park Yoreike, hefur breskt vegabréf. Eftir Bosman málið svokallaða í fyrra, þar sem Evrópudómstóllinn úrskurðaði að sömu reglur giltu um íþróttamenn og annað vinnuafl, sem sé að leyfi verði ótakmarkaðan fjölda útlendinga í íþróttaliðum, svo fremi útlendingarnir séu frá Evrópusam- bandslöndum eða EFTA-löndum. Páll hættur? Páll Kolbeinsson, sem þjálfaði og lék með Tindastóli síðastliðið keppnistímabil, hefur ekkert æft í haust vegna anna í vinnu og sú var raunar ástæða þess að hann þjálf- aði liðið ekki áfram. Hann leikur því ekki með - „ég á að minnsta kosti ekki von á að hann verði neitt með fyrir jól. En það aldrei að vita hvort hann byrjar að æfa aftur," sagði Halldór Halldórsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tindastóll missti tvo góða leik- menn eftir síðasta keppnistímabil. Hinrik Gunnarsson er farinn í KR og Pétur Guðmundsson aftur heim til Grindavíkur. HANDKNATTLEIKUR: ÞORBJÖRN VELUR HÓPINN GEGN GRIKKJUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.