Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 C 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Stórkostlegt mark Guð- mundar kom of seint KR og AIK gerðu jafntefli, 1:1, í síðari viðureign liðanna í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa í Svíþjóð í gærkvöldi. Þar með eru KR-ingar úr leik, því þeirtöpuðu fyrri leiknum á heimavelli, 0:1. Svíarnir glöddust mjög í gærkvöldi eftir að hafa tryggt sér sæti í 2. umferð, en það færir þeim talsvert fé í aðra hönd en þeir voru að sama skapi fegnir að hafa slegið íslendingana út. Voru langt frá því ánægðir með eigin frammistöðu í leiknum og mega teljast góðir að hafa haft betur samanlagt í viðureignunum tveimur við KR. Lúkas Kostic, þjálfari KR, sagð- ist í gærkvöldi mjög ánægður Frá Nicklas Brunzell í Stokkhólmi með sína menn þrátt fyrir að þeir yrðu að sætta sig við tap. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu allra leikmanna minna. Þeir sýndu að íslensk knattspyrna stendur þeirri sænsku ekki langt að baki. Ég var reyndar hræddur um að strákarnir yrðu með hugann við leikinn á sunnudaginn - [úr- slitaleik íslandsmótsins gegn IA], en sá ótti reyndist ástæðulaus. Þeir einbeittu sér mjög vel að leiknum í kvöld og stóðu sig mjög vel.“ Sjálfstraustið í lagið Það var augljóst strax í byijun leiksins að leikmenn KR höfðu mik- ið sjálfstraust og baráttugleðina skorti heldur ekki. Knattspyman sem liðin buðu uppá var hins vegar ekki í háum gæðaflokki og lítið um marktækifæri. Reyndar skapaði hvorugt sér eitt einasta gott færi allan fyrri hálfleikinn og því mjög í takt við gang mála að staðan væri 0:0 í leikhléi. Segja má að KR-ingar hafi verið betra liðið fyrir hlé, en liðið skapaði samt sem áður enga hættu sem fyrr segir. Eftir hlé komu Svíarnir svo ákveðnari til leiks, sóttu meira og sköpuðu sér nokkur þokkaleg færi en Pascal Simpson sá um að klúðra þeim bestu. Það var svo hann sem braut ísinn, er hann skoraði af stuttu færi á 80. mínútu og þar með var róður KR-inga orðinn mjög erfiður. Tvö mörk þurfti til að komast áfram, en þeir gerðu aðeins eitt. En þvílíkt mark. Varnarmaðurinn og landsliðsmaðurinn Sundgren færði Guðmundi Benediktssyni knöttinn reyndar á silfurfati, en sá þakkaði aldeilis kærlega fyrir sig. Lék að teignum og vippaði stórglæsilega yfir markvörðinn Hedman sem kom út á móti. Ekki á hveijum degi sem svona mörk sjást í leikjum - það eina sem hægt er að bera þetta saman við er ótrúlegt mark Tékkans Karels Poborskys gegn Portúgölum í Evr- Saga knattspyrnunnar á íslandi í tilefni af 50 ára afmæli KSÍ 1997 er verið að rita sögu knattspyrnunnar á íslandi að tilstuðlan stjómar KSÍ. Söguritarar em Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður á DV og Sigurður Á. Friðþjófsson sagnfræðingur. Hér með er óskað eftir því að komið verði á framfæri við KSI gömlum knattspyrnumyndum sem athyglisvert væri að hafa í bókinni. Jafnframt væri vel þegið að fá athygl- isvert efni um knattspyrnuna á íslandi 1900-1940. Myndum og efni má koma hvort sem er til skrifstofu KSÍ eða beint til söguritara og óskast það gert sem allra fyrst þar sem vinna við ritunina er nú í fullum gangi. Æskilegt er að merkja alla hluti vel þannig að auðvelt verði að koma þeim til skila aftur til réttra eigenda. Sleppi Petn ir Gullit ÍSCU? ÍSLAND- 9. október RÚMENÍA kl. 19:00 !# ópukeppninni í Englandi í sumar. Poborskys kom reyndar vinstra megin inn í teiginn og var að- þrengdur varnarmönnum en Guð- mundur hægra megin og var á auðum sjó. En skotið var svipað. Markið kom of seint til að skipta KR-inga einhveiju máli því aðeins fáeinum sekúndum var flautað til leiksloka. „Markið var frábært, en kom í sjálfu sér ekki á óvart. [Guð- mundur] Benediktsson er leikmaður sem búast má við að geri svona hluti,“ sagði þjálfarinn Kostic á eftir. Vöm KR sterk Lið KR barðist af miklum krafti, leikmenn gáfu aldrei þumlung eftir en segja má að með tapi í fyrri leiknum í Reykjavík hafi þeir gert sjálfum sér verkefnið hér ytra of erfitt. Vörnin var sterkasti hluti liðsins með fyrirliðann Þormóð Eg- ilsson sem besta mann. Sigurður Öm Jónsson og Þorsteinn Jónsson léku einnig vel á miðjunni. Leikmenn AIK voru langt frá því að leika eins og þeir eiga að geta best og hafa verið að sýna annað veifið í haust í sænsku deildar- keppninni. Berlega kom í ljós í leiknum að þeir voru hræddir við íslenska liðið, enda staðfestu þeir eftir leikinn að svo hefði verið. Pressan á þá frá áhangendum liðs- ins var nefnilega mikil; flestir bjuggust við mjög auðveldum stór- sigri en þeir gerðu sér grein fyrir því að það væri ekki raunhæft og sögðust bera mikla virðingu fyrir liði KR. Lúkas Kostic var ánægður þrátt fyrir að liðið væri slegið út, sem fyrr segir. „Við spiluðum vel í Hvíta-Rússlandi og gerðum þar 2:2 jafntefli við Mozyr en unnum síðan 1:0 heima. I fyrri leiknum við Svíana vorum við of spenntir síð- asta stundarfjórðunginn og misst- um boltann 24 sinnum í allt en núna komu allir ákveðnir til leiks og við byijuðum af fullum krafti. Við gáfum ekkert eftir, hlupum jafnmikið og mótheijarnir og spil- uðum vel. Ég er ánægður með bar- áttuna - vörnin var sterk og Svíarn- ir ógnuðu lítið - og við áttum nokk- ur góð markskot eftir spil. Oþarfi var að fá þetta mark á okkur en þegar á heildina er litið stóðu strákarnir sig vel í Evrópu- keppninni og að þessu sinni var liðs- heildin mjög sterk. Við lögðumst ekki í vörn heldur hugsuðum um að spila knattspyrnu með því hugar- fari að skora og það tókst en því miður var það ekki nóg.“ KR-ingarnir koma heim síðdegis í dag og sagðist Lúkas hafa byijað undirbúning fyrir úrslitaleikinn í íslandsmótinu á sunnudag þegar í matnum eftir viðureignina í gær- kvöldi. „Þetta verkefni er að baki og nú snúum við okkur alfarið að því næsta. Við höfum þurft að leggja mikið á okkur en einn leikur er eftir og strákarnir eru tilbúnir í hann.“ Þjálfari AIK, Erik Hamrén, lýsti því yfir í gær að hann væri fyrst og fremst ánægður með að hafa komist í 2. umferð keppninnar. „Það skiptir mestu máli. Það sást hins vegar á leikmönnum mínum að þeir voru ekki ánægðir með frammistöðu sína í kvöld. Vörn okkar var reyndar góð nánast allan tímann - það var hið eina jákvæða. Sóknarleikurinn var mjög lélegur," sagði Hamrén. ÚRSLIT Knattspyrna AIK-KR 1:1 Rásundaleikvangurinn í Solna, seinni leikur í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa, fimmtudaginn 26. september 1996. Mark AIK: Pascal Simpson (80.). Mark KR: Guðmundur Benediktsson (90.). Gult spjald: Þorsteinn Guðjónsson. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Stephen Lodge frá Englandi. Áhorfendur: 3.267. AIK: Magnus Hedman - Pár Millqvist, Mich- ael Brundin, Garry Sundgren, Pierre Gallo - Krister Nordin, Ola Andersson, Johan Mjállby, Marco Ciardi (Mattias Johansson 59.) - Pascal Simpson, Cesar Pacha (Patrik Fredholm (66.). KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg- ilsson, Þorsteinn Guðjónsson, Brynjar Gunnarsson, Ólafur Kristjánsson (Guð- mundur Benediktsson 65.) - Hilmar Bjöms- son (Arnar Jón Sigurgeirsson 77.), Sigurður Orn Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Einar Þór Daníelsson - Ríkharður Daðason (Árni Ingi Pétursson 81.), Bjami Þorsteinsson. ■AIK vann 2:1 samanlagt. Evrópukeppni bikarhafa Vinnytsya, Úkraínu: Nyva Vinnytsya - Sion (Sviss).......0:4 - Vladan Lukic (3.), Philippe Vercruyse (9., 66.), Milton De Suza (54.). 15.000. ■ Sion vann 6:0 samanlagt. Varazdin, Króatíu: Varteks - Lokomotiv Moskva (Rússl.) ..2:1 Davor Vugrinec (63., 79.) - Kosolapov (40.). ■ Samaniögð markatala 2:2 en Lokomotiv áfram á fleiri útimörkum. Chorzow, Póllandi: Ruch Chorzow - Benfica (Portúgal)...0:0 4.547. ■ Benfica vann 5:1 samanlagt. Humenne, Slóvakíu: Chemlon - AEK Aþena (Grikkl.).......1:2 Pavol Dina (1.) - Demis Nikolaidis (19.), Daniel Batista Lima (44.). 14.700. ■ AEK vann 3:1 samanlagt. Istanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Chisinau (Moldóvu)....4:0 Hakan Sukur (49., 80.), Arif Erdem (73.), George Hagi (75.). 20.000. ■ Galatasaray vann 5:0 samanlagt. Prag, Tékklandi: Sparta Prag - Sturm Graz (Austurr.)...l:l Michal Homak (85.) - Ivica Vastic (76.). ■ Samanlögð markatala 3:3 en Sparta áfram á fleiri útimörkum. Bergen, Noregi: Brann - Cercle Briigge (Belgíu).....4:0 Mons Ivar Mjelde (5.), Claus Eftevaag (79.), Mjelde (82.), Roger Helland (88.). 6.104. ■ Brann vann 6:3 samanlagt. Eindhoven, Hollandi: PSV - Dynamo Batumi (Georgíu).......3:0 Luc Nilis (15., vsp.), Rene Eykelkamp (53.), Marcelo (83.). 14.200. ■ PSV vann 4:1 samanlagt. Flórens, Ítalíu: Fiorentina - Gloria Bistrita (Rúm.).1:0 Massimo Orlando (22.). 20.000. ■ Fiorentina vann 2:1 samanlagt. Budapest, Ungverjalandi: Kispest Honved - Nimes (Frakkl.)....1:2 Attila Piroska (61.) - Johnny Ecker (7.), Eric Sabin (38.). 6.000. ■ Nimes vann 5:2 samanlagt. Larnaca, Kýpur: AEK Larnaca - Barcelona (Spáni).....0:0 6.000. ■ Barcelona vann 2:0 samanlagt. París, Frakklandi: ,PSG - Vaduz (Liechtenstein)........3:0 Bernard Allou (22.), Alain Roche (40.), Patrick Mboma (48.). 15.973. ■ PSG vann 7:0 samanlagt. ■ Liverpool, Englandi: Liverpool - MyPa-47 (Finnlandi).....3:1 Patrick Berger (18.), Stan Collymore (59.), John Barnes (78.) - Mauri Keskitalo (64.). 39.013. ■ Liverpool vann 4:1 samanlagt. Belgrad, Júgóslavíu: Rauða stjarnan - Kaiseriautern......4:0 ■ Eftir framlengingu. Dejan Stankovic (55., 97.) Njegus (107.), Pantelic (120.). 70.000. ■ Rauða stjaman vann 4:1 samanlagt. Ljubljana, Slóvenlu: Olimpija - Árhus (Dunmörku).........0:0 ■ Samanlögð markatala 1:1 en Olimpija áfram á útimarki. Holland RKC Waalwijk - Vitesse Arnhem.......0:1 Staða efstu liða: Feyenoord..............7 6 10 14:3 19 PSV Eindhoven..........7 5 1 1 21:5 16 Twente Enschede........7 4 2 1 9:5 14 Leiðrétting í grein um Amager-handknattleiksmótið í íþróttum bama og unglinga í gær kom fram að kvennaliðið ísland 2 hefði sigrað á mót- inu. Það er misskilningur hinn mesti, því raunverulegur sigurvegari í mótinu var ís- land 1. Beðist er velvirðingar á þessuin mistökum. KR-ingar héldu jöfnu á Rásunda KR-INGAR áttu í fullu tré við AIK er þeir gerðu jafntefli, 1:1, í síðari leik liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa í Sví- þjóð í gærkvöldi. Það var hart barist í leikn- um. Á efri myndinni er það Einar Þór Daníels- son í kröppum dansi við leikmann AIK. Hér til hliðar er það varnar- maðurlnn Þorstelnn Guðjónsson sem fellur ofan á einn sóknarmann sænska llðslns. Forsala verður á ESSO-stöðvunum í Reykjavík, Keflavík og Akranesi frá 27. september til 8. október (daginn fyrir leik). Safnkortshafar fá 20% afslátt gegn framvísun kortsins. £sso SAFNKORTSTILBOÐ: Stúka 1600 kr„ stæði 800 kr„ börn 400 kr. RÉTT VERÐ: Stúka 2000 kr„ stæði 1000 kr„ börn 500 kr. Olíufélagiðhf — 50 dra~ kém FOLK ■ GÍSLI Guðmundsson, knatt- spyrnudómari, dæmir síðasta leik sinn í 1. deild á laugardaginn. Hann hefur ákveði að hætta og verður kveðjuleikur hans ieikur Stjörnunn- ar og Breiðabliks. ■ ÍVAR Ingimarsson, leikmaður 1. deildarliðs Vals í knattspyrnu, verður ekki í leikbanni í lokaumferð- inni er Valur mætir Fylki eins og aganefnd KSÍ hafði úrskurðað sl. þriðjudag. Komið hefur í ljós að mistök urðu í skýrslugerð úr leik Breiðabliks og Vals. Ivar á ekki að vera í banni og er því leikbann hans afturkallað. Gunnar Einars- son, félagi hans úr Val, verður hins vegar í leikbanni í umræddum leik á morgun vegna sex áminninga. ■ ÁGÚSTA Þorsteinsdóttir og Gunnar H. Loftsson, bæði úr Keilufélagi Reykjavíkur, taka nú þátt í Evrópubikarmóti landsmeist- ara í keilu sem fram fer í London 25. til 29. september 1996. 24 þjóð- ir taka þátt í kvennaflokki og 27 þjóðir í karlaflokki. ■ MEISTARAKEPPNI Keilu- sambands íslands fer fram í Keilu- höllinni í Öskjuhlíð á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 13.00. Liðin sem mætast í kvennaflokki eru Flakkar- ar og Keilusystur. í karlaflokki leika Lærlingar og KR-a. ■ FIMM íslenskir keppendur taka þátt í Norðurlandamótinu í karate sem fram fer í Helsinki 28. októ- ber. Þeir eru; Halldór Svavarsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Ólafur Niel- sen, Ingólfur Snorrason og Ás- mundur Isak. Tveir íslenskir dóm- arar, Ólafur Wallevik og Bjarni Ásmundsson, dæma í mótinu. Stangar- stökksmet í tugþraut FRANSKI ólympíumeistarinn í stangarstökki, Jean Galfione, var meðal keppenda á tug- þrautarmótinu í Talence í Frakklandi á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti met í stangarstökki í tugþraut þegar hann vippaði sér yfir 5,75 metra, en tugþrautarmað- ur hafði áður stokkið hæst 5,70 metra, en það gerði Tim Bright frá Bandaríkjunum á ÓLISeoul 1988. Þrátt fyrir að Galfione fengi 1.148 stig fyrir stangarstökkið var hann ekki á meðal efstu manna í þrautinni, hlaut 7.206 stíg. PSG heldur enn hreinu liðið hvorki fengið á sig mark í átta deildarleikjum né tveimur Evrópu- leikjum. Wright kinnbeinsbrotnaði Mark Wright, miðvörður Liver- pool og enska landsliðsins, lenti í samstuði við mótherja og kinnbeins- brotnaði á 19. mínútu í leik Liver- pool og MyPa-47. Gert er ráð fyrir að hann verði frá í sex vikur en Liverpool átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sæti í 2. umferð eftir að hafa unnið 1:0 í útileiknum. Tékkinn Patrik Berger gerði fimmta mark sitt í þremur leikjum en auk þess gerðu Stan Collymore og John Barn- es sitt markið hvor í 3:1 sigri. Nimes áfram Franska 3. deildarliðið Nimes er komið í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið 2:1 sigur á Kispest Honved í Búdapest í gærkvöldi en ungverska liðið tap- aði fyrri leiknum 3:1. Aðeins einu sinni áður hefur lið í 3. deild komist svo langt í Evrópukeppni en Nimes er með í keppninni eftir að hafa tapað franska bikarúrslitaleiknum fyrir frönsku meisturunum í Aux- erre sem eru í meistaradeildinni. Varnarmaðurinn Johnny Ecker skoraði með skalla fyrir gestina snemma leiks og miðherjinn Eric Sabin bætti öðru marki við skömmu fyrir hlé en Attila Piroska minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik. Mínútu fyrr átti Mihaly Toth skot í slá hjá Nimes en hann gerði mark liðsins í fyrri leiknum. Pressens Bild Franska liðið PSG sem á titil að verja í Evrópukeppni bikarhafa stillti ekki upp sterkasta liði sem völ var á þegar Vaduz frá Liechten- stein kom í heimsókn í gærkvöldi en það kom ekki að sök því heima- menn unnu 3:0 eftir að hafa unnið 4:0 í fyrri leiknum. Bernard Allou, miðherji varaliðs PSG, sem gerði fjórða markið í Liec- htenstein, braut ísinn um miðjan fyrri hálfleik og franski landsliðs- maðurinn Alain Roche bætti öðru marki við með skalla skömmu fyrir hlé. Miðheijinn Patrick Mboma frá Kamerún gerði þriðja markið í byij- un seinni hálfleiks. Þetta var 10. leikur PSG á tímabilinu og hefur Guðmundur Bene- diktsson jafnaðiásíð- ustu mínútu Gaman þar til flaut- aðvaral Guðmundur Benediktsson kom inná þegar 25 mínútur voru til leiksloka og jafnaði 1:1 á síðustu mínútu. „Ég náði boltanum af aftasta vamarmanni AIK, komst einn inn fyrir vömina og 4 móts við vítateigslínuna vippaði ég jTir markvörðinn,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann taldi að jafnræði hefði ríkt með liðunum í baráttuleik. „Mér fannst eins og Svíarnir sættu sig við markalaust jafntefli og fá marktækifæri sköpuðust en þegar þeir laumuðu inn einu urðum við að gera tvö mörk. Mark þeirra var einfalt. Einn fór upp að endalínu hægi-a megin og renndi fyrir markið þar sem annar var óvaldaður og hann ýtti boltan- um yfir línuna.“ iafngóð llð „Eins og ávallt fórum við í leikinn með því hugarfari að fá ekki á okkur mark en reyna að lauma inn einu eða tveimur gæfist til þess tækifæri. Vömin var mjög sterk hjá okkur en samt spiluð- um við mikið fram á við. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur værum við enn í keppninni en eins og þjálfari AIK sagði eftir leikinn eru liðin jafngóð. Með eðlilegum úrslitum í fyrri leiknum heima værum við komnir áfram en þetta var gatnan þar til flautað var af.“ Birkir í markið og Brann áfram BRANN tryggði sér sæti í 2. umferð í Evrópukeppni bikar- hafa með því að vinna Cercle Brugge 4:0 á heimavelli sínum í Bergen í gærkvöldi. Belgíska lið- ið vann fyrri leikinn 3:2 og fer Brann því áfram á samanlagðri markatölu 6:3. Birkir Kristinsson var í byij- unarliði Brann í fyrsta sinn síðan hann lék landsleikinn við Tékka fyrr í þessum mánuði. Ágúst Gylfason lék einnig með Brann í gær og átti m.a. þrumuskot í stöng á 15. mín. er staðan var 1:0 fyrir Brann. Birkir sagðist hafa haft það nokkuð rólegt í markinu og ekki þurft að taka á honum stóra sín- um. „Við lékum mjög vel og vor- um óheppnir að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það var orðin mikil spenna um miðjan síðari hálfleik því illa gekk að koma boltanum í netið hjá Brugge. En síðan opnaðist þetta á síðustu tíu mínútunum og við settum á þá þijú mörk. Það er gaman að vera kominn aftur inn í liðið og vonandi fæ ég tæki- færi aftur um helgina þegar við mætum Bodö/Glimt í deildinni. Það er langt síðan Brann hefur haldið hreinu í leik og það var gott að vera þátttakandi í því í þessum leik,“ sagði Birkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.