Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4
+ ÍÞnHIIR HANDKNATTLEIKUR Konráð Olavson aftur í landsliðshópinn í fyrsta skipti eftir HM 95 Getum ekki leyftokk- ur að vanmeta Grikkina ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mætir Grikkjum í und- ankeppni HM í KA-húsinu á Ak- ureyri á miðvikudaginn í næstu viku og síðan aftur í Aþenu 6. október. Þetta er fyrsti leikur íslands f undankeppninni fyrir HM í Kumamoto í Japan á næsta ári og er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem karlalið þjóðanna mætast á handboltavellinum. Konráð Olavson kemur nú aftur inn f landsliðið en hann lék síð- ast með liðinu á móti Rússum á HM ímaíífyrra. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, valdi í gær 14 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Grikkjum. Eftirtaldir leikmenn skipa liðið: Markverðir: Guðmundur Hrafnkels- son, Val og Bjami Frostason, Hauk- um. Aðrir leikmenn: Gústaf Bjamason, Haukum, Konráð Olavson, Stjöm- unni, Geir Sveinsson, Montpellier, Róbert Sighvatsson, Schutterwald, Bjarki Sigurðsson, UMFA, Valgarð Thoroddsen, Val, Olafur Stefánsson, Wuppertal, Sigurður Bjarnason, Minden, Patrekur Jóhannesson, Ess- en, Julian Róbert Duranona, KA, Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV og Ingi Rafn Jónsson, Val. Þorbjöm sagðist hafa verið í nokkmm vanda með að velja liðið og þá sérstaklega að manna vinstra hornið. „Ég er búinn að liggja nokk- uð yfir þessu og niðurstaðan varð sú að Konráð hefur verið að leika best í þessu homi og því valdi ég hann og Gústaf. Konráð hefur ekki BORÐTENNIS Zoran Doklc Dokic þjálf- ar Víkinga DORAN Dokic frá Júgóslavíu hefur verið ráðinn þjálfari borðtennis- ; deildar Víkings í stað Svíans Peters Nilssons, sem þjálfað hafði hjá deildinni í 2 ár. Dokic er mjög vel menntaður þjálfari, skv. því sem segir í frétt frá Víkingum, með doktorsgráðu í íþróttafræðum og mjög góður borðtennisspilari. áður leikið undir minni stjóm, en ég hef þó alltaf haft hann inni í mynd- inni,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Morgunblaðið í gær. Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, er ekki í hópnum þó svo hann hafi verið að leika mjög vel í fyrstu leikjunum í deildinni. „Valdimar er vissulega inni í myndinni, en ég ákvað að gefa honum frí núna því ég veit að hann hefur mikið að gera.“ Þorbjörn sagði að Björgvin Björg- vinsson, homamaður úr KA, væri einnig inni í myndinni í verkefnunum framundan. „Björgvin er búinn að vera aðeins of mikið í fótboltanum í sumar og er ekki kominn í nægilega góða leikæfingu í handboltanum enn. Dagur Sigurðsson er handarbrot- inn og sömu sögu er að segja af Júlíusi Jónassyni, sem leikur í Sviss. Héðinn Gilsson virðist einnig vera að koma til og svo hef ég líka verið að skoða Sigtrygg Albertsson, mark- vörð Gróttu. Þetta em allt leikmenn sem ég kem til með að skoða frekar. Þorbjörn sagðist ekki vita mikið um gríska liðið. Hann vissi þó að það vann heimsmeistara Frakka á sínum heimavelli í undankeppni EM fyrir fjórum árum. „Við getum því ekki leyft okkur að vanmeta þetta lið og mætum því grimmir til leiks. Við verðum að vinna báða leikina við Grikki ætlum við okkur að komast á HM í Japan,“ sagði Þorbjörn. Hann fær myndband með leik gríska liðsins um eða eftir helgi. ísland er í riðli með Grikklandi, Eistlandi og Dan- mörku. Leikið er heima og heiman, nema leikimir við Eistlendinga sem báðir verða hér á landi. GEIR Sveinsson, landsllðsfyrlrllðl, og félagar hefja baráttuna fyrlr s»tl á HM í Japan í næstu vlku. Patrekur Jóhannesson og Gelr, sem hér eru á HM í fyrra, veróa ugglaust í lykilhlut- verkum í íslenska IIAinu í undanrlAllnum aA þessu sinnl. KORFUKNATTLEIKUR Þeir bestu verða krýndir í Grindavík Leikirriir í Meistarakeppni Körfu- knattleikssambands íslands í karla- og kvennaflokki fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík á sunnu- daginn og er þetta í annað sinn sem keppt er um titilinn „Meistari meist- aranna“ á vegum KKI. Þetta er opn- unarleikur tímabilsins því íslands- mótið hefst á fimmtudagskvöld í næstu viku. í kvennaflokki leika Keflavík og Njarðvík og hefst leikurinn kl. 18.00. í karlaflokki leika Grindvíkingar og Haukar og hefst leikur þeirra kl. 20.00. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, verður heiðursgestur á leiknum. Allir ágóði af leikjunum rennur til góðgerðarmála. I fyrra var Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna styrkt en í ár rennur ágóðinn, sem var 300 þúsund krónur í fyrra, til Jafningjafræðslu framhaldsskól- anna. Grindvíkingar eru núverandi ís- landsmeistarar og sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari þeirra, að allt kapp yrði lagt á að sigra bikarmeist- ara Hauka. „Við erum með töluvert breytt lið frá síðasta tímabili, en leikir okkar í Reykjanesmótinu lofa góðu fyrir veturinn. Þessi leikur er merkilegur fyrir okkur því það er alltaf heiður að bera nafnbótina „Meistari meistaranna" og við vilj- um gjarnan bera hana, sérstaklega vegna þess að við klúðruðum þess- um leik í fyrra," sagði Friðrik. Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagðist fara í þennan leik eins og alla aðra - til að vinna. „Við erum með svo til sama lið og í fyrra, nema að það er kominn annar útlendingur. Við höfum harma að hefna því Grindvíkingar slógu okkur út í úrslitakeppni ís- landsmótsins á síðustu leiktíð. Við höfum spilað tvo leiki við Grindvík- inga í Reykjanesmótinu, unnum annan og þeir hinn,“ sagði Reynir. Keflavíkurstúlkur verða að teljast sigurstranglegri gegn ungu liði Njarðvíkinga þar sem meðalaldur leikmanna er 16 ár. Keflavík er bæði íslands- og bikarmeistari og hefur á að skipa leikreyndum stúlk- um. Hvorugt liðið er með útlending í sínum herbúðum í vetur. I hálfleik í karlaleiknum verður skotkeppni þar sem keppt verður um vegleg verðlaun. FOLK ■ MIKKEL Beck, danski framheij- inn sem nýlega gekk til liðs við Middlesbrough, lék fyrsta leik sinn fyrir enska liðið á móti Hereford í ensku deildarbikarkeppninni (3:0) í fyrra kvöld. Hann skoraði einnig í leiknum. ■ OLE Gunnar Solskjær, norski framheijinn knái sem gekk til iiðs við Manchester United í vetur, var mikill áhugamaður um ensku knatt- spymuna áður en hann fór þangað. Hann var nefnilega í áhangenda- klúbbi Liverpool á Norðurlöndum. Ekki hefur verið greint frá því hvort Solskjær hafi sagt sig úr þeim fé- lagsskap. ■ DARREN Anderton, enski landsliðsmaðurinn í liði Tottenham, fer í uppskurð í næstu viku og verð- ur frá í minnst sex vikur. Hann leik- ur því ekki með enska landsliðinu á móti Póllandi í undankeppni HM 9. október. ■ OSSIE Ardiles, fyrrum þjálfari og leikmaður Tottenham, stjómaði Shimizu S-Pulse til sigurs í japönsku bikarkeppninni í gær. Shimizu S- Pulse vann Verdy Kawasaki 5:4 eftir vítaspymukeppni, en staðan var jöfn, 3:3, að lokinni framlengingu. Shimizu er aðeins í 12. sæti jap- önsku deildarinnar. ■ BRIAN McAllister, leikmaður Wimbledon, var í gær valinn í skoska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi í Riga 5. október og síðan Eistlandi í Tallinn 9. október. ■ SKOSKI landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Andy Goram (Rang- ers), Tommy Boyd (Celtic) og Jim Leighton (Hibernian). Vamarmenn: Colin Calderwood (Tottenham), Colin Hendry (Blackburn), Brian McAllister (Wimbledon) og Tosh McKinlay (Celtic). Miðvallarleik- menn: Craig Burley (Chelsea), John Collins (Mónakó), Scot Gemmill (Nott. Forest), Eoin Jess (Coventry), Jackie McNamara (Celtic) og Gary McAlIister (Co- ventry). Framheijar: Kevin Gallacher (Blackburn), Billy Dodds (Aberdeen), Gordon Durie (Rangers), Darren Jackson (Hi- bernian), Paul Lambert (Dort- mund), Stuart McCall (Rangers), Ally McCoist (Rangers), Billy McKinlay (Blackburn), John Spencer (Chelsea), Nicky Walker (Aberdeen) og Derek Whyte (Middlesbrough). ■ JOHN Aldridge, leikmaður Tranmere, hefur verið valinn í írska landsliðshópinn sem mætir Make- dóníu í Dublin 9. október. Aldridge gæti því leikið 69. landsleik sinn á móti Makedóníu. Þessi 38 ára gamli framheiji hefur gert 19 mörk fyrir landsliðið, sem er aðeins einu marki frá meti Franks Stapletons. „John hefur verið að skora fyrir liðið sitt og það er nóg fyrir mig, sérstaklega vegna þess að Niall Quinn og Jon Goodman em meiddir," sagði McCarthy, landsliðsþjálfari íra. ■ ÍRSKI landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Alan Kelly (Sheffield Utd.) og Shay Giv- en (Blackburn). Varnarmenn: Denis Irwin (Manchester Utd.), Phil Babb (Liverpool), Jeff Kenna (Blackbum), Curtis Fleming (Middlesbrough), Gary Breen (Birmingham), Ian Harte (Leeds), Kenny Cunningham (Wimbledon) og Steve Staunton (Aston Villa). Miðvallarleikmenn: Andy Townsend (Aston Villa), Roy Keane (Man- chester Utd.), Ray Houghton (Crystal Palace), Alan McLoughlin (Portsmouth) og Jason McAteer (Liverpool). Framheijar: Alan Moore (Middlesbrough), Keith O’NeiIl (Norwich), John Aldridge (Tranmere), Tony Cascarino (Mar- seilles) og David Kelly (Sunder- land).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.