Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JKtotgmtifiribib 1996 LAUGARDAGUK 28. SEPTEMBER BLAÐ c Islendingar í úrslita- keppni EM Islenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönn- um 16 ára og yngri, tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni Evrópmóts drengjalandsliða næsta vor er það sigraði Færeyinga örugglega, 4:0, f ¦¦¦¦¦¦ Borgarnesi. Þetta var jafnframt EyjólfurT. fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu, Geirsson sem fram fer í Borgarnesi. skrifarúr Fyrsta markið kom strax á fjórðu Borgamesi mínútu þegar Þórarinn Kristjánsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu Indriða Sig- urðssonar. Hann hélt því áfram þar sem frá var horfið í leiknum gegn Lúxemborg á Akranesi á mánudaginn, en þar skoraði Þórarinn þrívegis - öll mörkin í 3:0 sigri. Daði Guðmundsson bætti öðru marki við á 21. mín. þegar hann lék á nokkra varnarmenn Færey- inga í vítateig_ þeirra og renndi knettinum örugg- lega í netið. Á 36. mín. var dæmd vítaspyrna á Færeyingana, þegar Ólafur Snorrason var felldur og Þórarinn Kristjánsson gerði annað mark sitt og þriðja mark íslands. Staðan 3:0 í hálfleik var í fullu samræmi við gang leiksins. í fyrri hálfleik var oft og tíðum boðið upp á góða knattspyrnu en seinni hálfleikur var öllu lak- ari. Bæði lið fengu þó ágætis tækifæri til að skora. Síðasta markið kom á 78. mín. og það skoraði Indriði Sigurðsson af harðfylgi. íslenska liðið lék lengst af vel, liðsheildin var jöfn og allir skiluðu hlutverkum sínum vel. Færey- ingar áttu við ofurefli að etja, en börðust vel og hefðu með smá heppni getað skorað mark. Úrslitakeppni Evrópumótsins fer frani í Þýska- landi í apríl næsta vor. Vert er að geta að íslending- ar verða einnig í úrslitakeppni landsliða 18 ára og yngri, en hún fer fram hér á landi næsta sumar. Hvor brosir á morgun? ELLERT B. Schram, KR-ingur og forseti fþrótta- sambands Islands, og Helgi Danielsson, fyrrum fyr- irliði Akurnesinga, komu saman í gær að beiðni Morgunblaðsins og skoðuðu Islandsbikarana þrjá sem keppt hefur verið um í þau 84 ár sem íslands- mótíð í knattspyrnu hefur verið haldið. Helgi, til vinstri á myndinni, heldur á elsta bikarnum sem hann tók við sem fyrirliði IA 1960. Ellert er með bikarinn sem hann veitti viðtöku 1965 og KR-ingar unnu síðast 1968 og á milli þeirra er bikarinn sem afhentur verður á morgun. Morgunbiaðið/Ásdís ¦ Leikurinn / C2 Stöd 2 og Sýn fá einkarétt á ensku knattspymunni Stöð 2 og Sýn hafa tryggt sér einkarétt á sýningum frá ensku knattspymunni á íslandi frá og með næsta keppnistfmabili. Þar með hverfur enska knattspyrnan úr Ríkissjónvarpinu, en þar hefur hún verið á dagskrá í tæpa þrjá áratugi. Ríkissjónvarpið sýnir í vetur frá ensku knattspyrnunni á laugar- dögum en Stöð 3 hefur rétt til sýninga ensku leikjanna á sunnu- dögum og mánudögum auk bikar- keppninnar. Fjölmiðlun hf., sem á og rekur Stöð 2 og Sýn, yflrtekur nú allt þetta, og fær einnig einka- rétt á deildarbikarkeppninní (League Cup) og hinum árlega leik um Góðgerðarskjöldinn í upp- hafi keppnistímabilsins. Samning- ur Fjölmiðlunar hf. um deildar- keppnina gildir í eitt ár, fyrst í stað, en einkaréttur til sýninga frá ensku bikarkeppntnni er til alda- móta. „Ja, hver hefur ekki augastað á enska fótboltanum?" svaraði Val- týr Bjöm Vaftýsson, deildarstjóri íþrótta á Stöð 2, er Morgunblaðið spurði hann í gær hvort stöðin hefði lengi haft áhuga á umræddu efni. „Þegar menn reka sjónvarps- stöð viija þeir bjóða upp á vinsæl- asta efiúð hverju sinni. Við erum með ítalska fótboltann, NBA körfuboltann, íslenska körfubolt- ann og nú enska fótboltann, frá haustinu 1997. Svo er Sýn með Meistaradeild Evrópukeppninnar. Hvað er hægt að hafa það betea?" spurði Valtýr Bjðrn. ÁfallfyrirRÚV ^>ví er ekki hægt að neita að það er að sjálfsögðu áfall fyrir Sjónvarpið að missa þennan efnis- flokk, sem tengist með óyggjandi hætti sögu stofaunarinnar. Enska knattspyrnan hefur verið hér á dagskrá allt frá upphafsárunum," sagði Ingólfur Hannesson, iþrótta- stjóri RÚV, við Morgunblaðið í Ingólfur sagði RUV ekki hafa getað keppt við Stöð 2/Sýn að þessu sinni. í mikíili samkeppni Stöðvar 2 og Sýnar annars vegar og Stöðvar 3 hins vegar, um úr- vajsefni, þar á meðal íþróttir, hefði RÚV lent í skoUínunni. „ Við höfum reynt að taka þátt í slagsmálunum, eins og dæmin sanna, en í bessu máli var algjöriega útílokað fyrir okkur að keppa. Einfaldlega vegna þess að við höfum ekki fcvær sjón- varpsrásir pg ekki þá fjármuni sem tíl þurfti,'' sagði Ingólfur. „Þetta mál ætti að verða stjórn- endum RÚV sæmileg lexfa í því hvemig markaðurinn er og með hvaða hætti menn eiga að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Eitt af því sem leiða ætti hugann að, er hvort ekki sé orðin knýjandi nauðsyn fyrir sjónvarp í almenn- ingseigu, sem ætlar að réttlæta sjálft sig, að hafa aðra rás. Sam- keppnin er einfaldlega vonlaus án annarrar rásar. Norska sjónvarpið er komið með NRK 2, sem nær til 65% þjóðarinnar og í DanmÖrku er Ðanmarks Radio með DR 2 og einnig er íþróttaras á leiðhmi á vegum þeirrar stöðvar. Þessar stöðvar meta þróunina þannig að útilokað sé annað en stofna aðra rás. Ef menn hefðu einhverja framtíðarsýn í þessari stofnun væri löngu búið að ræða þetta mál hér af einhverju viti," sagði Ingólfur Hannesson. „Þetta mál ætti að verða mönnum tilefni til að skoða sfn eigin mál gaumgæfi- lega. Fyrir hverja þessi stöð er rekin, hvers vegna og hvernig." FRJÁLSIÞRÓTTIR: JÓN ARWAR UR TUGÞRAUT í TORFHLESÐLU / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.