Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 1

Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA t JHorgmiiMaíriti 1996 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER BLAD ÆT Islendingar í úrslita- keppni EM Islenska landsliðið í knattspymu, skipað leikmönn- um 16 ára og yngri, tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni Evrópmóts drengjalandsliða næsta vor er það sigraði Færeyinga örugglega, 4:0, í Borgarnesi. Þetta var jafnframt Eyjólfur T. fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu, Geirsson sem fram fer í Borgarnesi. skrifar úr Fyrsta markið kom strax á fjórðu Borgamesi mínútu þegar Þórarinn Kristjánsson skoraði með skalla eftir homspyrnu Indriða Sig- urðssonar. Hann hélt því áfram þar sem frá var horfið í leiknum gegn Lúxemborg á Akranesi á mánudaginn, en þar skoraði Þórarinn þrívegis - öll mörkin í 3:0 sigri. Daði Guðmundsson bætti öðm marki við á 21. mín. þegar hann lék á nokkra vamarmenn Færey- inga í vítateig þeirra og renndi knettinum ömgg- lega í netið. Á 36. mín. var dæmd vítaspyrna á Færeyingana, þegar Ólafur Snorrason var felldur og Þórarinn Kristjánsson gerði annað mark sitt og þriðja mark íslands. Staðan 3:0 í hálfleik var í fullu samræmi við gang leiksins. í fyrri hálfleik var oft og tíðum boðið upp á góða knattspyrnu en seinni hálfleikur var öllu lak- ari. Bæði lið fengu þó ágætis tækifæri til að skora. Síðasta markið kom á 78. mín. og það skoraði Indriði Sigurðsson af harðfylgi. íslenska liðið lék lengst af vel, liðsheildin var jöfn og allir skiluðu hlutverkum sínum vel. Færey- ingar áttu við ofurefli að etja, en börðust vel og hefðu með smá heppni getað skorað mark. Úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram_ í Þýska- landi í apríl næsta vor. Vert er að geta að Islending- ar verða einnig í úrslitakeppni landsliða 18 ára og yngri, en hún fer fram hér á landi næsta sumar. Hvor brosir á morgun? ELLERT B. Schram, KR-ingur og forseti íþrótta- sambands Islands, og Helgi Daníelsson, fyrrum fyr- irliði Akumesinga, komu saman í gær að beiðni Morgunblaðsins og skoðuðu Islandsbikarana þrjá sem keppt hefur verið um í þau 84 ár sem íslands- mótið í knattspyrnu hefur verið haldið. Helgi, til vinstri á myndinni, heldur á elsta bikarnum sem hann tók við sem fyrirliði ÍA 1960. Ellert er með bikarinn sem hann veitti viðtöku 1965 og KR-ingar unnu síðast 1968 og á milli þeirra er bikarinn sem afhentur verður á morgun. Morgunblaðið/Ásdís ■ Leikurinn / C2 Stöð 2 og Sýn fá einkarétt á ensku knattspymunni Stöð 2 og Sýn hafa tryggt sér einkarétt á sýningum frá ensku knattspymunni á íslandi frá og með næsta keppnistímabiii. Þai- með hverfur enska knattspyman úr Ríkissjónvarpinu, en þar hefur hún verið á dagskrá í tæpa þijá áratugi. Ríkissjónvarpið sýnir í vetur frá ensku knattspyrnunni á laugar- dögum en Stöð 3 hefur rétt til sýninga ensku leikjanna á sunnu- dögum og mánudögum auk bikar- keppninnar. Fjölmiðlun hf., sem á og rekur Stöð 2 og Sýn, yfirtekur nú allt þetta, og fær einnig einka- rétt á deildarbikarkeppninni (League Cup) og hinum árlega leik um Góðgerðarskjöldinn í upp- hafi keppnistímabilsins. Samning- ur Fjölmiðlunar hf. um deildar- keppnina gildir í eitt ár, fyrst í stað, en einkaréttur til sýninga frá ensku bikarkeppninni er til alda- móta. „Ja, hver hefur ekki augastað á enska fótboltanum?" svaraði Val- týr Bjöm Valtýsson, deildarstjóri íþrótta á Stöð 2, er Morgunblaðið spurði hann í gær hvort stöðin hefði lengi haft áhuga á umræddu efni. „Þegar menn reka sjónvarps- stöð vilja þeir bjóða upp á vinsæl- asta efnið hveiju sinni. Við erum með ítalska fótboltann, NBA körfuboltann, íslenska körfubolt- ann og nú enska fótboltann, frá haustinu 1997. Svo er Sýn með Meistaradeild Evrópukeppninnar. Hvað er hægt að hafa það betra?“ spurði Valtýr Bjöm. Áfall fyrlr RÚV „Því er ekki hægt að neita að það er að sjálfsögðu áfall fyrir Sjónvarpið að missa þennan eftiis- flokk, sem tengist með óyggjandi hætti sögu stofnunarinnar. Enska knattspyman hefur verið hér á dagskrá allt frá upphafsárunum," sagði Ingólfur Hannesson, íþrótta- stjóri RÚV, við Morgunblaðið í gær. Ingólfur sagði RUV ekki hafa getað keppt við Stöð 2/Sýn að þessu sinni. í mikilli samkeppni Stöðvar 2 og Sýnar annars vegar og Stöðvar 3 hins vegar, um úr- vajsefni, þar á meðal íþróttir, hefði RÚV lent í skotlínunni. „Við höfum reynt að taka þátt í slagsmálunum, eins og dæmin sanna, en í þessu máli var algjöriega útilokað fyrir okkur að keppa. Einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tvær sjón- varpsrásir og ekki þá fjármuni sem til þurfti," sagði Ingólfur. „Þetta mál ætti að verða stjóm- endum RÚV sæmileg lexía í því hvemig markaðurinn er og með hvaða hætti menn eiga að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Eitt af því sem leiða ættí hugann að, er hvort ekki sé orðin knýjandi nauðsyn fyrir sjónvarp í almenn- ingseigu, sem ætlar að réttlæta sjálft sig, að hafa aðra rás. Sam- keppnin er einfaldlega vonlaus án annarrar rásar. Norska sjónvarpið er komið með NRK 2, sem nær til 65% þjóðarinnar og í Danmörku er Danmarks Radio með DR 2 og einnig er íþróttarás á leiðinni á vegum þeirrar stöðvar. Þessar stöðvar meta þróunina þannig að útilokað sé annað en stofna aðra rás. Ef menn hefðu einhveija framtíðarsýn í þessari stoftiun væri löngu búið að ræða þetta mál hér af einhverju viti,“ sagði Ingólfur Hannesson. „Þetta mál ætti að verða mönnum tilefni til að skoða sín eigin mál gaumgæfi- lega. Fyrir hveija þessi stöð er rekin, hvers vegna og hvernig." FRJÁLSIÞRÓTTIR: JÓN ARNAR UR TUGÞRAUT í TORFHLESÐLU / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.