Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 1
128 SÍÐUR B/C/D/E 222. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pilti refsað fyrir koss New York. The Daily Telegraph. SEX ára dreng hefur verið refsað fyr- ir „kynferðislega áreitni" í skóla í Norður-Karólínu eftir að hafa kysst bekkjarsystur sína á kinnina. Pilturinn hélt því fram að stúlkan hefði beðið um kossinn en því trúði skólastjórinn ekki. Hann úrskurðaði því að drengur- inn hefði brotið reglur skólans um kyn- ferðislega áreitni, en þær ná til allra nemendanna sem eru á aldrinum 6-18 ára. Piltinum var gert að vera einn í ann- arri skólastofu daginn sem hann var staðinn að verki og hann varð því af leikjatíma og ísveislu fyrir nemendur með hæstu einkunn fyrir mætingu. „Það er ekki við hæfi að sex ára barn kyssi annað sex ára barn. Óviðun- andi hegðun er óviðunandi hver sem aldurinn er,“ sagði talsmaður fræðslu- yfirvalda í umdæmi skólans. Hann bætti við að reglurnar kæmu skýrt fram í handbók skólanna. Allir foreldrarnir hefðu undirritað eyðublöð þar sem þeir féllust á að börn þeirra yrðu að virða reglurnar. Móðir drengsins kvaðst ætla að óska eftir því að öll tíu ára börn og yngri yrðu undanþegin reglunum. Hún sagði að ef drengurinn yrði staðinn að því að kyssa stúlku aftur kynni honum að verða vísað úr skólanum. „Hvað veit sex ára barn um kynferðislega áreitni?" Palestínskir lögreglumenn reyna að hindra átök við ísraela HAUST Morgunblaðið/RAX Kapp lagt á að knýja fram leiðtogafund Jerúsalem. Reuter. PALESTÍNSKIR lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir frekari átök á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu í gær og bandarísk- ir embættismenn lögðu kapp á að knýja fram leiðtogafund ísraela og Palestínumanna til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Palestínsku lögreglumennirnir komu í veg fyrir að hundruð palestínskra ungmenná gætu gengið að ísraelskri varðstöð í Ram- allah, norður af Jerúsalem, þar sem mann- skæðustu átökin síðustu íjóra daga áttu sér stað. Átökin hafa kostað 68 manns lífið - 54 Palestínumenn og 14 ísraela - frá því þau hófust á miðvikudag vegna þeirrar ákvörðunar Israelsstjórnar að opna jarðgöng í námunda við helgan stað múslima í Jerúsalem. Bandarískir embættismenn héldu til Gaza i því skyni að hvetja Yasser Arafat, leiðtoga palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna, til að fall- ast á fund með Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra Israels. Haft var eftir stjórnarerindrekum að Net- anyahu hefði hafnað tillögu Egypta um að fundurinn yrði í Kaíró. Arafat hefði neitað að ræða við Netanyahu einan og vildi að utanríkisráðherra Bandaríkjanna eða fulltrúi hans sæti fundinn. Netanyahu vildi hins vegar aðeins tvíhliða viðræður. Arafat var ennfremur sagður hafa sett það skilyrði fyrir fundinum að Netanyahu lokaði jarðgöngunum. Aftökur í Kabúl Kabúl. Reuter. ÍSLAMSKA hreyfingin Taleban, sem náði Kabúl á sitt vald á föstudag, kvaðst í gær hafa tekið tvo samstarfsmenn Najibullah, fyrrverandi forseta Afganistans, af lífi og sagði að leit væri hafin að eftirmanni hans, Burhanuddin Rabbani, norðan við afgönsku höfuðborgina. Útvarpið í Kabúl sagði að tveir „glæpa- menn“ úr röðum samstarfsmanna Naji- bullah, lífvörður og ráðgjafi, hefðu verið hengdir á föstudagskvöld. Najibullah og bróðir hans voru teknir af lífi á föstudag og lík þeirra voru enn höfð til sýnis í Kabúl í gær. Stjórn Rabbanis hvatti ráðamenn í ríkjum heims til að viðurkenna ekki íslamska ríkis- ráðið sem Taleban hefur skipað til að stjórna landinu. Liðsmenn hreyfingarinnar héldu uppi eftirliti á götum Kabúl en ekki kom til átaka. Stórgrýtismelur 22 varö að sælureit Fórnum ekki ðmetan- legum verðmætum Ofnasmiðjan hf minnst í ofnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.