Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ólafur Ragnar og Emma Bonino ræddu um varanlegan stríðsglæpadómstól ísland hefur stutt tillög'iina ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslánds, og Emma Bonino, sem m.a. fer með mannúðarmál í fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins áttu á föstudagskvöld viðræður um möguleikana á stofnun varanlegs stríðsglæpa- og mannréttindadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna. Ólafur Ragnar sagði að Bonino og fleirum fyndist eðlilegt að stofn- aður væri varanlegur dómstóll í þágu hagsmuna alls mannkynsins og óháð því hvemig tilvik væm frá einu ári til annars. „Jafnframt eru þau rök flutt að ef slíkur dómstóll væri til og stríðsglæpamenn vissu af því að þeir ættu á hættu að missa frelsi sitt varanlega að lokn- um átökum, ef þeir fremdu stríðs- glæpi, kynni í tilvist dómstólsins sjálfs að felast veruleg vörn,“ sagði Olafur. Hann sagði að viðræðurnar hefðu verið fróðlegar og gat þess að ís- lendingar hefðu lagt tillögunni um varanlegan stríðsglæpa- og mann- réttindadómstól lið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Djass-tónleikar að kvöldi Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona hans, buðu Bonino til óformlegs kvöld- verðar sl. föstudagskvöld. Ólafur sagði að í framhaldi af því að Bon- ino hefði verið orðin heldur þreytt á fundarhöldum frá því snemma um morguninn hefði hann stungið Morgunblaðið/Jón Svavarsson FORSETAHJÓNIN og Emma Bonino fylgjast með djasstónleik- um á Hótel Sögu á föstudagskvöld. upp á þvi að komið yrði við á Rú- Rek djass-tónleikum um leið og Bonino væri fylgt til náttstaðar á Hótel Sögu. Forsetahjónin og Bon- ino hefðu hlýtt á tónleikana sér til mikillar ánægju í um klukkustund. Um miðnætti hefði bandarískur djasspíanósnillingur leikið stef við ítölsk óperulög Bonino til heiðurs. Ólafur sagði að Bonino hefði lýst yfir ánægiu með heimsóknina hing- að til lands og áhuga á að heim- sækja landið aftur. Bonino hélt af landi brott í gær. íslenskir tónlistarmenn með nýtt verkefni í New York SÖNGLEIKURINN Come Dance With Me e/tir Sellu Palsson og Egil Ólafsson verð- ur frumsýndur í Chernugin- leikhúsinu í New York 25. október næstkomandi. Um er að ræða svokallaða kynning- aruppfærslu (showcase) en fyrirhugaðar eru sextán sýn- ingar, sú síðasta 17. nóvember. Sella Palsson, öðru nafni Sesselja Pálsdóttir, er íslensk að uppruna en hefur að mestu verið búsett í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi. Rak hún lengst af veitingahús í New York, auk þess sem hún framleiddi hina feikivinsælu sýningu Forbidden Broadway sem gekk í hálft sjötta ár í borginni. Síðastliðin þijú ár hefur Sella að mestu helgað sig ritstörfum og er Come Dance With Me fyrsta verk hennar sem sett er á svið. Er hún jafnframt framleiðandi sýningarinnar. Egill Ólafsson semur alla tónlist í sýningunni, átján „lagræn og vonandi gripandi LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók fjóra menn í gærmorgun sem brotist höfðu inn í Landsbanka íslands, Laugavegi 77. Mennimir klifruðu upp vinnupalla og fóru inn á 5. hæð hússins. Þar tóku þeir tvær tölvur, tvo prentara og fax- tæki. Islendingar setja upp söngleik í New York Sella Palsson Egill Ólafsson Iög,“ svo sem hann kemst að orði. Stílnum vill tónskáldið þó ekki gefa nafn. Egill segir að Sella hafi fyr- ir tveimur árum sýnt sér frum- drög að verkinu, auk fáeinna Innbrotið uppgötvaðist snemma í gærmorgun og var strax tilkynnt lögreglu. Hún fann þýfið í rusla- tunnu við húsið, en svo virðist sem þjófarnir hafi geymt það þar með- an þeir voru að útvega sér bíl til flutninganna. Lögreglan beið mannanna og handtók þá þegar söngtexta sem hann hafi fallist á að semja lög við. Síðan hafi samstarfið undið upp á sig og nú hilli undir frumsýningu. Að sögn Egils getur verið tímafrekt að fá fjárfesta til að gefa sig fram í New York en nú hafi tekist að fjármagna sextán sýningar, sem litið sé á sem eins konar kynningu (showcase). Það ráðist síðan af viðtökunum hvort framhald verði á sýningum. Come Dance With Me gerist að mestu á veitingastað og fjallar um barþjóninn og leik- arann Sammy, sem lætur sig dreyma um að koma fram á Broadway, og fólkið sem leitar huggunar þjá honum á barn- um. Að sögn Egils verður ein- valalið leikara og söngvara í helstu hlutverkum en þeir þiggja ekki greiðslu fyrir að koma fram á sýningunum. Fáist hins vegar fjármagn til að setja Come Dance With Me upp á Broadway eða Off-Bro- adway hafa þeir forgangsrétt á hlutverkunum. þeir snéru til baka. Að sögn lög- reglu hafa þeir áður komið við sögu lögreglu vegna þjófnaðar- mála. Ekki voru unnar umtals- verðar skemmdir á húsnæðinu og þjófarnir virðast ekki hafa gert tilraun til að leita að peningum í bankanum. Hreinsað á snjóflóða- svæði VINNA við hreinsun á grunnum og húsbrotum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri hefst á næstunni. Á starfínu að ljúka fyrir 7. nóvember. Þrír verktakar buðu í hreinsun- ina. Lægsta tilboðið var frá Jóni og Magnúsi ehf., 3,5 milljónir kr., og verður samið við það fyrirtæki, að sögn Ármanns Jóhannessonar bæjarverkfræðings Ísaíjarðarbæj- ar. Græðir hf. bauðst til að vinna verkið fyrir 4,8 milljónir og Klæðn- ing fyrir 6,5 milljónir sem er rétt yfir kostnaðaráætlun verkkaupa. Verkið felst í því að fjarlægja alla húsgrunna og húsbrot, fylla upp og græða landið. Hreinsunin fer fram í haust en uppgræðslan næsta vor. Viðræðum TMog Skandia slitið FRIÐRIK Jóhannsson, forstjóri Skandia hf., segir að viðræðum, sem fram hafi farið milli fyrirtækis- ins og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um kaup TM á Skandia hafi verið slitið. Hann segir að þessar viðræður hafí ekki hafist að frum- kvæði Skandia. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Gunnar Felixson, forstjóri TM, staðfesti í Morgunblaðinu í gær að TM hefði átt í viðræðum um kaup á Skandia. Fjórir teknir við innbrot í Landsbankann við Laugaveg TVLVUR STáKNI Alvöru hátækni- iðnaður Morgunblaðinu í dag fylgir 32 síðna blaðauki sem nefnist Tölvur og tækni. Staða forstöðumanna Reykjavíkurborgar breytist Aukið frelsi til ákvarðana HUGAÐ hefur verið að breytingum á fjárhagsáætlunargerð Reykja- víkurborgar að undanförnu. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, segir að hugmyndin sé að forstöðumenn hafi meira frelsi inn- an rammaáætlana og beri meiri ábyrgð á að halda sig við ramm- ann. Ingibjörg sagði að á árangurs- stjórnunarnámskeiði æðstu yfir- manna innan borgarkerfisins væri verið að skilgreina fjárhagsáætl- unarferli borgarinnar. „Við höfum í framhaldi af því hug á því að breyting verði gerð á vinnunni. Breytingin feli í sér aukið sjálf- stæði og ábyrgð stofnana borgar- innar og þar af leiðandi forstöðu- manna,“ sagði Ingibjörg. Almennur áhugi á nýjum leiðum Hún tók fram að væntanlega yrði lagt til að farið yrði meira inn í rammaáætlanir. „Forstöðumenn- irnir hefðu meira svigrúm innan rammans. Um leið bæru forstöðu- mennirnir meiri ábyrgð á að halda sig við rammann." Ingibjörg sagði að kynning stæði yfir og almennt virtist vera áhugi fyrir því að reyna nýjar leiðir. Enn á eftir að taka pólitíska ákvörðun um tilraunina í borgarráði. „En við munum leggja til við borgarráð að þetta verði með nokkuð öðrum hætti í ár heldur en verið hefur,“ sagði hún. Hún sagði umfjöllun borgarráðs nauðsynlega því breytingin kæmi inn á borgarráð og nefndir borgar- innar. „Um leið yrðu fagnefndirnar ábyrgari hver á sínu sviði. Fullt samstarf yrði að vera um þetta á milli forstöðumanns í einstökum málaflokkum og þeirrar nefndar sem hann vinnur fyrir.“ Fórnum ekki ómetan- legum verðmætum ►Nýr búvörusamningur og endur- skoðuð iög um náttúruvernd voru meðal þess sem bar á góma í við- tali við Guðmund Bjarnason land- búnaðar- og umhverfisráð- herra. /10 Verðum að horfast í augu við sársaukann ►Sænskur hagfræðingur sker upp herör gegn atvinnuleysi í Vestur- Evrópu. /12 Stórgrýtismelur að sælureit ►Jón E. Hallgrímsson, bóndi á Mælivöllum á Jökuldal, hefurstað- ið að merkilegu uppgræðslustarfi á jörð sinni undanfarin tuttugu og fjögurár. /22 Ofnasmiðjan hf. minnst í ofnum ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Sveinbjöm Björnsson í Ofnasmiðjunni. /24 B ► 1-32 Ort í f iski ►Kaflaskil eru orðin í lífi Einars Svanssonar. Hann hefur kvatt samstarfsfólk sitt hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki eftir fimmtán ára ótrúlegan sóknartíma og tekið við Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur. Hann á líka aðra hlið sem færri þekkja, ljóðagerð. /1&4-5 Lét hermennsku- drauminn rætast ►þeir eru ófáir strákarnir sem láta sig dreyma um hermennsku. Eggert Magnússon, 25 ára gamall liðsforingi í norska sjóhernum, átti þann draum í æsku og lét hannrætast. /6 í leit að samastað í tilverunni ►Um kvikmynd Einars Heimis- sonar, Maríu, ogþýsku leikkonuna Baböru Auer sem leikur titilhlut- verkið — þýska stúlku sem ræður sig sem ráðskonu í sveit á íslandi skömmu eftir stríð. /16 C FERÐALÖG /2 ► 1-4 Folegrandos ►Draumur hins þreytta náms- manns rættist á grískri eyju. Að veita góða þjónustu ► Eitt af þeim mörgu verkefnum sem bíða íslenskrar ferðaþjónustu er uppbygging og efling gæða þjónustunnar. /4 D BÍLAR ► 1-4 Tímamóta dísiivél f rá Opel ►OPEL er fyrstur til þess að hanna dísilvél í fólksbíla með §ög- urra ventla tækni, forþjöppu og beinni innsprautun. /2 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari Helgispjall Reykjavikurbi Skoðun Minningar Myndasögur Bréf til blaðsir ídag Brids INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 >ak Stjömuspá 44 kS Skák 44 28 Fólk i fréttum 46 28 Bíó/dans 48 30 Útvarp/sjónvarp 53 32 Dagbók/veður 55 40 Gárur 8b 42 Mannllfsstr. 8b 44 Dægurtónlist lOb 44 Kvikmyndir 12b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.