Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/09 - 28/09 ÉII!Éuiímsí RÍKISSTJÓRNIN hefur að tiliögu menntamálaráð- herra ákveðið að Safnahúsið við Hverfisgötu verði þjóð- menningarhús í framtíðinni. Hugmyndin er að þjóðmenn- ingarhús hýsi fastar og tima- bundnar sýningar frá helstu söfnum. ► SÉRA Fióki Kristinsson, sóknarprestur I Langholts- sókn, tekur við þjónustu við íslendinga á meginlandi Evr- ópu 1. október. Hann iætur af störfum við Langholts- kirkju frá sama tíma. ► LÚS hefur greinst i grunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu í haust. Lúsartil- fellum hefur fjölgað frá ár- inu 1980. Fjölgunin hefur verið tengd almennari utan- landsferðum. HRAUNEY VE fékk net í skrúfuna og varð afivana skammt undan Landeyjar- sandi um miðjan dag á föstu- dag. Minnstu munaði að skip- ið ræki upp í landsteina. ► STÖÐ 2 og Sýn hafa keypt einkarétt á útsendingum frá ensku knattspyrnunni frá og með næsta keppnistímabili. Enska knattspyrnan hefur verið á dagskrá Ríkissjón- varpsins í um 30 ár. ► SKAGFIRÐINGUR hefur sagt upp 90 manns við land- vinnslu fyrirtækisins. Halli hefur verið á landvinnsiunni frá árinu 1993. ► EMMA Bonino, fram- kvæmdastjóri sjávarútvegs- mála hjá Evrópusambandinu, dvaldi hér í boði Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráð- herra. Hún flutti erindi á sjávarútvegsráðsstefnu og fundi Mannréttindskrifstofu íslands. Tryggingafélögin svara FIB VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands og Sjóvá-Almennar hafa tiikynnt lækk- un á iðgjöldum bílatrygginga frá og með 1. október. Tryggingatakar á aldrinum 25 ára og eldri fá bestu kjörin. Hins vegar greiða 17 til 20 ára tryggingatakar hærri iðgjöld. Fleiri tryggingafélög undirbúa við- brögð við lækkun iðgjalda bílatrygg- inga. Raforkusamningur vegna álvers LANDSVIRKJUN og Columbia Ventures Corp. hafa náð samkomu- lagi um grundvallaratriði raforku- samnings vegna fyrirhugaðrar 60.000 tonna álverksmiðju Columbia á Grundartanga. Fyrirtækið hyggst hefja rekstur álvers á miðju ári 1998. Álverinu verður aðeins tryggð orka til að rekja verksmiðjuna á hálfum afköstum í fyrstu en með fullum af- köstum frá ársbyijun árið 1999. Orkuþörf álversins verður um 900 gígavattstundir á ári eða álíka og vegna stækkunar álvers í Straums- vík. Fyrirhugaður raforkusamningur við Columbia gildir til ársloka 2018. Raforkuframleiðsla á Nesjavöllum REYKJAVÍKURBORG og Lands- virkjun hafa gert samning um raf- orkuframleiðslu á Nesjavöllum. Hita- veita Reykjavíkur reisir virkjunina í tveimur áföngum og sér um viðhald. Hvor áfangi verður um 30 MW afl og orkuframleiðsla hvors áfanga að frádregnum eigin notum Hitaveit- unnar verður um 200 gígavattstundir á ári. Undirbúningur að framkvæmd- inni er hafinn og forval hafið vegna kaupa á vélasamstæðum frá Evr- ópska efnahagssvæðinu. Stofnkostnaður virkjunarinnar, gufuveitu og raflínu að Korpu, er áætlaður 5.230 milljónir króna. Framkvæmdin verður fjármögnuð með lántöku. Blóðsúthellingar í Landinu helga HÖRÐ átök blossuðu upp á milli Palestínumanna og ísraelskra her- manna á Gaza-svæðinu og Vestur- bakkanum á mið- vikudag vegna þeirrar ákvörðunar stjómar Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra ísra- els, að opna jarð- göng í námunda við helgan stað músl- ima í Jerúsalem. 68 höfðu fallið á iaug- ardag - 54 Palest- ínumenn og 14 ísraelar - og eru þetta hörðustu átök sem geisað hafa á svæðum Palestínumanna í þrjá ára- tugi. ísraelar sendu skriðdreka á Vesturbakkann í fyrsta sinn frá því þeir náðu honum á sitt vald í stríðinu 1967. Hörðustu átökin voru nálægt byggðum gyðinga á Gaza og Vestur- bakkanum og þau stefndu fímm ára friðarumleitunum í Miðausturlöndum fyrir milligöngu Bandaríkjanna í mikla hættu. Hart var deilt á ísraela í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna atburðanna. Taleban nær Kabúl á sitt vald AFGANSKA hreyfingin Taleban náði Kabúl, höfuðborg Afganistans, á sitt vald á föstudag og lýsti yfir því að stofnað hefði verið íslamskt ríki. Eitt af fyrstu verkum liðsmanna Taleban var að hengja Najibullah, fyrrverandi forseta, sem var steypt af stóli árið 1992. Hreyfingin skipaði sex manna ráð sem á að stjóma landinu til bráða- birgða. Fregnir hermdu að Burha- nuddin Rabbani forseti og ráðherrar í stjóm hans hefðu komist undan og væm 25 km norðan við höfuðborgina. HJARTASÉRFRÆÐ- INGAR ákváðu á miðviku- dag að gera hjartaaðgerð á Borís Jeltsin, forseta Rúss- lands, en frestuðu henni í sex til átta vikur. Andstæð- ingar forsetans kröfðust þess að hann segði af sér sökum heilsubrests. Alex- ander Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, varaði við því að hætta væri á uppreisn í hernum vegna þess að hermenn hefðu ekki fengið laun sín greidd. ► HERMENN stjórnarinn- ar á Sri Lanka drápu 450 tamílska uppreisnarmenn, þeirra á meðal margar kon- ur, i stórsókn í átt að vígi þeirra í Kilinochchi á föstu- dag. Áður höfðu hundruð Tamíla fallið í sókninni, sem hófst fyrir viku. ► WILLIAM Perry, varnar- málaráðherra Bandaríkj- anna, hafnaði á fimmtudag kröfu Frakka um að Evr- ópumaður færi með yfir- stjórn hersveita Atlants- hafsbandalagsins í suður- hluta Evrópu en ekki Bandaríkjamaður. Hann sagði ennfremur að nokkr- um ríkjum yrði boðin aðild að bandalaginu á sérstökum fundi á næsta ári. ► LEVON Ter-Petrosyan, forseti Armeniu, lét hand- taka marga af andstæðing- um sínum á fimmtudag og skriðdrekar voru sendir á götur Jerevan til að kveða niður mótmæli stjórnarand- stæðinga. Fyrrverandi stj órnarformaður Byggðastofnunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar Ómerkilegt og illa unnið „MÉR finnst þetta ómerkilegt og illa unnið. Þetta virðist vera unnið í þeim eina tilgangi að sverta menn og þar á meðal mig,“ sagði Matthí- as Bjamason, fyrrverandi alþingis- maður, um skýrslu Ríkisendurskoð- unar um Byggðastofnun, en Matthí- as var stjómarformaður stofnunar- innar í átta ár en hætti á síðasta ári. Matthías sagði að opinberir aðilar íjölluðu ekki jafn ítarlega um reikn- inga nokkurrar stofnunar eins og Byggðastofnunar. Yfir stofnuninni væri þingkjörin stjórn sem undirrit- aði reikninga ásamt forstjóra, lög- giltum endurskoðendum og Ríkis- endurskoðun. Reikningamir væru þar að auki sendir forsætisráðherra og hann legði fram skýrslu á Al- þingi um Byggðastofnun þar sem hún væri rædd í þaula. „Skýrslunni fylgir upptalning á öllum lánum, lántakendur og lánsupphæðir og öllum styrkjum. Ég veit ekki til að það sé nokkur lánastofnun í þjóðfé- laginu sem birtir reikninga sína með sama hætti. Þetta hefur verið gert árlega, en nú er allt í einu gerð einhver úttekt. Ég spyr: Er Ríkisendurskoðun ekki að gera út- tekt á sjálfri sér? Þetta er auðvitað skrípaleikur, en hveijir standa fyrir honum verður að spyija aðra um en mig.“ Gagnlegt starf Um þá gagnrýni Ríkisendurskoð- unar að skort hafi á skýra stefnu- mörkun af hálfu Byggðastofnunar sagði Matthías: „Þegar hefur þurft að styrkja byggð, sem hefur verið í hættu, hefur Byggðastofnun farið í það verk eftir því sem aðstæður hafa leyft. Lánastofnanir vinna hins vegar ekki í neinni samvinnu við Byggðastofnun og stjóm hennar hefur oft rætt um að lánastofnanir þurfi að taka upp slíkt samstarf." Matthías sagði fráleit þau rök Ríkisendurskoðunar að ekki væri víst að styrkja ætti byggð á Vest- fjörðum vegna þess að meðaltekjur þar væru svo háar og atvinnuleysi lítið. Hann sagði að nokkrar áhafn- ir skipa á Vestfjörðum væm með mjög há laun og þær lyftu meðaltal- inu. Atvinnuleysistölur á Vestfjörð- um segðu heldur ekki alla söguna. Menn gætu þá alveg eins sagt að það mætti ekki styrkja atvinnulíf á Patreksfirði vegna þess að það gengi vel á ísafirði. Matthías sagðist vera sannfærð- ur um að Byggðastofnun hefði gert mikið gagn með starfi sínu. Það hefði hins vegar ekki allt tekist sem áformað hefði verið og sumum ákvörðunum stofnunarinnar hefði hann verið andvígur. Morgunblaðið/Árni Sæberg BLÓÐ rennur úr Pétri Helga- syni í Blóðbankanum í gær. Rýr innistæða í Blóðbankanum INNISTÆÐA landsmanna í Blóð- bankanum er heldur rýr um þessar mundir og því eru landsmenn hvatt- ir til að gefa blóð. Víða má nú sjá auglýsingar frá bankanum þar sem fram kemur að blóðgjafahópurinn þarfnist endurnýjunar. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að oftast séu til á lager um 400-600 einingar af svokölluðu rauðkornaþykkni en nú séu aðeins til um 250-300 ein- ingar. Ekki þurfi mikið að bera út af til þess að ástandið verði alvarlegt. Virkir blóðgjafar hér á landi eru á bilinu átta til tiu þúsund manns, eða um þijú til fjögur prósent þjóðarinnar og gefur hver einstakl- ingur 450 millilítra blóðs í senn. Sá skammtur jafngildir einni ein- ingu blóðs. Blóðið er síðan skilið í þijá bióðhluta; rauðkornaþykkni, blóðvökva og blóðflögur. Sveinn segir það mikið örygg- isatriði að eiga nóg af blóði. „Þegar við auglýsum með þessum hætti erum við að vekja athygli á þvi að það þarf ekki stórslys eða sérstakar uppákomur til þess að það lækki verulega í lager okkar af blóði. Við þurfum blóð á öllum sviðum heil- brigðisþjónustunnar og dagleg notkun er umtalsverð þó að ekki komi stórslys til. Við þurfum að meðaltali 50-70 blóðgjafa á hveij- um degi, bara til að standa undir grunnþörfinni," segir Sveinn. Sjónvarpið 30 ára á mánudag Sjónvarpað tvö kvöld í viku fyrst í stað ÞRJÁTÍU ár eru liðin á mánudag frá því að Sjónvarpið hóf út- sendingar. Pétur Guðfinnson sem hefur starfað sem fram- kvæmdasljóri Sjón- varps frá upphafi seg- ir margt hafa breyst frá stofnun þess árið 1966. „Sjónvarpað var fyrstu mánuðina tvö kvöld í viku, nokkra tima í senn og fyrst Pétur Guðfinnsson væri að hafa íþótta- rás eins og fþrótta- stjóri Sjónvarps telur æskilegt, en að mínu mati á fremur að eyða fjármunum í ís- lenskt efni,“ Vetrardagskrá Sjónvarpsins hefst næstkomandi þriðju- dag og segir Pétur að áhorfendur muni taka eftir breytingum á framsetningu dag- skrár, m.a. verður aðal-veðurfréttatími dagsins framvegis kl. 19.50 og kynning- arþulur sjónvarpsins um sinn náði dagskrá- in aðeins til Faxaflóa- svæðisins en aðeins um 8.000 sjónvarps- tæki voru til í Iandinu,“ segir Pétur. munu að öllum líkindum verða minna á skjánum en verið hefur. Alþjóðlega skeið- meistaramótið í Berlín Þýskur sig- ur í gæð- ingaskeiði Berlín. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR hafa staðið sig vel á alþjóðlega skeiðmeistaramótinu sem nú er haldið á Harðarbóli í útjaðri Berlínar í Þýskalandi. En þótt íslenskir keppendur röðuðu sér í 4 af 5 efstu sætunum í gæðinga- skeiði tókst ekki að meija íslenskan sigur í gæðingaskeiði á laugardags- morguninn. Litlu munaði á sigurvegaranum Ule Reber Þýskalandi, sem keppti á Vinu frá Brautartungu, og Jó- hanni R. Skúlasyni sem keppti á Redda frá Lykkegarden. Ule var með 9,14 en Jóhann 0,02 lægri. Næstir komu Angantýr Þórðar- son á Stóra-Jarpi frá Akureyri með 9,09, Hinrik Bragason á Viljari frá Möðruvöllum, 9,08 og kona hans, Hulda Gústafsdóttir í 5. sæti á Víði frá Brimnesi með 9,05. í næstu sjö sæti komu 5 íslendingar en alls tóku 22 þátt í gæðingaskeiðinu. Eftir forkeppni í gæðingakeppn- inni er Jóhann G. Jóhannesson efst- ur sem einungis er keppt í A-flokki. Er hann á þýskfæddu hryssunni Lokku frá Störgaf, en þau hlutu í einkunn 8,51. Næstir eru Reynir Aðalsteinsson á Hnekki frá Varma- læk með 8,48 og Daníel Deres frá Þýskalandi á Mætti frá Króki, 8,37. Átta af þeim tíu sem í úrslit fara eru Islendingar. Fyrsta kvöldið hófst dagskráin á ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra, þá var viðtal tekið við Bjarna Benediktsson, þáver- andi forsætisráðherra, síðan var sýnd mynd eftir Oswald Knudsen um byggðir íslendinga á Græn- landi fyrr á öldum. Að því loknu las Halldór Laxness kafla úr Paradísarheimt, þá söng Savanna tríóið nokkur lög, svo var sýndur breskur spennuþáttur, Dýrling- urinn, og að lokum var á dagskrá fréttaþátturinn, Úr liðinni viku. Pétur segir stefnu sjónvarpsins vera að efla innlenda dagskrár- gerð enn frekar. „Ákjósanlegt Afmælisdagskrá í tilefni afmælisins verður sýndur á mánudagskvöld þáttur í umsjón Ómars Ragnarssonar, þar sem hann stiklar á stóru í 30 ára sögu Sjónvarpsins í léttum dúr. Síðar í vetur verða á dagskrá fjórir þættir í umsjón Þorgeirs Gunnarssonar þar sem rifjaðir verða upp helstu efnisflokkar sjónvarpsins í gegnum tíðina, fréttir, íþróttir, leikrit og tónlist. Fyrsti þátturinn verður sýndur í nóvember og nefnist Fréttir í 30 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.