Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > Jarðgöngin untlir Breiðadals- og Bolnshciði fornilcga opnuð í fimmta sinn _ _ ±3**3?96 SföM uaJD — ÞAÐ hlaut að koma að því að hæstvirtur æðsti klippari fengi í skrúfuna, Mummi minn . . . SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þéreina! Diý Siemens þvottavél! Aðeins 53*900 fcr. stgr. **á»Mt*Z bvottavél! Við bjóðum á næstu vikum þessartvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. •Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600-1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. SMITH & NORLAND IMóatúni 4 • Sími 511 3000 UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snæfellsbær: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgið Akureyri: Ljósgjaf inn Húsavík: Öiyggi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Rcyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt Vík í Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Haf narf jörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Jiter®iiiiMít&i& - kjarni málsins! Níutíu ára afmæli símans á íslandi Hver byltingin á fætur annarri NÍUTÍU ár eru liðin um þessar mundir frá því almenningssími var tek- inn í notkun hérlendis. í ár er reyndar einnig 220 ára afmæli póstþjónustu á íslandi og 25 ára af- mæli póstgírósins. „Saga almennings- síma hefst 1906 þegar opnað var tal- og ritsíma- samband milli Reykjavík- ur og Seyðisfjarðar. Sama ár var svo opnaður særitsími frá Seyðisfírði til annarra landa, sem var fyrsta fjarskiptasam- bandið við útlönd," sagði Ólafur Tómasson í sím- tali við Morgunblaðið. Síminn hlýtur að hafa þótt bylting á sínum tíma. „Já, áreiðanlega gífurleg bylt- ing. Ég sá fyrir löngu ritsímaljóð svokallað, eftir Guðmund Guð- mundsson, ort 1906, þar sem segir: Nú tengir lífæð oss við allan heim. Þessi lífæð átti að mati skáldsins að vekja nýja menning öllum hjá , eins og seg- ir í ljóðinu.“ Og gekk það eftir? „Ju, þetta er náttúrulega lífæð allra landsmanna. Fjarskipti eru forsenda fyrir nánast öllu menn- ingarlífi og viðskiptalífí og skipta miklu máli í samskiptum manna. Þau snerta alla. Okkar hlutverk er að tengja saman bæði fyrir- tæki og einstaklinga hvar sem er í heiminum." Síminn var bylting 1906, en síðan hefur hver byitingin rekið aðra í sögu hans, ekki satt? „Jú, það er alltaf að koma eitt- hvað nýtt og breytingar að verða örari. í þessu sambandi mætti nefna að næsta erlenda samband- ið sem komst á var þráðlausa talsímasambandið til London og Kaupmannahafnar 1932, ein eða tvær rásir. Tveimur eða þremur árum síðar komst samskonar samband á við New York en svo leið og beið, alveg þar til 1962 að sæstrengurinn Scot Ice var tekinn í notkun og Ice Can árið eftir, og þá gátu menn farið að tala betur og auðveldar til út- landa en áður. í staðinn fyrir tvær eða þrjár rásir á radíói voru nú 24 talrásir í hvora átt. Þetta var ein af þessum stóru bylting- um sem varð á sambandi við út- lönd þó svo að þetta hafi verið handvirkt lengi framan af og svo hálfsjálfvirkt, sem við köllum - að hringja þurfti í miðstöð og panta símtöl til útlanda. Þannig var þetta alveg til 1980 en þá hefst nýtt þróunarskeið er jarð- stöðin Skyggnir, með sínu stóra loftneti, var tekin í notkun. Sam- tímis var opnuð sjálfvirk símstöð til útlanda, þá gátu menn í fyrsta skipti sjálfir hringt beint. Þá opnaðist líka möguleikinn á að sýna beint til lands- ins í sjónvarpinu. Þarna færðumst við inn í alheims- umhverfi.“ Það hljómar einkennilega nú að ekki skuli vera lengra síðan að menn gátu farið að hringja beint til útianda! „Já, ég er alltaf jafn hissa á þessu þegar ég hugsa til baka. Ég tók sjálfur þátt í að byggja þessa jarðstöð og beijast fyrir að hún yrði sett upp. Það er í raun ótrúlega stutt síðan þetta gerðist því nú taka menn það sem sjálfsagðan hlut að hringja ► ÓLAFUR Tómasson, póst- og símamálastjóri, fæddist á Akureyri 26. maí 1928. Eigin- kona hans er Stefania María Pétursdóttir frá Siglufirði. Þau eiga fjögur uppkomin börn og sex barnabörn. Ólafur varð verkfræðingur frá há- skólanum í Edinborg 1956 og réðst sama ár til Pósts og síma. Starfaði fyrst sem verkfræð- ingur, varð síðar yfirverkfræð- ingur sambandsdeildar og loks framkvæmdastjóri tæknideild- ar. 1986 varð hann svo póst- og símamálastjóri. Ólafur læt- ur af störfum um áramót. hvert á land sem er og hvert út í heim sem er. Þarna fórum við inn í nýtt umhverfi og 1984 var búið að tengja alla síma á land- inu við sjálfvirkt símkerfi. Þá hurfu gömlu sveitasímarnir al- gjörlega - þrjár stuttar og tvær langar (!) — og í dag eru allir símar landsmanna tengdir staf- rænu kerfi.“ Stafrænt, hvað er það? „Þá er allt komið á tölvutækt form og með þessum hætti náum við betri gæðum og meira öryggi samfara lægri rekstrarkostnaði. í því sambandi má nefna að við erum með lægstu símagjöld inn- anlands, sem þekkjast í OECD löndum og höfum náð mjög mikl- um árangri. Með stafræna kerfinu varð samruni milli fjarskipta og tölvu- tækni og nú eigum við auðveld- ara með að tengjast alþjóðlegum upplýsingakerfum. Við hófum svo þjónustu á farsímum 1986 með svokölluðu NMT kerfi og 1994 fórum við af stað með þjón- ustu á GSM símum og erum í dag með alls um 35 þúsund far- símanotendur. Svo má nefna að '94 tengdumst við nýja Can Tat 3 sæ-ljósleiðarastrengnum, sem breytti miklu fyrir okkur því þar er gífurleg og nánast ótakmörkuð flutningsgeta.“ Sérðu fram á fleiri „byltingar“ á næst- unni? „Það sem mikið er horft á núna eru far- símakerfi, sem alls staðar er hægt að nota; engu máli skiptir hvar fólk verður statt í heiminum. Á næstu árum á líka eftir að verða mikil breyting á svokölluðu interneti - er internet 2, sem svo hefur verið kallað, verður tekið í notkun. Það verður bylting sem fjarskiptanet. Þá tel ég að farsíminn eigi fljótlega eft- ir að verða persónusími. Hann á eftir að minnka enn og ég tel að innan fáeinna ára verði nánast allir komnir með einhvers konar farsíma í vasann." 1980 fyrst hægt að hringja beint tii útlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.