Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tryggvi Olafsson sýnir teikningar í Gallerí Fold Hlýtur að vera hroðalegt að vera rótlaus TRYGGVI Ólafsson myndlistarmað- ur man tímana tvenna í listinni en á sýningu sem stendur yfír þessa dag- ana í Gallerí Fold við Rauðarárstíg leiðir hann teikningar sínar í fyrsta sinn til öndvegis. Tryggvi hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn í hálfan fjórða áratug en þegar á hann er hlýtt er engu líkara en hann hafi aldrei yfírgefið æsku- stöðvamar — íslenskan er gjörsamlega lýtalaus. Þegar listamaðurinn efndi síðast til sýningar hér á landi, í Lista- safni ASÍ íyrir tveimur árum, sýndi hann eingöngu málverk. Kveikjan að sýningunni nú var hins vegar teikning- ar sem hann gerði fyrir nýja útgáfu Máls og menningar á Bósasögu sem væntanleg er í verslanir. „Dr. Sverrir Tómasson, sem graf- ist hefur fyrir um uppruna sögunnar og annast útgáfuna, vildi endilega fá mig til að myndskreyta bókina og ég sló til. Þegar ég hafði lokið við teikningarnar fékk ég síðan löng- un til að fylgja þeim eftir og efna til sýningar á Islandi í tengslum við útgáfu bókarinnar. Ég kláraði því jafnframt nokkrar myndir sem ég var byrjaður á en ég hef aldrei áður haldið sýningu þar sem teikningar eru í miklum meirihluta," segir Tryggvi en á sýningunni í Gallerí Fold, sem lýkur á sjötta degi október- mánaðar, getur jafnframt að líta fáeinar akrýlmyndir. Þótt Tryggvi geri teikningunni hátt undir höfði að þessu sinni fer því fjarri að hann hafí sagt skilið við helstu ástríðu sína — málverkið. „Ég teikna venjulega á morgnana en mála í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Þótt þessi tilhögun stafi eflaust að hluta til af vana fer ég ekki ofan af því að það sé betra að mála við aflíðandi birtu.“ Skrifar barnabækur Bókmenntir eru annar vettvangur sem hefur í seinni tíð togað af sí- fellt meiri krafti í Tryggva. Hefur hann um nokkurt skeið myndskreytt bækur fyrir forlag í Kaupmannahöfn er Brondums heitir, ekki síst barnabækur, og nýverið steig hann skrefið til fulls — skrifaði barnabók sem hann myndskreytti vitaskuld sjálfur. Um þessar mundir er önnur barnabók í farvatninu, auk þess sem verið er að vinna bók um listamann- inn sjálfan á vegum Brondums. Þá hefur Tryggvi nýlokið við að mynd- skreyta bók með ljóðum sem sr. Rögnvaldur heitinn Finnbogason lét eftir sig. Nefnist hún Að heilsa og kveðja og kemur væntanlega út í haust. Tryggvi segir áhugann á barna- myndum og -bókum öðrum þræði stafa af því að hann sé orðinn afi. „Maður hefur einhvern veginn engan tíma til að hugleiða hluti af þessu tagi þegar maður er ungur. En þeg- ar frá líður — áður en maður verður elliær — áttar maður sig á því hvað þetta er skemmtilegt. Þá eru börn einhverjir hörðustu gagnrýnendur sem hægt er að hugsa sér enda eru þau algjörlega fordómalaus; að þeirra mati eru hlutirnir annaðhvort góðir eða vondir. Ef maður hittir í mark gleður maður því alla.“ Mörgum gæti þótt ærið nóg fyrir myndlistarmann að mála, teikna, myndskreyta og skrifa bækur. Þess- ar athafnir svala hins vegar ekki list- sköpunarþörf Tryggva Ólafssonar. Hann býr því jafnframt til fáeinar grafíkmyndir á ári í prentsmiðju kunningja síns á Fjóni, auk þess sem hann hannar eina og eina auglýs- ingaveggmynd. „Það er mjög skemmtilegt að geta breytt út af vananum — koma víðar við — auk þess sem myndskreytingarnar hafa verið prýðileg aukabúgrein. Ég gæti mín á hinn bóginn á því að gera ekki of mikið að þessu. Ég er fyrst og fremst listmálari.“ Á ofansögðu má sjá að Tryggvi LISTIR Morgunblaðið/Golli ÞÓTT Tryggvi Ólafsson geri teikningunni hátt undir höfði að þessu sinni fer því fjarri að hann hafi sagt skilið við helstu ástríðu sína — málverkið. hefur mörg járn í eldinum. En getur hann endalaust tekist fleiri áskoranir á hendur án þess að það komi niður á málverkinu? „I seinni tíð hef ég meiri tíma í þeim skilningi að vinnan hjá mér er orðin jafnari og fyrir vik- ið drýgri. Mér líður best þegar ég hef nóg að gera og fæ að vinna í friði. Síðan kveikja þessi verkefni hvert í öðru enda er þetta, þegar öllu er á botninn hvolft, sami heimur- inn.“ Anægður í „stofufangelsi" Að sögn Tryggva gengur vinnan best fyrir sig þegar hann er í „stofu- fangelsi" á vinnustofu sinni. Hann afþakki því jafnan þegar honum bjóð- ist starfsdvöl erlendis, svo sem í Róm og Suður-Frakklandi, þar sem næðið sé einfaldiega ekki eins mikið þar og heimafyrir. „Ég þreytist hins veg- ar seint á því að heimsækja þessa staði, hef bara tamið mér annan máta: Staldra stutt við en skoða eins mikið og ég kemst yfir. Síðan sýð ég upp úr því þegar heim er komið.“ Listamaðurinn hefur á liðnum ára- tugum reynt eftir föngum að fylgjast með menningarlífinu hér nyrðra. „Það er kannski of mikið sagt að ég fylgist vel með menningarlífinu í heild, mikið af þessu unga myndlist- arfólki þekki ég til dæmis lítið sem ekkert. Ég kem reglulega til íslands og reyni þá að hafa augun opin, auk þess sem fólk sem sækir mig heim í Kaupmannahöfn færir mér vita- skuld fréttir. Og þó það sé heldur tilviljanakennt hvað fyrir augu mín ber er það engum vafa undirorpið að gróska í íslenskri myndlist er feikilega mikii.“ Þótt Tryggvi Ólafsson hafi eytt bróðurparti ævinnar Ijarri Islands- ströndum hefur hann aldrei slitið tengsl sín við ísland. Til þess segir hann ræturnar of sterkar. „Þegar ég fór Kjalveg í fyrsta sinn á dögun- um rifjaðist það upp fyrir mér hvað moldarbörðin og daufgræni liturinn í náttúrunni koma við hjartað á manni. Þótt maður hafi búið svona lengi erlendis hefur tilfinningin fyrir íslenskri náttúru ekkert dvínað. Síð- an er alltaf gaman að hitta gamla kunningja hér á íslandi, sem vekur mann til umhugsunar um hvað það hlýtur að vera hroðalegt að vera rót- laus í tilverunni." Morgunblaðið/Þorkell „KONUR eru í eðli sínu fínlegri og blíðari sem hlýtur að endur- speglast í hljómsveitarstjórn þeirra eins og öðru sem þær taka sér fyrir hendur,“ segir ítalski hljómsveitarstjórinn Sylvia Massarelli. Dönsk kvikmyndavika Nú standa yfir danskir kvikmyndadagar í Háskólabíói og eru sýningartímar myndanna sem hér segir til 3. október: Kun En Pige Karen Blixen sun. 8.00 6.00 mán. þrið. mið. fim. Bodyswitch 11.00 9.00 11.00 9.00 9.00 Cirkus Ildebrand 7.00 7.00 5.10 7.00 Operation Cobra 5.10 9.00 7.00 11.00 Norræna melódían FYRSTU tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í vetur verða innan ramma Norrænna músík- daga sem haldnir eru í Reykjavík þessa dagana. Á efnisskránni verða verk eftir fimm norræn samtimatónskáld; Dagfinn Koch frá Noregi, Reine Jönsson frá Svíþjóð og landa hans Göran Gamstorp, Einojuhani Rautava- ara frá Finnlandi og Pál P. Páls- son. Einsöngvari verður Rann- veig Fríða Bragadóttir, mezzó- sópran, en hljómsveitarstjórn- andi verður ung ítölsk kona, Syl- via Massarelli. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna, bæði sem píanóleikari og hljómsveitar- stjóri, meðal annars 1. verðlaun í keppni ungra hljómsveitar- stjóra í Besan<;on í Frakklandi þar sem Osmo Vanska bar eitt sinn sigur úr býtum einnig. Þið hafið það svo gott I samtali við Morgunblaðið sagðist Sylvia aldrei hafa stjórn- að tónleikum með verkum eftir norræn samtímaskáld áður. „Eina norræna tónskáldið sem ég hef unnið með áður er Sibel- ius. Ég hef aðallega verið að fást við samtímatónskáld frá Ítalíu, Frakklandi og Rússlandi en þetta er virkilega spennandi verkefni." Er einhver grundvallarmunur á suður-evrópskri og norrænni samtímatónlist? „Ég er ekki frá því að norræn tónskáld semji melódískari verk, af þeim sem við spilum núnaá þetta sérstaklega við um Rautavaara, Pál og Koch. Evr- ópsk tónskáld eru að semja mun tyrfnari verk, verk sem eru ekki jafn auðveld fyrir eyrað, verk sem oft eru kennd við nútímann; stundum er eins og menn séu að leita að tónum handan tónlistar- innar, ef svo má segja. Hér fyrir norðan eru menn á hefðbundnari slóðum." Af hveiju heldur þú að þessi munur stafi? „Þið eruð í nánari tengslum við náttúruna hér fyrir norðan. Auk þess hafið þið það svo gott. Vegna þessa verður tónlistin miklu natúralískari og kannski áheyrilegri, hefðbundnari. Sunn- ar í Evrópu þurfa menn alltaf að vera að leita nýrra leiða til þess að tjá kaosið sem þeir búa í.“ Konur eiga ekki erfiðara uppdráttar Eins og áður sagði vann Sylvia til fyrstu verðlauna í keppni ungra hljómsveitarstjóra í Bes- angon í Frakklandi en hún er fyrst kvenna tilþess að vinna þessi verðlaun. I Ijósi þess að hátiðin var orðin 43 ára mætti halda að konur ættu erfitt upp- dráttar í þessum geira. „Nei, svo er alls ekki,“ segir Sylvia. „Það getur verið erfitt að fá fyrsta verkefnið en ef það gengur vel þá er framtíðin björt. Og þetta á við um bæði karla og konur.“ En hvers vegna hafði kona ekki unnið til þessara verðlauna fyrr? „Það voru ekki svo margar konur sem fóru út í hljómsveitar- stjórn hér áður fyrr. Konur hafa alltaf leitað meira I einleik og tónsmíðar en hljómsveitarstjórn, þær virðast síður vilja vinna í stórum hópum. Ég veit ekki af hveiju. Og ég veit heldur ekki af hveiju konur hafa alltaf verið fjölmargar í kórsljórn en ekki í hljómsveitars1jórn.“ Sljórnar kona öðruvísi en karl? „ Já, það held ég að sé engin spurning. Konur eru í eðli sínu fínlegri og blíðari sem hlýtur að endurspeglast í hljómsveitar- stjórn þeirra eins og öðru sem þær taka sér fyrir hendur." Tónleikarnir verða í íslensku óperunni og hefjast kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.