Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 18
Í8 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Þjóðernisvitund íslendinga N áttúran vegur þyngst wwmmsaemwi. ■ s-í■v* ■ Morgunblaðið/RAX ÍSLENDINGAR eru ákaflega stoltir af landi sínu. Telja menn jafnvel að náttúran vegi hvað þyngst í þjóðerniskennd nútíma íslendinga. Guðmundur Hálfdanarson dósent í sagnfræði við Há- vitund eða drepi niður áhuga á tungumálinu. Guð- skóla íslands sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastlið- mundur telur að það myndi styrkja íslenskuna sem inn sunnudag að hann telji að náttúran sé eitt mikil- tákn íslensks þjóðernis ef dregið væri úr hreintungu- vægasta tákn í þjóðernisvitund nútíma íslendinga. stefnu. Hann velti ennfremur fyrir sér afleiðingum Viðmælendur sem Morgunblaðið leitaði til eru sam- þess að áhersla í sögukennslu hefur breyst á undanförn- mála þeirri kenningu Guðmundar, en þeir eru hins um áratugum og var með hugleiðingar í þá átt hvort vegar ekki sammála því hvort hreintungustefnan og samkennd í heiminum væri að breytast og verða hvort sífelldar leiðbeiningar um rétt málfar auki á þjóðernis- tveggja í senn, alþjóðlegri og svæðisbundnari en áður. Ingibjörg Einarsdóttir Land, þjóð og tunga eiga ríkan þátt í okkur INGIBJÖRG Einarsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara, kveðst ekki vera sammála því að alltaf sé verið að skamma þjóðina fyrir að tala rangt mál. „Við heyrum í fleira fólki en áður og kannski þeim hópi sem lét ekki til sín taka. Að því leyti er hugsan- lega meira talað um að þessi og hinn tali vitlaust mál. Hreintungu- menn eru heldur ekki allsráðandi en eflaust er hægt að stuða fólk með of mikilli hrein- tungustefnu. Ég er samt ekki viss um að það hafi endilega þau áhrif að gera fólk afhuga þjóðerniskennd." Hún segir að vissulega verði menn að vera á varðbergi en hennar tilfinn- ing sé sú, að kennarar leggi ríka áherslu á að Islendingar eigi sína sérstöku tungu og beri að viðhalda henni. „Ég held að land, þjóð og tunga, eins og Snorri Hjartarson orti, eigi afskaplega ríkan þátt í okk- ur ennþá og að svo verði áfram. En eins og Guðmundur bendir á í grein- inni nálgumst við og sjáum náttúruna öðruvísi en við gerðum. Við höfum önnur tæki og tækifæri til þess. Ég tel samt að land og tunga séu mjög samtengd og að við getum ekki neit- að uppruna okkar.“ Hún segist glöggt hafa séð tengsl náttúru og manns þegar hún sótti bókmenntanámskeið í Færeyjum í sumar ásamt Dönum. „Náttúran á mjög ríkan þátt í skapferli og mann- Ingibjörg Einarsdóttir gerð Færeyinga og mér fannst við ákaflega líkir þeim. Ég tel að svipuð náttúra, umhverfi og veðrátta hafí mótað þessar tvær þjóðir svo líkar. Eins er meiri kraftur í íslendingum og Færeyingum, en okkur vantar ýmsa þá þætti sem Danir búa yfir eins og miklu meiri mýkt. Við höfðum greinilega ekki sama hugmyndaflug að fara eins djúpt ofan í málin og rökræða og Danir. Þeir voru mun tilbúnari að skipta sér af mannlegu þáttunum.“ Hún segist ekki þekkja til sögu- kennslu, sem hafí þó örugglega breyst í gegnum tíðina en bendir á að lestur og frásagnir úr fombókmenntum hafí aukist mikið á undanfömum árum. „Við erum farin að segja Grettis sögu og Laxdælu alveg niður í 6 ára bekki. Kannski erum við farin að taka öðra- vísi á málum og þar með þjóðemis- kenndinni," sagði hún. Gunnar Karlsson Þjóðin er í klípu með þjóðernis- kenndina GUNNAR Karlsson prófessor hefur á undanfömum árum samið sögubækur fyrir grunn- og framhaldskólann. Hann segist óhjá- kvæmilega hafa haft þjóðemisvit- und í huga við samningu bók- anna. „Ég stefndi að sáttum á milli þessarar hefðar sem við búum við og þeirrar gagn- rýni á hefðina sem við höfum fengið á síðustu árum. Ég reyndi að láta hvergi koma fram neitt þjóðemislegt yfirlæti, ekki andúð á útlendingum af neinu tagi og engan hroka af því að vera íslendingur, þ.e. að innprenta ekki hugmyndina um að það væri Gunnar Karlsson neitt sérstaklega merkilegt," sagði hann. í bókinni fyrir grannskólann er mikið efni um Jón Sigurðsson og seg- ist Gunnar hafa gert hann að einni af meginpersónum sögunnar. „Einnig hef ég kafla um Bríeti Bjarnhéðins- dóttur og kvenréttindabaráttuna en það er auðvitað saga af innbyrðis átökum meðal Islendinga. I gömlu sögubókunum er lengst af mjög lítið gert úr átökum meðal þeirra." Hann segir þjóðina vera í vissri klípu með þjóðemisvitundina. Hún einkennist nokkuð af því að við sitjum uppi með þjóðemislega sögu, sem er hluti af menningararfi okkar og við viljum ekki hafna. Á hinn bóginn sé þessi þjóðemishyggja partur af horfn- um tíma. „Þetta er fortíðarmynd sem við trúum ekki alls kostar. Ég hef stundum sagt að við íslendingar gengjum með svolítið klofna sögulega sjálfsmynd. Þetta á við um fleiri þjóð- ir nú um stundir. Það væri gott að ná einhverri sátt um þessa hluti, en það gerist ekki öðravísi en að við lærum að ræða hreinskilnislega um, að hvaða leyti við erum sammála og að hvaða leyti ósammála." Hann segist aldrei hafa hugsað út í að náttúran hafi að vissu leyti leyst söguna af hólmi eins og Guðmundur Hálfdanarson heldur fram. „En þetta er rétt og skarplega athugað,“ sagði hann. Þá segist hann sjá hættuna við að dregið geti úr þjóðemiskennd með stöðugum aðfinnslum um kunnáttu- leysi í íslensku. „Ég held að þama megi menn vara sig. Kannski er þetta ekki endilega spuming um hreintungu- stefnu heldur spuming um þá miklu áherslu á að tala málið rétt og að beygja það eftir viðurkenndum reglum. Það er viss hætta í því að gera þenn- an leik of vandasaman og kannski ástæðulaust, því íslenska heldur áfram að vera íslenska þó að til dæmis beyg- ingar taki einhveijum breytingum." Hann segist ekki telja að þjóðern- isvitund nemenda við Háskóla íslands hafi breyst frá því sem var fyrir 20 áram og spurður hvort hann búi yfir mikilli þjóðemiskennd sagðist hann eiga erfitt með að meta það. „Mér mundi þó finnast skaði ef íslensk þjóð- menning glataðist,“ sagði hann. Bergsteinn Jónsson Menn geta jafnvelfor- herst við skammir Á ÞEIM tíma sem Bergsteinn Jóns- son prófessor kenndi sögu var notast við gömlu bækurnar, þar sem meðal annars var alið á Danahatri og frelsisbarátta ís- lendinga skipaði stóran sess. Hann segir þessar bæk- ur hafa verið óþarflega lífseig- ar. „Það er ekki hægt að nota sömu bækur í margra manns- aldra, en þær gerðu sitt gagn á sínum tíma.“ Hann segir að eftir að hætt var að ala á Danahatri hafi Kaninn dug- að þjóðinni sæmilega til að viðhalda þjóðerniskenndinni. „Að vísu var mönnum nánast alveg sama í stríðinu því þá skapaðist mikil atvinna. Eftir stríð fóru menn að velta fyrir sér hvort við ættum að hafa hervernd og ganga í NATO og má segja að það hafi tekið við af Danahatrinu. Nú er þetta gengið yfir að því er virðist og þá höfum við engan sem við getum verið á móti. Við erum orðin þannig sett að hver maður getur komist í siglingu um allan heim og þannig séð að minnsta kosti ytra borð á hlutum í öðram lönd- um. Og ekki bara einu sinni á ævinni heldur mörgum sinnum. Margir bjarga sér við lestur á einum eða tveimur tungumálum. Allt hefur þetta sitt að segja og síðan kemur til sjón- varp, kvikmyndir og slíkt." Hann telur ekki endilega að ís- lenskan missi sín sem tákn um þjóð- erni þó að sett sé ofan í við landann. „Menn geta jafnvel forherst. Mér var sagt að í Keflavík væri hlegið að þeim manni sem segði ambögu á ensku, en menn brygðust hinir verstu við ef þeir voru sagðir með þágufalls- sýki. Sá sem þetta sagði tiltók Kefla- vík en ég skal ekkert segja til um hvort þetta er víðar.“ Hann bendir á að ungu fólki virðist leiðast allt tal um málvöndun og að því leyti megi kannski segja að það búi yfir minni þjóðernisvitund en áður þekktist. „Það slettir án þess að hafa það inn- an gæsalappa, ef svo má segja.“ Hann telur ennfremur ekki ólík- legt að umhverfisverndarmenn megi sín meira og hafi betri hljómgrunn en málvöndunarmenn. Sigurður Hjartarson Ekki hissa þótt þjóð- ernisremb- an minnki SIGURÐUR Hjartarson, sögukenn- ari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir að í MH sé aftur farið að styðj- ast við gamlar sögubækur, því þær nýju séu ekki nógu góðar. „Við höfum verið með margar bækur og gefist upp á þeim öllum. Nú er kennd bók eftir Ólaf R. Einarsson sem er örstutt beinagrind en gef- ur okkur um leið ákveðið frelsi." Hann segir að íslendingar hafi þurft á Danahatri að halda á sínum tíma. Það hafi verið mjög góð aðferð til að skapa einhvers konar útbelging á sjálfum sér að viðhalda andúðinni í þeirra garð. „Sjálfsagt er rétt að eftir því sem tíminn líður skiptir þessi danska fortíð minna máli og ekki þarf að innprenta börnum þessa and- úð. Mín kynslóð hefur fengið góðan skammt en ég held að menn séu farn- ir að skoða söguna öðravísi. Ég er ekkert hissa þó að þjóðernisremban minnki eitthvað við það,“ sagði hann. Hann segir annað verra við að missa hana og það er að væntanlega verði erfiðara að heilaþvo fólkið. „Meðan við höfðum kennslu í þjóð- ernisrembingi var hægt að móta ein- hvers konar samstöðu, sem nú hefur breyst meðal annars með tilkomu sjónvarps og fjölmiðla. Nú veit fólk ekkert hvar það stendur. Sjálfur segist hann vera mjög pólit- ískur og sennilega mikill þjóðemis- sinni. Honum finnist ýmis menningar- verðmæti fara mjög halloka og matar- æðið sé eitt af því. „Mér finnst stjóm- völd í gegnum tíðina ekki standa sig nógu vel og yfirleitt endar það í þjóð- rembu úti um heiminn eins og sést kannski í fiskveiðimálunum núna.“ Um þá kenningu Guðmundar að náttúran sé orðin mikilvægasta tákn- ið í þjóðemsivitund íslendinga fremur en sagan og jafnvel tungan, sagði hann: „Þetta era nokkuð góðar góðar athugasemdir. Með aukinni komu útlendinga kemur meiri athygli á landið og sömuleiðis er annar hver maður orðinn enskumælandi innan við fermingu. Þetta er auðvitað breytt þjóðfélag. Svo geta menn deilt um það hvort það er jákvætt eða neikvætt." Hann kveðst vera sammála því að menn muni hugsanlega tengja sig ákveðnum svæðum eða minnihluta- hópum um leið og þeir segist vera Evrópubúar. „Ég held að hvaða maður sem kominn er á einhvem aldur geri sér grein fyrir þessari ömurlegu smæð íslendinga í heildinni. Eg hef búið mörg ár í útlöndum og auðvitað þekk- ir enginn ísland en þegar fólk fræðist um það finnst mörgum það merkilegt. Þá vaknar þjóðemiskenndin.“ Sigurður Hjartarson I I > I > i \ i \ I I I í \ i í i h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.