Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SKUGGAHLÍÐARMELAR bera ekki lengur nafn með rentu. Gróskumikið gras þekur landið sem áður var stórgrýttur melur. Stórgrýtis- melur varð að sælureit Jón E. Hallgrímsson, bóndi að Mælivöllum á Jökuldal, hefur staðið að merkilegu uppgræðslustarfi á jörð sinni undanfarin tuttugu og fjögur ár. Signrður Aðalsteins- son heimsótti Jón og kynnti sér hvemig gengið hefur að græða upp óræktarmela í 150 metra hæð yfir sjó. JÓN hefur allt sitt líf verið áhugamaður um uppgræðslu lands. Fyrstu svæðin sem hann græddi upp voru umhverfis fjárhúsin á Hrafnabjörgum í Hlíð, þar sem hann er fæddur og uppal- inn. Jón var ekki nema átján ára þegar hann byijaði að draga skít á sleðagrind á sjálfum sér í mó við fjárhúsin árið 1948. Moðið úr fjár- húsgörðunum tók hann með sér úr húsunum á kvöldin þegar hann fór heim og dreifði á mela sem nú um langt skeið hafa verið algróin tún. Jón segist nú vera farinn að sjá árangur erfiðis síns. Strengdi uppgræðsluheit Jón flutti ásamt konu sinni, Rannveigu Sigurðardóttur frá Teigaseli, í Mælivelli frá Hrafna- björgum árið 1971. Mælivellir eru í 150 metra hæð yfir sjó. Strax eftir að Jón og Rannveig fluttu í Mælivelli hófu þau uppgræðslu mela er náðu frá Mælishól heim undir fjárhús, alls um 30 hektarar. Síðan hafa bætst við um 10 hektar- ar í Skuggahlíð innan við Hneflu, sem er á er rennur gegnum Mæli- vallaland. Eins hafa verið græddir upp stórgrýtismelar í Halsendan- um milli Mælivalla og Skuggahlíð- ar, sem er eyðibýli þar sem nú eru beitarhús og lagt var undir Mæli- velli um það bil er Jón hóf þar búskap. Alls eru þetta um 40 til 50 hektarar. „Þessir melar voru ömurlegir að sjá hér í neðra landinu þar sem í öllu falli ætti að vera mesti gróður- inn í landareigninni. Ég strengdi þess heit þegar ég fluttist hingað að rækta upp þessa mela frá Mælishól heim að fjárhúsum, ásamt Skuggahlíðarlandinu neðan vegar utan frá Hneflu inn að Skuggahlíð," sagði Jón. Helmingurinn af þessum nær 50 hekturum er nú, tuttugu og fjórum árum eftir að Jón hóf upp- græðsluna, orðinn nytjaland. Jón segir að það gefi sér mikið að sjá árangur erfiðis síns og landið sem hann strengdi heit að græða upp hefur nú breytt um svip, komin gróðurslikja á það mestallt. Þar af eru fimm hektarar orðnir gott beitiland fyrir kindurnar haust og vor en Jón friðar það yfir sumarið. „Draumurinn sem ég ól með mér þegar ég kom hingað, að gera þessa mela að nytjalandi, hefur því ræst og er ég ánægður með það,“ segir Jón. JÓN E. Hallgrímsson við eina lerkiplöntuna í Sælureitnum. Þessi planta er tveggja ára gömul og virðist þrífast vel í skjóli steinsins. Nýtir úrgang úr fjárhúsum Jón hóf uppgræðsluna með því að bera kindaskít ásamt moði og úrgangsheyi á melana 1972. Seg- ist Jón nota að jafnaði helminginn af skítnum undan fénu ár hvert til uppgræðslunnar ásamt öllu moði og úrgangsheyi er til falli. Hann hendir aldrei moði eða úr- gangsheyi annars staðar en á mel- ana. Það var á árunum fyrir 1980 að Jón fór að nota tilbúinn áburð á melana með skítnum og heyinu. Hann keypti gallaðan áburð sem skemmst hafði í flutningum, blaut- an og kögglaðan, allt að 5 tonn á ári. Þennan áburð fékk Jón á hálf- virði en ekki fékkst hann öll ár. Jón bar aðallega á með höndunum og segir þetta hafa verið mikla vinnu. Það var síðan árið 1987 að Jón og Rannveig girtu af 7 hektara reit sem tengdadætur þeirra kalla Sælureitinn. Þegar reiturinn var girtur var vart stingandi strá í honum. Þetta var mestmegnis stór- grýtis melur með einu eða tveim rofabörðum. Byijað var að stinga niður rofabörðin og setja skít og heyrusl í þau og settur var skítur í rendur eftir reitnum. Byijað var að planta lúpínu í þetta land 1988 og sáð meiri lúp- ínu 1989. Síðan hefur lúpínan ver- ið látin að mestu sjálfráð og er nú farin að sá sér út fyrir girðinguna. Segir Jón fróðlegt að sjá hvort MORGUNBLAÐIÐ JÓN í gömlu réttinni við Mælishól. Stefán, sonur Jóns, heldur uppgræðslu- starfinu áfram utan við Mælishólinn. sauðkindin lætur hana í friði. Jón segir lúpínuna vera dásamlega jurt til uppgræðslu og hún sé upplögð til að græða upp mela á Jökuldal. Um 1990 var fyrstu lerkitrján- um plantað í Sælureitinn og þau hæstu eru orðin 75 sentímetra há. Árið 1994 var síðan plantað 2.400 lerkitijám í reitinn í átaki með Jökuldalshreppi en krakkar í ungl- ingavinnu unnu það verk. Þessar plöntur eru nú tuttugu til þrjátíu sentímetra háar. Við þessa plöntun komu steinarnir í melnum sér vel en reynt var að setja plönturnar í skjóli við þá, og virðist það hafa lánast vel því lítil afföll eru enn sem komið er af lerkinu. Jón og Rannveig hafa einnig plantað ösp, birki og víði í reitinn. Elsta plantan í reitnum er ösp sem plantað var 1989 og er orðin rúm- lega mannhæðar há. Alls konar villigróður hefur fest rætur í Sælu- reitnum, svo sem krækilyng, blá- beijalyng, loðvíðir, grávíðir, fjalla- grös, hreindýramosi og fjalldrapi ásamt alls konar grasi. Ættgengur áhugi Landgræðsluáhugi Jóns virðist vera arfgengur því tveir synir hans eru líka liðtækir við uppgræðsluna. Stefán sonur Jóns býr í Hnefilsdal ásamt Halldóru Eyþórsdóttur. Hnefilsdalur er næsta jörð við Mælivelli og eru Mælivellir upphaf- lega úr landi Hnefilsdals. Stefán hefur tekið 20 til 30 hektara af melum til uppgræðslu utan við Mælishólinn og beitir sömu aðferð- um og faðir hans við uppgræðsl- una. Sigurður sonur Jóns býr ásamt foreldrum sínum á Mælivöll- um, með konu sinni, Eygló Orm- arsdóttur. Sigurður hefur verið áhugasamur um uppgræðsluna á Mælivöllum og í Skuggahlíð. Jón segir að það sem hamli helst uppgræðslunni nú sé stífni Vega- gerðarinnar að setja upp pípuhlið við Húsá utan við lönd Mælivalla og Hnefilsdals. Það mundi spara mikinn girðingakostnað og loka „smugu“ er nær inn í landgræðslu- svæði þeirra feðga. Ef Jón girðir meðfram veginum verður hann skaðabótaskyldur gagnvart því tjóni sem búfé veldur á milli girð- inganna. Því þá á búfé enn aðgang eftir veginum þar sem ekkert er hliðið fyrir þvergirðingshátt Vega- gerðarinnar. Jón trúir því ekki að Vegagerðin sé á móti landgræðslu. Breyttir búskaparhættir Jón segist til með að hætta sauðfjárbúskapnum og láta hann í hendur sona sinna og snúa sér alfarið að uppgræðslustörfunum, ef honum verði gert það kleift fjár- hagslega. Hann segir uppgræðsl- una og sauðfjárbúskapinn fara ágætlega saman, hægt sé að skipta beitinni niður á hólf og friða til skiptis. Jón telur hins vegar að þetta gróðurleysi þarna á melunum sé að einhveiju leyti búsetunni að kenna, en hafa beri í huga að bú- skaparhættir hafi verið að breytast undanfarna áratugi. Nú er fé ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.