Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nafnið Ofna- smiðjan er orðið vel þekkt og rót- gróið naf n, en við gerum okkur samt sem áður grein fyrir því að ef til villerum við ekki nógu vel kynnt meðal almennings MARGRÉT Dagmar (t.v.) Sveinbjörn og Helga Theodórsdóttir fjármálastjóri. Morgunblaðið/Þorkell OFNASMWJAN HF. MINNSTÍOFNUM VTOSKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Ofnasmiðjan hf. er sextug á þessu ári. Þar fer fyr- ir framkvæmdastjórinn Sveinbjörn E. Björnsson og hægri hönd hans, aðstoðarframkvæmdastjórinn Mar- grét Dagmar Ericsdóttir. Sveinbjörn er fæddur í Reykjavík 24. nóvember 1951 og eftir skólagöngu hér- lendis tók hann gráðu í véltæknifræði og rekstrarhag- fræði í Noregi. Hann er giftur Aase Gunn Björnsson og eiga þau þrjár dætur, Ellen Maríu, Júlíu Guðrúnu og Steinunni Birnu. Fjórða dóttir Sveinbjarnar er Erla Björk. Margrét Dagmar er fædd í Reykjavík 1962 og á auk þess ættir að rekja til Grenivíkur og Skotlands. Margrét er með BS-próf í markaðsfræðum og MA í viðskiptastjórnsýslu frá bandarískum háskóla. eftir Guðmund Guðjónsson OFNASMIÐJAN var stofn- sett í kreppunni 1936. Þá var uppi athafnamað- urinn Sveinbjöm Jóns- son sem var á tímamótum í lífi sínu. í bók um Sveinbjörn og Ofnasmiðj- una, sem kemur út bráðlega í til- efni 60 ára afmælis fyrirtækisins, er atburðarásinni lýst með þessum hætti: „Sveinbjörn Jónsson stóð á tíma- mótum í ársbyrjun 1936. Ytri að- stæður ollu því að hann gat ekki haldið áfram á þeirri braut sem hann hafði markað sér við heim- komuna árið 1919. Kreppan á Norðurlandi larnaði allar fram- kvæmdir og fjárskortur ógnaði iífs- afkomu fjölskyldu hans á Akur- eyri. Sveinbjörn vantaði ekki hug- myndir, atorku eða lífskraft. Hann vantaði fjármagn til að hrinda hug- myndunum í framkvæmd. Svig- rúmið á Akureyri var einfaldlega of lítið fyrir framkvæmdamanninn. Hann hafði ekki hugsað sér að láta framleiðslu á amboðum, takmark- aða verslun með byggingarvörur eða almenna launavinnu verða sitt lífsstarf. Hinn 15. janúar 1936 skrifar Sveinbjöm bréf til Valde- mars Björnssonar í Njarðvíkum um leið og hann sendir skerm á „dráttarkarlinn" og segir þá „kannski kem ég suður upp úr mánaðamótum, því hér er ekkert að gera.“ Sveinbjörn var með ýmsar hug- myndir í kollinum er hann leitaði út fyrir landsteina til að kynna sér m.a. mó- og þangvinnslu, ofnasmíði og raftækjasmíði. Hann fór m.a. til Noregs og þar frétti hann af nýlegri uppfinningu á miðstöðva- rofnum. Leist honum svo vel á, að hann samdi um einkaleyfi hjá Jac. Hellen Klöfta við Ósló til að fram- leiða svokallaða helluofna, en þá voru fyrir verksmiðjur í Noregi, Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi. í fyrrgreindri bók, sem rituð er af Magnúsi Guðmundssyni, Frið- geir Olgeirssyni og Halldóri Reynis- syni, stendur einnig þetta: „Eftir að heim var komið vann Sveinbjörn hratt að undirbúningi fyrirtækis sem framleitt gæti ofna. Hinn 6. maí 1936 boðaði hann nokkra fé- laga sína til fundar á Hótel Borg til að stofna hlutafélag um fram- leiðslu miðstöðvarofna o.fl. Fyrir- tækið var nefnt Hf. Ofnasmiðjan. I fyrstu gerðust sjö menn hluthafar og lagði hver þeirra fram kr 5.000. Þeir sem undirrituðu stofnfundar- gerð voru: Sveinbjörn Jónsson, Jón Loftsson, heildsali í Reykjavík, Guðbjartur Torfason, Hlébergi í Hafnarfirði, Guðmundur Torfason, Austurbakka í Reykjavík, Samúel Torfason, Hverfisgötu 45 í Hafnar- firði, Hermann Bæringsson, Njarð- argötu 33 í Reykjavík. Gísli Þórðar- son, Þórsbergi við Hafnarfjörð, gerðist einnig meðstofnandi. Þeir áttu allir að fá fasta atvinnu og vera sjálfstæðir atvinnurekendur í eigin fyrirtæki. Lóð undir verksmiðjuhús fékkst hjá Reykjavíkurbæ í iðnaðarhverf- inu í Rauðarárholti við Einholt og Háteigsveg. Um sumarið var byggður fyrsti vinnslusalurinn og keyptar vélar. Þá var 35.000 kr. hlutafé á þrotum og enginn banki í Reykjavík treysti sér til að lána þeim fyrir fyrstu járnsendingunni að upphæð kr. 6.000 sem var tals- vert fé. Sparisjóðurinn í Hafnarfirði hljóp þá undir bagga. Verkstjóri kom frá Klöfta í Noregi tii að að- stoða við uppsetningu vélbúnaðar og hófst framleiðslan í desember 1936. Eina af pressum fyrirtækis- ins, sem notuð var í áratugi, smíð- uðu starfsmenn sjálfir. Fyrst um sinn störfuðu fimm menn við fyrir- tækið.“ Misvísandi nafn Síðan eru liðin 60 ár og það er langur tími í stuttri sögu þjóðar sem er svo að segja nýskriðin út úr torf- kofunum. Margt hefur breyst og það er til marks um þrautsegju fyrirtækisins að það stendur enn, hefur vaxið og dafnað, þó að á ýmsu hafi gengið í gegn um tíðina og stendur í dag ef tii vill á styrk- ari stoðum en nokkru sinni fyrr. Þegar ókunnugir vinda sér inn af götu og vilja kynna sér starfsemi Ofnasmiðjunnar kemur á daginn að nafn fyrirtækisins er verulega blekkjandi. Að vísu eru smíðaðir ofnar í fyrirtækinu, en þau Svein- björn og Margrét segja þann þátt starfseminnar nema 10-15% henn- ar. Um hvað snýst þá fyrirtækið Ofnasmiðjan hf., ef ekki smíði ofna? Sveinbjörn svarar því á þann hátt að víst geti nafn fyrirtækisins verið misvísandi, því margt fleira sé innan dyra hjá fyrirtækinu. „Við erum með byggingavörudeild sem er sérhæfð í utanhússklæðningum, parket og harðplasti, innréttinga- deild sem er mest í lager-, búðar- og skrifstofuinnréttingum. Þá erum við með framleiðsludeild sem er meðal annars í hillu- og ofnasmíði, málningarsvið þar sem áherslan er á svokallaða bökunarlökkun, en þá er lakkið brennt inn í stálið við mikinn hita. Loks má nefna að við erum einnig í sérsmíði úr ryðfríu stáli, s.s. í stóreldhús. Samhliða erum við einnig með ráðgjöf, t.d. við innréttingar," segir Sveinbjörn. En hefur þá ekki komið til greina að breyta nafninu eða bæta við það? Eða þarf þess kannski ekki? Sveinbjörn segir: „Nafnið Ofnasmiðjan er orðið vel þekkt og rótgróið nafn, en við ger- um okkur samt sem áður grein fyrir því að ef til vill erum við ekki nógu vel kynnt meðal almennings með ýmsa hluta starfseminnar. Við erum vel þekkt á fyrirtækja- markaðinum, en hugur okkar stefnir lengra, við viljum ná betur inn á almenna markaðinn og því verðum við að velta fyrir okkur ýmsum þáttum. Að skipta um nafn er eitt af því sem hefur verið rætt, en engin ákvörðun liggur fyrir. Við ætlum ekki að flýta okkur í þessum efnum. Betra að fara hægt en að gera mistök.“ Margrét Dagmar bætir við þetta að framundan sé virkilega spenn- andi tími, er fyrirtækið haslar sér völl á framtíðarbrautunum. „Þetta er mjög spennandi dæmi fyrir markaðsmann, mikil og krefjandi vinna með mörgum möguieikum. Af því að spurt var um misvísandi nafn og hugsanlegar breytingar, i þá dettur mér í hug að gaman , væri að gera markaðsrannsókn fyr- ir hönd fyrirtækisins. Finna út hvað ! fólk veit og veit ekki um Ofnasmiðj- una. Ég tel að við séum fyrst og fremst þekkt fyrir ofnana og pergóparketið, utan þess að fyrir- tækin þekkja hilluinnréttingarnar okkar. Fyrir markaðsmanninn væri það spennandi að breyta áherslum og jafnvel nafni svona fyrirtækis, en I taka verður þó tillit til þess að hér j er um rótgróið fyrirtæki að ræða j sem er og verður alltaf með sinn sess,“ segir Margrét, en starfssvið hennar er sölu- og markaðsmál auk starfsmannahalds. Það eru fjögur ár síðan að Mar- grét Dagmar réðst til starfa hjá Ofnasmiðjunni. Sveinbjörn segir það hafa verið orðið brýnt verkefni að fá drífandi, vel upplýstan og > menntaðan sölu- og markaðsmann í fyrirtækið. Hann leitaði til Guðna I Jónssonar atvinnumiðlara og gerði j svo miklar kröfur að hann segir að í byijun hafi Guðni ekki almenni- lega áttað sig á því hvað hann var að biðja um. „Kannski var hann í vafa um að svona einstaklingur væri til. En Guðni er slyngur og útsjónarsamur á sínu sviði og eftir níu mánaða leit kynnti hann Mar- gréti Dagmar til skjalanna,“ segir i Sveinbjörn. „Þetta var eins konar meðganga ► og síðan fæddist ég,“ segir Margrét j og hlær. Heldur síðan áfram: „Það var mjög erfítt að koma inn í kúltúr og menningu þessa fyrirtækis. Umhverfi þess og fleiri eldri fyrir- tækja hér á landi á iðnaðarsviðinu var þess eðlis að þetta voru af- greiðslufýrirtæki en ekki þjónustu- fyrirtæki. Viðskiptavinurinn skipti ; litlu máli, var uppá fyrirtækin kom- i inn og var látinn fmna fýrir því,“ ; bætir hún við og Sveinbjöm tekur . undir þetta og segir að viðskiptavin- * ir hafi í mörgum tilvikum þurft að bíða í allt að 6-9 mánuði eftir að fá pantanir afgreiddar. „Þetta var arfleifð frá árunum eftir síðara stríð. Þá var mikið byggt og fyrirtæki á borð við Ofnasmiðj- una voru í lykilaðstöðu, en á sama tíma voru þau bundin á klafa verð- , lagseftirlits. Ætla mætti að þarna » hafi verið umhverfi til að græða á j tá og fingri, en svo var ekki, öllu j var miðstýrt og allt var á klöfum og það hefur trúlega markað við- horfín til viðskiptavinanna. Þetta voru gömlu tímarnir og það var brýnt að vinna sig út úr þeim,“ seg- ir Sveinbjörn. „Og það er okkur að takast," segir Margrét, „þessi fjögur ár sem ég hef starfað hér höfum við verið í miklu uppbyggingarstarfi ^ í Ofnasmiðjunni. Hún hefur gengið , vonum framar og er því fyrst og “ fremst að þakka áhugasömu og I dugmiklu starfsfólki, enda er fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.