Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hans tími er kominn ÖAMUEL L. Jackson skaut upp á stjömuhimininn í Holly- Ö wood þegar hann fór eftirminniiega á kostum í hlut- verki leigumorðingjans Jules í Pulp Fiction. Hann uppskar óskarsverðiaunatilnefningu og flölda annarra viðurkenninga og hefur síðan verið talinn í röð þeirra leikara í Hollywood sem mikils megi vænta af. Samuel Leroy Jackson var þó alls enginn nýiiði í grein- inni. Raunar hafði hann vakið heimsathygli í hlutverki eitur- lyfjaneytandans Gator í mynd Spike Lee, Jungie Fever. Úr þessu aukahlutverki skyggði Jackson algeriega á Wesley Snipes og aðra ieikara myndarinnar enda fór það svo að á kvikmyndahátíðinni í Cannes var böinn til nýr verðlauna- flokkur fyrir aukahiutverk til þess að heiðra frammistöðu hans. Jungie Fever gaf Jackson færi á aukahlutverkum í t.d. Jurassic Park og Patriot Games með Harrison Ford en eftir fárið sem fór um kvikmyndaheiminn í kjölfar Pulp Fiction hefur Jackson getað valið úr aðalhlutverkum. Hann lék á móti Bruce Willis í Die Hard with a Vengeance; með Nicol- as Cage og David Caruso í Kiss of Death og með Jessica Lange og Halle Berry í Losing Isaiah. Fljótlega gefst íslenskum áhorfendum færi á að sjá hann í A Time to Kill, mynd sem gerð er eftir sögu John Gris- hams og hefur notið mikillar velgengni vestanhafs í sumar. Næsta mynd hans verður svo The Last Kiss Goodnight, þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti Geena Davis. Samuel L. Jackson er úr Suðurríkjunum, fæddur og upp alinn í Tennessee á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Hann tók próf í leiklist við Morehoouse-háskólann í Atlanta í Georgia. Á skólaárunum lék hann í fyrsta skipti í kvikmynd, sú hét Together for Days með Lois Chiles og Ciifton Davis í aðal- hiutverkum. Að loknu námi fór pilturinn til New York um miðjan áttunda áratuginn. Þar kynntist hann m.a. Morgan Freeman og Denzel Washington, sem ásamt honum standa nú fremstir svartra kvikmyndaleikara vestanhafs. Samuel var ekkert að flýta sér að komast að í kvikmynd- um og átti að í Hollywood heldur iagt áherslu á að starfa sem sviðsieikari í New York og sem siíkur vegnaði honum dávei. Þess var þó ekki langt að bíða að hann sæist á hvíta tjaldinu, Hann fékk hlutverk í Ragtime eftir Miios Forman og honum sást bregða fyrir í Coming to America og Good- Fellas og í White Sands lék hann á móti Micky Rourke. Áður en hlutverk Gators í Jungle Fever kom til hafði Jackson ávallt getað gengið að vísum hlutverkum i myndum Spike Lee, t.d. School Daze, Mo’ Better Biues, og Do the Right Thing. Þeim félögum sinnaðist hins vegar þegar Jack- son taldi það móðgun við sig að eiga að mæta í prufuupp- töku vegna hlutverks í Malcolm X. Ótalin eru m.a. hlutverk Jacksons í Fathers and Sons, Nationai Lampoon’s Loaded Weapon, Amos and Andrew og í True Romance. Samuel L. Jackson, sem er 47 ára, er kvæntur leikkon- unni LaTanya Richardson, sem lék hlutverk lögfræðings i Losing Isaiah. Þau eru nú flutt til Los Angeles ásamt dóttur sinni Zoe. Þau hafa verið gift í 26 ár og hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt. Meira hefur borið á sætindunum undanfarið, einkum eftir að Jackson horfðist í augu við eitur- lyfjaneyslu sína og leitaði sér meðferðar við henni. Edrú hefur hann síðan slegið í gegn og bjó m.a. að eigin reynslu af eitrinu þegar hann bjó til hinn fræga fíkil, Gator í Jungle Fever. Sfðasta sigur sinn vann Samuel L. Jackson hins vegar f dómssainum en ekki á hvfta tjaidinu þegar New York borg var dæmd til að greiða honum tugi milljóna króna f skaðabæt- ur vegna beinbrots sem hann hlaut þegar hann hrasaði um tröppur á neðanjarðarlestarstöð í borginni. KVIKMYNDIR/Regnboginn hefur tekið til sýninga kvikmyndina Hæpið, The Great White Hype. Þetta er gamanmynd með Samuel L. Jack- son, Jeff Goldblum og Damon Wayans í aðalhlutverkum. HANDAGANGUR í HNEF ALEIKUM SÉRA Fred Sultan (Samuei L. Jackson) er skrautlegur svika- hrappur og snillingur í almanna- tengslum. Sumir segja að hann sé djöfullinn holdi klæddur en óumdeil- anlega er hann sá sem öllu ræður í Sódómu og Gómorru okkar daga, öðru nafni Las Vegas. í hnefaleika- heiminum er hann voldugastur allra og hundruð eða þúsundir smákónga standa og sitja eins og Sultan segir. Sultan er rikur, valdamikill, klæð- ir sig eins og austurlenskur prins og virðist vera holdgerfingur ameríska draumsins. En þrátt fyrir allt þá er að fjara undan veldi Sultans. Áhugi almennings á boxi fer minnkandi og áhorfendum fækkar. Sultan hefur þá kenningu að fólk sé orðið þreytt á að horfa alltaf á svarta boxara beija hver á öðrum og þess vegna ákveður hann að fínna hvítan þunga- vigtarboxara til að slást við hinn ósigraða og ósigrandi heimsmeistara Roper (Damon Wayans) en sá á svo rólega daga undir handleiðslu Sult- ans að aukakílóin hlaðast upp. Von hvíta mannsins finnur Sultan í bar í Cleveland Ohio, þar sem hann ákveður að dubba síðhærðan rokk- söngvara, Terry Conklin, upp í þungavigtarboxara og láta hann beijast við heimsmeistarann. Myndin Hæpið, The Great White Hype, er gerð eftir handriti Tony Hendra og Ron Shelton en sá sfðar- nefndi hefur m.a. skrifað handrit að White Men Can’t Jump, Bull Durham, Cobb og Tin Cup, ásamt því að leikstýra þessum myndum. Shelton er þekktasti aðstandandi þessarar myndar, að frátöldum leik- urunum, þótt leikstjórinn Reginald Hudlin hafi getið sér ágætan orðstír fyrir myndirnar House Party og Boomerang með Eddie Murphy. Leikarar myndarinnar eru Sam- uel L. Jackson, sem orðinn er stór- stjama eftir Pulp Fiction og Die Hard with a Vengeance. Jeff Goldbl- um, sem síðast sást í Independence Day, leikur áróðursmeistara Sult- ans. Peter Berg, sem leikur einn læknanna í sjónvarpsþáttunum Chicago Hope og lék með Lindu Fiorentino í The Last Seduction, leikur hvíta boxarann en Damon Wayans, úr Major Payne og Mo’Money, leikur heimsmeistarann, James Roper. Meðal annarra leikara má nefna Corbin Bernsen úr LA Law, Jon Lovitz og Cheech Marin. Það dylst engum sem þekkir til hnefaleikaheimsins að sagan Hæpið, The Great White Hype, er háðsá- deila á þann fræga mann Don King, umboðsmann Mike Tysons og eig- anda hnefaleikaheimsins í Banda- ríkjunum. Myndin gekk sæmilega en frammistaða Samuels L. Jack- sons í aðalhlutverkinu hefur verið hafin til skýjanna af gagnrýnendum. ótt Jeff Goldblum hafi leikið aðalhlutverk í tveimur af fjölsóttustu kvikmyndum sögunn- ar (Jurassic Park, Independence Day) og hafí leikið i kvikmyndum Lawrences Kasdans, Roberts Alt- mans, Woody Allens og Stevens Spielbergs verður hann seint tal- inn meðal vinsælustu kvikmynda- stjarna. Á síðasta ári lék Goldblum í myndinni Nine Months á móti Hugh Grant og í Powder, Hide- away og Lush Life og Trigger Happy, auk Independence Day. Atján ára gamall lék Jeff Gold- blum í leikriti sem sló í gegn á Lítt þekktur stórmynda- leikari Broadway og um svipað leyti fór hann með hlutverk skelfilegs nauðgara i Death Wish, myndinni sem gerði Charles Bronson fræg- an. Goldblum var liðlega tvítugur þegar hann hlaut hlutverk í Cali- fornia Split eftir Robert Altman og síðan einnig í Nashviile. Meðal þeirra stórmynda sem ótaldar eru og hann hefur ieikið í eru Annie Hall, The Big Chill, Silverado, The Fly, The Right Stuff og Invasion of the Body Snatchers. Hann lék í Deep Co- ver, Next Stop Greenwich Vil- lage, Into The Night og einnig í Fathers and Sons, en þar var einnig leikari sem heitir Samuel L. Jackson. Goldblum reyndi fyrir sér sem leikstjóri í fyrra í fyrsta skipti með þeim árangri að hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir stuttmynd sina, Little Sur- prises. JEFF Goldblum leikur áróðurs- meistara séra Fred Sultan (Samu- el L. Jackson), sem er konungur hnefaleikaheimsins og félagi hóteleigandans Peter Prince (Corbin Bernsen). HEIMSMEISTARINN (Damon Wayans) og áskorandinn (Pet- er Berg) eru klárir í slaginn, sem Sultan hefur sviðsett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.