Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Inýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um Byggðastofnun felst þungur áfellisdómur um starfsemi stofnunarinnar. Hér er um að ræða nýja stjórnsýsluendurskoðun á Byggðastofnun, sem gerð var að beiðni Egils Jónssonar, alþingis- manns, þegar hann tók við stjórn- arformennsku á síðasta ári. Al- mennt er Ríkisendurskoðun þeirrar skoðunar, að Byggðastofnun hafi vanrækt að móta skýra stefnu um hvar eigi að styrkja byggð í land- inu, af- hvaða ástæðum og með hvaða hætti eins og segir í skýrsl- unni. Ríkisendurskoðun upplýsir, að fyrirgreiðsla Byggðastofnunar nemi 17,6 milljörðum króna á 11 árum. Síðan segir:„Á þessu árabili fækkaði fólki á landsbyggðinni um 0,2% meðan fólki á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði um 19,9%.“ Þess- ar tölur benda ekki til þess, að sú aðferð að veita fé til uppbyggingar á landsbyggðinni með atbeina op- inberrar stofnunar og þingkjörinn- ar stjórnar hafi borið mikinn árangur. Ljóst er að mikið af því fé, sem Byggðastofnun hefur veitt til upp- byggingar er tapað. Þannig hafa 93% af lánveitingum til fiskeldis verið afskrifaðar. Um 30% af öllum Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. lánum til Vestfjarða hafa verið afskrifuð. Fram kemur að Byggða- stofnun hefur veitt tæpar 850 millj- ónir króna í beina styrki en engin skipulögð athugun hafi verið gerð á því, hvernig til hefur tekizt með þau verkefni, sem styrkt voru. Styrkveitingar Byggðastofnunar hafa einungis verið auglýstar til umsóknar í eitt ár af ellefu! Dugnaður Byggðastofnunar við að byggja yfir sjálfa sig vekur at- hygli. Stofnunin hefur fjárfest í húsnæði á öllum þeim stöðum, þar sem hún starfar. Þannig hefur hún lagt 270 milljónir króna í tæplega 2800 fermetra húsnæði yfir 35 starfsmenn, að því er Ríkisendur- skoðun heldur fram. Hvernig má þetta vera? Forsvarsmenn Byggðastofnunar verða að sjálfsögðu að svara fyrir sig og vafalaust er það rétt, sem Egill Jónsson, alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnun- ar segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að „auðvitað byggist svona skýrsla að hluta til á mati og álykt- unum og mönnum getur sýnzt sitt hvað í þeim efnum..." En stjórnar- formaður Byggðastofnunar segir ennfremur:„Við fyrstu athugun er margt í þessari úttekt, sem gagn- legt er að fá fram og getur þannig orðið góð leiðsögn, þegar fjallað er um málefni Byggðastofnunar". I tilefni af þessari skýrslu Byggðastofnunar er ástæða til að spyija, hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir starfsemi af þessu tagi. Margt hefur breytzt frá því að Byggðastofnun, sem upphaflega hét Framkvæmdastofnun og var sett upp í tíð vinstri stjórnarinnar 1971-1974, hóf starfsemi sína. Allt viðhorf hefur gjörbreytzt. Mönnum er nú ljóst, að blómlegt atvinnulíf á landsbyggðinni, sem er forsenda þess, að fólk vilji búa þar, byggist ekki á lánveitingum og styrkjum, sem stjórnmálamenn taka ákvarðanir um. Þvert á móti fer ekki á milli mála, að það eru öflug, einkarekin atvinnufyrirtæki, sem lúta lögmáium markaðarins og ftjálsrar samkeppni, sem eru bezta tryggingin fyrir því að at- vinna haldist á landsbyggðinni og að afkoma fólks sé viðunandi. Það er bezta tryggingin fyrir því, að við höldum áfram að byggja ísland allt. Margfengin reynsla í áratugi sýnir, að opinberir styrkir duga skammt í þessum efnum. Þess vegna er full ástæða til að ræða það í alvöru í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar að leggja Byggðastofnun niður. Einkafyrir- tækin sjá um atvinnulífið og fjár- magnsmarkaðurinn sér um eðlileg- ar og heilbrigðar lánveitingar. Það er til nóg af opinberum stofnunum til að vinna að áætlanagerð. Eru nokkur sérstök rök fyrir því, að halda áfram þeirri starfsemi, sem fram fer á vegum Byggðastofnun- ar? í þessu sambandi má kannski rifja upp, að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart gegn því á sínum tíma, að Framkvæmdastofnunin, forveri Byggðastofnunar yrði sett á stofn. Það gerði Morgunblaðið reyndar líka. Þær röksemdir sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma höfðu uppi gegn stofnun Fram- kvæmdastofnunar eru í fullu gildi. ÞUNGUR ÁFELLISDÓMUR ÉG HEF • minnzt á metsölubókina pínu rosalega góðu eftir Norðmanninn Jostein Gaarder sem á að vera skáldsaga en er þó einkum afar haganlega gert sögu- legt heimspekiyfírlit í skáldsögu- búningi. í barokk-kaflanum er saga um rússneskan stjörnufræðing og rússneskan heilaskurðlækni og samtal þeirra um trúmál. Skurð- læknirinn var kristinn en ekki stjörnufræðingurinn. Hann sagði: Ég hef oft verið úti í geimnum og aldrei séð hvorki Guð né englana. En skurðlæknirinn sagði: Og ég hef skorið upp marga gáfaða heila, en aldrei séð eina einustu hugsun. Þetta minnti mig hastarlega á að ekkert er nýtt undir sólinni því að rússneski geimfarinn Gagarin sagði að hann hefði aldrei rekizt á Guð úti í geimnum. Og í samtali við hann sem ég birti í Hugleiðing- um og viðtölum segir hann að sann- ur kommúnisti biðji ekki til Guðs. Og í samtalsgrein minni um sr. Bjama Jónsson, Með séra Bjarna á æskuslóðum, segir hann m.a. þessa sögu, Kvöld eitt þegar nokkur hund- ruð stúdentar voru saman komnir (i Kaupmannahöfn), talaði mennta- maður að nafni Rasmussen gegn trú og kirkju og sagði: „Ég trúi ekki því, sem ég hef ekki séð og treysti ekki á það.“ Kennari minn í kirkjusögu, Ammundsen prófess- or, síðar biskup, tók til máls og spurði með hógværð: „Segið mér, herra Rasmussen, hafið þér séð yðar eigin skynsemi?" Hinn svar- aði: „Nei.“ Ammundsen sagði: „Við hinir höfum ekki heldur séð hana, hvar er hún þá?“ Dynjandi lófa- klapp. (Séra Bjarni, 54. bls.) Við Kristján Karlsson vorum eitt sinn sem oftar að tala um Njálu. Hann var nýbúinn að endurlesa söguna og við vorum eitthvað að bera saman bækur okkar um skáld- sagnagerð - þá segir hann mér að hann hafí lesið það einhvers staðar að sextíu þúsund skáldsögur hafi verið skrifaðar á Viktoríu- tímabilinu í Englandi, eða um þúsund skáld- sögur á ári! Ég kann ekki betri lýsingu á þessu flóði en þá sem Kristján bætti við: Þetta er mikill framburð- ur, sagði hann. Nú eru kannski lesn- ir tíu höfundar og innan við hund- rað skáldsögur frá þessum árum. Það hlýtur að vera skáldsagna- höfundum þónokkurt íhugunarefni, svo mikla vinnu sem þeir leggja í þessi verk sín, hvað þau hafa ríka tilhneigingu til að gleymast. Sízt af öllu geta þeir treyst mati sam- tíma síns. En bókmenntasagan skrifar sig sjálf, án klikunnar sem alltaf heldur að hún eigi síðasta orðið. Þegar ég sagði ungum raun- vísindamanni frá skáldsögunum sextíu þúsund, svaraði hann: Mikið er ég feginn að mér skyldi aldrei hafa dottið i hug að skrifa skáld- sögu! Þá getur maður dáið án þess hafa áhyggjur af þessum fimmtíu og níu þúsund níu hundruð níutíu og níu sögum! Eða vænta neins í þessu happdrætti sem hefur m.a. þá annmarka að vinningurinn verð- ur aldrei sóttur hvort sem er! Bingó- ið er betra, sagði þessi ungi raunvís- indamaður. En ég hugsaði með mér. Hvað skyldi maður eiga eftir að lesa margar skáldsögur sem skrifaðar hafa verið frá upphafi vega? Það er líklega orðið jafn vonlaust að kynna sér þessi verk og ætla sér að lesa himintunglin. Þannig er bókmenntafræðin oft eins konar stjömuspá, sem miðar allt við þekktar stærðir og það sem við blasir í samtímanum; þessar glænýju uppákomur sem gleymast einsog rokktónleikar. Og þeir fræð- ingar sem stjórna þessum uppá- komum fara að sjálfsögðu á mis við margvíslegan leyndardóm hins óþekkta, því miður. Margir þeirra eiga annað og betra skilið. En fæst- ir þora að fara ótroðnar slóðir. Þeir kunna bezt við sig á alfaraleið tízku og áróðurs. Þeir em fastir í viðtek- inni afstöðu til bókmmennta og lista. Gera sig jafnvel seka um að þegja um verk mikilvægra höfunda. Áhugamenn um bókmenntir eru einatt einungis áhugamenn um sumar bókmenntir og vinna einsog andlegir Kremlveijar. Og skáldin geta ekki flúið þá. Fá ekki einu sinni tækifæri til að vera landflótta! Aðrir eru útvaldir, án fyrirvara. Þeir eru teknir á hyglum einsog sauðfé í gamla daga. Líklega er kominn tími til að kortleggja bókmenntasöguna á ný. Mér skilst það sé mesta eftirvænt- ing stjarnfræðinga að fínna nýjar stjörnur, sem enginn hefur áður komið auga á. En hvaða máli skiptir þetta svo- sem? Hveijir eiga að njóta stjarn- anna, þegar sól og jörð hafa lokið hlutverki sínu? Að því kemur einnig að sól tér sortna og fold sígur í mar (hvernig svo sem það má verða!) Ég fór þá að velta því fyrir mér handa hveijum þessi skáldskapur allur væri, öll þessi hugsun, allur þessi framburður í ómælanlegt haf gleymskunnar? Steinaldarmaðurinn skrifaði ekki bækur. Jörðin er hans bók. Við þekkjum hann ekki sem einstakling, heldur hjörð. Og mér er til efs að bókin eigi eftir að breyta hjörðinni í einstakling; sjón- varpið áreiðanlega ekki. Þó þekkj- um við einstaka höfunda úr forn- öld. Þó engan frá ísöld. 1 /»0 ÉG HEF MINNZT Á X »skáldskap af handahófi. Biðst ekki afsökunar á því. Ástæðan er sú að ég er þess fullviss, að það er rétt sem Kierkegaard segir um handahófið, að það er betra en regla. Og skerpir hugarflugið. ■j í?q ÞEIR ERU MARGIR X vlO *salíerarnir í bókmennt- um. Sumir skrifa inn í tízkuna. Aðrir stjórna henni. HELGI spjall + RE Y KJ AVÍKU RBRÉF Athyglin BEINDIST að Emmu Bonino, þeim fulltrúa í fram- kvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, sem fjallar um sjávarút- vegsmál á ráðstefnu ESB og sjávarútvegs- ráðuneytisins í gær, föstudag, en kannski má segja, að Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra hafi „stolið senunni“ með efnismikilli og greinargóðri ræðu, þar sem ráðherrann gerði grein fyrir þeim þáttum í sjávarútvegsstefnu ESB, „sem gera hugs- anlega aðild íslands að sambandinu erfíða eins og sakir standa“, eins og Þorsteinn Pálsson komst að orði. Ráðstefna á borð við þessa er mikilvæg- ur þáttur í að stuðla að upplýstum umræð- um hér á íslandi um Evrópusambandið og ýmsa þætti í starfsemi þess, sem varða hagsmuni okkar íslendinga. Hún hefur engu breytt um þá afstöðu flestra jieirra, sem um hafa fjallað, að full aðild Islands að ESB sé óhugsandi að óbreyttri sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins. Hins veg- ar er eðlilegt að hér hefjist almennar umræður um kosti og galla aðildar. Við getum ekki lokað augunum fyrir þeirri þróun, sem stendur yfir í Evrópu og gerum það ekki á öðrum sviðum Evrópusamstarfs. Framvindan er ör á öllum sviðum í Evrópu. Miklar umræður standa yfir um Qölgun aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins og ýmsar skoðanir eru uppi um að aðild að Evrópusambandinu ætti að nægja sumum nágrönnum Rússa, sem sækja stíft eftir aðild að NATO. Þá er augljóslega stefnt að stækkun ESB til austurs en lang- stærsta og mikilvægasta málið, sem nú er á dagskrá ESB-ríkja, er að sjálfsögðu sú ákvörðun þeirra að taka upp sameigin- lega mynt eftir örfá ár. Þrátt fyrir miklar deilur innan ESB um sameiginlega mynt er ekki annað að sjá, en hún verði að veru- leika, þótt það verði ekki með þátttöku allra aðildarríkja ESB fyrst í stað. Sú ákvörðun getur hins vegar snert hagsmuni okkar íslendinga með ófyrirsjáanlegum hætti og valdið því að nýir og veigamiklir þættir koma inn í umræður um afstöðu okkar til Evrópusambandsins. Emma Bonino ræddi nokkuð um samn- ingaviðræðurnar við Norðmenn á sínum tíma og sagði m.a.: „Grundvallarforsenda inngöngu er að umsækjandi samþykki það sem nefnt er „sameiginlegu reglurnar“, sem gilda í sambandinu: Innganga merkir að reglurnar eru samþykktar. Þessi for- senda var undirrót hressilegra skoðana- skipta við Norðmenn, sem voru með annað skipulag á fiskveiðum sínum en samband- ið og voru ófúsir að kasta því fyrir róða. Undir lok aðildarviðræðnanna fundu samn- ingsaðilar lausn, sem báðir voru ánægðir með: Norðmenn fengu leyfí til að nota sína tilhögun í norskri lögsögu norðan við 62. breiddarbaug fram til 30. júní 1998. Þaðan í frá yrði skipulag þeirra fellt inn í sameig- inlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, að teknu tilliti til markmiða stjómunarinn- ar og aðferða við hana, gerð var grein fyrir þessu í sameiginlegri yfirlýsingu." Þessi þáttur í samkomulagi ESB og Norðmanna, sem síðar felldu samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og menn muna, var auðvitað gersamlega óaðgengi- legur fyrir okkur íslendinga, eins og Morg- unblaðið benti á, þegar þessir samningar voru til umræðu hér. Emma Bonino sagði ennfremur: „Síð- asta atriðið sem var mjög athyglisvert var umræða um það, sem nefnt er í samband- inu „aðgangur að hafsvæðum" eða réttur- inn til að veiða úr fiskistofnum, sem ekki eru háðir kvóta. Öll veiðiskip sambandsins sem hafa veiðikvóta á tilteknu veiðistjórn- arsvæði mega veiða þar þær tegundir, sem ekki eru háðar kvóta. Þetta byggist á sam- eiginlegu reglunum í sambandinu og hefði því átt við norsk skip á hafsvæðum sam- bandsins og öfugt. Þegar það kom í ljós, að Norðmenn myndu ekki geta sætt sig við að skip frá öðrum ríkjum sambandsins mættu veiða úr stofnum utan kvóta í norskri lögsögu var þessum hluta sameig- inlegu fiskveiðistefnunnar ýtt til hliðar um sinn meðan beðið væri þess, að mótuð yrði sérstök stefna sambandsins er hefði það markmið að koma á jafnvægi í veiðun- um á umræddu svæði.“ Við íslendingar skiljum þessa afstöðu Norðmanna mæta vel enda ekki hægt að sjá með hvaða hætti hægt væri að tryggja að fiskveiðiskip ESB veiddu ekki aðrar fisktegundir en utan kvóta tegundir, ef þeim væri á annað borð heimilt að fara hér um fiskveiðilögsögu okkar að vild sinni. Veiðar okkar utan íslenzkrar fiskveiðilög- sögu síðustu ár gætu hins vegar vakið upp spurningar um, hvort við gætum hagnýtt- okkur þessar reglur með góðum árangri innan fiskveiðilögsögu ESB-ríkjanna, ef við hefðum á annað borð veiðikvóta þar. En jafnvel þótt þau tækifæri væru til stað- ar má telja víst, að okkur mundi ekki hugnast að sjá flota spænskra fískiskipa, sem fræg eru fyrir óprúttnar veiðiaðferð- ir, innan okkar lögsögu við veiðar á utan kvóta tegundum. Fleira mundi fylgja með. Hér hefur verið vitnað til tveggja þátta í samningaviðræðunum við Norðmenn, sem Emma Bonino fjallaði um, sem engin breyting hefur orðið á af hálfu Evrópusam- bandsins og ekki fyrirsjáanlegt að við mundum ná betri árangri í viðræðum um heldur en Norðmenn. Það má hins vegar vel vera, að breyting geti orðið á þessum þáttum við endurskoðun á fiskveiðistefnu ESB og jafnframt er auðvitað hugsanlegt að við Islendingar, sem aðilar að ESB gætum eignast öfluga bandamenn, sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta og við. mmmmmmm en það var sem Ræða Þor- fyrrsegirræðaÞor- . t» -1 steins Pálssonar, stemsrals- sem vakti einna sonar mesta athygii á ráðstefnu ÉSB og sjávarútvegsráðuneytis um sjávarútvegs- mál. í ræðu þessari rakti hann þá þætti í sjávarútvegsstefnu ESB, sem valda mundu erfíðleikum í viðræðum um hugsanlega aðild íslands að ESB og sagði m.a.: „Hjá Evrópusambandinu eru ákvarðanir um leyfílegan heildarafla teknar sameigin- lega af ráðherraráði sambandsins. Ólíklegt er að íslendingar teldu sér fært að fram- selja ákvörðunarvaldið á þessu sviði til ráð- herraráðs sambandsins ... Ef samkomulag mundi nást í aðildarsamningum um afla- hlutdeild sem íslendingar gætu sætt sig við, þá þyrfti jafnframt að tryggja að ekki yrði hægt að breyta þeirri aflahlutdeild síð- ar nema með samþykki íslendinga. Engar slíkar tryggingar er hins vegar unnt að fá ... Reglur um aðgang fiskiskipa til veiða eru all ólíkar á íslandi og í ESB ... Ákvörð- un um stærð fískiskipaflotans innan ESB er miðstýrð ... Mismunandi aðstæður á ein- stökum hafsvæðum kalla oft á ólíkar ráð- stafanir hvað varðar tæknilegar ráðstafanir í fiskvemdarmálum ... Það á sérstaklega við um skyndilokanir veiðisvæða og aðrar ráðstafanir til að veijast því að stundaðar séu skaðlegar veiðar. Eins og staða mála er í dag hjá Evrópusambandinu er ekki hægt að taka ákvarðanir á þessu sviði með skjót- um hætti. Þannig er t.d. ekkert fyrirkomu- lag þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að gn'pa til skyndilokana ... Samkvæmt gildandi íslenzkum lögum geta þeir einir, sem uppfýlla þjóðernis- og búsetuskilyrði átt íslenzk fiskiskip og fískvinnslufyrir- tæki, sem stunda frumvinnslu afla ... Ymis ríki innan ESB hafa reynt að koma í veg fyrir svokallað kvótahopp með því að setia reglur sem takmarka eignarhald á fiskiskip- um. Hætt er við að slíkar reglur gætu tak- markað hagræðingarmöguleika íslenzkra fyrirtækja.“ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, nefndi nokkur fleiri dæmi um það, sem erfíðleikum mundi valda í aðildarvið- ræðum við ESB. Ræða ráðherrans er þýð- ingarmikil vegna þess, að þetta er senni- lega í fyrsta sinn, sem tilraun er gerð til þess að skilgreina nokkuð nákvæmlega þau álitamál, sem upp mundu koma af okkar hálfu í slíkum viðræðum við Evrópu- Laugardagur 28. september VIÐ HVERFISGOTU Morgunblaðið/Ásdís sambandið. Með þessari framsetningu auð- veldar sjávarútvegsráðherra umræður hér heima fyrir um það á hvað við gætum hugsanlega fallizt í viðræðum við ESB og hvað er ófrávíkjanlegt af okkar hálfu. Það er hægt að halda því fram, að umræðum um þessi málefni hafi lengi verið haldið uppi með tilfinningalegum rökum og að nú sé tímabært að skoða málin frá öðru sjónarhorni. í því sambandi mega menn ekki gleyma því, að hinn 1. desember nk. eru ekki nema 20 ár liðin frá því, að síðasti brezki togarinn sigldi á brott frá íslandsmiðum. Þá voru að baki harðvítug átök um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, sem staðið höfðu í aldarfjórðung frá því að lögsagan var færð út í 4 mílur. Á þeim aldarfjórðungi háðum við þijú þorskastríð við Breta. Þegar hér var kom- ið sögu höfðu erlend fiskiskip áratugum og öldum saman farið ránshendi um auð- lindir okkar. Það var enginn munur á þeirri erlendu nýtingu okkar auðlinda og ný- lendustefnu gömlu evrópsku heimsveld- anna í Afríku og Asíu. Sú unga kynslóð, sem nú hefur mestan áhuga á aðild að ESB og virðist tilbúin til að ganga býsna langt í því að semja um nýtingu auðlinda okkar upplifði þessi átök ekki af eigin raun. Hún á þess vegna af eðlilegum ástæðum erfitt með að skilja varkárni þeirra, sem eldri eru. Það breytir ekki þvl, að tímabært er að ræða efnislega þá þætti, sem Þorsteinn Pálsson vék að og væntanlega verður ræða sjávarútvegs- ráðherra upphafið að slíkum umræðum. ÞÓTT ENGIN SÚ breyting hafi orðið á sjávarútvegs- stefnu Evrópusam- gjaldmiðill bandsins, sem hugnast okkur Is- lendingum er samstarf ríkjanna innan þess í stöðugri þróun og þýðingarmesti þáttur þeirrar þróunar þessa stundina er undirbún- ingur að sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu- Sameigin- legur sambandsríkjanna. Eins og mál standa nú má telja nánast víst, að hann verði að veru- leika. Sameiginlegur gjaldmiðill er mesta bylting í samstarfí Evrópuríkjanna frá því að Evrópubandalagið var stofnað. Það er nánast ómögulegt að gera sér grein fyrir þeirri gífurlegu breytingu, sem verður á daglegu lífi fólks í Evrópulöndum, þegar sami gjaldmiðillinn verður ráðandi í flestum þeirra. Þetta verður bylting en ekki breyting. Beinn sparnaður verður gíf- urlegur og augljóst, að fyrirtæki sem starfa á því svæði, þar sem gjaldmiðill er sameiginlegur ná miklu forskoti fram yfir keppinauta sína. Margvíslegar hindranir, tafír og kostnaður, sem leiðir af mismun- andi gjaldmiðlum hverfur og ganga má út frá því sem vísu að það verði mikil vít- amínsprauta fyrir fyrirtæki á því svæði. Það skapast alveg ný vídd í viðskiptum hveiju nafni sem nefnast. Daglegt líf hins almenna borgara gjörbreytist. Hann getur farið allra sinna ferða milli Evrópuríkja án þess að þurfa að huga að gjaldmiðils- skiptum og losnar við ótrúlega mikinn kostnað af þeim sökum. Gjörbreyting verður á almennri efna- hagsstjórn. Ríkin, sem hyggjast gerast aðilar að hinum sameiginlega gjaldmiðli, lúta ströngum aga, sem þegar til lengri tíma er litið mun stuðla að batnandi lífs- kjörum í þeim löndum, þótt tímabundnir erfiðleikar geti steðjað að á meðan þau eru að aðlagast nýjum kröfum. Við íslendingar getum ekki horft fram hjá þessum þætti í samstarfi Evrópuríkja, þegar við ræðum hugsanleg tengsl okkar við Evrópusambandið í framtíðinni. Og að því vék Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, einnig í ræðu sinni á fyrrnefndri ráðstefnu. Hann sagði m.a.: „Nauðsynlegt er ennfremur að huga sérstaklega að því hvaða áhrif sameiginleg evrópumynt mundi hafa á íslenzkt efnahagslíf. Á und- anförnum árum höfum við með markvissri efnahagsstjórn tryggt hér stöðugleika og lága verðbólgu. Stöðugleiki í gengismálum hefur verið lykilatriði í að ná þeim ár- angri. Hitt er ljóst, að uppistaðan í verð- mætasköpun íslendinga er með öðrum hætti en hjá stærstu iðnríkjum Evrópu- sambandsins. Sameiginleg evrópumynt mundi því taka mið af hagsmunum þeirra ríkja en ekki íslenzkum hagsmunum. Fast- lega má reikna með, að í framtíðinni verði áfram meiri sveiflur á matvælamörkuðum en almennum mörkuðum fyrir iðnaðarvör- ur. Það gæti því skert möguleika okkar til almennrar hagstjórnar, ef við hefðum ekki eigin mynt. Það yrði óásættanlegt að lífskjör hér tækju mið af jaðarsvæðum annars staðar í Evrópu.“ Spurning er, hvort ráðherrann leggur of mikla áherzlu á hina neikvæðu þætti í hugsanlegri þátttöku okkar í sameiginleg- um gjaldmiðli Evrópuríkja í þessum orðum. Sameiginleg evrópumynt verður einfald- lega ekki að veruleika, ef fjöldi aðildar- ríkja Evrópusambandsins telur að gömlu stórveldin taki um of mið af eigin hags- munum, þegar grundvöllur er lagður að henni. Og hvað á ráðherrann við með því að lífskjör okkar tækju mið af „jaðarsvæð- um annars staðar í Evrópu"? Það sjónarmið sjávarútvegsráðherra að það gæti skert möguleika okkar til al- mennrar hagstjórnar, ef við hefðum ekki eigin mynt fær varla staðizt. Ástæðan er einfaldlega sú, að það örlitla hagkerfi, sem við rekum hér er að verulegu leyti og í vaxandi mæli háð þeim efnahagssveiflum, sem verða í helztu nágranna- og viðskipta- löndum okkar eins og dæmin sanna. ís- lenzka krónan gerir okkur ekki kleift að komast undan þeim áhrifum. En hún hjálp- ar okkur að vísu til að stinga höfðinu í sandinn, ef við veljum þann kostinn! Þegar ráðherrann talar um „skerta möguleika til almennrar hagstjórnar" á hann væntan- lega við þetta. Sameiginlegur gjaldmiðill Evrópuríkja opnar okkur sýn inn í nýja öld. Það er ekki sízt sú sýn, sem veldur því, að við þurfum að skoða tengsl okkar við Evrópu- sambanaið frá nýjum sjónarhóli á næstu árum. „Ræða ráðherr- ans er þýðingar- mikil vegna þess, að þetta er senni- lega í fyrsta sinn, sem tilraun er gerð til þess að skilgreina nokkuð nákvæmlega þau álitamál, sem upp mundu koma af okkar hálfu í slík- um viðræðum við Evrópusamband- ið. Með þessari framsetningu auðveldar sjávar- útvegsráðherra umræður hér heima fyrir um það á hvað við gætum hugsan- lega fallizt í við- ræðum við ESB og hvað er ófrá- víkjanlegt af okk- ar hálfu.“ M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.