Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ - SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 31 Miðhúsum má setja fram í nokkrum atriðum, sem sum hafa áður verið nefnd: Hvernig á að skýra það, að nokk- ur hluti silfursjóðs sem finnst allur á sama stað, þótt dreifður sé í moldinni eftir vélarask, sé frá vík- ingöld en hluti hans (af einum rann- sakanda taldir þrír hlutir, af öðrum hugsanlega einn) sé líklegast frá vorum dögum? Er hægt að ímynda sér, að hag- leiksmaður hafi fundið fornan silf- ursjóð og ákveðið að gera fleiri hluti með fornu yfirbragði og bæta í hann? - Þessu varpa Danir reyndar fram sem möguleika í skýrslu sinni. Hefði þá finnandi átt að bræða hluta af silfrinu og smíða síðan nýtt úr því og leggja með því gamla, þ.e. bræða gamla hluti til að búa til „gamlaða" hluti? - Ekki virðist vera nútíma smíðasilfur I neinum grip. Hvaða ástæðu geta menn fundið til nýsmíði? Varla gat það verið til gamansemi, því að slík gamansemi hefði líklega þótt kostnaðarsöm og vinnufrek. Varla í hagnaðarskyni, því að fyrir slíka fundi er aðeins greitt silfurverð að viðbættum 10% og lög ákveða. Gat slíkt verið gert í frægðarskyni eða til að vekja at- hygli og þá tengzt því að Kristján Eldjárn, fyrrum forseti og fyrrum þjóðminjavörður, var staddur í ná- grenninu um þetta leyti? - Nærveru hans þarna hefur greinarhöfundur nefnilega talið ótrúlega tilviljun við fundartímann í bréfí til Graham- Campbell. Merkilegt hefði verið ef einhver hefði smíðað slíka hluti, geymt þá og beðið tækifæris að kunnur maður á fornleifasviði væri staddur þar nærri til að kasta ljóma yfir fundinn. Allt slíkt tal um „fölsun" eða „nýsmíð" er í rauninni fráleitt, en um það snýst allt þetta mál. Ég fæ ekki með neinu móti trúað því að sjóðurinn sé að hluta til nýsmíði og gerður í einhvers konar blekkingar- skyni. Alvarlegt er ef reynt er að leiða menn á refilstigu með aðdrótt- unum um að vitneskju eða skjölum um fund og rannsókn silfursins sé vísvitandi haldið leyndum og ein- hveijir viti hugsanlega sannleikann en vilji ekki að hann komi fram. Greinarhöfundur átelur þjóð- minjaráð, og hefur áður gert,, fyrir að vilja ekki beita sér fyrir enn einni rannsókn á sjóðnum. Tvívegis er þjóðminjaráð þó búið að láta sér- fræðinga rannsaka sjóðinn með ærnum kostnaði. í annað skiptið komu margir sérfræðingar þar að, en áður hafði silfrið reyndar einnig verið greint hér í Iðntæknistofnun. Ekki þykir líklegt á þessu stigi, að frekari rannsókn leiði til nýrrar nið- urstöðu. Um það hefi ég orð safn- stjóra Þjóðminjasafnsins danska. Kveður hann að vísu hægt að gera frekari rannsóknir þar með fleiri sýnum og ítarlegri greinargerð, ef einhver væri tilbúinn að kosta þær, en aðspurður kvaðst hann ekki telja að frekari rannsókn leiddi til nýrrar niðurstöðu. Treysti ég því, að sá maður fari ekki með fleipur. Danska skýrslan einkennist af fræðilegri varfærni. Niðurstöður frá Bretlandi gætu verið markaðar af fyrirfram gefnu áliti. Þjóðminjaráð hefur ákveðið, að þótt það muni ekki hafa frumkvæði að nýjum rannsóknum að svo stöddu sé sjóðurinn heimill til rann- sóknar fræði- og vísindamönnum, sem til þess hafa þekkingu og færni. En slík rannsókn yrði að vera hár- viss og nákvæm og aðeins fengin þeim, sem verulega sérþekkingu hafa og burði til rannsóknar. Rann- sóknir á silfrinu eiga ekkert skylt við mannréttindi, þótt svo segi í lok greinarinnar í Morgunblaðinu. Til frekari rannsókna er fullt vísinda- frelsi og öllum er fijálst að tjá sig um þetta mál og eiga eðlileg skoð- anaskipti um það, en menn bera sjálfir ábyrgð og taka afleiðingum orða sinna og athafna. Leiðindi hafa nú stafað nógu lengi af þessu máli. Vona ég að ég þurfí ekki framar að standa í blaða- skrifum af þessu tagi. Höfundur er þjóðminja vörður. i- j '’e/garævintyri i BrUSSe/ Brussel er borgin þar sem hin gamla og hin nýja Evrópa mætast í spennandi alþjóðlegu andrúmslofti. Borgin er fræg fyrir fallegar gamlar byggingar, fjölda frábærra veitinga- staða, fjörugt skemmtanalíf og ekki síst sem hin nýja höfuðborg Evrópu. Þessi ferð er tilvalin fyrir fyrirtæki, til dæmis fyrir árshátíðir, því enginn vinnudagur tapast. Flogið út 25. okt. kl. 18:30 og lent kl. 22:30 að staðartíma. Flogið heim 27. okt. kl. 22:30 að staðartíma og lent kl. 0:30 Gisting á hinu glæsilega Sheraton Brussels Hotel & Towers, sem er staðsett rétt hjá einni aðalverslunargötu Brussel. Á hótelinu eru veitingastaðir, píanó- og karaokebar, innisundlaug, sauna, heilsurækt, bíó og verslanir. 25470 kr. Slfll. íl IIUIIIII I IVIilllli. Innifalið: Flug, gisting með continental morgunverði, akstur til og frá flugvelli ytra og flugvallaskattar. Aukagjald vegna einbýlis kr. 6.400 stgr. 19.890 kr. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Samviiwiiferðir-Laiiilsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Símbrét 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsterðir S. 5691070 _ Hótel Söflu við Haoatoro • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 4311195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbréf 461 1035 Vestmannæyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbréf 481 2792 Einnig umboðsmenn um land allt OATLASi® r 1 / líkamsræktarstöð við Garðatorg 1, Garðabæ, og verður stöðin til sýnis milli kl. 14 og 18:00. Vertu velkominn. X. I I I Sig. Valur Myndskreyting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.