Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ CiJSilftÍlGFÍ? ^£^1 ^lhauck SERVERSLUN MEÐ BARNAVORUR Afmælistilboð dagana 30. sept. til 5. okt. af öllum vörum til 40% afsl. BARNAKERRUR • VAGNAR • RÚM • BAÐBORÐ • FÖT LEIKFÖNG • BÍLSTÓLAR • YFIR 1000 VÖRUTEGUNDIR SÍÐUMÚLA 22 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 2244 • FAX 581 2238 -láttu Við gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu, í málningu og gólfefni á stigahúsið. Þú getur valið úr þúsundum lita í öllum málningartegundum á gólf eða veggi og fjölbreyttu úrvali gólfefna. Þú sparar tíma, fyrirhöfn og fé með því að láta okkur sjá um málið frá upphafi til enda. Klæðið stigahúsið tímanlega fyrir jól. QUATTRO - sérhönnud stifíateppi • auðþrifin • bælast ekki • slitsterk • margir hentugir litir • hlýleg V/SA smm: Tilboðin gilda Góðir greiðsluskilmálar. til áramóta! Raðgreiðslur / /1 t»#x a golíio ^óVítiuð TEPPABUÐIN Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 Sérhönnuð gólfteppi, dúkar og flísar í miklu úrvali. Fagmenn okkar vinna svo verkið bæði fljótt og vel. Vantar þig flísar, dúk, teppi eða málningu á stigahúsið? Vantar þig góðan fagmann til að annast verkið? Stígðu skre RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR + Ragnhildur Petra Helga- dóttir fæddist á Selfossi 3. nóvember 1968. Hún lést af slysförum 16. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 25. septem- ber. Þó að vorblóm felli frostsins kraftur fljótt þau aftur lífgar sólin hlý; en blómið mitt það lifnar aldrei aftur, engin vorsól lífgar það á ný. Þegar ég frétti lát hennar Ragn- hildar Petru Helgadóttur flaug mér í hug þessi vísa eftir Jóhann Sigur- jónsson. Þeir sem hljóta aldurtila svo ungir eru nánast ems og blóm sem lifnar að vori, lifir sumarið en hníg- ur að velli á haustdögum. Bernskan og æskan voru ævidagar hennar en fullorðinsárin og haustið fylgdu ekki í kjölfarið. Ragnhildur Petra fæddist 3. nóv- ember 1968 og lést þann 16. sept- ember 1996. Hún var næstelsta barn móður sinnar og bar til hennar mjög mikla ást. Samband þeirra virtist afar náið. Einnig var áberandi hve mikla elsku hún bar til systkina sinn, hálfsystkina, föður síns og stjúpföð- ur. Kynni okkar af Petru voru ekki löng, en í huga okkar, sem þessa kveðju sendum, afar ljúf. Hún var vinnufélagi okkar um nokkurt skeið og þrátt fyrir mikinn aldursmun varð aldrei ríkjandi sú tilfinning að þar væri til kynslóðabil. Hún var tillitssöm við okkur, rösk og fljót að komast inn í starf sitt og hlíta okk- ar tilsögn og siðum. Hún gat þó átt það til að vera svolítið áköf og fljóthuga og álykt- anir hennar og breytni drógu stund- um dám af því. Því fór svo að stund- um var eins og gæfa hennar og gjörvuleiki héldust ekki alltaf í hend- ur. Hún Petra lætur eftir sig tvo barn- unga syni og við vonum að þeirra bíði heilt líf og hamingjuríkt. Við viljum votta þeim báðum, foreldrum hennar, systkinum og öllum ástvin- um innilega samúð okkar. Kveðju- stundin kom fyrr en varði en minn- ingarnar eru hugljúfar, fullar af elsku, fegurð og ilmi liðinna sumra. Sigríður Einarsdóttir, María Þorsteinsdóttir. Ég vil byija á því að þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Pe- tru. Við kynntumst fyrst á leikskó- lanum Álfaheiði í Kópavogi, þar sem við unnum saman í nokkurn tíma en vorum mikið saman fyrir utan vinnu og héldum alltaf sambandi eftir að Petra hætti þar. Petra var í mínum augum mjög sérstök og aðlaðandi manneskja, alltaf svona hæg og hljóð, með alveg einstaklega gott skap, með eindæm- um mikil listakona og átti svo sann- arlega framtíðina fyrir sér í því. Ég man alltaf þegar við vorum að kynn- ast. Þá kom hún í heimsókn til mín á Kársnesbrautina og sagði við mig: ,jSólveig, vilt þú vera vinkona mín?“ Ég sagði: „Að sjálfsögðu vil ég það!“ Þá tók hún utan um mig og faðm- aði mig fast að sér. Ég fann hvað hún var traustur vinur og ég vissi það að þetta yrði gott samband á milli okkar, sem það og varð. Ég gæti skrifað margar síður ef ég ætti að segja allt sem við gerðum og brölluðum saman á þessum tíma. En þegar ég heyrði í Petru síðast þá var hún svo ánægð og glöð með lífið. Hún átti von á öðru barni og sagði við mig að allt gengi svo vel. Ég varð mjög glöð að heyra það og ég gat um leið sagt henni að ég hefði beðið fyrir henni um að Guð myndi blessa hana, sem hann svo sannarlega gerði, og hún var svo ánægð að heyra það og vildi svo mikið vita meira um Drottin. Ég sagði henni frá minni reynslu í sam- bandi við trúna. Henni fannst það spennandi og hún vissi að það var rétt að trúa á þann Guð sem allt vald hefur á himni og á jörð. Ég vil þakka fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman og bið algóð- an frelsara okkar, Jesúm Krist, að mæta fjölskyldu Petru, foreldrum og systkinum, sambýlismanni og litiu drengjunum hennar og öðrum aðstandendum; að Guð styrki þau, verndi og blessi. Sólveig Sigurðardóttir. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Námskeið fyrir sjúkraliða •Heilsuefling Fjallað verður um ýmsa þætti er stuðla að heilbrigði og auka vellíðan, svo sem gildi hreyfingar og slökunar, næringu, mannleg samskipti og margt fleira. Námskeiðið er 20 stundir. Kennt verður 14., 15., 16. og 17. okt. nk. Verðkr. 7.500. •Áfengis- og vímuefnasjúkdómar Námskeið fyrir sjúkraliða sem starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Fjallað verð ur um þróun sjúkdómanna og dulin einkenni þeirra á almennri sjúkradeild, áfengisfíkn kvenna o.fl. Námskeiðið er 10 stundir. Kennt verður 21. og 22. okt. nk. Verðkr. 4.000. •Vöxtur, þroski og þroskafrávik Fjallað verður um brjóstagjöf, tengslamyndun foreldraog barns, þroskafrávik og fötlun. Hreyfi- þroska barna. Einnig viðbrögð barna við verkjum, umönnun, slysavarnir o.fl. Námskeiðið er 15 stundir. Kennt verður 28., 29. og 30. okt. nk. Verð kr. 5.500. Fyrirlesarar eru hjúkrunarfrœðingar, Ijósmœður, læknar, nœringafrœðingar, sjúkraþjálfarar og félagsfrœðingar. Námskeiðin eru haldin í Fjölbrautaskólanum Breiðholti og hefjast alla daga kl. 16.00. Innritun stendur yfir á skrifstofu skólans í síma 557 65600. Skólameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.