Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 37 dánardægri hans minnumst góðvild- ar hans og örlætis, sem hann átti í ríkum mæli. Jón Egilsson setti lengi svip sinn á Akureyri. Þótt hann hefði manna síst þörf fyrri að láta á sér bera og eltist ekki við mannvirðingar, sem sóttar eru til almannavaldsins, var hann kunnur borgari í bænum, maður sem allir þekktu og átti mikl- um vinsældum að fagna meðal Akureyringa, gat sér reyndar vin- sældarorð hvar sem hann fór vegna ljúfmennsku sinnar og háttvísi. Þótt Jón væri prúðmenni og eng- inn hávaðamaður var hann manna framtakssamastur og víkingur til verka. Leti og sinnuleysi var fjarri eðli hans. Meðan hann var upp á sitt besta og þrek hans mikið, sem minnisstætt er, var ekki laust við að hann misbyði því, svo að á sæi þegar á ævina leið. En þegar horft er yfir starfsferil hans dylst ekki að hann var hugmyndaríkur at- hafnamaður, sem markaði skýr spor í atvinnusögu Akureyrar. Hann var með sanni einn af brautryðjendum nútímaferðamennsku norðanlands og lét til sín taka í öðrum greinum samgöngumála á þann veg að nafn hans mun geymast fyrir þær sakir. Jón Egils (en það var gælunafn hans) var mikill og góður Akur- eyringur, samgróinn bænum og bæj- arfólkinu. Eigi að síður þótti honum gaman að minnast þess að hann var fæddur skagfirskur sveitadrengur, þaðan var móðurætt hans, og hann vappaði líka á bamsfótum á öxn- dælskum túnum, en þar bjuggu lang- feðgar og formæður hans kynslóð af kynslóð. Voru foreldrar hans, Sig- ríður Jónsdóttir og Egill Tómasson, af góðum ættum og báru það með sér. Þau eru löngu látin, en skiidu eftir sig góða minningu. Við andlát Jóns Egilssonar er lok- ið langri starfsævi dugandi manns. Hann var drengur góður, sem marg- ir munu sakna. Margrétu systur minni og fjölskyldu hennar flyt ég samúðarkveðjur móður okkar og okkar systkina og okkar fólks, en öll áttum við góðu að mæta um risnu og atlæti í Goðabyggð 3, örlátu húsi Diddu og Jóns. Blessuð sé minning Jóns Egils- sonar. Ingvar Gíslason. ferða um bæinn nánast í hvaða veðri sem var og lengri ferðalög stoppuðu hann ekki hvort sem var til Reykja- víkur, Flórída eða Svíþjóðar. Það eitt segir mikið um alla þá orku sem hann hafði. Við systkinin höfum verið lánsöm að hafa fengið að kynnast afa eins vel og við gerðum og okkar börn hafa verið það líka, því svo sannarlega nutu þau sömu athygli og væntumþykju og við. Fyrir hönd okkar systkinanna, Jóns Egils, Margrétar og mín, vil ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og ömmu, þær eru ljóslifandi í minningunni. Guð blessi þig, elsku afi minn. Kolbeinn. Andlátsfregn föðurbróður okkar kom okkur ekki á óvart, við vissum öll og hann líka, að kallið gat kom- ið hvenær sem var, hjartað var orð- ið lélegt. A seinni árum háði honum sjóndepra og siðustu árin var hann orðin svo til alveg blindur en fór þó flestra ferða sinna, gangandi eða með strætó. „Það eru alls staðar góðir nálægt ef ég lendi í vandræð- um,“ sagði frændi. Jón var glæsimenni, heims- og gleðimaður, og mun margt meyjar- hjartað á Akureyri hafa slegið ört er hann var ungur maður og ókvæntur. En Margrét Gísladóttir frá Norðfirði vann hjarta hans. Þau eignuðust fjögur böm, Gísla, Fanný, Egil og Sigríði. Við frændsystkinin minnumst Nonna frænda með þakklæti og hlýju fyrir þá umhyggju sem hann ávallt sýndi okkur. Alltaf var hann tilbúinn að hlusta á hugmyndir okk- ar og hvetja okkur til dáða. Hann var alltaf svo drífandi og hugmynda- ríkur og margar minningar koma upp í hugann frá bernskuárunum þegar stórfjölskyldan bjó öll saman í Eiðsvallagötu 24. Amma Sigríður, Egill afi og bræðurnir þrír, Hólm- steinn, Jón og Jóhann og fjölskyldur þeirra. Þar var því oft kátt á hjalla og samheldni bræðranna einstök og börnin ólust upp sem systkinahópur væri. Fátt kunni Nonni betur en að gleðja aðra svo sem þegar hann fékk lánaða sýningarvél hjá íslensk- ameríska félaginu og sýndi skrípa- myndir út um borðstofugluggann í Eiðsvallagötunni á næsta húsvegg fyrir öll börnin í nágrenninu. Við vomm ekki há í loftinu þegar við fórum að venja komur okkar á Ferðaskrifstofuna til frænda. Þar var alltaf líf og fjör og mikið um að vera, en aldrei vomm við fyrir, heldur fengum við að vera þátttak- endur, svo sem að afgreiða í sjopp- unni þótt við næðum varla upp fyr- ir búðarborðið, sópa strætó og margt fleira. Alla tíð var hann mikill íþróttaunn- andi, skíðamaður góður, golfleikari snjall og átti fjöldann allan af bikur- um stómm og smáum. Þegar hann var upp á sitt besta og sól fór að hækka á lofti, var hann oft um helg- ar búinn að skreppa upp á Súlur eða Hlíðaríjallsbrún þegar flestir bæj- arbúar vora að fara á fætur. Fjölskylda Jóns flutti að Goða- byggð 3, þar sem þau höfu reist sér hús og hafa búið þar síðan. Þar var gott að koma, hvort sem var í af- mælis- eða jólaboð enda Margrét einstakur kokkur og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast, svo sem kvikmynda- og jafnvel töfrabragða- sýning. Allt til loka lífs síns var Nonni stórhuga, hann var sífellt að koma með framkvæmdahugmyndir. Hafði mikinn áhuga á uppbyggingu mið- bæjarins og fannst vanta fram- kvæmdasemi yngri manna. Mikilvægur var honum kaffiklúb- burinn á Hótel KEA, sem hélt með honum upp á 50 ára mætingu, að- eins viku fyrir andlátið. Einstök var hugulsemi og umhyggja vinar hans, Snorra Kristjánssonar bakara, sem tók frænda alltaf með sér í kaffið eftir að blindan náði yfirhöndinni. Okkar kæri frændi hefur nú kvatt þennan heim aðeins tæpum tveimur árum á eftir Hólmsteini bróður sínum, sem hann saknaði sárt. Minning hans lifir með okkur sem þekktum hann. Megi hann ganga á guðs vegum. Við viljum votta Margréti, börn- um, tengdabörnum og öllum að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Börn Hólmsteins og Jóhanns. • Fleirí minningargreinar uni Jón Egilsson bíða birtingar og mnnu birtast i blaðinu næstu daga. Símtal sem ég gat átt von á hve- nær sem var kom þriðjudaginn 24. september sl., Jón afi var dáinn. Það átti ekki að koma á óvart en gerð það þó. Eftir hetjulega baráttu við veikindi síðustu ára kom kallið. Ég var svo lánsamur að fá að eyða miklum tíma með Jóni afa og Margréti ömmu þegar ég var lítill. Öll sumrin sem ég eyddi í Goða- byggðinni á Akureyri rifjast nú upp eins og öll hafi þau verið í sumar. Glæsilegar afmælisveislur fyrir strákinn, fýrsta hjólið og annað, skíðin og sleðarnir, bíltúrar um allar sveitir, og í seinni tíð hafsjór af sögum og fróðleik sem hægt var að sækja í smiðju hans. Það sem þó stendur fyrst og fremst uppúr var endalaus væntumþykja afa og ömmu. Það var alltaf tími til að taka mig með hvert sem farið var og það var víða farið enda Jón afi mikið á ferðinni, keyrði strætó fyrir hádegi á Akureyri og þurfti svo að vera í Mývatnssveit eftir hádegi og í Reykjavík að kvöldi. Ófáar ferðirnar voru farnar á golfvöllinn. Þeir voru margir hring- irnir sem við gengum saman, hann að spila og ég sem kylfusveinn. Og auðvitað átti ég líka að spila golf og maður kom ekki að tómum kof- unum þegar laga þurfti sveifluna. Þrátt fyrir dapra sjón var farið út í garð fram á síðasta dag og svei- flan skoðuð. Það var eins og hann heyrði að hún var ekki rétt og svo komu leiðbeiningamar. Það var eins og hann róaðist þegar golf var ann- ars vegar enda golfvöllurinn og íþróttin gott skjól frá amstri dagsins sem svo sannarlega var mikið. Ég vona að þegar ég eldist hafi ég allan þann kraft sem Jón afi hafði því þrátt fyrir dapra sjón og veikindi í seinni tíð virtist ekkert stoppa hann. Hann fór allra sinna t Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR ÍSFELDSDÓTTUR, Helluvaði. Jónas Sigurgeirsson, Þórhildur A. Jónasdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Elín Inga Jónasdóttir, Jón A. Jónsson, Sólveig G. Jónasdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingólfur í. Jónasson, Anna D. Snæbjörnsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhi andlát og útför elskulegs föður c tengdaföður, afa og langafa, ARNAR GUNNARSSONAR, Laugarásvegi 17a, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Elsa Karen Staib, Ómar Arnarson, Ingigerður Arnardóttir, Gunnhildur Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. >eim, g við kkar, Walter Staib, Sólmundur Jónsson, Hafsteinn Jónsson, STEE? NæLÓM Skipholti 50 fc - Sími 561 0771 t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNS JÓNSSONAR fyrrum bónda, í Varmadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund fyrir einstaka umönnun og hlýhug til hins látna. Hjördís Jónsdóttir, Valdemar Jónsson, Jón Sverrir Jónsson, Haraldur Jónsson, Guðný Björg Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Hreinn Magnússon, Þórdfs S. Kjartansdóttir, Hanna Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Þór Sigþórsson, t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, sonar, tengdasonar og afa, STEFÁNS RAGNARS GUNNARSSONAR frá Glaumbæ í Skagafirði, yfirflugvélstjóra hjá Cargolux. Gréta Marfa Bjarnadóttir, Gunnar Stefánsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Stefán Stefánsson, Davfð Stefánsson, Gunnar Gfslason, Ragnheiður M. Ólafsdóttir, Ragnheiður Hóseasdóttir, íris Björk Gunnarsdóttir. t Þökkum innilega mikilsverða samúð og hlýhug vegna andláts ÓLAFS UNNSTEINSSONAR, íþróttakennara, Safamýri 52, Reykjavík. Alúðarþakkir eru einnig færðar þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minningu hans með ýmsu móti á útfarardeginum 20. september sl. Unnsteinn Ólafsson, Berglind Hilmarsdóttir, Grétar J. Unnsteinsson, Reynir Unnsteinsson, Bjarki A. Unnsteinsson, Hanna Unnsteinsdóttir, Elna Ólafsson, Gunnlaugur Ólafsson, Arna Björk Unnsteinsdóttir, Stefanfa Erla Gunnlaugsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR BJÖRGVINS JÓNSSONAR, Fffuhvammi 41, Kópavogi, Hervör Jónasdóttir, Hallgrímur Jónasson, Jónas Ragnar Helgason, Guðmundur Björgvin Helgason, Helgi Gunnar Helgason, Oddfríður Helgadóttir, Björgvin Pétur Hallgrímsson, íris Björk Hafsteinsdóttir, Pála Hallgrímsdóttir Helgi Ágústsson, Ágústa Friðriksdóttir, Jóna Bára Jónsdóttir, Helga Jóna Benediktsdóttir, Fríða Pálsdóttir, David Costin, Sigrfður Hallgrfmsdóttir, Vilhjálmur Andri Einarsson, og barnabarnabörn. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og mágs, ÓTTARSHELGASONAR bifreiðastjóra, Möðrufelli 11. Þökkum sérstaklega læknum og hjúkr- unarfólki E11 deildar Landspítala fyrir kærleiksríka umönnun. Ásdfs Stefánsdóttir, Unnur Helga Óttarsdóttir, Ólafur Ingvar Arnarson, Valný Óttarsdóttir, Valný Bárðardóttir, Helgi E. Helgason, Gfsli Már Helgason, Gunnar M. Helgason, Sigurður Helgason, Bárður Helgason, Helgi Sæmundsson, Ásdís Ásmundsdóttir, Sigrún Þórðardóttir, Anna B. Ólafsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.