Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Auður Snorra- dóttir var fædd í Reykjavík hinn 24. febrúar 1955. Hún lést í Herlevsjúkra- húsinu í Kaup- mannahöfn 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynhildur Björgvinsdóttir, f. 14.10. 1915, d. 30.1. 1974, og Snorri Guð- laugsson, f. 8.5. 1920, d. 6.12. 1980. Systkini hennar eru Asa Björk, kennari i Hafnarfirði, Bjark- ar, bóndi í Tóftum, og Guðný Elín, húsmóðir Hveragerði. Auður giftist Tómasi H. Ragn- arssyni, f. 22.9.1952. Þau eignuð- ust þrjú börn. Þau eru: 1) Brynjar, f. 23.10. 1973. Hans sonur er Tómas Bjarni, f. 30.5. 1993. 2) Berglind Ósk, f. 6.6. 1977. Hennar dóttir er Hekla Geirdal Arnardóttir. 3) Birgir Örn, f. 3.8. 1981. Tómas og Auð- ur skildu. Auður vann lengst af við verslunar- störf, síðast í bóka- búð Májs og menn- ingar. Utför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 30. sept- ember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur var lagið að hlæja saman. Nú er því lokið. Þegar við máttlitlar manneskjur stöndum í þeim sporum að kveðja án þess að geta nokkuð aðhafst, þá þyrlast upp ótal ólíkar tilfinningar. Söknuður yfir því sem var og einnig því sem ekki verður. Minningar um liðnar gleði- og sorg- arstundir, allt sem var. Það er líka léttir yfir því að nú er þínu stríði lokið. Baslið og veikindin yfirstaðin. Andvökunæturnar liðnar. Sorgin yfir því sem þú missir af, það að sjá ekki ömmubörnin þín tvö Tómas Bjarna og Heklu vaxa úr grasi. Og að sjá ekki krakkana þína Brynjar, Berglindi og Birgi pluma sig í tilver- unni. Að þú skulir ekki fá að verða gömul og kát kerling. Þegar ég lít til baka vakna svo margar spurningar. Af hveiju á sumt fólk við sterka mótstrauma að stríða allt sitt líf, á meðan aðrir sigla í gegn um langa ævi og hafa síelldan meðbyr? Þinn skammtur af mótlæti var stór, og hefði reynst mörgum fullstór. En þú stóðst þig, bognaðir oft en brotnaðir ekki. Rétt eins og það að þú skyldir kom- ast til okkar út í Köben. Skreppa í Tívolí, rölta í búðir og skoða Strandvejen. Ennþá var sumar í Danmörku og sólin skein og allt var svo fallegt. Þessi fyrsta ferð þín til útlanda varð einnig sú síðasta. Ég er þakklát fyrir að þú komst, og ég þakka þér fyrir að hafa leyft mér að vera hjá þér síðustu stund- irnar. Og ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við hlógum saman svo tárin trilluðu. Ása Björk. Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fógur störf flyt ég þér að launum. (Sveinbjöm Beint.) Tómas Bjarni Brynjarsson, Kristín Þóra Egilsdóttir. AUÐUR SNORRADÓTTIR FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÓTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 Sumarbústaður í landi Halakots % Fallegur 45 fm sumarbústaður með sólstofu og 100 fm verönd auk gestahúss. Bústaðurinn stendur í landi Halakots, Hraungerðishreppi. Lóðin er 1/2 ha og er mjög gróin. Bústaðurinn verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14—17. Leiðarlýsing: Ekið í austur frá Selfossi ca 2 km, beygt til vinsdtri Landholts afleggjara og aftur til vinstri hjá Litla-Armóti. Fjar- lægð frá Reykjavík 60 km. % Allar frekari upplýsingar á skrifstofu. ;|l^| 'ÓÐINSGÖTU FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 IÐLUNIN ehf Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Blikanes 1 — einbýli Opið hús kl. 13 -15 í dag. Glæsilegt 163 fm einbýli á einni hæð auk 66 fm kjallara sem breytt hefur verið í „stúdíó”íbúð og 44 fm bílskúr. Aðalhæð skiptist m.a. þannig: Saml. stofur, bókaherb., 3 svefnherb., eldhús, bað, snyrting og hol. Arinn í stofu. Gengið er úr garðskála í 1270 fm fallegan gróinn garð m. sólstétt og heitum potti. Húsið verður til sýnis ídag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. Verð 17,9 milij. 3688. FALLEG SÉRBÝLI Á FRÁBÆRU VERÐI Fullbúnar íbúðir 3ja og 4ra herbergja við Laufrima 10-14 Nýr byggingaráfangi við Laufrima 10-14 Sýningaríbúð við Starengi 18 opin í dag 14-16 Laufrimi 10-14 • Ýmsar upplýsingar • íbúðum skilað fullfrágengnum að innan sem utan Hver fbúð er sérbýli með sérinngangi og sameign er í lágmarki Lóð er fullfrágengin Kirsuberjaviður í innréttingum og hurðum Flísalagt eldhús og bað Þvottahús í hverri íbúð Hiti í gangstéttum Malbikuð bflastæði Öll gólfefni frágengin, parket eða linoleumdúkur örstutt í þjónustu svo sem grunnskóla, leikskóla og leikvöll Verð 3ja herbergja íbúð frá 7,050,000 Verð 4ra herbcrgja íbúð frá 8,000,000 3ja herbergja íbúð: Dæmi um greiðslur: Greiðsla við samning 400.000 Húsbréf 4.935.000 Greiðsla við afhendingu _1_.7_15_._000 Samtals: Verð 7.050.000 i 'Ax; §|mm Mótás ehf. l iyj Sími5670765. Stangarhyl 5. li fax:5670513 Elsku Auður, takk fyrir allar stundirnar okkar. Það er sárt að sjá á eftir þér. Svo ótímabært og ósanngjarnt allt saman. Það verður skrýtið að koma til íslands og eng- in Auður. Mig langar til þess að skrifa um þig það sem fyrst kemur upp í hug- ann. Allar „ég man eftir þér“ gjaf- irnar sem þú gafst okkur. Litlir pakkar við minnstu tækifæri, eitt- hvað sem átti vel við. Þú ræktaðir sambandið við okkur vel og sýndir málum okkar áhuga, og ekki sakaði ef þú gast hjálpað okkur að finna bækur sem við áttu. Þú varst dugleg að skrifa okkur bréf í útlandið, senda myndir af ömmubörnunum þínum og segja fréttir. Iðunni litlu frænku varstu sem hliðar-amma. Pijónaðir margar peysur, sokka, trefla og smekki þegar hún fæddist. Þá gerðir þú úr henni lítinn bókaorm með einni og einni bók sem brátt urðu að góðu safni. Þegar við svo fluttum til Danmerkur þá sendirðu bækurn- ar með pósti yfir hafið. Þú varst ákveðin kona, og sést það vel á því að þú ætlaðir að koma til okkar í Danmörku, og gerðir það, eins lasin og raun bar vitni. Ég er glöð að þú komst og gast verið með okkur og séð útlönd. Kveðja, Elva Dögg. APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til ki. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyiir öll tilefní. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.