Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 41 FRETTIR * Olympíuskákmótið í Armeníu Island hefur alla burði til að bæta stöðu sína SKAK Jcrcvan, Armcníu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Ólympíuskákmótið er haldið í Armeníu dagana 15. september til 2. október. TÍU umferðir af íj'órtán hafa verið tefldar á Ólympíuskákmótinu í Jerevan, þegar þessar iínur eru ritaðar. Rússar eru langefstir með 29 vinninga, en næstir koma: 2. Úkraína, 25'/2 vinning, 3.-6. Ung- verjaland, Kína, ísrael og Úzbekist- an, 25 vinninga hver sveit, 7.-11. Bosnía, Spánn, England, Armenía 1 og Georgía, 24*/2 v. íslendingar eru í 20. sæti með 23'/2 vinning og tefldu við sjöttu sterkustu sveit mótsins, Þjóðveija, í 11. umferð í gær. Segja má, að vonast hafi verið eftir betri árangri, þegar tekið er mið af andstæðingunum. Sveitin hefur unnið góða sigra á Kanada og E1 Salvador, en goldið afhroð í einni umferð, gegn Bandaríkja- mönnum. Það er raunar merkileg staðreynd, að Islendingum hefur gengið hvað verst gegn Bandaríkja- mönnum af sterkari sveitum á ólympíuskákmótum. Fyrir þetta mót var uppskeran aðeins þriðjung- ur vinninga fyrir ísland gegn þeim. Meira að segja gömlu Sovétríkin, mesta stórveldi skáksögunnaj', varð að sjá af fleiri vinningum til íslend- inga! Enn eru ótefldar 20 skákir, þannig að mikið getur breyst og íslenska sveitin hefur alla burði til að bæta stöðu sína. Af töflunni hér að ofan má sjá, að árangur íslendinga er nokkuð jafn. Hannes Hlífar Stefánsson hef- ur staðið sig best og Þröstur Þór- hallsson ætlar greinilega að halda upp á stórmeistaratitilinn með góð- um árangri. Við skulum nú sjá góðan sigur Hannesar Hlífars í viðureigninni við Rúmena í 8. umferð. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son. Svart: Constantin Onescu. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cx4 4. Rxd4 — a6 5. Bd3 — Rf6 6. 0-0 Ekki má leika 6 e5? Da5+ o.s.frv. 6. - d6 Rúmeninn þefur áður teflt þessa bytjun gegn íslendingum á ólymp- íuskákmóti, í skák við Jón L. Arna- son á Manila 1992. Sú skák tefldist á eftirfarandi hátt: 6. — Dc7 7. De2 - d6 8. c4 - g6 9. Rc3 - Bg7 10. Hdl - 0-0 11. Rf3 - Rg4 12. Bf4 - Re5 13. Hacl - Rbc6 14. b3 - Rxf3+ 15. Dxf3 - Re5 16. De2 - Bd7 17. Bbl - Hfd8 18. h3 - Be8 19. Be3 - Hac8 20. Dd2 - Bf8 21. f4 - Rd7 22. f5 - Be7 23. Khl - Rf6 24. Df2 - Rd7 25. Dd2 - Kg7 26. Hfl - Bf6 27. Hf3 - Re 5 28. Hf2 - Bh4 29. f6+ - Kg8 30. Bd4 - b5 31. cxb5 - axb5 32. Dh6 - Bxf6 33. Hxf6 - b4 34. Re2 - De7 35. Hcfl - Bb5 36. De3 - Hd7 37. Bb2 - Dd8 38. Hlf2 — Bxe2 39. Dxe2 - Db6 40. Hfl — Hdc7 41. Dd2 og svart- ur gafst upp. 7. c4 - b6 8. Rc3 - Bb7 9. De2 — Rc6 10. Rxc6 — Bxc6 11. Bg5 — Hvítur hefur hingað til beitt tvenns konar uppbyggingu í stöð- unni. Annars vegar hefur hann leik- ið 11. b3, t.d. 11. - Be7 12. Bb2 - 0-0 13. f4 - Rd7 14. Hadl - Dc7 15. Bbl - Had8?! 16. Rd5! - exd5 17. exd5 — Bf6 18. dxc6 o.s.frv. Á hinn bóginn getur hann leikið strax 11. f4 t.d. 11. — Be7 150 ár frá vígslu „Islands einasta skólau Athöfn þriðjudag’inn 1. október kl. 10.30 HUNDRAÐ og fimmtíu ár verða liðin þriðjudaginn 1. október frá því að Lærði skólinn, nú Menntaskólinn í Reykjavík, var settur í fyrsta sinn. Um nýja skólahúsið og skólann sagði svo í blaðinu Reykjavíkurpóst- inum haustið 1846: „íslands einasti skóli, sem seinast var á Bessastöðum, var nú algjörlega fluttur til Reykjavíkur í huast þar sem skólahúsið nýja var albúið. Það má fullyrða, að hið nýja skólahús er það veglegasta, sem skólinn hér nokkurn tíma hefur eignast enda hefur verið mjög til þess vandað og ekki sparað fé er því ekki furða þó mikið hafí geingið í sölurnar en því fé má kalla vel varið því hvöijum Islendingi mun þykja það miklu varða að landsins yinasti skóli sé vel úr garði gjörður. í skólanum eru nú 60 lærisveinar, sem skipað er í 3 bekki, þeir eru á fæði hjá innbúum í Reykjavík, en hafa allir svefnstofu og daglegt aðsetur í skólanum." „Vígsla fór fram með hátíðlegum hætti 1. október 1846. Þar flutti Helgi G. Throdersen, biskup lands- ins, vígsluræðu og gerði að umtals- efni, hvers vegna góður skóli væri áríðandi hveiju landi. Þá talaði Sveinbjuörn rektor Egilsson og 12. e5!? - dxe5 13. fxe5 - Rd7 14. Bf4 - g5!? 15. Bg3 - h5 16. Be4 — Rxe4 17. Rxe4 — h4 18. Bf2 - Rxe5 19. Rxg5 - Bxg5 20. Dxe5 — Hg8 o.s.frv. Leikur Hannesar er einfaldur og sterkur. Með honum undirbýr hvítur sókn gegn veikum peðum svarts, á b6 og d6, eins og framhaldið sýnir. 11. - Be7 12. Hadl - Rd7!? Svartur fer fram í aðgerðir, áður en hann hrókar, og það gefst illa. Eðlilegra hefði verið að leika 12. — 0-0 ásamt 13. — Dc7 og-14. — H-d8. 13. Bxe7 - Dxe7 14. Bc2 - Rf6 Svartur tapar nú peði (eða fórn- ar?), en hann á í miklum erfiðleikum vegna veikleika peðanna á d6 og b6, hvítur hótar m.a. 15. Dd2. 15. De3! - Dc7 16. Dg3 - Ke7 17. Dxg7 - Hhg8 18. Dh6 - b5 19. cxb5 20. a3 - Hab8 21. Hd4 - e5 22. Hb4 - Dd7 23. f3 - Hannes hefur með einfaldari og sterkari taflmennsku sýnt fram á, að svartur hefur litlar sem engar bætur fyrir peðið. 23. - Hg6 24. Dd2 - Hbg8 25. Hf2 - Rh5 26. Rd5+ - Bxd5 27. exd5 - H6g7 28. Bd3 - Rf4 29. Hxf4! - exf4 30. Dxf4 - Hb8 Liðsafli er jafn, en svartur á þó tapað tafl. Kóngur hans stendur klæðalítill á miðju borði og peðin eru veik og falla hvert af öðru. 31. Bxhl! - b4 Eða 31. — Hxh7 32. De4+ ásamt 33. Dxh7 o.s.frv. 32. axb4 — Da7 33. g4 — Db6 34. Bf5 - Dxb4 35. De3+ - Kf8 36. Kg2 - He8 37. Dh6 - He5 38. Df6 — He8 39. h4 og svartur gafst upp, því að hann getur ekk- ert gert við framrás hvíta peðsins á h-línunni. Bragi Kristjánsson ræddi, hvað heimtað væri af kenn- urum og lærisveinum og hvernig þeir gætu leyst sem best af hendi ætlunarverk sín. Loks las Helgi Hálfdanarson skólasveinn skóla- bænina frá Bessastöðum. Auk kenn- ara og skólasveina var Hoppe stift- amtmaður viðstaddui' athöfnina og fleiri embættismenn sem búsettir voru í bænum og nágrenni hans. Um kvöldið hélt Hoppe embættis- mönnum skólans og öðrum veisiu í „konungsgarði" þ.e. stiftamtmanns- bústaðnum við Lækjartorg. Þriðjudaginn 1. október kl. 10.30 munu núverandi nemendur Mennta- skólan í Reykajvík og kennarar skól- ans koma saman á Plötunni fyrir framan skólann þar sem afhjúpaður verður skjöldur með áletun um skól- ann, gjöf frá fjörutíu ára afmælis- stúdentum 1996. Síðan flytur dr. Finnbogi Guðmundsson stutta ræðu um Sveinbjörn Egilsson, fyrsta rekt- or skólans og kór skólans syngut'. Að því búnu verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suður- götu. Þar verður lagður blómsveigur að leiði Sveinbjamar. Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir," segir í fréttatilkynning- ur frá Menntaskólanum í Reykjavík. Heimsókn frá Insti- tute of Economic Affairs HEIMDALLUR heldur kvöld- verðarfund mánudaginn 30. september með Julian Morris frá IEA, The Institute of Ec- onomic Affairs í London. Þar mun Julian kynna starfsemi stofnunarinnar sem var stofn- uð árið 1955. Stofnunin gefur út mikið úrval lesefnis um flest svið stjórnmálanna. Fjórar deildir starfa innan stofnunarinnar: Velferðar- og heilbrigðismála- deild, umhverfisdeild, mennta- deild og efnahagsmáladeild. Kvöldverðarfundurinn hefst kl. 19.30 á efri hæð veitinga- hússins Ítalíu við Laugaveg og er öllum opinn. Kvöldverð- urinn kostar 1100 krónur. Óska eftir að kaupa LÓÐ FYRIR STÓRT EINBÝLISHÚS á góðum stað í Reykjavík. Upplýsingar um staðsetningu, lóðarstærð og verð óskast sendar í pósthólf 5130, 105 Reykjavík. VESTURBÆR OPIÐ HÚS Erum með í einkasölu fallega 77 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í þríbýli. Lækkað verð, aðeins 5,7millj.íbúðin verður til sýnis í dag á milli 18 og 20. Gylfi og Sigurlaug taka vel á móti þér og fjölskyldunni. FOLD FASTEIGNASALA SÍMI 552-1400 BAKARI A VESTURLANDI Höfum fengið í sölu gott bakarí í eigin nýlegu 200 fm húsnæði á vinsælum stað á Vesturlandi (eina bakaríið í bænum). Bakaríið er búið góðum tækjakosti og öll vinnuaðstaða til fyrirmyndar. Útsölu- verslun er í bakaríinu sjálfu. Góð viðskiptasambönd eru fyrir hendi. Miklir möguleikar fyrir duglegt fólk Allar nánari upplýsingar gefur Hraunhamar fasteigna- sala (Helgi) í síma 565 4511. Karfavogur 21 - OPIÐ HÚS LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 siM. 533 1111 fax 533.1115 f dag, sunnudag, gefst tækifæri til að skoða notalega 3ja herbergja ibúð að Karfavogi 21, Reykjavík. fbúðin er ca 74 fm og er á fyrstu hæð í þríbýli. Herbergi eru rúmgóð, garðurinn er gamall og gróinn og ekki spillir staðsetningin fyrir. Þar að auki fylgir tæplega 30 fm bílskúr með í kaupun- um. Láttu sjá þig - Kristbjörg og Jón taka vel á móti þér. Verð 7,2 m. Magnús Axelsson Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á Höfðabakka 9. Nánari upplýsingar í síma 577 1000. Markarvegur 14 — Fossvogi Opið hús í dag kl. 14—17 Glæsilegt nýlegt 240 fm parhús með innb. bílskúr. Lítil 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Sérsmíðaðar JP- innréttingar. Massíftt parket. Arinn o.m.fl. Fullbúin vönduð eign á einum eftir- sóttasta staó borgarinnar. Sjón er sögu ríkari! Verð 17,9 millj. Allir velkomnir. Fasteignasaian Valhöll Mörkin 3. 108 Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 - 4479 Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.