Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Talaðu máli mínu ... Þeir eru kallaðir kenn- Hvenær kemur Skólabíllinn! segðu vörðunum að arar... flutningsvagninn? ég komi með friði... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Svavar og heimasíðan Frá Birni Bjarnasyni: SVAVAR Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, heldur því áfram í Morgunblaðinu 25. sept- ember að birta glefsur af því, sem ég set inn á heimasíðu mína á Intemet. Vil ég þakka honum fyrir að draga þannig athygli að þessum fjölm- iðli mínum, slóð hans er http://www. centrum.is/bb. Fráleitt er að kenna þessa heimasíðu við launsátur eins og Svavar gerir. Hún er leið til upplýsingamiðlunar. Á hinn bóg- inn kemur mér ekki á óvart, að Svavar sé ósammála mér og kveinki sér undan því, þegar póiitísk saga hans er tíunduð. Ritskoðunarviðhorf hans minna á þau vinnubrögð, sem stunduð voru í Austur-Þýskalandi á sínum tíma, en þar lærði Svavar í flokksskóla kommúnista. Við endurbirtingu af heimasíðu minni velur Svavar þann kost að slíta úr samhengi og birta glefsur. Þetta gefur alls ekki rétta mynd af viðhorf- um mínum. Á meðan Morgunblaðið endurbirtir ekki umrædda kafla á heimasíðu minni í heild, verð ég að una því, að Svavar fari þannig að rúmlega 50.000 kaupendum þess. Á sínum tíma gagnrýndi Guðrún Helgadóttir, flokkssystir Svavars, mig fyrir að nýta mér tölvutæknina í ráðherrastörfum. Slíkar gagnrýn- israddir eru þagnaðar. Nú má ég ekki skrifa annað á heimasíðu mína en það sem er þóknanlegt Svavari Gestssyni. Þá siðavöndun mun ég hafa að engu. Baráttan fyrir viðurkenningu á nýrri tækni er oft löng og ströng. Viðhorf tveggja forystumanna Al- þýðubandalagsins gagnvart því, hvernig ég hef nýtt mér tölvutækn- ina í opinberum störfum, sýna mér, að enn eiga þeir nokkra leið inn í samtímann. BJÖRN BJARNASON, menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Að hafa efni á lítillæti Frá Alberti Jensen: ÖRUGGLEGA eru konur jafnfærar til flestra starfa sem karlar. Hlutirn- ir liggja bara ekki eins fyrir öllum og skiptir ekki hvort kynið á í hlut. Oft getur framkoma verið allt sem á veltur. Nokkuð er síðan ég fór á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, vegna sérstakra mála. Ég var síður hrifinn þegar ég lauk erindi mínu áður en það hófst. Þó var hún kurteis. Vegna málefna fatlaðra átti ég fund með Guðmundi Áma Stefáns- syni þegar hann var heilbrigðisráð- herra og nú fyrir stuttu með Friðriki Sófussyni fjármálaráðherra. Báðir þessir menn voru líflegir og áhuga- samir í umræðunni. Það var vel þess virði og ánægjulegt að hitta þá. Líka fyrirhafnarlítið að ná til þeirra og ekki reynt að koma fundunum á full- trúa. Margar undanfarnar vikur hef ég og formaður SEM reynt að ná fundi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra. Fyrirstaðan þar er ritari sem er nokkuð ósamkvæm sjálfri sér og mætti sér að skaðlausu vera al- mennilegri. Á sínum tíma varð óbilgirni borg- arstjórnar gagnvart bíistjórum SVR ein af ástæðum þess að fólkið skipti um stjórn. Nú virðist svo, að bílstjór- arnir séu aftur farnir að valda for- stjórapirringi. Sú sem nú er forstjóri virðist valkyija. Hún ætlar greinilega ekki að láta þessa menn, sem beijast í tímahraki með miklu meiri ábyrgð en hún og langtum þynnra umslag, hafa áhrif á stjórnsemi sína. Reynsla vagnstjóra varðar hana litlu. Það má lesa allt um slíkt, eða hvað? Þegar tveir vagnstjórar fengu áminningu útaf nánast engu, hefði átt að reka forstjórann og koma á vinnufriði. Vagnstjóramir skipta öllu máli. Þeir hafa reynsluna. Minnsta mál að fá nýjan forstjóra. Bílstjórarn- ir, þeir hjá ferðaþjónustu fatlaðra ekki undan skildir, eiga betra skilið en ósamvinnuþýðan forstjóra sem heldur að hann sé alit í öliu og viti allt betur en aðrir. Þeim forsvars- manni sem finnst lítið til um starfs- menn sína, vil ég benda á það sem mörgu „stórmenninu" sést yfir: „Enginn er svo smár að ekki sé betra að hafa hann með sér en móti.“ Það hefur margsýnt sig að það er ekki á allra færi þeirra sem í forsvaii eru að sýna skilning og lítillæti. I slíkt þarf persónuleika sem tekur sjálfan sig ekki svo alvarlega að það valdi hrolli nálægra. Það óskiljanlega fyrir margan verkstjórnandann er, að lítil- læti og tillitssemi er margföld verð- mætasköpun og setur viðkomandi á hærra pian. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Hvað skal segja? 25 Væri rétt að merkja eitur-úðaða garða með áletruninni Aðvörun? Svar: Sögnin að aðvara er komin úr dönsku (advare) og þar með nafnorðið aðvörun. En þar sem ekki er sagt á íslensku að vara að, heldur vara við, væri rétt áletrun Viðvörun. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.