Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Iþróttavændið Frá Birni Th. Björnssyni: ÞEGAR keppnisíþróttir hófust í sunnanverðri Evrópu, nautaleikarn- ir á völlunum við Knossos og síðar á gríska meginlandinu, í Delfí og Ólympíu, var til þess stundað, að tign og leikni mannslíkamans væri sett í fagra umgerð, svo áhorfendur nytu ekki aðeins yndis leikanna sjálfra, heldur um leið unaðar fag- urs umhverfís, náttúru og lista- verka. Þegar síðan Rómverjar taka upp íþróttahugsjón Grikkja, spara þeir ekkert við sig og gera leikvang- ana mikilfenglega og fagra. Circus Maximus í Róm, hraðkeppnisbraut- in mikla (þar sem nú heitir Piazza Navona) tók 250 þúsund áhorfend- ur í sæti, og var ekki aðeins með völdum trjágróðri umhverfis, heldur einnig með eyju í miðri braut þar sem fagur runni af hávöxnum trjám jók á tign staðarins. Og hvar sem Rómverjar fóru norður álfuna, reistu þeir mikilfenglega leikvanga, svo sem stóra leikvanginn í Nimes sem enn stendur að heilu og er enn notaður. Þannig hélst sú fagur- fræðilega íþróttahugsjón fram eftir öldum, að leikunum sjálfum og áhorfendum væri sýnd sú virðing, að eitt færi með öðru, unaður leik- anna og svalandi umhverfisfegurð. En hvernig er þessari fornu og fögru hugsjón nú komið? Forystumenn íþróttahreyfingar- innar, ef sæma ætti krambúðarmór- al þeirra slíku sæmdarheiti, hafa nú með öllu glatað bæði hugsjón og sjálfsvirðingu fyrir íþróttanna hönd. Allt er orðið fyrir peninga falt. Kjósi einhver kjúklingakarl eða svínaslátrari að klístra óhroða sín- um umhverfis á veggi leikvangsins, svo ekki séu nefndir olíubraskarar og aðrir loðnari, þá er ekki leidd að því hálf hugsun, að áhorfendur þurfi að þola þessa viðurstyggð ljót- leikans allt um kring. í handknatt- leik hef ég meira að segja séð, að leikmenn verða að hlaupa á pútum og uppblásnum grísum um allt gólf. Og fyrir ári eða tveim sá ég í sjón- varpi að félag nokkurt hafði í tilbót við hitt vændið selt rassana á leik- mönnum sínum hæstbjóðandi. Þeir tala um „íþróttahugsjónina" í ræð- um, en stunda lágkúrulegt vændi í raun. Orðabók Websters er löngu fræg fyrir rétta og kjarnyrta skil- greiningu hugtaka. Um vændi, prostitution, segir þar: Prostitution is „to sell oneself, one’s artistic or moral integrity for low or unworthy purposes". Að selja sjálfan sig, list sína eða siðferðilega sjálfsvirðingu til lítilmótlegra eða óvirðulegra nota. Það er slíkt vændi og ekkert annað sem hér er stundað. Um daginn opnaði ég fyrir sjón- varp og sá að yfír stóð íslenskur knattspyrnuleikur. Sem gamall Melavallarmaður langaði mig að vita hveijir ættust við, KR og Val- ur, eða Fram og Víkingur. Ég rýndi eftir félagsmerki á leikmönnum, en varð engu fróðari um keppinauta. Þar til sjónvarpsmaðurinn beitti aðdrætti, og þá sá ég framan á bringu leikmanns hver var að keppa: Olís! Ég held að sundstaðir séu ekki alveg jafnlangt leiddir og aðrir íþróttastaðir í óvirðingu við gesti. Samt eru þeir illilega smitaðir. Stundum skrepp ég í ágæta sund- laug í einu nági-annasveitarfélagi Reykjavíkur. í sturtunni þar eru oft aldnir heiðursmenn sem láta helti eða skekkju í mjaðmagrind ekkert hindra sig frá heilnæmi vatnsins. Því varð ég í fyrstunni glaður, þar sem ég sat í heitri laug og sá á útklíndum vegg, að þar var auglýst fullkomnasta grindarétting sem til væri hér á landi. Kannski gömlu vinirnir ættu sér þá bóta von. En nei! Þegar ég las betur, var þetta grindarétting á bílum, innan um pútur og svín og annað drasl sem ekkert kemur heilnæmi manneskj- unnar við. Afsiðun hefur ævinlega táknað endalok menningarskeiða. Sú mikla þjóðvitund sem hófst með ung- mennafélagahreyfingunni og hinum fyrstu íþróttasamtökum fól í sér merka framsókn á nýrri þjóðmenn- ingu íslendinga. Nú hefur siðblind- an, íþróttavændið, bundið enda á það þjóðarstolt. Mér sýnist áhugi landsmanna á hvers konar íþróttum þrátt fyrir allt það almennur, að ég trúi því ekki að íþróttahreyfing- in sé nauðbeygð til þess að draga sig fram á slíkum skækjulifnaði. BJÖRN TH. BJÖRNSSON, listfræðingur. SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 43 ^-Alþjóðlegt nám í Danmörku-^ Roskilde Efterskole er fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára, frá Danmörku, hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. Hægt er að stunda nám í 8., 9., 10 og 11. bekk í skólanum. Nútíma kennsluhættir, allir nemendur vinna á eigin tölvu, í tengslum við tölvuvætt bókasafn, innranet og alnet. Allir bekkir fara í tvær námsferðir á ári, t.d. til Hvíta Rússlands, Spánar, Englands eða Indlands. Ýmiskonar tómstundastarf: Blak og körfubolti, fótbolti, handbolti, tennis, leikfimi, hlaup, sund og aðrar íþróttir. Mörg íþróttamót. Einnig teikning, málun, leiklist, söngur og tónlist. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur í Reykjavík í lok október. Hringið eða skrifið og fáið bækling. Sími 00 45 46 32 17 57, símbréf 00 45 42 37 00 57. Roskilde Efterskole, Th. Bredsdorffs Allé 25, DK-4000 Roskilde. í nóvember Frá Árna Björnssyni: „SELTJARNARNESIÐ er lítið og lágt lifa þar fáir og hugsa smátt.“ Svo orti Þórbergur forðum, en ljóð hans um nesið var fast á efnis- skrá þeirra ljóða, er sungin voru í ölteiti stúdenta í æsku sendanda bréfs þessa. Síðan hefur nesið hvorki hækkað né stækkað, en þar lifa nú ekki leng- ur fáir tómthúsmenn og grásleppu- kallar í lágreistum torfkofum, held- ur fjöldi gildra og góðra borgara í hátimbruðum glæsihúsum, og kom- ast þangað færri en vilja. En hvað um hugsunina? Hefur hugarheimur Seltirninga víkkað og stækkað með híbýlunum? Séu orð og gerðir meirihluta bæjarstjórnar þar skoðaðar, vakna um það nokkr- ar efasemdir. Flest byggðarlög kringum Reykjavík eiga innan landamerkja Hvað á að gera við Nesstofu? sinna einhver sögu- og menningar- verðmæti og íbúar flestra hafa reynt að sýna þeim nokkrum sóma og þar með undirstrika gildi þeirra fyrir byggðarlagið og aðra er áhuga hafa. A Seltjarnarnesi er eitt hið merk- asta þessara verðmæta, en það er Nesstofa. Enginn einn staður á landinu hefur að geyma jafnsögu- lega höfðun til íslenskrar læknis- fræði og þetta hús. Því hafa lyfja- fræðingar og áhugamenn um sögu læknisfræðinnar lagt grunn að því að koma þar upp myndarlegu safni um sögu læknis- og lyfjafræði á íslandi. Nesstofa er fallegt hús, sem stendur á einum fallegasta stað á Seltjarnarnesi, þó nokkuð hafí verið þrengt að því á undanförnum árum og nú kreppir enn að. Séu þau áform lögð til hliðar, er ennþá mögulegt að skipuleggja svæðið kringum hús- ið þannig að það fái notið sín í fram- tíðinni og að hægt verði að byggja upp minjasafn um íslenska læknis- fræði, sem bæði verði fræðunum og byggðarlaginu til sóma. Skorað er á íbúa Seltjarnarness að koma í veg fyrir að búraháttur meirihluta bæjarstjórnar verði til þess að álit Þórbergs á andlegheit- um þeirra, festist við þá um alla framtíð. ÁRNI BJÖRNSSON, læknir og áhugamaður um sögu læknisfræðinnar. 16.930 Flug og hótel kr. 19.930 Lundúnaferðir Heimsferða hafa sannarlega slegið í gegn og nú bjóðum við glæsilegt tilboð í nóvember fyrir þá sem vilja tryggja sér góðan aðbúnað og spennandi ferð til þessarar höfuðborgar Evrópu. Við erum stolt af að kynna nú nýtt hótel, frábærlega staðsett, skammt frá Oxford stræti með góðum að- búnaði fyrir farþega okkar. Bókaðu ferðina þína strax og tryggðu þér sæti til þessarar höfuðborgar Evrópu og njóttu um leið öruggrar þjónustu íslenskra fararstjóra Heimsferða í London. m mci * RftYMONDWEIL. SEIKQ * CITIZEN « PIPPPDDT. CIJCCI 1956 1996 1 í tilefni 40 ára afmælis verslunarinnar bjóðum við 20-50% afslátt dagana 30. sept.-5. október af öllum vörum s.s. úmm, klukkum og skartgripum. 1 Þeir sem versla fyrir 5000,- kr. eða meira fá vandaða quartz verkjaraklukku í kaupauka. • Getraun í sýningaglugga RAYMOND WEIL úr í verðlaun. GENEVE - 40 ár á sama stað - GARÐAR ÓLAFSS0N úrsmiður - Lækjartorgi - s. 551 0081. Tmr.r.1 • raymondweil.* PiippnnT* seikqi • PiERRE R49 .MAIN QMEGA. Aðeins 80 sæti á sértilboði Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, 4. og 11. nóv., mánudagur til fimmtudags. Hvenær er laust? 4. nóv. - 32 sæti 7. nóv. - 17 sæti 11. nóv. - 37 sæti 14. nóv. - 21 sæti 22.930 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, lnvemess Court með morgunverð, 4. og 11. nóv., 3 nætur. 26.930 Verð kr. Invemess Court, 14. nóv., 4 nætur, m.v. 2 í herbergi. HEIMSFERÐIR m Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.