Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 44
'4 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Höfum hafið störf í Kópavogi ó Hórsnyrtistofunni Anna Berglind Denna KLÍPPt ^ SKorið Hamraborg 10. Sími 564 3933. 3 LAUSSTÖRF Garnbúðin Tinna, útgefandiað PRIÚNABLAÐINUÝR , óskar að ráða í eftirfarandi störf. 1. Tölvusetning. Starfið fellst í uppsetningu uppskrifta, svo sem innslætti og gerð munsturteikninga. Miðað er við að viðkomandi vinni sjálfstætt heima fyrir og getur starfið því einnig hentað vel fólki sem býr út á landi. Viðkomandi þarfað hafa tölvu til umráða sem og alnetstengingu, kunna á notkun QuarkExpress, Corel Draw eða sambærilegra umbrotsforrita. Hann þarf að hafa þekkingu á prjónaskap og geta þýtt uppskriftir á ensku og norsku. 2. Auglýsingaöflun - PRJÓNABLAÐIÐ ÝR. Starfið fellst í því að afla auglýsinga fyrir ört vaxandi blað. PRJÓNABLADID ÝR hefúr komið út í 8 ár og hefúr blaðið selst upp síðastliðin tvö ár. Miðað er við að viðkomandi starfi sjálfstætt. 3. Afgreiðsla. Gambúðin Tinna óskar eftir starfskrafti við afgreiðslu á álagstímum nokkra daga í mánuði. Við leitum að einstaklingi sem kann að prjóna og hefur reynslu og áhuga á afgreiðslustörfúm. Ef þú hefúr áhuga á einhverjum af þessum störfúm þá sendu okkur umsókn fyrir 15. október merkt: GARNBÚÐIN TINNA, STARF 1996, Hjallahraun 4, 220 Hafnarfirdi. Öllum umsóknum svarað. Gambúðin Tinna er heild- og smásala með prjónagam sem og rekur Prjónaskóla Tinnu. Ft. var stoínað árið 1981 og starfa þar sex manns. Kennt er í byrjendn-, framhnlds- og talæfingaflokkum. DANSKA - NORSKA SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA ÞÝSKA - KATALONSKA ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA BÓKHALD - ÍSLENSKAI - VÉLRITUN -ANDLITSTEIKNUN VATNSLITAMÁLUN - BRAUÐBAKSTUR - LJÓSMYNDUN SILKIMÁLUN - BÚTASAUMUR - FATASAUMUR og fjöldi annarra nómskeiða Innritun i símum: 564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 18.00-21.00. I DAG BRIDS Omsjón Guömunilur Páll Arnarson í SÍÐASTA hefti ítalska bridsblaðsins er minningar- grein um spilara að nafni Primo Levi. Dálkahöfundur hafði aldrei áður heyrt á þennan spilara minnst, en það er augljóst að á Ítalíu hefur hann verið vel kynntur og þótt afburða spilari. í greininni eru birt þrjú frá- bær spil með Levi í aðalhlut- verki, sem sjálfsagt er að leyfa lesendum Morgun- blaðsins að njóta. Byijum á varnarspili, þar sem Levi leikur betur þekktan sam- landa sinn grátt — sjálfan Garozzo: Norður ♦ 1086 9 KGIO ♦ KD3 ♦ D1052 Vestur Austur * G2 ♦ D95 9 94 llll 9 87632 ♦ G109765 11 llll 4 2 ♦ 943 ♦ G876 Suður ♦ ÁK743 9 ÁD5 ♦ Á84 ♦ ÁK Levi var í austur í vörn gegn sex spöðum Garozzos. Eins og sést er spilið afar einfalt til vinnings, en Levi tókst með að snjallri blekk- ingu að afvegaleiða Garozzo. Útspilið var tígulgosi, sem Garozzo tók heima og lagði niður spaðaás. Og elds- nöggt, fylgdi Levi lit með drottningunni!! Garozzo bjóst við að drottningin væri annað hvort blönk eða frá DG tvfspili, en þar eð hann mátti gefa einn slag á tromp, hlaut að vera rétt að spila næst smáum spaða að tíunni til að veijasta 4-1-leg- unni. Vestur fékk því næsta slag á spaðagosa. Hann spil- aði tígli og Levi trompaði. Afmælistilkynningar þurfa að berast blaðinu með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara og þriggja daga fyrirvara í sunnudagsblað. Að gefnu tilefni þarf sam- þykki afmælisbarns að fylgja með og eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númcr. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Misrétti ÞAÐ ER NÚ svo komið að ráðherrar og þingmenn eru löngu hættir að bera virðingu fyrir fólkinu í landinu. Það er smjaðrað fyrir útlendingum svo að þeir vilji heimsækja eða búa í landinu. T.d. eiga útlend- ingar auðveldara með að fá verkamannabústaði en íslendingar. Launin hér á landi eru þau lægstu í Evrópu og víðar, þó er þessi þjóð með ríkustu þjóðum heims. Þingmenn og ráðherrar fá borgað sumarfrí, frítt bensín, risnukostnað, bfla, þóknun fyrir fundi og fleiri aukalaun. Á meðan þeir lægst launuðu fá að- eins hluta af launum sín- um sem varla duga fyrir mat eða fyrir fötum á bömin og ekki er ætlast til að þeir fari í sumarfrí. (Og það virðist sem verið sé að passa það að þau komist alveg örugglega ekki í frí yfirleitt.) Þessir þingmenn eru auðsjáan- lega bara að hugsa um gróða og aftur gróða, sama hvernig hann er fenginn. Hafa það sem afsökun að ef þeir hækki launin hjá einhveijum, þá þurfi þeir að hækka skatta, í stað þess að jafna út frá sínum fríðindum í nytsamari og betri laun fyrir fólkið í landinu. Þessir þingmenn eru sko ekkert á þinginu fyrir fólkið í landinu, bara fyrir sjálfa sig. Hvað gerðu þeir þegar fólkið mót- mælti þegar þeir skertu ellilífeyrinn og örorkubæt- urnar, en hækkuðu sín eigin laun um 40.000 kr. sem eru mánaðarlaun at- vinnuleysingja. Þeir hlust- uðu sko ekki mikið á fólk- ið og breyttu engu. Þeir bara biðu þangað til látun- um linnti. Og hugsuðu sem svo: Tja, þetta er bara bóla sem á eftir að hverfa. Ég legg til að safnað verði undirskriftum í land- inu öllu, um að þessir menn segi af sér embætt- um, þar sem þeir eru ekki færir til að stjórna, eins og lýðurinn vill. Því hér á landi á að vera lýðveldi. Og þessir menn eru þama í þjónustustörfum til að þjóna fólkinu í landinu. Þannig hefur þetta verið hugsað í upphafi, því fólk- ið kýs í stjórn. Að þessu loknu, verður reiknað út hvað flölskyld- ur þurfa mikla peninga til að lifa mannsæmandi lífi, og mið tekið af því til launagreiðslna. Og reikna það vel út svo allir verði ánægðir, svo að hægt sé að halda þeim launum sem mest stöðugum í framtíð- inni. Það kann að vera að þú haldir að þetta verði aldrei að veruleika, en hér er komin ný kynslóð með nýjar hugmyndir sem geta orðið til góðs. Þetta mann- lífsskipulag hefur verið of lengi staðnað. Þetta við- horf er skref fram á við til breyttrar og vonandi betri tíðar. K.H. Holl lesning „TIL VARNAR sálinni" er fyrirsögn á viðtali við Kristján skáld frá Djúpa- læk sem birtist í Morgun- blaðinu 9. desmber 1979. Það er holl lesning. Það sem kom mér til að grípa pennann var frá- sögn af einelti í skóla. Hvað veldur og hvernig á að bregðast til varnar. Það er ekki hægt að einhveijir einstaklingar fái að bijóta niður aðra einstaklinga. Ég veit ekki hvað þeir sem við skólana starfa geta gert, en ég trúi að þeir séu allir af vilja gerðir til að hjálpa þeim sem fyrir eineltinu verða. Þó virðist þeim ekki verða mikið ágengt. En hvað með börnin sjálf, skólafélagana, þau eru velflest góð og heil- brigð börn sem aldrei dytti í hug að leggja stund á þetta heimskulega athæfi. Gætu þau ekki reynt að hafa áhrif á þau sem hafa álpast út í athæfið svo þau sjái sóma sinn í að láta af því. Það mætti þó ekki gerast með ofbeldi því það leiðir aldrei til góðs. Ég treysti þeim alveg til að finna réttu leiðina. Ég ætla að leyfa mér að hugleiða orð Kristjáns skálds, þar sem hann seg- ir: „Ég trúi fastlega á lög- mál orsaka og afleiðingar. Ekkert illt mun láta sín óhefnt, og ekkert gott mun láta sér ólaunað." Gleymum því ekki. Þ.S. Ferjubakka-krakk- ar ætla að hittast HRÖNN Jóhannsdóttir leitaði til Velvakanda því hún er að smala saman öllum þeim krökkum sem ólust upp í Feijubakka í Breiðholti á árunum 1968-1985. Ætlunin er að hittast og gera sér glaðan dag og er fólk beð- ið að hringja til Hrannar í síma 587-3339 hið fyrsta. Víkveiji skrifar... IFRETTUM FRA ESB, sem Vík- vetji las á dögunum, segir, „að sjá megi glögg merki þess að evr- ópsk nýsköpun, framleiðsla, verzlun og þjónusta sé að dragast saman vegna aukinnar hlutdeildar banda- rískra og japanskra fyrirtækja í heimsverzluninni". Hvað veldur því að Evrópa heldur ekki sínum hlut í heimsviðskiptum? Ritið tíundar líklegar orsakir. Það sem fyrst er nefnt er að Evrópuríki eyði ekki að jafnaði nema 2% af þjóðartekjum í rannsóknar- og þró- unarvinnu á móti 2,7% í Bandaríkj- unum og Japan. Þessi fyrst taldi orsakaþáttur lakrar viðskiptastöðu Evrópu mætti vera okkur Islendingum íhugunar- efni. Við sitjum heldur aftarlega á merinni í rannsóknar- og þróunar- starfi. Okkur virðist láta betur að blóðmjólka náttúruauðlindir en að treysta undirstöður velferðar til framtíðar með rannsóknar- og þró- unarstarfi. xxx • • ONNUR íhugunarverð skýring: „Ekki eru til samræmd evrópsk lög fyrir fyrirtæki. Ef þau vilja sinna Evrópumarkaði verða fyrirtækin að laga sig að lagabók- staf 15 mismunandi ríkja, ólíkt því sem gerizt með fyrirtæki í Banda- ríkjunum og Japan.“ Rekstrarum- hvprfið er pkki nægilega jákvætt fyrirtækjunum og framleiðslunni. Evrópa stendur ótvírætt framar- lega í vísindum hvers konar. Á skortir hins vegar að Evrópuríkjum, flestum hveijum, hafi tekizt að nýta þá vísindaþekkingu sem til staðar er eins vel í þágu atvinnulífs- ins og Bandaríkjamönnum og Jap- önum. Er ekki kominn tími til að við íslendingar tökum okkur alvarlegt tak í þessum efnum? XXX UMHVERFISMÁL eiga vaxandi áhuga fólks. Hjá sumum er áhuginn þó aðeins í orðum. Kaffi- húsaspekingar tala gjarnan — og tala mikið — um þessi efni sem önnur „háleitari" mál. Það virðist þeim jafn eðlilegt að grafa hendur djúpt í vösum aðgerðarleysisins. Athafnamenn tala á hinn bóginn í verkum. Það gera Sunnlendingar. Sveitarstjórnarmál skýrðu nýlega frá könnun og mati á umhverfis- gæðum á Suðurlandi. Blaðið segir: „Kannað er með rannsóknum ástand neyzlu- og nytjavatns, fráveitumál, sorphirða, auk ástandskönnunar ýmissa annrra þátta umhverfismála á Suð- urlandi, í dreifbýli og á þettbýlis- stöðum. Stefnt er að því að þróa og aðlaga á sjálfbæran máta og að samspil byggðar og umhverfis hyggi á virðingu fvrir náttúrnnni og vistkerfum hennar." Lofsvert og eftirbreytnilegt framtak atarna! xxx TRÚIN hefur verið einn helzti hvati og hreyfiafl í þroska- sögu mannsins, segir Sigurbjörn biskup Einarsson í fallegri bók, „Haustdreifum". „Hin æðri trúar- brögð hafa hvert með sínum hætti fætt af sér listir og fijógvað listir. Þar er kristnin stórum atkvæða- mest. Það er óumdeilt, að listsköpun hefur aldrei í sögunni náð hærra en í mestu verkum kristinna meistara, sem beinlínis, með vitund og vilja, létu gáfu sína þjóna tilbeiðslu kirkj- unnar. — Þetta er mun ótvíræðast á sviði tónlistar ...“ Kirkja getur verið listaverk í hönnun og sjón, lofgerð til skapara alls sem er. Sama máli gildir um búnað sumra guðshúsa, sem hrífur alla er fegurð unna. En máski rís list og reisn mannsins hæst í textum og tónum hinna stórfenglegri kirkjuverka. Það er því þröngsýni að mati Víkveija, að ekki sé nú stærra upp í sig tekið, þegar sagt er að listin „skyggi" á lesið orð úr predikunarstól. Listin setur fagnað- arboðskapinn þvert á móti í viðeig- andi ramma. Trúlega kemst maður- inn aldrei nær Guði sínum, hér í heimi, en í fegurstu trúarlegum list.averkum kynslóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.