Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 56
Það tekur aðeins eirtn ■virkan dag að koma póstinum PÓSTUR þfnum til skila OG SÍMJ varða víðtæk tjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLADIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK í A-KR á Akranesi Búist við um 5.000 manns BÚIST er við rúmlega 5.000 knattspyrnuunnendum á Akra- nesvöll á leik ÍA og KR í dag, sunnudag, ef veðrið verður eins gott og spáð hefur verið að sögn Þórdísar Arthúrsdóttur, ferðamálafulltrúa á Akranesi. Hún sagði að fólk virtist ætla að koma allstaðar að. M.a. væri von á hópum frá Bolungarvík, Skagaströnd og Akureyri. Talsverður viðbún- aður lögreglu og björgunar- sveita verður á Akranesi vegna þessa mikla mannfjölda sem von er á. Úrslitaleikur KR - ÍA, verð- ur í dag kl. 14. „Við mælum eindregið með að fólk komi sjóleiðis en þijú skip verða í siglingum frá Reykjavík; Ár- nesið, Elding og Akraborgin sem leggur af stað frá Reykja- víkurhöfn kl. 11.30,“ sagði Þórdís. Ný reglugerð um lækkun tollverndar á papriku til 1. nóvember Verðlækkun boðuð GENGIÐ var frá nýrri reglugerð í landbúnaðarráðuneytinu í vikulokin um verðlagningu á papriku, sem miðar að lækkun verndargjalda í áföngum til 1. nóvember. Verndin á papriku er nú 30% verðtollur og 397 krónu magntollur. Forstjóri Hag- kaups kveðst fagna þessum tíðindum og segir áhrifanna munu gæta í paprikuverði í næsta mánuði. Með nýju reglugerðinni verður frá 1. til 6. október 22,5% verðtollur og 298 krónu magntollur og frá 7. októ- ber fer talan niður í 15% verðtoll og 199 krónur magntoll. Frá 14. til 31. október er verðtollurinn 7;5% og 99 króna magntollur. Frá 1. nóv- ember er síðan heimilt að flytja inn papriku án verndargjalda sam- kvæmt ákvæðum EES-samningsins. Vilja draga úr sveiflum Ólafur Friðriksson, deildarstjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu, segir að stjórnvöld hafi ákveðið að láta lækka verndargjöldin fyrr á árinu en tíðkast hefur. Hann segir að þetta sé gert fyrst og fremst vegna þess að verðið hef- ur verið mjög hátt á papriku núna og auk þess vilja menn reyna að draga úr öllum sveiflum og taka þannig verndina af í áföngum. Flestar stórar matvöruverslanir selja nú papriku á tæplega 800 krón- ur. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir eðlilega matvöruálagn- ingu á papriku hjá fyrirtækinu án þess að vilja gefa upp hversu mikil hún er. Mjög langur vegur sé frá því að hún nái 40:50% eins og sum- ir hafi haldið fram. Hann bendir á að almenn álagning í matvöruversl- unum sem bjóði fulla þjónustu sé yfirleitt undir 20% og algeng meðal- talsálagning sé nálægt 15% að hans mati. Kenning um of hátt verð Hagkaup fær að hans sögn af- slátt af verði papriku miðað við skráð söluverð frá Sölufélagi garðyrkju- manna, en hann sé ekki meiri en svo að um sé að ræða töluvert lægri álagningu en er alla jafna á þessari vöru. Alagning Hagkaups sé full- komjega sanngjörn að hans mati. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að heildsöluverðið sem hafi verið við lýði hjá sölufélaginu hafi verið óþarf- lega hátt. Ég veit ekki hvort verðið helgast af því að eignaraðilar félags- ins hafi viljandi haldið uppi verði til að minnka eftirspurnina og koma í veg fyrir innflutning, en það er að minnsta kosti ein af_ kenningunum sem heyrast," segir Óskar. Óskar segir að um 10% af þeirri papriku sem verslunin kaupi séu fengin beint frá bændum, en hún sé seld á sama verði og önnur papr- ika. „Við vitum ekki hvernig við ættum að skipta því niður á við- skiptavini okkar á misjöfnu verði og jöfnum þetta út. Ekki er hægt að draga þá ályktun að við fáum paprik- una frá bændum á sama verði og sölufélagið, enda eru annars konar samningar og samkomulag við þá en félagið," segir hann. Hagkaup undirbýr nú innflutning á papriku sem Óskar kveðst eiga von á að komi í verslanir strax eftir helgi. Verð þeirrar papriku verði lægra en nú er á boðstólum, þrátt fyrir að um dýran flutningsmáta sé að ræða. . Morgunblaðið/RAX Tvær árásir í borginni Beinbrot- inn í ráns- tilraun ÞRÍR til fjórir menn réðust á rúm- lega þrítugan hoilenskan ferðamann við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Mað- urinn hlaut handleggs- og lærleggs- brot auk áverka í andliti. Hafnarstarfsmenn fundu manninn ósjálfbjarga við Faxaskála í gær- morgun. Hann tjáði lögreglunni að honum hefði verið gengið niður á höfn eftir að hafa farið út að skemmta sér i miðborginni á föstu- dagskvöld. Á hafnarbakkanum hefðu 3 til 4 menn ráðist á hann og reynt að ná af honum fjármunum. Honum hefði hins vegar tekist að sleppa frá þeim. Hollendingurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi með sjúkrabíl. Hann gekkst undir aðgerð vegna lærleggsbrotsins á Landspítalanum í gær. Ráðist á hjólandi mann Ráðist var á mann og hann sleginn í höfuðið á mótum Laugavegar og Skólavörðustígs snemma í gærmorg- un. Maðurinn var á reiðhjóli þegar hann varð á vegi ungs pars. Parið réðst að manninum án tilefnis að því best er vitað. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á andliti. Ekki er þó talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða. Unga fólkið, sem er 19 ára gamalt, var handtekið. -----♦ ♦ ♦---- Tíðari ferðir til Bret- landseyja FLUGLEIÐIR fjölga flugferðum til Bretlandseyja um næstu mánaða- mót. Frá 27. október verður flogið sex daga vikunnar milli Keflavíkur og Glasgow í stað þriggja og frá 31. október níu sinnum til London. Á fimmtudögum og sunnudögum verð- ur morgun- og kvöldflug. Símon Pálsson sölustjóri Flugleiða segir það sögulega stund fyrir Flug- leiðir að fljúga tvisvar á dag til Lond- on, og það opni marga möguleika fyrir félagið í markaðssetningu leiða milli Bandaríkjanna og Bretlands. ■ Flogið tvisvar/Cl Tölvuþrjótar settu grófar klámmyndir inn á heimasíðu háskólanema Tölvukerfi HÍ þoldi ekki álagið VÍ og MR ” takast á ÁRLEG keppni Verslunarskóla íslands og Menntaskólans í Reykjavík fór fram í Hljómskálagarðinum á föstu- dag. Nemendur skólanna tókust á í ýmsum þrautum, meðal ann- ars reiptogi, grautarglímu, rop- keppni og svonefndu Mexíkó- hlaupi. Einnig fór fram „drag“ keppni, þar sem karlmenn komu fram í kvenmannsfötum. Fulltrúi MR forfallaðist og stað- gengill hans brá sér í hlutverk fatafellu í staðinn. Verslunar- skólinn vann þá þraut og hafði eftir daginn sjö stig en MR fjög- ur en MR vann ræðukeppnina um kvöldið og hlaut þar með farandbikar sem keppt er um. ÓPRÚTTNIR aðilar brutust fyrir skömmu inn á notendasvæði laga- nema í Háskóla Islands og komu þar fyrir á sjötta tug grófra klám- mynda. Viðkomandi aðilar virðast hafa komist yfir leyniorð nemans eða fundið leið til að sniðganga það. Innbrotið uppgötvaðist fyrir skömmu, þegar fjöldi heimsókna inn á heimasíðu nemans urðu svo margar að netþjónusta HÍ þoldi ekki álagið. Svo virðist vera sem sökudólg- arnir hafi jafnframt kynnt á alnet- inu að umrædd heimasíða geymdi klámefni, því að álag á tölvukerfi skólans jókst skyndilega. 86 þúsund innlit á sólarhring Á sama tíma var verið að gera við hluta af tölvukerfinu og héldu umsjónarmenn þess að álagið væri af þeim sökum. Þegar álaginu linnti ekki þoldi netþjónn HI ekki lengur við og var málið þá kannað. Þá kom í ljós að 86 þúsund sinnum á einum sólarhring hafði verið farið inn á heimasvæði umrædds nema til að sækja þangað gögn, þ.e. ná í mynd- ir af svæðinu, sem endurspeglar gríðarlegan fjölda heimsókna þang- að. „Heimsóknir voru frá Malasíu, Tævan, Evrópu og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt, þannig að síðan virðist hafa verið auglýst á mjög góðum stað. Til samanburðar má geta þess að hingað til hafa mest um 15 manns skoðað síðuna mína á sólarhring, auk þess sem mér skilst að allt tölvukerfi HÍ þoli hámark 100 þúsund heimsóknir í heild á sólarhring," segir Elfur Logadóttir laganemi sem varð fyrir þessu óskemmtilega tölvuinnbroti. Þegar Elfur fór inn á svæði sitt í seinasta mánuði til að skoða tölvu- póst, fékk hún á skjáinn tilkynningu um að búið væri að loka fyrir að- gang hennar og hún ætti vinsam- legast að hafa samband við for- stöðumenn Reiknistofnunar HÍ, sem hefur umsjón með tölvukerfi skólans. „Þegar ég mætti á fundinn fékk ég upplýsingar um hvað var á seyði og síðan var ég yfirheyrð um málið og virtust menn halda í fyrstu að ég væri umræddur klámhundur. Eg maldaði vitaskuld í móinn og þegar Reiknistofnun skoðaði málið betur kom í ljós að klámefnið var unnið inn í svæðið á annan hátt en það efni sem frá mér kom, sem sýndi að um einhvern annan var að ræða,“ segir Elfur. Enn áhugi á heimasíðu Þegar nafn hennar hafði verið hreinsað var henni úthlutað nýju lykilorði og kveðst hún vona að hremmingum hennar að þessu leyti sé lokið. Þótt búið sé að hreinsa klámefnið af svæðinu segir Elfur enn gæta mikils áhuga á heimasíðu hennar og þannig séu skráðar yfir þijú þúsund heimsóknir á nokkrum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.