Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 7 ar farið með flesta, við vorum svo útkeyrðir eftir þessa viku,“ segir Eggert. Þegar búið var að tilkynna hveqir hefðu staðist prófið fengu nýliðarnir hver sinn flugmiðann og máttu fara heim í frí. „Foreldrar mínir voru mjög hissa þegar ég kom heim í fyrsta skiptið og það fyrsta sem mamma sagði var „fékkstu ekkert að borða?" Ég held að ég hafí lést um tíu kíló fyrstu fimm vikurnar." Eftir fyrsta fríið tók skólinn við og þá hófst kennsla í sjóhernaði með áherslu á stjórnun, siglingarfræði, fjarskipti og „taktík“. Eggert var eitt ár í Horten. Eftir það fóru margir félagar hans til starfa en Eggert ákvað að sækja um liðsforingjaskólann í Bergen. Eggert telur að það mikilvægasta sem hann lærði í Sjóherskólanum hafi verið að kynnast sjálfum sér í gegnum aðra. „Mannleg sam- skipti skipta svo ótrúlega miklu máli í her- mennsku. Við fengum ströng skilaboð um að maður á alltaf að segja sína meiningu á æfing- um og ef þér finnst eitthvað um aðra persónu áttu alltaf að láta hana vita af því. Þetta er mjög þroskandi og gengur út á að læra að treysta hver öðrum sem er í raun það mikilvæg- asta við að byggja upp her. Þetta var ekki sérstaklega auðvelt fyrir mig í byijun. Ég hef alltaf verið talinn frekar ein- ráður og gjarn á að fara eigin leiðir. Það var líka eitt af því sem ég fékk að heyra. Ég þótti bæði einstrengingslegur og skapbráður en fékk hrós fyrir að hafa mikið úthald og vera ábyrg- ur, hugmyndaríkur og ósérhlífinn.“ í skólanum var meðal annars lögð áhersla á hafrétt, þjóðarétt og hegningar- og refsi- rétt. Einnig eru þar kenndar aðrar bóklegar greinar á háskólastigi. Þar fyrir utan læra sjó- iiðsforingjaefnin siglingafræði ásamt stjórnun- arfræði. „Við fáum mikla þjálfun í siglingum, þá gjarnan tvær siglingar á viku,“ segir Egg- ert. „Það er oft mjög spennandi því að það krefst mikillar nákvæmni að sigla í skeijagarð- inum. Við fórum til Bandaríkjanna og tókum þar þátt í keppni í siglingafræði milli sjóher- skóla Atlantshafsbandalagsríkjanna. Þar urð- um við í öðru sæti og það þykir mjög gott.“ Ein kennslugreinin kom Eggert á óvart. „Við lærðum samkvæmisdansa einu sinni til tvisvar í viku í hálft ár. Ég þótt nú ekki sá efnilegasti í dansskólanum. Það kom mér svo- lítið á óvart að við skyldum vera settir í dans- kennslu. Ég hafði annað í huga þegar ég kom hingað, en þetta er hluti af náminu, ásamt dansleikjum sem eru haldnir." Skólinn hefur mikil samskipti við aðra sjó- herskóla og töluvert er um ferðalög nemenda. „Við fórum síðastliðið sumar á samnorræna kadettastefnu til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gotlands. Þar hittust sjókadettar frá öllum Norðurlandaþjóðunum og tóku þátt í íþrótta- keppni. Þegar við komum á staðinn var búið að flagga fánum allra Norðurlanda nema js- lenska fánanum. Svo fréttist að það væri ís- lendingur í hópnum og þá var íslenski fáninn dreginn að húni og ekki bara á einum stað heldur út um allt. Þetta er í fyrsta og kannski síðasta skipti sem það er flaggað bara fyrir mér. Ég tók þetta sem virðingarvott við landið og eins merki um vilja til að hafa okkur íslend- inga með.“ Eggert segir nemendurna fá góða fræðslu um ástandið í alþjóðamálum. „Við fengum fyrirlestra til dæmis um nýtt skipulag innan Atlantshafsbandalagsins, framtíð þess og almennt um öryggismál í Evrópu. Þetta hefur lítið verið rætt í fjölmiðlum á Islandi en það hefur verið talað að leggja Atlantshafs- bandalagið niður í núverandi mynd. Annað, sem kannski er áhyggjuefni, er að Bandaríkjamenn eru ekki jafnviljugir og þeir hafa verið að taka þátt í varnarstarfi. Það hefur til dæmis verið rætt að stofna varnarbandalag innan Evrópu- sambandsins. Þetta hefur gert það að verkum að það er stöðugt verið að ræða framtíð NATO og eins hvar Bandaríkjamenn myndu standa ef úr yrði. Ég er þeirrar skoðunar að Atlantshafs- bandalagið eigi ekki að draga saman seglin, en efast um að það sé gott að stækka það til aust- urs og taka inn Eystrasaltsríkin. Rússar myndu líta á það sem ógnun.“ Eggert segir Norðmenn verða mjög hissa þeg- ar hann segir að íslendingar hafi ekki her. Þeir spyiji þá gjarnan hvað við ætlum að gera ef eitthvað gerist. „Við höfum víkingasveitina og Landhelgis- gæsluna en báðar þessar stofnanir virðast vera í fjársvelti," segir Eggert. „Síðastliðið sumar tók ég þátt í heræfingu á íslandi ásamt sérsveit frá norska hernum. Bandaríski herinn kqm með sinn varnarstyrk sem er eyrnamerktur íslandi. Þeir skipuleggja varnir og framkvæma þær og þá er aðallega lögð áhersla á virkjanir og fleira. Menn eru að reyna hvernig það er að þurfa að beijast við íslenskar aðstæður og fyrir þá er það enginn leikur. Nokkrir urðu til dæmis fyrir ofkæl- ingu á miðju sumri og það segir sína sögu.“ íslenskur her Eggert telur tvímælalaust vænlegt fyrir unga menn á Islandi að fara út í nám í hermennsku. Hann segir marga kunningja sína hafa lýst áhuga á því en ýmsir geri sér rangar hugmynd- ir um hernað sem ættaðar séu úr bíómyndum. „Fyrstu jólin mín á íslandi eftir að ég byijaði í þessu sagði amma mín við mig í jólaboði: „Heyrðu, Eggert, vilt þú ekki kaffi - og þú sem ert að læra að drepa fólk!“ Það fyrsta sem fólki dettur í hug er að við séum að læra að drepa. Námið gengur fyrst og fremst út á það að læra að lifa af og bjarga sér við ýmsar aðstæður. I rauninni er það rækilega meðfætt hjá okkur öll- um hvernig á að ganga frá náunganum. Það þarf ekki að kenna það, menn verða sérfræðing- ar í því eftir örfáa daga á vígvellinum. Okkur er kennt að nota þau verkfæri sem eru jafnmik- ið ætluð til varnar og sóknar." Verði stofnaður her hér á landi telur Eggert ólíklegt að um herskyldu verði að ræða, enda tæpast þörf á því. „Mér virðist vera til feikinóg af fólki sem hefur áhuga og myndi vilja fara út í svona lagað,“ segir Eggert. „Það hefur mikið verið hringt í mig til að fá upplýsingar um þessi mál. Ég bjóst ekki við því fyrirfram að þessi áhugi væri fyrir hendi á íslandi. Norðmenn segja að þeirra her hafi gefið þeim margt þrátt fyrir að það sé auðvitað dýrt að hafa her. Hérna er herskylda og því hefur stór hluti af ungum mönnum verið í herþjálfun. Kostirnir við þetta eru að mínu mati margir. Það sem flestir finna fyrir er að viðhorfin breytast töluvert og sjálfs- aginn hjá fólki styrkist. Það að virða aðra í sam- skiptum er mikilvægur þáttur í herþjálfun. Éf að við hefðum aðstöðu til herþjálfunar á íslandi gæti það gert okkur að mörgu leyti hæfari til að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi hjá stofnunum eins og Sam- einuðu þjóðunum eða NATO. Læknar og EGGERT vopnum búinn á vetraræfingu. SIGLINGAFRÆÐI var stór þátt- ur í þjálfuninni. Eggert er hér á vakt í brúnni á norsku herskipi VÍTISVIKAN reyndi á þolrifin svo um munaði. Hermennirnir voru matarlausir í viku og urðu að lcggja á sig erfiðar æfingar í bleytu og kulda. aðrir sem vilja starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna þurfa að fara erlendis í þjálfun eins og sýndi sig núna þegar stríðið stóð yfir í Bosníu. Islenskir læknar voru þjálfaðir hérna í Noregi. Ég tel að við ættum að minnsta kosti að gera samning við eitthvert land um að þjálfa okkar fólk.“ Það voru nokkrar stúlkur í skólanum með Eggert og segir hann þær hafa staðið sig mjög vel. „Stelpurnar hafa alveg jafna mögu- leika á við strákana. Noregur er fyrsta þjóð- in sem á kafbátsforingja sem er kona.“ Egg- ert er ekki á því að æskilegt sé að konur séu í fremstu víglínu. Hann segir reynslu ísraels- manna hafa sýnt að það lami baráttuþrek karlanna. Þeir hafi ekki þolað að sjá konurn- ar særðar eða drepnar á vígvellinum. „Að sumu leyti eru konur betur til þess fallnar að vera á vígstöðvum. Þær virðast eiga auð- veldara með að bregðast við skyndilegu álagi. Þetta hefur með hormónastarfsemina að gera. Þegar karlmenn hvorki borða né sofa í langan tíma þá hætta þeir að framleiða karlhormón og veldur það miklum geð- sveiflum í byijun og þeim hættir að vaxa skegg. Konur virðast þola svona álag betur til lengri tíma. Þær hafa einnig fituforða sem er til þess fallinn að takast á við langvar- andi álag. í sérsveitum eru þeir strákar sem standa sig best ekki neinar Rambó- eða Schwartzenegger-manngerðir með mikla vöðva og dimma rödd. Þeir strákar sem eru í sérsveitunum eru yfirieitt litlir, mjög venju- legir í alla staði og skera sig ekkert úr.“ Sér sveitarþj álfun Eggert stefnir nú að því að öðlast sér- sveitarþjálfun. „Ég sótti um að komast í sér- sveit en það er ekki öruggt að ég verði tek- inn inn. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki að hafa möguleika á þessu nema um sérstaka samninga sé að ræða á milli landa. Ég hef fengið svar um _að ég fái leyfi til að reyna að komast inn. Ég er eini liðsforinginn sem sækir um og það hefur ekki gengið þrautar- laust að fá leyfið. Ef ég kemst inn tekur við hálft ár í mjög strangri sérsveitarþjálfun. Það eru svona um það bil 10 prósent sem komast inn. Mér hefur ávallt verið mjög vel tekið hérna í Noregi og komið fram við mig alveg eins og Norðmann. Það hefur auðvitað gert mér kleift að ná lengra en ella. Þegar smugudeil- an stóð sem hæst fékk ég stundum smáskot frá félögum mínum og það kostaði mig alln- okkra bjórkassa, auðvitað var það meira í gríni en alvöru. Hins vegar gættu yfirmenn mínir þess vel að koma ekki með neinar yfir- lýsingar eða athugasemdir á meðan á þessu stóð og ég var þakklátur fyrir það.“ Höfundur stundar háskólnnám í Bergen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.