Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FROSKURINN OG FATAN a mer EF FROSKUR er settur í fötu með köldu vatni liggur hann kyrr. Þótt heitu vatni sé bætt út í svo vatnið hitni smám saman hreyfir hann sig ekki og deyr. Hann hefur ekki gert sér grein fyrir breyt- ingunni. Sé hann aftur á móti settur ofan í sjóðandi vatn stekkur hann snarlega upp úr fötunni og bjargar lífi sínu. Hann skilur þörfina á að breyta. Þessa myndrænu sögu af frosk- inum sagði sálfræðingurinn og fyrirlesarinn dr. Katharine C. Esty í upphafi máls síns á ráð- stefnu um sjálfbæra þróun á 21. öld og hlut- verk Islands í henni. Hún tók froskinn í föt- unni sem dæmi um nauðsyn á að finna að breytinga er þörf og læra að bregðast við. „Change-masters“ nefndi hún þá frum- heija sem skilja og halda áfram að ýta á aðra þar til rödd þeirra heyrist. Einna mikil- vægast sé að skilja og hafa kraft til að breyta stefnu þegar þörf kall- ar. Hún nefndi líka blökkumannaleiðtog- ann Martin Luthe/ King, sem sagði: „Ég draum“. Hann sagði ekki: Ég er hér með hugmynd, sem kannski gæti komið að gagni. Við verðum að skoða hana vel, skipa nefnd...“ Kannski var óþarfi að hlusta á þessa merku alþjóðlegu fyrir- lesara um ýmsa þætti i framtið mannlífs á jörðinni og viðbrögð við þeim til að vita hve brýn þörfin er orðin á að breyta og bregðast við. Nefnum aðeins tvennt úr fyrirlestri Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytis- stjóra. Á síðustu 25 árum hefur fólksfjöldinn á jörðinni aukist um 50%, 100 tegundir hverfa úr lífríkinu dag hvem og skóg- arnir minnka óðum. Til að halda uppi núverandi lifnaðarháttum fyrir þennan mannfjölda, miðað við núverandi notkun á náttúru- auðlindum í iðnaðarlöndunum, þyrfti 10 Jarðir eins og þessa sem við búum á. Varla fer á milli mála að við, á þessum litla skaga út úr Asíu og norður af Afríku sem við köllum Vesturlönd og á norður- partinum af Ameríku, fáum varla mikið lengur að sitja ein að gæðum jarðar. Þess sjást hvarvetna merki. Austurlönd fjær eru að taka af okkur einok- un á mörkuðum og til varnar neyðumst við til að hópa okkur saman í viðskiptabandalög. Hvert sem litið er sjáum við að þessi gamalkunni heimur breyt- ist svo ört að varla er langt í að allur skarinn krefjist þess sama og við höfum og fái það. Þegar það gerist hægt, eins og þegar skvettur af sjóðandi vatni komu i fötuna til frosksins svo að vatnið smáhitnaði, skynjar fólk ekki breytinguna, lærir ekki á hana og ferst í sinni fötu. Víða sér þess merki að farið er að volgna undir okkur. Eng- inn neitar því lengur að þess er farið að gæta í lofthjúpnum kring um jörðina með merkjan- legum ýmiskonar breytingum á veðurfari. Annar fyrirlesari, Sir Shridath Ramphal, fyrrv. ráð- herra frá Guyönu og formaður Breska samveldisins, benti á hvaða áhrif minnstu veðurfars- breytingar hefðu á eyjaklasa eins og hans í Karíbahafinu. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Benti á að afleið- ingarnar gætum við merkt í frétt- um af vaxandi flóðum í hitabelt- inu og Pakistan. Jafnvel í hegð- un fellibyljanna sem hitta strendur Ameríku. Hann fjallaði um framtíð mannkyns á þrösk- uldi nýrrar aldar og vitnaði m.a. í ummæli franska skáldsins Pauls Valerys: Framtíðin er ekki það sem hún var! Það gætum við nú verið viss um að hún yrði ekki. En ef framtíðin er ekki eins og hún var, getum við þá verið eins og við vorum eða erum? Með lífið suður í fátæku löndunum eins og það er og líf- ið hér norðurfrá eins og það er? Varla! Þetta á eftir að jafnast og breytingin verður léttari með því að huga að viðbrögðum í alheimssamfélagi. Heimspekingurinn Páll Skúlason ræddi einmitt ábyrgð mannsins á framtíðinni. í hve ríkum mæli við gætum tekið ábyrgð á framtíðinni? Og þá hvaða framtíð, framtíð hvers? Lífs á jörðu? Mannkyns? Þjóðar eða samfélags? Einstaklingsins? Hann reyndi að kortleggja og finna ábyrgðinni stað á vissum sviðum. Hvar við hefðum mögu- ieika og ættum að leggja áherslu. Hann kom inn á frelsi og ábyrgð, leist held ég ekki á ef skorið væri á naflastrenginn þar á milli. Þessir fáu fyrstu fyrirlestrar, sem ég varð að láta mér nægja, vöktu ótal gárur í sinni. Sem betur fer standa vonir til að þessi merka ráðstefna í Reykja- vík verði ekki bara hugvekja sem liður frá þegar hópurinn dreifist. Því undanfari hennar er Framtíðarstofnunin, sem kynnt var á opnum fundi í Nor- ræna húsinu. Hennar hlutverk er að vera vettvangur hér á landi um málefni framtíðar, svo- nefnda vistvæna þróun og stöðu Islands í samfélagi þjóðanna. Loksins erum við farin að líta fram á 21. öldina. Ekki seinna vænna, enda bara fjögur ár. Samt erum við nú ekki komin lengra en svo að þegar við tölum um gróðurhúsaáhrifin og breyt- ingar á veðurfari, skrifum jafn- vel undir alþjóðasamninga um að sleppa ekki meiri koltvísýr- ingi út í loftið um aldamót, byrj- um við strax að reyna að svindla okkur frá því með því að segja að við ætlum að rækta svo mik- inn skóg til að vinna súrefni að við getum aukið útblásturinn á móti. Munu þá ekki aðrar þjóðir segja: Við höfum svo mikla skóga svo við hljótum að geta haldið áfram að senda mengun- arefni út í loftið? Á kannski á alþjóðavísu að setja jafnaðar- merki á milli gróðurs og útblást- urs mengunarefna? Við færum líklega ekki vel út úr því, eða hvað? MAIMIULÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR 7YcV7t) varb um orku-hvirfils kenningu atómvísindanna? Orku-hvitjUs atóm Lord Kelvin MARGAR góðar hugmyndir sem hafa komið inní vísindin hafa fallið í gleymsku á ný, sumar hveijar um stundarsakir þó, vegna breyttra sjónarmiða. Þetta hefur stundum verið til skaða fyrir framgang vísind- anna og þá um leið veruleika okkar allra, sem enn á ný varð þoku- kenndur. eftir Einar Þorstein. Undrabarnið William Thomp- son var fæddur í Belfast á írlandi árið 1824. Ellefu ára var hann kominn í háskólanám í Glasgow og þar varð hann síðan líka prófessor eftir frekara nám í Cambridge tvö- falt eldri eða tutt- ugu og tveggja ára. Ævi hans var samfelld sigur- ganga vísinda- manns. Hann var fremstur í flokki þeirra sem lögðu á ráðin með lagninu fyrsta fjar- skiptakapals yfir Atlantshafið og hlaut aðalsnafnbót fyrir vikið árið 1866 og varð í framhaldi af því lávarður árið 1892. En áður árið 1890 varð hann einnig forseti breska vísindaráðsins. En það er einn mesti heiður sem breskum vísindamanni hlotnast. Ofan á þetta bættist að hann hlaut „the Order of Merit“ bresku krúnunnar árið 1902. Er hann lést árið 1907 var hann grafinn við hlið Sir Isa- acs Newton í Westminster Abbey. Lord Kelvin, en það varð hið þekkta nafn hans, er þekktastur fyrir að vera faðir vannaorkufræð- innar. Hann skilgreindi núllstig varmans (-273,15 Celsiusgráður) og mælieining hita er nefnd eftir bærið orku-hvirfilsatóm. Eins og kunnugt er eru orku-hvriflar til sem náttúruleg fyrirbæri bæði í vatni og lofti en aðeins um stund- arsakir. Kelvin átti því í nokkrum vandræðum með að skilja hvernig minnsta eining efnisins gæti verið eins konar eilífur hvirfilsveipur. Eða uns hann fékk aðstoð frá honum. Með öðrum vísindamönn- um setti hann fram alheims varmageymslulögmálið og lögmál- ið um hreyfanleika gass. Hann vann einnig mikið með rafmagn og segul- svið og fann upp mælitæki á því sviði sem enn eru notuð, eins og spegil-gavanomæl- inn, dynamó-mæl- inn og skipskompás sem er varinn segjulsviði. Á þessum tímum álitu vísindamenn að minnsta eining efnisins, atómið, væri massíft í gegn. Sú hugmynd kom meðal annars frá Newton. Þetta var líka nefnt billj- ard-kúlu hug- myndin. Þegar Sir William Thompson (þá ekki enn Lord) var 43 ára sá hann í einni svipan í sýn að þetta var ekki rétt. Hann sá atómið sem hvirfil- sveip og seinna nefndi hann fyrir- PRÓFESSORINN ungi: William Thompson 1846. LÆKNISFRÆÐI/£r^ hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Risahvannir ogfleiri eitraðarjurtir SUMIR virðast halda að allt, eða a.m.k. flest, sem kemur úr náttúr- unni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleym- ist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kókaín, ópíum, digitalis, koffín og kannabis en þar að auki er mikill fjöldi eitraðra efna sem eru minna þekkt. Fyrir utan þessi eiturefni eru ýmis sem valda ofnæmi með út- brotum, snertiexemi eða gera húðina svo viðkvæma fyrir Ijósi að jafn- vel innilýsing getur valdið bruna (annars stigs) með vessandi blöðrum og sárum. Plöntur sem geta valdið útbrotum af ýmsum toga er að finna nánast alls staðar í umhverfi okkar, sem stofublóm, garðagróður, græn- meti eða villtar jurtir úti í náttúrunni. Sumar af hættulegustu plöntun- um, t.d. risahvannir, er auðvelt að þekkja og þess vegna auðvelt að varast. Víða í görðum á íslandi er að finna risahvannir sem sumar geta orðið 2-3 metrar á hæð og eru oft til mikillar prýði og stolt margra garðeig- enda. Þarna er einkum um að ræða bjamarkló en til eru fleiri tegundir risa- hvanna (af ætt- inni Heracleum). Risahvannir eru svo nefndar vegna þess að þær líkjast og eru skyldar ætihvönn en eru miklu stærri. Nokkrar tegundir risahvanna vaxa hér og er dálítill ruglingur á nafn- giftum þannig að handbókum ber ekki saman en algengastar eru bjarnarkló, tröllahvönn og tromsö- pálmi. í því samhengi sem hér um ræðir eru allar tegundir risa- hvanna álíka eitraðar. Risahvannir er að finna í görðum víða um land en einn stað er auðvelt að vísa á í Hljómskálagarðinum í Reykjavík, nálægt gatnamótum Hringbrautar og Bjarkargötu, þar sem blasa við tveir myndarlegir brúskar. Risa- hvannir eru eitraðar á þann hátt að berist safi úr blöðum eða stönglum á húð, veldur það ljó- sertiexemi. I safa plöntunnar eru efni (einkum efnið psoralen) sem sogast fljótt inn í húðina og valda því að hún verður ofurviðkvæm fyrir útfjólubláu ljósi. Við minnstu birtu fær viðkomandi annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum sem oft eru í rákum eða skellum þar sem plöntusafinn straukst eða draup á húðina en slíkt kallast ljósertiexem. Útbrotin koma oftast 5—18 klst. eftir sólbað og eru verst eftir Vh til 2 sólar- hringa. Húðin er viðkvæm í nokkr- ar vikur og eina ráðið er að veija viðkomandi húðsvæði fyrir ljósi en það getur verið erfitt, t.d. í and- liti. Þegar brunasárin hafa gróið skilja þau oftast eftir brúna bletti sem geta verið mörg ár að hverfa. Slysin verða þegar fólk er að klippa eða grisja plönturnar eða við leik hjá börnum, t.d. ef þau nota hola stöngla plöntunnar fyrir blásturspípur. Mörgtilvik af slæm- um bruna eftir risahvannir eru þekkt hér á landi og hafa sjúkling- arnir leitað á heilsugæslustöðvar eða til sérfræðinga í húðsjúkdóm- um. Hættulegast er ef fólk kemst í snertingu við plöntur sem eru eitraðar á þennan hátt og fer síðan í sólbað eða á sólbaðsstofu. Hér á landi eru þekkt nokkur tilvik af slæmum bruna hjá fólki sem vann við að snyrta og pakka selleríi (blaðselju) og fór síðan á sólbað- stofu. Fjöldinn allur af plöntum inniheldur efni sem gera húðina viðkvæma fyrir ljósi og geta vald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.