Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 11 Húðin er mjúk og nær hrukkulaus og hvítt hár- ið myndar ramma um fínlegt andlit Sigur- bjargar Lárusdóttur, þar sem hún situr 87 ára gömul í stólnum sínum og tekur ljúflega á móti gestinum. Þegar hún lít- ur á myndina í blaðinu af fegurðardrottning- unni frá 1930 og haft er orð á að hún sé enn jafn falleg, segir hún:„Mér finnst ég nú ósköp lík, bara svolítið yngri þarna!" Hún man vel eftir því þegar hún frétti að hún hefði verið númer tvö í samkeppninni. Það var ekkert verið að tilkynna henni það. Þá vann hún á miðstöð Bæjarsímans í Reykjavík. Hún heldur að vinkona hennar _ þar, Asta Pétursdóttir seinna kona Björns Ólafssonar ráðherra, hafí sent inn myndir af stelpum sem þar unnu. Það var eftirsótt að vinna á símstöðinni og þar var kátur og skemmtilegur hópur ungra kvenna og í hópnum fallegar stúlkur. „Þegar myndirn- ar af þeim sem unnu birtust sögðu sumir að við hefðum fengið að vera með í þessari sam- keppni í Teofani-pökkunum af því að við reykt- um svo mikið. En við vorum 50 og ég held að engin okkar hafi reykt.“ Sigurbjörg vann á Bæjarsímanum á árunum 1927-1930. Þar var mikið að gera við að af- greiða öll símtöl í bænum. Sumir fóru að þekkja röddina og sögðu áður en þeir báðu um númer- ið: Er þetta fröken Sigurbjörg? Þegar Sigur- björg hætti þar fór hún til Kaliforníu, þar sem hún átti föðursystur, Oddfríði Eiríksson, sem hana hafði alltaf langað til að heimsækja. Faðir hennar, sr. Lárus Halldórsson prestur á Breiðabólstað á Skógaströnd var þá látinn, en móðir hennar Arnbjörg Einarsdóttir á lffi. Hún ólst upp á Breiðabólstað til níu ára aldurs, er þau fluttu til Reykjavíkur. Faðir hennar dó úr „stóru pestinni 1918“. Hélt til Kaliforníu „Það var ægilega gaman að fara vestur. Við vorum þijár saman, hinar, Kristín Áma- dóttir og Anna Jónsdóttir, höfðu hugsað sér að læra hárgreiðslu. Þetta var mikið ferðalag. Við fórum með skipi til Québec í Kanada og þaðan með lest til Winnipeg, þar sem við áttum einhveija ættingja. Þar fréttum við af manni, sem ætlaði að aka til Kaliforníu og fengum far með honum með því að borga okkar hlut í kostnaðinum. Svo hinar tvær slógust í för með mér og fóru til Los Angeles þar sem þær lærðu hárgreiðslu og giftust báðar Bandaríkja- mönnum. Ég fór til San Diego til frænku minnar, sem rak þar verslun og dóttir hennar var í háskóla. Þar fór ég að læra hraðritun og vélritun í Kelsey Jenney Commercial Scho- ol, ætlaði að búa mig undir skrifstofuvinnu." En Sigurbjörg ætlaði sér heim til Islands. „Það var maður heima sem mér fannst sárt að missa af, Baldvin Einarsson hjá Eimskip. Þegar ég var komin til San Diego kom í ljós að ég var ófrísk. Mér hafði ekkert dottið það í hug, var svoddan barn. Var komin Ijóra mánuði á leið þegar ég fór til læknis. Það var ekkert auðhlaupið að því að komast heim aft- ur. Ég átti svo dóttur mína Angelu þar. Frænk- um mínum fannst það allt í lagi og voru fjarska góðar við mig. Þarna var ég í þijú ár. Frænka mín taldi svo betra fyrir mig að fara með telp- una heim.“ Það gerði Sigurbjörg. Var hún trúlofuð heima? „Nei, ég reiknaði með að við yrðum hjón. En það breyttist allt saman. Hann hafði hitt aðra. En við vorum alltaf góðir vinir.“ „Mamma lofaði telpunni að vera og ég fór út að vinna. Ekki þó í fyrra starf, enda var sjálfvirki síminn kominn og þurfti svo fáar stúlkur. En ég vann á skrifstofu^ hjá Garðari Gíslasyni í eitt ár og síðan hjá SIF, Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda í Ingólfshvoli í Austurstræti. Þar voru þessir karlar að flytja út fisk, Kristján Einarsson, sem var giftur systur mágs míns, og Ríkharð Thors. Við unn- um oft fram á kvöld. Ríkharð gekk um gólf Fegurðardrottning frá 1930 Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURBJÖRG Lárusdóttir, 1996. Nýlega birtust myndir af þremur stúlk- um, sem hlutu flest atkvæði þjóðar- innar í myndasamkeppni úr Teofani- sígarettupökkum um fegurstu stúlku -------------------—------------- á Islandi. Sigurbjörg Lárusdóttir var í öðru sæti. Elín Pálmadóttir hafði upp á henni á umönnunar- heimilinu Skjóli og sá að hún er enn gullfalleg. VUfí urbji 0tZl og beið eftir útflutningsskjölunum og fleiru frá okkur. Nei, við fengum ekki greidda auka- vinnu, en höfðum hátt kaup, 200 krónur á mánuði.“ Hitti mannsefnið á Borginni Mannsefnið sitt, Braga Steingrímsson dýra- lækni, hitti Sigurbjörg 1935. „Ég var með nokkrum stelpum í kaffi á Hótel Borg og Guðmundur Árnason með okkur. Bragi þekkti hann, kom að borðinu til okkar og bauð öllum hópnum heim. Hann sagði mér seinna að hon- um hefði strax litist svona vel á mig. Þýsk eiginkona hans var nýfarin frá honum, aðeins viku fyrr. Við hittumst sannarlega á réttri stundu. Mér fannst hann svo myndariegur og skemmtilegur. Við vorum mjög ástfangin." Ári seinna fóru þau upp að Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi og giftu sig. Voru í mánuð í ferð- inni. Rósa systir Sigurbjargar var gift Þórarni Árnasyni, syni sr. Árna, og þau þjuggu þar með foreldrum hans. Þar sem sr. Árni var að heiman, gaf aðstoðarpresturinn sr. Þorsteinn Lúter Jónsson brúðhjónin saman. Bragi stundaði dýrlækningar í Reykjavík, en hafði ekkert fast starf. „Það var Jón Þor- láksson borgarstjóri sem hafði skilning á því að þyrfti dýralækna og fékk hann til að skoða allar kýr í umdæminu þar sem seld var mjólk til Reykjavíkur. Það voru einu föstu tekjurnar. Það var heldur enginn skilningur á að þyrfti dýralækni úti á landi, en Jón beitti sér líka fyrir því að fengnir yrðu dýralæknar í fjórðung- ana. Við bjuggum í íbúð sem Bragi átti á móti Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara á Freyjugötu 42 og ég hélt áfram að vinna til 1938. Þá var stofnað dýralæknisembætti á Isafírði og Bragi fékk það. Við vorum þar í tvö ár. Grímhildur, elsta dóttir okkar Braga, fæddist 1937 og síðan hin hvert af öðru. Við áttum 8 börn saman, það yngsta fæddist 1949. Bragi fékk um það leyti dýralæknisembætti á Austurlandi og við bjuggum eitt ár á Eski- firði, tvö ár á Eiðum og 1945 var byggður bústaður fyrir dýralækni á Egilsstöðum. Það var mikill munur að fá einbýlishús til afnota. Þar var ágætt að vera og við vorum á Egils- stöðum í 13 ár. Bragi hafði keypt gamlan Willisjeppa af Stebba Gutt á Reyðarfirði. Þetta var rammgerður bíll, líklega sá besti sem við áttum. Herbílamir voru svo sterkir. Það var ekki fyrr en við vorum komin suður 1964 að það hafðist loks í gegn að hann fengi embætt- isbíl. Þá bjuggum við á Stóra-Fljóti í Biskups- • tungum og hans embætti náði yfir efri hluta Árnessýslu. Í millitíðinni hafði hann leyst Sigurð Hlíðar af á Akur- eyri. Það var heil- mikið stand að vera alltaf að koma sér fyrir.“ Svo missti Bragi heiisuna, segir Sigur- björg. „Hann hafði verið úti í mýri að lækna hest, þurfti að vaða vatnið í frosti. Það kom drep í fótinn og þurfti að taka hann af honum. Hann dó 1971. Við bjuggum þá á Baldursgötu 9 í Reykjavík. Baldur tví- burabróðir hans átti húsið og við keyptum það af hon- um, nema viðbygginguna. Þarna hefí ég svo búið þar til fyrir 2-3 árum að ég kom hing- að á Skjól. Raunar er heimilið þar enn, yngsta dóttir mín er þar. Börnin giftu sig öll og fóru, ein er gift í Noregi. Þau eru öll vel lukkuð og góð við mig. Og það er fólkið hér á Skjóli líka. Mér líð- ur vel og ég er ánægð. Engin ástæða til að fá hrukkur," segir þessi snyrtilega, fallega kona þegar við kveðjum. U mh verfismála- námskeið í HÍ NÁMSKEIÐ í umhverfismálum verður haldið í Háskóla íslands. Til þess er stofnað fyrir nemend- ur í Verkfræðideild og Raunvís- indadeild en öðrum er fijálst að taka þátt í því eða einstökum kennslustundum, einnig þeim sem ekki eru skráðir í Háskóla íslands. Flutt verða 10 erindi og er gert ráð fyrir umræðum á eftir hverju þeirra. Námskeiðið verður á mánudögum kl. 17 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Stúdentar sem á fyrra ári tóku þátt í hluta af samsvarandi nám- skeiði geta nú tekið það sem á vantaði til að fylla upp í námsein- ingu. Eftirtalin flytja erindi: 30. september: Unnsteinn Stefáns- son, prófessor emeritus: Hafið sem umhverfi; 7. október: Aðal- heiður Jóhannsdóttir, lögfræð- ingur, framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarráðs: Náttúruvernd í framkvæmd; 14. október: Magn- ús Jóhannesson, verkfræðingur, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytis: Sjálfbær þróun; 21. októ- ber: Arnþór Garðarsson, prófess- or, formaður Náttúruverndar- ráðs: Um náttúru íslands og náttúruvernd; 28. október: Ingvi Þorsteinsson MS, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins: Gróður og jarðvegseyðing á íslandi og endurheimt landgæða; 4. nóvem- ber: Júlíus Sólnes, prófessor í byggingarverkfræði, fyrrverandi umhverfisráðherra: Gróðurhúsa- áhrif og skuldbindingar íslands í því tilliti; 11. nóvember: Þorleif- ur Einarsson, prófessor í jarð- fræði: Umhverfisáhrif mann- virkjagerðar; 18 nóvember: Jak- ob Björnsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og um- hverfi og 25. nóvember: Einar B. Pálsson, prófessor emeritus: Matsatriði í umhverfismálum. r i i i i i i i i i i i i i i i i i i L ---------------------------------------------------1 Lokað vegna breytinga til 2. október næstkomandi. Fótaaðgerðastofan, I Búðargerði 12, Reykjavík. Tímapantanir áfram í síma: 553 3205. Rósa Poroaldsdóttir, lögg. fótaðgerðafr. scrgr. fætnr sykursjúkra, inngr. neglur, stangar- og sílikonmeðferðir. Lokað | vegna breytinga til 2. október næstkomandi. Fegrun snyrtistofa, Búðargerði 12, Reykjavík. | Tímapantanir áfram í síma: 552 3205. Rósa Þorvaldsdóttir, meistari í snyrtifræði. | __________________________________________________I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.