Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI - 6. AFAIMGI TIGNARLEGIR gnýir voru meðal fjölmargra dýra í Ngorongoro- gígnum. Segja má að þar sé hægt að virða fyrir sér dýralíf Tanzaníu á einum stað. NORÐUR FYRIR MIÐBAUG ^ufjör&ur GÓÐRARVONARHÖFÐI Á TRÖLLASKAGA 6. áfangi / r K E N Y A * Afram heldur för íslensku fjölskyldunnar norður eftir Afríku. Nú liggur leiðin frá vin- gjamlegum íbúum Tanzaníu, í gegnum Kenya með viðkomu í höfuðborginni Nairobi ----------------------jp-----------——-------- og áfram áleiðis til Uganda. Þau Friðrik Már Jónsson, Bima Hauksdóttir og bömin Andri, Rannveig og Stefán lentu í ýmsum ævintýrum á þessari leið. EFTIR að hafa slappað af í Meserani Snake Park í tvo daga, var haldið í skoðunarferð í Ngorong- orogígnum, en þar er hægt að virða fyrir sér dýralíf Tanzaníu á einum stað. Eftir að hafa keyrt um 70 km á góðum malbikuðum vegi, tóku við um 50 km af hörmulegum vegar- slóða. Greinilega hafði þessi vegur komið illa undan rigningunni og voru ótrúlega djúpar holur í veginn. Það tók okkur tvo tíma að klöngr- ast þennan spotta. Þegar við komum inn í smábæ, áður en tekið er að klifra upp hlíðar Ngorongoro, var kaldhæðnislegt að sjá viðvörun- arskilti á veginum, sem sögðu „Hol- ur framundan". Einhvern tímann í fyrndinni höfðu verið hraðahindran- ir á götunni, en þær voru fyrir löngu horfnar ofan í þá sprengjugíga sem tekið höfðu völdin í tanzanískri vegagerð. Villidýr eftir pöntun Við þurftum að borga 100 dollara fyrir bílinn og mannskapinn, auk þess sem við þurftum að leigja leið- sögumann til að fara með okkur nið- ur í gígskálina. Það sem minnisverð- ast er frá þessum túr er útsýnið frá gígbarminum, en það lætur engan ósnortinn. Gígurinn, sem er útkulnað eldfjall, er 20 km í þvermál og um 500 m á hæð. Þar eru vatnsból sem aldrei þorna og þar af ieiðandi er hægt að ganga að því vísu að ávallt eru þar hjarðir villidýra, þó svo að þau flakki mikið á milli Ngorongoro, Serengeti og Masai Mara í Kenya. Þegar niður í gíginn var komið keyrðum við fram og til baka og sýndi leiðsögumaðurinn okkur það sem um var beðið. Vildum við sjá ljón fengum við þau, bæðum við um hýenur vorum við lóðsuð að þeim o.s.frv. Hjarðir villidýra þekja skálar- botninn, en þau eru spök og vön bí- laumferð. Við höfðum frekar á til- finningunni að við værum í dýra- garði, en ekki í þjóðgarði innan um villt dýr. Annað sem deyfir svolítið stemmn- inguna er hin gífurlega bílaumferð á staðnum. Mikið var af bílum frá hin- um ýmsu safarifyrirtækjum sem flytja ferðamenn um skálina. Yfir- leitt er um að ræða ríka ferðamenn sem borga þúsundir dollara fyrir að fljúga til Nairobi eða Dar es Salaam, gista á fímmstjörnu-hótelum og fá nokkurra daga safari um þekktustu þjóðgarða svæðisins. Að túrnum loknum vita þeir allt sem máli skipt- ir um villta náttúru Afríku. Allir voru þeir klæddir safarivestum og með barðastóra hatta. Hrikalegar aðdráttarlinsur, sem minntu einna helst á fallbyssur, stóðu út um alla bílglugga. Þrátt fyrir allt þetta er ferð niður í Ngorongoro ógleymanleg lífsreynsla. Fegurð staðarins gerir ferðina ómaksins virði, en fyrir þá sem vilja virða fyrir sér „villt dýr“ merkurinnar skal frekar bent á Etos- ha í Namibíu eða Hwange í Zimbabwe. Illa útbúið safarilið Er degi var tekið að halla, og tími kominn til að yfirgefa svæðið sem er lokað kl. 18, keyrðum við fram á indverska fjölskyldu sem hafði kol- fest Landróverinn sinn í drullupytti. Allt umhverfis voru fínu safaribílarn- ir, en þeir gátu ekki rétt Indveijunum hjálparhönd, þar sem enginn þeirra hafði meðferðis skóflu, dráttartóg, né annað sem ómissandi þykir í slík- ar ferðir. Við kipptum Landróvernum upp með spilinu við mikinn fögnuð viðstaddra, loksins fékk Suburbinn uppreisn æru. Fjölskyldufaðirinn ind- verski faðmaði okkur í bak og fyrir og bað Guð að vera með okkur. Vonandi verða fyrirbænir hans okkur happadrýgri en þær sem töframaður- inn í Malawi kastaði í kjölfar okkar forðum. Leiðin upp úr skálinni var töluvert erfíð vegna þess að vegurinn var örmjór og snarbrattur, auk þess sem við þurftum að keyra með blindandi kvöldsólina í augun. Á tjaidstæðið komust við seint um kvöld, þreytt en ánægð með vel heppnaðan dag og tvo ónýta afturdempara. Tanzanía kvödd Við lögðum af stað snemma morg- uns, eftir að hafa troðið okkur út af frábærum morgunmat, framreidd- um á suður-afríska vísu. Komum við í Arusha til að kaupa dempara og virða fyrir okkur hið tignarlega fjail, Ma Meru (4550 m) í síðasta sinn. Við tókum stefnuna á Kenya með eitt stykki kamelljón, sem krakkarn- ir höfðu orðið sér úti um á tjaldstæð- inu, í farteskinu. í umhverfí Arusha eru kaffí- og hveitiakrar, en fljótlega tekur við ótamin gresjan. Keyrt er um savannalönd til landamæranna og nú eru Masaiarnir með nautgripa- hjarðir sínar áberandi á leiðinni. Þessir stoltu hirðingjar, sem frá örófi alda hafa reikað fijálsir með hjarðir sínar um sléttur Tanzaníu og Kenya, eru nú orðnir ansi aðþrengdir þar sem stöðugt meira land fer undir ræktun eða þjóðgarða. Nöturleg staðreynd er að lifnaðarhættir þeirra eru ekki í takt við nútímann og menning þeirra er að fara sömu leið og menning Búskmanna sem áður áttu eyðimerkur Botswana og Namibíu. Upp úr hádeginu skráðum við okkur út úr Tanzaníu. Við höfðum átt þar góðan tíma og kynnst hlý- legri gestrisni íbúanna. Við höfðum ætlað að vera þar í eina viku en þær urðu sjö og við nutum hvers einasta dags. Þau orð sem við heyrðum oft- ast af vörum Tanzana voru: Jambo habase = halló, hvernig hefur þú það, og karibu = velkomin. Nútímaborgin Nairobi Það gekk greiðlega að komast yfir Kenya-landamærin, enda eru Kenyabúar vanir ferðamönnum. Þar sem við vorum ekki ákveðin með framhaldið, keyptum við ódýrustu áritun sem völ var á, einnar viku ferðaáritun fyrir 10 dollara á mann, 40 dollara þurfti að borga fyrir bíl- inn. Á landamærastöðinni var mikið af leiðinlegu og uppáþrengjandi liði sem reyndi að pranga inn á okkur allskonar rusli, eða vildi skipta pen- ingum fyrir okkur. Eina leiðin til að losna undan þessum lýð er að láta sem maður sjái hann ekki og gefast þeir þá fljótt upp. Leiðin til Nairobi var ekki sérstak- lega eftirminnileg nema þá helst fyr- ir það að lögreglan er með vegar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.