Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 15 Á tjaldstæðinu var ákaflega at- hyglisverður karakter frá Austurríki sem hefur eytt síðustu 12 árum í að ferðast um Afríku þvera og endi- langa. Þarna hittum við fólk frá Suður-Afríku og Sviss sem ætlaði í gegnum Zaire og var ákveðið að við hittumst í Kampala að þremur vikum liðnum. Krakkarnir undu sér hið besta hjá frú Roche. Hún var með átta hvolpa á tjaldstæðinu og voru Stefán og Rannveig að vasast í þeim allan dag- inn. Andri notaði hinsvegar tækifær- ið og fór út á lífið með hippalörfunum af tjaldstæðinu. Rós í mannlífsflórunni INDVERSK fjölskylda festi Landrover jeppa sinn í dýi og var þakklát fyrir að íslendingarnir gáfu sér tima til að draga jeppann úr festunni. GESTAHÓPURINN á tjaldstæði „mömmu“ Roche i Nairobi var fjölþjóðlegur. Stefán og Rannveig standa framan við fólk frá Israel og Sviss. Birna heldur um axlir „mömmu" Roche við hlið þeirra Friðriks Más (með húfu) og Andra. Frú Roche, eða mamma,. eins og hún er gjarnan kölluð af leigjendum sínum, er gömul ekkja af pólskum ættum. Hún hefur tekið á móti gest- um í aldaríjórðung og er fyrir löngu orðin þjóðsagnapersóna í ferðabrans- anum. Eitthvað hafa yfirvöld verið að stríða henni og loka þau staðnum reglulega en hún opnar jafnharðan aftur. Kerlingu þykir sopinn góður og höfðum við það á tilfinningunni að hún nærðist á vodka og sígarett- um. Best kunni hún við sig í partíi með flækingum staðarins. Oft á kvöldin, er við komum inní matsal- inn, voru þar nokkrir hippar saman komnir, reykjandi hass úr bambus- röri en hrókur alls fagnaðar var mamma gamla með vodkaflöskuna sína. Aldrei fór hún í rúmið án þess að stinga úr svo sem einni bokku og hún gat drukkið hvem þann und- ir borðið sem hætti sér í kapp- drykkju við hana. Kerla fór gjarnan út seinnipart dags og sneri heim aftur snemma kvölds. Var þá hægt að sjá hvernig ástandi hún var í, eftir því hvar hún lagði bíl sínum. Væri hún aðeins „miid“ lagði hún inni í bílskúr. Vel í glasi þýddi að lagt var á miðju tjaldstæðinu, en hefði hún blótað Bakkus ótæpilega lét hún sér nægja að stinga bílnum rétt inn fyrir hliðið og slangra svo heim að húsi, formæl- andi öllu sem á vegi hennar varð. Eitruðustu athugasemdirnar fengu þó ríkisstjórn og forseti landsins, sem að hennar áliti eru þeir verstu drullusokkar sem dregið hafa and- ann á þessari jörð. Morguninn eftir var hún svo mætt á veröndina fyrir allar aldir með kaffið sitt og morg- unsígarettuna, hugandi að „börn- um“ sínum og hundum. Hún er virt af öllum þeim sem njóta gestrisni hennar. Segja má að þá viku sem við vorum hjá henni, hafi hún verið Andra, Rannveigu og Stefáni sem amma, svo stjanaði hún við þau. Mamma Roche er sannarlega með skærustu rósum í þeirri mannlífs- flóru sem orðið hefur á vegi okkar það sem af er ferðalaginu. KENÝSKU börnin við landamærastöð á landamærum Uganda voru glöð. Sá litli lengst til hægri var mjög hrifinn af ljósu hári Rann- veigar og Stefáns og vildi sífellt fá að strjúka það. FJÖLSKYLDAN þurfti að greiða hátt gjald og borga fyrir leiðsögn- mann um Ngorongoro- gíginn. Lciðsögumaðurinn gaumgæfði bílinn, enda biluðu afturdempararnir á holóttum vegum á leið til gígsins. tálma á 30 km fresti. Þeir eru að leita að smygli, en veifa fólksbílum yfirleitt framhjá. Við komum til Na- irobi seinnipart dags og skelltum okkur strax í miðborgina. Fyrstu við- brögð okkar voru undrun, við vorum komin í nýtísku borg með breiðum strætum og háhýsum sem teygðu sig til himins. Nairobi á það þó sameigin- legt með öðrum borgum álfunnar að umferðarreglur eru ekki virtar en við vorum löngu hætt að láta það hafa áhrif á okkur, heldur tókum þátt í fjörinu af lífi og sál. Þar sem við erum að rúnta um borgina, brestur á þrumuveður og allar flóðgáttir himins opnast. Vatnið fossaði niður með slíkum ógnarkrafti að á svipstundu urðu breiðstrætin að beljandi elfum. Við misstum skyndilega alla löngun til þess að finna tjaldstæði og skráðum okkur inná Panafric-hótelið, sem er í hærri verðflokknum. Það var yndislegt eft- ir fleiri vikur í óbyggðum að komast í sjóðheitt bað, láta herbergisþjón- ustuna stjana við sig, liggja í bælinu og góna á sjónvarpið, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að safna eldiviði fyrir næstu máltíð. Ein nótt við svona lúxus stækkaði fjárlagagat ferðalagsins sem var þó orðið ansi vítt þegar hér var komið sögu. Við gerðum því upp reikning- inn næsta morgun og leituðum okkur að ódýrari gistingu. Fyrir valinu varð Mrs. Roche’s Camp Site (tjaldstæði frú Roche), sem er svolítið fyrir utan miðborgina. Eftir að hafa komið upp tjaldinu var rokið í að skoða borg- ina. Við létum bílinn standa á tjald- stæðinu og notuðum leigubíla, Mat- atus, til að komast allra okkar ferða. Frá frú Roche og niður í bæ kostaði um 1 dollara fyrir okkur öll. Ljósar og dökkar hliðar Nairobi er iðandi af lífi og nóg að skoða. Mikið er af áhugaverðum söfn- um, verslunum og mjög góðum veit- ingastöðum. Má þar nefna Carnivore (kjötæta), en eins og nafnið bendir til er hann ekki ætlaður grænmetis- ætum. Þar getur maður étið á sig gat af villibráð fyrir hlægilegt verð. Thorn Tree Cafe er vinsæll stefnu- mótsstaður og þar hittum við ferða- langa sem við höfðum síðast séð í Zanzibar og Malawi. Nairobi er einn- ig staður til að birgja sig upp af vist- um eða útvega sér vegabréfsáritanir fyrir áframhaidandi ferðalag, því flest Áfríkuríki eru með sendiráð í borg- inni. Borgin hefur líka sínar dökku hlið- ar. Fólksfjölgun er mikil sökum þess að straumur fólks er frá landsbyggð- inni til borgarinnar. Gífurlega stór fátækrahverfi, með allar þær mann- legu hörmungar sem þeim fylgja, hafa myndast í útjaðri borgarinnar. íbúatala Nairobi er nú um 2,5 millj- ónir, en reiknað er með að ein millj- ón bætist við á næstu fjórum árum. Glæpir eru tíðir í borginni og fengum við að kynnast því einn daginn. Við vorum á gangi í miðborginni, þegar Birna fann að krumla seilist ofan í vasa hennar. Hún sneri sér eldsnöggt við og náði að hremma gaurinn, og þar sem hún hélt að hann hefði náð kreditkortinu hennar hékk hún á honum. Vegfarendur dreif nú að og fór þá náunginn að biðja sér vægðar og sleppti pening- unum á gangstéttina. Hann vissi sem var að ef hann lenti í höndunum á lögreglunni ætti hann á hættu að vera lúbarinn. Við sáum aumur á honum og slepptum honum og varð hann frelsinu feginn og hvarf eins og byssubrenndur úr augsýn okkar. Á tjaldstæði frú Roche Á tjaldstæðinu ægði saman fólki frá öllum heimshornum, bæði bak- pokaferðalöngum og þeim sem voru á eigin bílum. Það var gaman að vera innan um þessa nútíma sígauna og andrúmsloftið á staðnum var frá- bært. Allir eru á leið til einhvers framandi ákvörðunarstaðar, Höfða- borgar, Zanzibar, Kairó, Timbúktú o.s.frv. Sumir virtust þó hafa dagað þarna uppi svo vikum og mánuðum skiptir. Tjaldstæði kosta 3 dollara á mann en frítt er fyrir börn. Einnig er hægt að leigja herbergi fyrir 5 dollara. Það eina sem hægt er að fínna að staðnum er öryggisgæslan, hún er engin. Eitt kvöldið var klippt á girðinguna, rétt við tjaldið okkar, en sem betur fer vöknuðum við í tæka tíð og náðum að hrekja þjófana á brott. Tveir bakpokaferðalangar voru ekki eins heppnir næstu nótt er öllum farangri þeirra var stolið. Það hafði mígrignt um kvöldið og höfðu þeir sett bakpokana sína í skjól á veröndinni, með því höfðu þeir brotið fyrstu rcglu í ferðalagi um Afríku: Aldrei að sleppa farangr- inum úr augsýn. Frá Kenya til Úganda Eftir eina viku í Nairobi var vega- bréfsáritun okkar útrunnin. Við kvöddum „mömmu" og settum stefn- una á Uganda. Lítið bar til tíðinda á leiðinni en seinnipart dags náðum við loks þeim merka áfanga að keyra norður fyrir miðbaug. Það fór þó lít- ið fyrir rómantík augnabliksins því að þegar við stóðum á baugnum brustu á þau ægilegustu haglél sem við höfum lent í. Ilafa höglin örugg- lega verið um einn sentimetri í þver- mál og mjög sárt að fá þau á sig. Við áttum fótum fjör að launa er við forðuðum okkur inn í bíl. Þegar við komum að landamær- unum voru þau lokuð, en okkur hafði verið sagt að þau væru opin allan sólarhringinn. Krökkt var af fólki í kringum landamærastöðina og þótti okkur ekki ráðlegt að tjalda þar. Við keyrðum því til baka eina fimm kílómetra þar til við komum að fyrsta vegartálmanum. Við feng- um að tjalda hjá lögreglunni og greiddum fyrir tvo pakka af síga- rettum. Morguninn eftir gekk greið- lega að komast í gegnum landamær- in, en síðustu kynni okkar af Kenya- mönnum var spilltur landamæra- vörður sem tók dollar fyrir að fylla út pappíra okkar. Þegar einu ævintýri sleppir tekur annað við. Framundan var Uganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.