Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ulla Kimmig ÍSLENSKI sjómaðurinn Ólafur á stutt ævintýri með þýsku verkakonunni Maríu eftir að hún hrekst frá bóndabæn- um. Hinrik Ólafsson og Barbara Auer í hlutverkum sínum. MARÍA heimsækir gyðinginn Bruno á sjúkrasæng. í leit að sama- stað í tilverunni IAPRÍL 1949 var sagt frá því i þýska dagblaðinu Lubecker Nachrichten að ðskað væri eftir konum til starfa í sveit á íslandi. Landkostir voru mjög lof- aðir og sagt að góð kjör biðu þeirra kvenna sem þekktust boðið. Fjöl- margar konur sóttu um hjá íslenska vararæðismanninum við Körn- erstraSe, enda var lífsbaráttan hörð í Þýskalandi á þessum árum. I vistráðningarsamningi sem þýsku konumar þurftu að skrifa und- ir kom fram að fyrst og fremst væri sóst eftir fólki „af norð-vestur- þýzkum stofni og einkum ættað frá Slesvig-Holstein, Hannover og vesturhluta Mecklenborgar". Það skyldi vera vant landbúnað- arstörfum, einhleypt, heilsu- hraust, hafa óflekkað mannorð og eiga ekki fyrir ættingjum að sjá. Um tvö hundruð þeirra kvenna sem sóttu um stóðust kröfurnar og fóru til starfa á íslandi. Margar flentust hér á landi, sumar giftust íslenskum mönnum, aðrar snem aftur heim, reynslunni ríkari. Þetta er sögulegur bakgrunn- ur myndar Einars Heimissonar um Maríu. Hún er ein þeirra kvenna sem láta til leiðast og snúa baki við kröppum kjörum og slæmum minningum í Þýska- landi eftirstríðsáranna og freista gæfunnar norður í höfum. Mar- ía er flóttamaður frá héraðinu Slesíu í austurhluta Þýskalands sem innlimað var í Pólland eftir stríð. Hún býr í flóttamannabúð- um í Lúbeck þegar hún sér færi á að komast burt. Loforðin standast ekki Á íslandi fær María vinnu hjá systkinum á afskekktum bæ. Fátt stenst af því sem lofað var í auglýs- ingu íslenskra stjómvalda í Þýska- landi, annað en fegurð náttúrunnar. Þangað sækir María styrk til að tak- ast á við erfiðar aðstæður í framandi og frumstæðu umhverfi. Amar Jónsson fer með hlutverk bóndans sem auglýsir eftir vinnukonu en vantar í raun eiginkonu. Þegar María fæst ekki til lags við hann með blíðu beitir hann aflsmunum. María hrekst frá bænum og hefur viðdvöl í Reykjavík áður en hún hverfur aftur heim tii Þýskalands. Tökum á mynd Einars Heimissonar, „Mar- íuu, lauk fyrir skömmu. Myndin er framleidd af þýska kvikmyndafyrirtækinu Blue Screen --------------------------------:------- í Munchen og Islensku kvikmyndasamsteyp- unni. Helgi Þorsteinsson ræddi við leik- stjórann og aðalleikkonunna, Barböru Auer, eina þekktustu leikkonu Þjóðveija. ARNAR Jónsson í hlutverki bóndans Jónasar, sem fær vinnukonu en vantar eiginkonu. Tími breytinga og leitar Einar segir eftirstríðsárin heillandi viðfangsefni. „Þetta er mikill breyt- ingatími í Evrópu og margir eru að leita sér að samastað i tilverunni. María og fleiri persónur myndarinn- ar eru í þeim hópi. Þetta er saga um þær tilfinningar sem fylgja leit- inni og um átök manneskjunnar við samtíðina. Ég varpa stöðugt fram spurningunni um það hvenær maður er sinnar eigin gæfu smiður og hve- nær samtíminn ræður örlögunum." Tökum á myndinni lauk um miðj- an þennan mánuð en þær tóku alls fjórar vikur. Einar segir að tekið hafi verið á tvisvar sinnum meiri hraða en vant er á íslandi. „Það var djarft teflt en gekk samkvæmt áætl- un. Þetta tókst án þess að nokkuð væri slakað á gæðakröfunum. Skot- vinklum var til dæmis ekkert fækkað þótt við tækjum svona hratt.“ Myndin er framleidd í samvinnu þýska kvikmyndafyrirtækisins Blue Screen í Múnchen og íslensku kvik- myndasamsteypunnar. Einar segir að þýsku framleiðendurnir hafi hrif- ist af vinnubrögðum íslenskra kvik- myndagerðarmanna. „Eg held að íslenskir kvikmyndagerðarmenn vinni af mikilli ástríðu og hún gefur þeim drifkraft. Kannski er það vegna þess hversu ung kvikmyndagerðin er hér á landi. Okkur þykir enn vænt um þær myndir sem verða til hjá okkur.“ Tærari tilfinningar í fortíðinni María er fyrsta kvikmynd Einars í fullri lengd, en hann hefur áður gert heimildamyndir og sjónvarps- myndina „Hvíti dauðinn“ sem fjall- aði um fólk á berklahæli. Það var sögulegt drama, líkt og myndin um Maríu. Einar segist hafa mikla trú á því kvikmyndaformi. „í sögulegum myndum er hægt að fást við tærari tilfinningar en þegar fjailað er um nútímann. Okkur finnst hann flóknari og við eigum erfitt með að gera upp við okkur hvað sé mikilvægt og hvað ekki. Tíminn greinir oft að kjamann og his- mið. Það er mikið gert af slíkum myndum, bæði í Evrópu og annars staðar. Aldamótin nálg- ast og fólk hugsar sinn gang og lítur til baka.“ Einar er menntaður í nútíma- sögu og þýskum bókmenntum frá háskólanum í Freiburg í Þýskalandi. Á námsárunum vann hann nokkrar heimilda- myndir fyrir íslenska sjónvarpið. Þá kviknaði áhuginn á kvik- myndagerð fyrir alvöru og hann sótti um í virtasta kvikmynda- skóla Þýskalands, kvikmynda- akademíunni í Múnchen. Þar hafa margir þekktustu leikstjór- ar Þjóðveija stundað nám, með- al annars Wim Wenders, Roland Emmerich sem gerði myndina Independence day, Volker Schlöndorf og Doris Dörrie. íslensk partísaga dugði fyrir skólavistinni Hundruð manna sækja um skóla- vist á hveiju ári. Einari tókst að komast inn í hóp þeirra fjörutíu sem fengu að þreyta inntökupróf. „Við vorum látin setja á svið leikið atriði úr bíómynd með þremur leikurum. Draga átti efni og undirbúa það í fimmtán mínútur og taka í aðrar fimmtán. Efnið sem ég fékk var „konan dregur karlmanninn á tál- ar“. Ég spann úr því atriði sem gerð- ist í litlu þorpi á íslandi þar sem bara var ein knæpa. Gestirnir þrír rákust saman í partí eftir klukkan þijú og við tók hefbundin spenna sem oft verður milli Islendinga á þessum tfma sólarhringsins.“ Dóm- JARÐARFÖR landflótta gyðingsins I BARBARA Auer er ein þekktasta og eftirsóttasta leikkona Þjóðveija. Hún hefur lítt sóst eftir því að leika í stórmyndum og er því óþekktari utan heimalandsins en ella. í þýsk- um blöðum hefur verið sagt um hana að hún gæti orðið heimsfræg kvikmyndastjarna ef hún vildi. En hún kýs að lifa venjulegu lífi og vinnur oft með ungum og óþekktum leikstjórum. Blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við Bar- böru Auer meðan tökur fóru fram á „Maríu“. „Ég hef aldrei áður komið til Islands og söguna af þýsku verka- konunum þekkti ég ekkert áður en ég las handrit Einars. Ég held að það sama gildi um flesta aðra Þjóðveija, að íbúum LUbeck und- anskildum, því þar er þetta hluti af borgarsögunni. Mér finnst þetta heillandi saga. Um seinni heimsstyrjöldina og árin eftir stríð vita Þjóðveijar margt, en þetta er óþekktur heim- ur. Allir sem ég hef rætt við um þetta eru sammála mér, þvl þetta er þeim nýtt, en samt hluti þýskr- ar sögu. í Þýskalandi eru um þessar mundir aðallega gerðar gaman-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.