Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Innanhússarkitekt Vegna aukinna umsvifa viljum við ráða innan- hússarkitekt í framtíðarstarf við tillögugerð og tilboðsgerð (teiknivinnu) og sölumennsku. Þekking á Excel æskileg. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila inn skriflegum eiginhandarumsókn- um í Hallarmúla 2 og merkja Guðna Jónssyni. Taka skal fram í umsókn aldur, menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er gagn- ast má við ráðningu. Umsóknarfrestur er til 4. október nk. Hallarmúla 2, 108 Reykjavík. OPPLAND PSYKIATRISKE SYKEHUS Personalkontoret, 2840 Reinsvoll - Norge Atvinna í Noregi Opplands fylkeskommune Sjáðu tækifærin - finndu lausnirnar Opplands fylkeskommune erstærsti vinnuveitandi fylkisins. Starfa 4800 hjá sveitrfélaginu og nemur ársvelta þess 2,5 milljörðum NOK. Sveitarléiagið veitirþjónustu á sviði heilbrigðis/félagsmála, fram- haldsmenntunar, aimenningssamgangna, atvinnuiífs, menningarog áættanagerðar. Oppland Psykiatriske Sykehus - 2840 Reinsvoll - Noregi Geðspítalinn í Oppland erstærsta stofnun fylkisins á sviði geðlækninga. Hann er í 120 kílómetra fjarlægð frá Ósló og 10 kílómetra frá Gjovik. Hinni faglegu umsjón er skipt niður á fjögur svið: skammtímasvið, svið lang- legumeðferðar, elligeðlækningasvið og göngudeild fyrir sveitarfélögin Hadeland og Toten. Spítalinn er mjög vel búinn, vinnuumhverfi er gott og miklir möguleikar á að þróast í starfi. Eftirfarandi staða er laus til umsóknar: Aðstoðarlæknir - 3 fastráðningar, þar af ein við göngudeild - 1 afleysingastaða til 1. sept. 1997. Spítalinn er viðurkenndur sem kennslusjúkra- hús á sviði geðlækninga fyrir þriggja ára nám. (Viðurkenning fyrir fjögurra ára nám er væntanleg í bráð.) Kennsla innan veggja skólans tvær klukkustundir á viku. Þá er til staðar viðurkenndur leiðbeinandi á sviði geð- rænnar meðferðar sem veitir leiðsögn og séð er um greiðslu á gjöldum vegna grunnskyldu- námskeiða. Með því að samræma störf við geðspítalann í Oppland, geðdeild fylkis- sjúkrahúss Gjovik og jafnvel á geðgöngu- deild fylkissjúkrahússins í Lillehammer er hægt að öðlast sérfræðimenntun á stöðluð- um tíma. í samvinnu við umsækjanda verður gerð áætlun um hvernig skipuleggja beri starfið þannig að skilyrði varðandi sérfræðinám séu uppfyllt og er hægt að bjóða upp á bráðageð- lækningar, langtímageðhjálp, millistigs geð- læknisfræði, langtímageðlækningar og elli- geðlækningar, sem og störf á göngudeild. Aðstoðarlæknir sinnir vaktavinnu (C-vakt), óháð því hvaða sviði hann tilheyrir. Sveitarfélagið hefur gert ráðningaráætlun fyrir aðstoðarlækna í geðlækningum varð- andi launakjör og önnur hlunnindi. Spítalinn aðstoðar við að útvega húsnæði og rekur eigið barnaheimli. Umsækjendur geta búið í Gjovik. Umsækjendur eru beðnir um að nota sérstakt umsóknareyðublað (h.dir. soknads- skjema) og getum við sent það væntanlegum umsækjendum, er ekki hafa aðgang að því. Frekari upplýsingar veitir Martin Rolstad yfir- læknir í síma 00 47 61 19 77 30. Umsóknir verða að berast fyrir 20. október 1996. OPPLAND PSYKIATRISKE SYKEHUS Personalkontoret, 2840 Reinsvoll - Norge Framkvæmdastjóri húsnæðisnefndar Reykjavíkur Staða framkvæmdastjóra hús- næðisnefndar Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan er laus strax og æskilegt að framkvæmdastjóri geti hafið störf sem fyrst. Húsnæðisnefnd fer með stjórn og samræm- ingu félagslegs húsnæðis á vegum borgar- innar, jafnframt því sem hún veitir almennai upplýsingar og ráðgjöf varðandi húsnæðis- mál. Framkvæmdastjóri veitir forstöðu skrif- stofu húsnæðisnefndar, sem m.a. hefureftir- talin verkefni: •Að gera áætlanir um þörf á félagslegu húsnæði. •Að hafa yfirlit yfir félagslegar íbúðir á vegum borgarinnar og annarra framkvæmdaaðila. •Að ráðstafa félagslegum söluíbúðum, og almennum og félagslegum kaupleiguíbúð- um á vegum borgarinnar. •Að veita íbúum borgarinnar upplýsingar og aðra nauðsynlega þjónustu varðandi félags- legt húsnæði og húsaleigusamninga. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Menntun á háskólastigi. •Reynsla og hæfileikar á sviði stjórnunar og rekstrar. •Lipurð í mannlegum samskiptum. •Hæfileikar til að tjá sig í ræðu og riti. Framkvæmdastjóri situr fundi húsnæðis- nefndar Reykjavíkur og ber ábyrgð á fram- kvæmd ákvarðana nefndarinnar. Yfirmaður framkvæmdastjóra í stjórnsýslu Reykjavíkur er borgarritari. Undirmenn eru starfsmenn skrifstofu hús- næðisnefndar 15-20 talsins. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, Reykjavík, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Athygli er vakin á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Guðnt íónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Rekstrarstjóri Stórt þjónustufyrirtæki í borginni óskar að ráða rekstrarstjóra fyrir eina af deildum fyrir- tækisins. Viðkomandi er jafnframt stað- gengill framkvæmdastjóra deildarinnar. Starfssvið: Áætlanagerð - eftirlit - uppgjör - starfsmannamál og skyld störf. Leitað er að viðskiptafræðingi eða einstakl- ingi með sambærilega menntun. Nauðsyn- legt að viðkomandi hafi starfsreynslu og hafi tamið sér öguð og skipulögð vinnubrögð. Hér er um að ræða fullt starf en til greina kemur að ráða einstakling í 70% starf og vinnutími samkvæmt samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 7. október nk. GUÐNIÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 BIIIIIIIIIII IRIIIEESIEI ivimiiiii imiiiii mssim tssiyiii Prófessorsstarf í heilbrigðisfræði Laust er til umsóknar starf prófessors í heil- brigðisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Prófessornum er ætlað að stunda rannsókn- ir á sviði heilbrigðisfræði eða skyldra greina, með sérstöku tilliti til orsaka örorku og tengsla læknisfræði og almannatrygginga. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, kennslureynslu, stjórnunarreynslu og vísindastörf og einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir því hvaða rannsóknaniðurstöður þeir telja vera markverðastar og jafnframt lýsa hlutdeild sinni í rannsóknum þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir hugmyndum sínum um fræði- lega uppbyggingu á sviðinu. Umsóknargögn þurfa að vera á ensku og ritgerðum á öðrum tungumálum fylgi útdrátt- ur á ensku. Tekið skal fram að starfið er kostað af Trygg- ingastofnun ríkisins til fimm ára og er fram- hald starfsins háð áframhaldandi fjárveitingu þaðan. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starf- ið 1. mars 1997. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu. Nánari upplýsingar veita Einar Stefánsson forseti læknadeildar í síma 525 4880 og Karl Steinar Guðnason forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins í síma 560 4400. B ARN AVE RN DARSTOFA Barnaverndarstofa annast daglega stjórn barnaverndarmála í umboði Félagsmálaráðuneytisins. Meginverkefni hennar felast annarsvegar í eftirliti, ráðgjöf og fræðslu vegna starfsemi barna- verndarnefnda t landinu og hinsvegar í yfirumsjón með starf- semi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni sem rekin er samkvæmt barnaverndariögum. Barnaverndarstofa er til húsa við Austurstræti í Reykjavík og starfa þar 8 starfsmenn. ► Rekstrarfulltrúi Við leitum að starfsmanni með: »- Reynslu og þekkingu á fjárhagsbókhaldi og launabókhaldi. ► Reynslu af almennum skrifstofustörfum. ► Góða þekkingu á algengum notendahugbúnaði. ► Góða samskiptahæfileika. Starf rekstrarfulltrúa er heilsdagsstarf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veittar hjá Ólöfu jónu Tryggvadótt- ur hjá Ábendi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi mánudaginn 14. október 1996 AB<cfyJ>í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.