Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 B 29 ■* AÐ AUGL YSINGAR Prentvél Óska eftir Heidelberg GTO 52. Helst með NP. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Prentvél - 12612“, fyrir 5. október. Kaupi gamla muni S.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna um jafna stöðu karla og kvenna á fjárhagsárinu 1997 Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum upp- eldisstofnunum og til annarra sérstakra þró- unarverkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjón- ustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir skulu sendar Hildi Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknar- eyðublöð send ef óskað er. Nánari upplýsingar veitir jafnréttisráðgjafi í síma 563 2000. Borgarstjórinn í Reykjavík. 26. september 1996. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um almenna styrki til menningar-, félags- og uppeldismála á fjárhags- árinu 1997 Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til félags- og heilbrigðismála í Reykja- vík. íþrótta- og og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík. Menningarmálanefnd auglýsir eftir umsókn- um um styrki til menningarstarfs í borginni. Fræðsluráð auglýsir eftir umsóknum um styrki á sviði grunnskólastarfs. Stjórn Dagvistar barna auglýsir eftir umsókn- um um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir stjórn Dagvistar barna eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækjend- ur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjón- ustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir skulu sendar Halldóru Gunnarsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvem- ber 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Þeir umsækjendur sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn í Reykjavík. 26. september 1996. Stokkseyri Auglýsing um deiliskipulag Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, er hér með lýst eft- ir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi af svæði sem afmarkast að innkomu í þorp- ið að vestan, að Eyrarbraut 19 (Garðhúsum) að austan og liggur milli Eyrarbrautar og sjó- varnargarðs. Svo og tillögu að deiliskipulagi af iðnaðar- svæði sem er 6,0 ha að stærð og liggur sunnan Kotleysuvegar austan Lyngholts. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrif- stofu Stokkseyrarhrepps og hjá Skipulagi rík- isins, Laugavegi 166, Reykjavík, á skrifstofu- tíma, frá 30. september til 28. október 1996. Athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu Stokkseyrarhrepps í síðasta lagi 30. október 1996 kl. 17.00 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskil- ins frests teljast samþykkir tillögunum. Oddviti Stokkseyrarhrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. \£Vy Músíkleikfími Iþróttir kvenna hefst í Austurbæjarskólanum mánudaginn 30. sept. kl. 18. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum í vetur kl. 18 - 19. Verð: 4500 kr. fyrir 8 vikur. Kennari Margrét Jónsdóttir, íþróttakennari. Upphitun, þol- og styrktaræfingar, teygjur og slökun. Hittumst hressar, stelpur og komum okkur ífínt form. íþróttafélag kvenna! Upplýsingar í síma 567 1386. COMMAND AVIATION 19301 Campus Drive, Santa Ana, CA 92707, USA Flugmenn athugið Byggið upp flugtíma á fjölhreyfla flugvélar á skjótan og öruggan máta. Lærið áhafnar- samstarf undir handleiðslu kennara og aðferðir í blindflugi notaðar af flugfélögum í alþjóðaflugi. ■ Höfum flota vel útbúinna Piper Aztecs (PA-23-250). ■ Kennarar eru starfandi flugmenn i Bandaríkjunum. ■ Allt flug er framkvæmd samkvæmt blindflugsreglum. ■ Erum staðsettir nálægt Los-Angeles, tryggir mikla flugumferð. ■ Allt að 50 tímar flognir á viku. ■ Ódýr og þægileg húsakynni í göngufæri frá flugvelli. ■ Tímasöfnun á C-152, C-172, C-172RG og C-182 einnig möguleg. Ánægðir nemendur tryggja gæðin! Nánari upplýsingar í síma (714) 851 1655, FAx: (714) 851 4466. MATREIÐSLUSKÓUNN UKKAR Matreiðsluskólinn okkar í samstarfi við Fræðsluráð Hótel- og veitinga- greinanna kynnir námskeið á haustönn 1996 • Smurbrauðsnámskeið 7.-12. okt. • Úrbeininganámskeið (lambaskr.) 16.-17. okt. • Öryggismál 7.-9. okt. • Veitinga- og matvælalöggjöf 21/22 og 30/31 okt. • Innra eftirlit 23/24 og 28/29 okt. • Kynning á reglugerðum okt-nóv. • Sölunámskeið I okt-nóv. • Hreinlætis- og örverufræði nóv. • Heilsa og sérfæði nóv. • Vínnámskeið nóv. • Jólakonfektgerð des. • Kökuskreytingar des. Upplýsingar er hægt að fá f síma 565 3850 eða 587 5860. Heimspeki er fyrir alla Fimmtudagskvöldið 3. september nk. hefst námskeið í heimspeki fyrir almenning. Viðhorf heimspekinga til mannlegra sam- skipta, ástar og afbrýðisemi verða kynnt og þau skoðuð í tengslum við hversdagslega reynslu. Kennt verður einu sinni í viku, á fimmtudög- um kl. 19-21 í alls sex vikur. Kennsla fer fram á Vatnsstíg 10 (MÍR saln- um). Leiðbeinandi er Jóhann Björnsson, MA í heimspeki frá Leuven-háskóla í Belgíu. Upplýsingar og innritun í síma 551 0877. Þátttökugjald 5.000,- kr. Námskeið um íþróttalæknis- fræði Á vegum Ólympíunefndar (s- lands verður haldið námskeið um íþróttalæknisfræði dagana 3.-5. október næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum. Námskeiðið hefst í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 3. október kl. 17.15. Þátttaka er ókeypis en takmarkast við húsrými. Föstudaginn 4. október kl.17.15 verður í sal 4 í Háskólabíói fjallað um heilsufarsvanda- mál kvenna í íþróttum. Sá fundur verður opinn öllu áhugafólki um íþróttir kvenna meðan húsrými leyfir. Gestafyrirlesari verður dr. C. Harmon Brown úr læknanefnd Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins. Umsóknir um þátttöku berist til skrifstofu Ólympíunefndar íslands, íþróttamiðstöðinni, Laugardal. . ... Læknarað Olympiunefndar. HÚSNÆÐI í BOÐI íbúðtil leigu Rúmlega 200 fm sérhæð ásamt bílskúr til leigu í vesturbænum. Laus í október. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 3. okt. merkt: „L-15305“ í sólina á Flórída Ertu á leið til Flórída? Mjög gott hús m. 3 svherb. við fallega baðströnd um 1 klst. akst- ur frá Orlanda Leiga: $ 375,- vikan með öll- um búnaði. íslensk hjón aðstoða ykkur á staðnum. Laust frá 20. okt. til 15. des. nk. Upplýsingar í síma 896 4585. Langholtsvegur 42 Vorum að fá í sölu 240 fm einbýli sem í eru tvær íbúðir, auk verslunarhúsnæðis og bíl- skúrs. Þetta er eign sem býður upp á mikla möguleika. Hagstætt verð. Eignin verður til sýnis í dag kl. 14.00 - 17.00. Opið í dag á Hóli, kl. 13 - 15. Hóll - alltaf rífandi sala Lausar íbúðir Búseti hsf. í Mosfellsbæ auglýsir lausar íbúðir fyrir nýja og eldri félaga: 2 herb. alm. kaupleiga, Miðholti 1, íbúð 202. 3 herb. fél. kaupleiga, Miðholti 9, íbúð 301. 3 herb. fél. kaupleiga, Miðholti 1, íbúð 101. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins í Miðholti 9. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17-19. Sími 566 6870 - fax 566 6908.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.