Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 1
DUBLIN ?FERÐASKraFSTOFANSamvinnuferðir-Landsýn efnir til skemmtiferðar fyrir konur til Dublinar 6.-10. október næstkomandi. Edda Björgvinsdóttir og Sóley Jóhannsdóttir stýra ferðinni. Ferðir af þessu tagi hafa áður verið farnar á vegum S/L við góðar undir- tektir, en þetta er í fyrsta sinn sem farin er sérstök kvennaferð til Dublinar. Edda og Sóley eiga að sjá um að stemmningin verði góð meðal kvennanna og leiða þær um Dublin, sem sögð er ein af gleðiborgum Evrópu. ¦ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER1996 BLAÐ C Grísk eyja ? Hvernig er best að komast á notalega gríska eyju eftir að hafa unnið einhver afrek í vinnu eða námi? Folegandros er í Kýladaeyjaklasanum og þar rættist draumur hins þreytta námsmanns. Sigrún Sigurðar- dóttir segir frá eyjunni og lýsir meðal annars hreinni og óspilltri ströndinni. Flugleiðir með átak til að styrkja sig sem leiðandi flugfélag á Norður-Atlantshafsleiðum Flogið Ivisvar á dag til London FLUGLEIÐIR byrja að fljúga níu sinnum í viku til London frá og með 31. október næstkomandi, en fímmtudaga og sunnudaga eru tvær ferðir milli Keflavíkur og Englands. London verður önnur borgin sem Flugleiðir fara til tvisvar á einum degi, hin er Kaupmannahöfn. „Þetta skapar farþegum mögu- leika á að koma á hádegi til Lond- on, reka erindi sín um daginn og fljúga aftur heim um kvöldið," seg- ir Símon Pálsson, sölustjóri Flug- leiða. Hann segir að þessar nýju flug- ferðir verði markaðsettar í Banda- ríkjunum, Englandi og á íslandi. Nýju ferðirnar gefa nefnilega ný tækifæri með millilendingum í Keflavík til að fara milli borga í USA; New York, Boston og Bolti- more annars vegar og London hins vegar. Ferðir milli Keflavíkur og London eru á kynningarverði til 15. desember á 19.900 fram og til baka, með skatti. ÉÉfcii^.-...- Tai . -¦ - m ¦'J ¦ ¦'• ¦~S''g ? A Auglýsingaherferð í Glasgow Flugleiðir eru einnig með annað markaðsátak á Bretlandseyjum, því 27. október fjölgar flugferðum milli Keflavíkur og Glasgow úr þremur í sex eins og Ferðablaðið hefur greint frá. Sigurður Skag- fjörð Sigurðsson hjá Flugleiðum í London segir að 11 vikna auglýs- ingaherferð í Skotlandi standi nú yfir vegna þessa. „Auglýst er í öllum helstu fjöl- miðlum í Skotlandi og á stórum, 3X6 metra, veggspjöldum," segir Sigurður. „Einnig er 40 þúsund bæklingum dreift til fólks í við- skiptalífmu." Markhópurinn sem höfðað er til telur þrjár og hálfa milljón og auglýs- ingaátakið á að leiða til þess að væntanlegir ferðamenn yfir Atlantshafíð sjái auglýsing- arnar alls níu sinnum. Átak Flugleiða í Skotlandi er liður í því að vera leiðandi flugfé- lag á Norður-Atlandshafi. Sigurð- ur segir að yfir vetrartímann í Skotlandi séu aðeins tvö önnur fyrirtæki sem fljúgi þaðan til Bandaríkjanna, British Airways og Air Canada. Svar Flugleiða er því að bjóða sex ferðir frá Skotlandi á meðan til dæmis British Airways er að fækka þeim í fjórar. „Þetta er leið okkar inn á Skot- landsmarkað og fyrirtækið bindur miklar vonir um árangur við átak- ið," segir Sigurður. Símon Pálsson og Sigurður Skagfjörð segja að bæði fleiri ferð- ir til og frá Keflavík, London og Glasgow opni marga möguleika fyrir ferðamenn og styrki Norð- ur-Atlantshafsflugið. FERÐA- STEFNA OG MENNING ?FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN 1996, sem Ferðamálaráð íslands stendur fyrir, verður haldin í Reykjanesbæ dagana 3. og 4. októ- ber. Ráðstefnan er opin áhuga- fólki um ferðaþjónustu og gefst ölluni kostur á þátttöku í umræðu- hópum. Einar Orn Benediktsson fjöl- miðlafræðingur og Jónas Krist- jánsson ritsljóri f lyt ja erindi um ferðaþjónustu og menningu og Halldór Blöndal samgönguráð- . herra um stefnumótun til framtíð- ar. A eftir ræðu ráðherra verða flutt erindi með tilvísun til ein- stakra þátta stefnumótunar; for- maður Ferðamálasamtaka höfuð- borgarsvæðisins fjallar um upp- byggingu afþreyingar til framtíð- ar, forstöðumaður Byggðastofnun- ar á Akureyri um nýtingu lands í þágu ferðaþjónustu og ferðamála- fræðingur um gæði til framtiðar. Haldin verður kynning á mögu- leikum ferðaþjónustu á alneti og samgönguráðherra afhendir umhverfis- verðlaun Ferða- málaráðs. ¦ Leikfanga- og módelsafnið í London Strumpar og stjörnustríð ÞAÐ er auðvelt að ganga fram í tveimur samliggjandi húsum sem hjá Leikfanga- og módelsafninu í eru mjög svipuð öllum nærliggj- London, þar sem það er staðsett andi húsum í rólegu íbúðahverfí. En það er þess virði að leita, þar sem þetta safn inni- heldur í 20 her- bergjum sem hvert hefur sitt þema, yfir sjö þúsund leikföng og líkön, sum aldagömul og önnur ekki enn komin á markað- inn. Safnið byrjar á líkani af kola- námu sem námu- verkamður í Wales smíðaði í frístundum sínum með hjálp eigin- konunnar. Það lýsist upp og allt fer af stað þegar ýtt er á takka og svo gera mörg önnur líkön og spil en í sum þarf að borga nokkur pence. Yfirskrift annarra herbergja eru m.a. Gufu- vélar, Umferðarherbergi, Spil og leikir og Framtíðarherbergi. Ferð- in endar í leiktækjasal þar sem hægt er að sjá gamlar handsnúnar kvikmyndir af berum konum og sjá inn í framtíðina með hjálp ótrú- lega nákvæmrar lófalestrarvélar. Þaðan er gengið inn í gjafaversl- un, kaffíhús og garð. Hvort sem það eru prúðuleikararnir eða post- ulínsdúkkur sem kalla fram bern- skuminningarnar, ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessu skemmtilega safni; ekki síst barnafjölskyldur. The London Toy and Model Museum, 21/23 Craven Hill, W2 (0171-402-5222). ¦ Sólveig Einarsdóttir Saffnið er í 20 her- bergjum og hvert hef ur sitt þema.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.