Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 2
2 C SUNNUDAGUR 29. SEPfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1-996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Draumur hins þreytta náms- manns rætist á grískri eyju Eyjan tilheyrir Kýladaeyjaklasanum, og gistingin er ódýr og matarverðið lágt. Sigrún Sigurdardóttir hvíldi sig á Folegandros og lýsir hér helstu kostum hennar og hvernig best sé að ferðast til eyjunnar. BÆRINN Hora liggur upp að bjargbrúninni og er útsýnið þaðan stórfenglegt. EFTIR mánaðarlangan próflestur með meðfylgjandi taugatitringi og stressi var eins og ég vaknaði allt í einu til lífsins á ný. Ég horfði í kring- um mig í rökkrinu og sá ekkert nema hvítkölkuð hús og dökkblátt hafið. Lítill asni með þungar byrðar kom röltandi á móti mér. Þetta var þá lífið sem ég var búin að lesa um í bókunum undanfarnar vikur. Eg fann hvernig einum vísifingri var stungið fast í bakið á mér og ég sneri mér við. Eldri kona með skýluklút og hálftanniaust bros kinkaði kolli, leit á bakpokann minn og strigaskóna. „Rooms, rooms“ gall í henni skærum rómi. Po-so Ka-ni? spurði ég á bjagaðri grísku og fékk að vita að tveggja manna herbergi með útsýni út á hafið kost- aði 5.000 drakmas eða um 1.200 íslenskar krónur á nóttu. A leiðinni upp að hótelinu þurfti ég að klípa sjálfa mig í handlegg- inni. Þetta var líkast því að vera stödd í bíómynd á borð við Paradís- arbíóið. Það var draumi líkast að vakna ekki upp heldur gera sér grein fyrir því að þetta var áningarstaður minn í raun og veru, eyjan Folegand- ros í Kýkladaeyjaklasanum úti fyrir ströndum Grikklands. Daginn eftir vöknuðum við við sólina sem skein skært inn um rifu á gluggatjöldunum. Umhverfið hafði breytt um svip. Dökkblátt hafið var orðið grænblátt, í fjarlægð heyrðist bjölluhljómur, gamlir karlar sátu á veröndinni fyrir framan húsið og allt var svo tandurhreint. Englnn f rlður fyrlr vlnnu, vlngjarnlegt fólk Grísku eyjabúamir mega eiga það að þeir eru ekki aðeins latasti þjóð- flokkur sem ég hef fyrir hitt heldur einnig sá hreinlegasti. Fetjan hafði skilið okkur eftir í sjávarþorpinu Karavostasis en ferð okkar var heitið áfram til höfuðstað- ar eyjunnar, Horu, en á milli bæj- anna tveggja eru um fjórir kílómetr- ar. Við gátum valið um það að bíða til hádegis eftir rútunni sem feijar ferðamenn og innfædda á miili eða ganga þessa kílómetra. Við ákváðum „KALI-ME-RA“ sagði hann þegar hann bauð góðan dag og vissi að lífið mundi áfram felast í þvi hugsa um geiturnar sínar og búa á eyjunni sem var hans eini heimur. Miðmynd: Greinarhöfundur nýtur lífsins í þorpinu. Þó hvergi sjáist sála á ferli má heyra hlátur, grát, stunur og söng út um glugga svo að hér þrífast engin leyndarmál. Hægri mynd: Þetta er ekki sviðsmynd í bíómynd heldur lífið eins og það er í raun og veru þegar tími gefst til þess að njóta þess. að ganga og héldum sem leið lá upp í fjöllin. Gangan var ánægjuleg þó að bröttustu brekkurnar væru dálítið seinfarnar í 26 gráðu hita. Hora er þekkt sem einn fallegasti bærinn í gríska eyjahafinu. Þar búa um 300 manns en íbúar á eyjunni allri eru um 700. Öll húsin í bænum eru hvítkölk- uð, götumar eru þröngar og torgin þijú setja skemmtilegan svip á bæjarlífíð með því að vera aðalsamkomustaður bæjarbúa jafnt sem ferðamanna. Fyrir ofan bæinn trónir stolt bæj- arbúa, kirkjan með öllum sinum dýrl- ingamyndum og Jesúlíkneskjum úr skíragulli. Fjölmörg hús á Folegandros eru merkt orðinu „Domatia“ sem bæj- arbúar hafa víða þýtt sem „Rooms to let“ eða „herbergi til Ieigu“. Þarna er unnt að fá gistingu á góðu verði, þ.e. frá um 800-1.800 íslenskar krónur á nóttu fyrir tveggja manna herbergi eða stúdíóíbúð með eldunaraðstöðu. Þetta verð er miðað við verðlagið eins og það er á vorin og haustin, þ.e. utan helsta ferðamannatímans en verð á gistingu er tvöfalt, jafnvel þrefalt, hærra yfir aðalferðamannatímann í júlí og ágúst. Við tóku dásamlegir dagar á Foleg- andros. Strax sama dag og við komum í bæinn vissu innfæddir af okkur. Gaml- ir karlar tóku ofan þegar ég skaust út í bakarí á morgnana til að kaupa ilm- andi og volgt brauð, konurnar kinkuðu kolli og brostu sínu tannlausa brosi, krakkar með blikandi svört augu þvæld- ust um og hleyptu lífi í þennan rólega bæ. Ungur maður bölvaði túristunum um leið og hann færði okkur grænmeti- sköku sem móðir hans hafði bakað og sagðist hafa alltof mikið að gera í veit- ingasölunni. Venjulega koma um þrír til fjórir gestir til hans að jafnaði en þennan dag voru þeir tíu. Hann sagðist lítin tíma hafa til að slappa af og njóta Iífsins lengur. „Ég flyt í burtu þegar Folegandros verður búin að tapa öllum gamla sjarmanum eins og Santorini,“ sagði hann og vitnaði til nágrannaeyj- unnar Santorini þar sem lífíð gengur ekki lengur út á það að njóta þess að vera til heldur að plokka peninga af ferðamönnum. Ferðamenn eru farnir að streyma í auknum mæli til Folegandros en inn- fæddir eru ekki ýkja hrifnir af þeirri þróun. Þeim ferðamönnum sem koma er vel tekið en ekki er mikið gert til að laða fleiri að. Veitingahús eru fá og kaffið sem boðið er upp á er enn tvisvar til þrisvar sinnum sterkara en hið ítalska expresso. Til að komast á hreina og óspillta ströndina er nauðsynlegt að ganga um fjóra kílómetra en það er líka vel þess virði og veitir manni innsýn í hið ein- staka andrúmsloft sem ríkt hefur á grísku Kýkladaeyjunum frá því um 5.000 f.Kr. og íbúar Folegandros hafa náð að varðveita á sinn einstaka hátt. Þangað eru aðeins þeir ferðamenn vel- komnir sem eru tilbúnir til að semja sig að siðum eyjabúa í einu og öllu og lúta þeirra lögmálum. Ódýrast og þægilegast loftslagsins FERÐAMAÐUR nýtur kyrrðarinnar við ströndina og býr sig undir síðasta spott- ann sem þarf að.ganga til að komast á tandurhreina baðströndina sem liggur við blágrænt lón. Til þess að komast til Folegandros er best að fljúga til Aþenu. Yfir sumartímann er unnt að kaupa svo- kölluð Yes-fargjö!d fyrir 30.000 krónur með Lufthansa en þau gilda aðeins fyrir ungt fólk og námsmenn undir 27 ára aldri. Ef ferðast er utan sumartímans og fjárhagurinn er þöngur er best að kaupa ódýrasta fargjald sem unnt er yfir á megin- land Evrópu og taka lest áfram til Aþenu eða ef tíminn er naumur að kaupa miða með t.a.m. tékkneska flugfélaginu Check Airlines eða rúm- enska flugfélaginu Tarom. Bæði þessi flugfélög hafa yfír nýjum flug- vélum að ráða og bjóða upp á góða og metnaðarfulla þjónustu. Að þessu sinni nýttum við okkur þjónustu Check Airlines og fengum í kaupbæti ágætt stopp í Prag. Allar feijur sem sigla út á Kýkladaeyja- klasann fara frá höfninni í Pireus en Pireus er hafnarborg er liggur þétt upp við Aþenu. Aðeins tekur um fímmtán mínútur með lest að fara frá miðborg Aþenu til Pireus. Óþarfi er að kaupa miða með feijum á einhveijum af þeim ferðaskrifstof- um sem reyna að lokka ferðamenn til sín. Alagning hjá þeim er misjöfn og er alveg eins gott að kaupa feij- umiða á hafnarbakkanum. Sigling til Folegandros tekur uin níu klukku- tíma og er því nauðsynlegt að búa sig vel undir ferðalagið með góðu nesti og afþreyingu. Hægt er að kaupa veitingar um borð í feijunum er verðlagið á þeim er svimandi hátt. Feijufyrirtækið Milos Express býður upp á ágæta þjónustu og er með reglulegar ferðir til Folegandros um fimm sinnum í viku. Handhægar upplýsingar vegna er best að ferðast um Grikk- land á vorin og á haustin.Hitastigið er þá um 18-30 gráður, úrkoma nánast enginn fram undir miðjan október og á vorin er vindur á Kýkladaeyjunum í lágmarki þó alltaf sé einhver sjávargola. Auðvelt er að fá gistingu á þessum tíma og má reikna með að hún sé um helmingi ódýrari á stöðum eins og Folegand- ros sem liggja utan vinsælustu ferðamannastaða heldur en hún er á helstu ferðamannastöðum eins og Aþenu og Santorini. Það sama á við um verðlag á mat. Fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast um Grikkland á eigin vegum vil ég benda að ferðahandbók Lone- ly Planet fyrirtækisins um Grikk- land, hún getur auðveldað manni líf- ið til muna. Bókin kom út í mars síðastliðnum og hefur að geyma all- ar helstu upplýsingar sem eru ferða- manni nauðsynlegar. Bókina er hægt að panta með því að skrifa til skrifstofu fyrirtækisins í London en heimilisfangið er: 10 Barley Mow Passage, Chiswick, London W4 4PH. Einnig er hægt að senda fyrirspurn- ir og leggja inn pantanir á internet en tölvupóstnúmer fyrirtækisins er: 100413.3551compuserve.com og slóð þess er: http://www.lonelypla- net.com/ ■ í YOSEMITE þJÓÐGARÐINUM Aðalhættan sem aó þjóðgarðinum steðjar er fólgin í vin- sældum hans. Atroðningurinn er orðinn alltof mikill, segir Ingimundur Gíslnson, sem var þar a ferð. Á leið minni niður gilið meðfram Merced River staldra ég við, Iít aft.ur og virði fyrir mér stórblaða- hlyninn í fullum haustskrúða, brotna klæðninguna á göngustígn- um og haglega gerð steinþrepin. Hér er haust í byijun nóvember og ég er staddur í Yosemite þjóð- garðinum í Kaliforníu, einum frægasta þjóðgarði Bandaríkj- anna, Hann er þeirra næstelstur, stofnaður árið 1890. Mér verður hugsað til hinnar ríku þarfar nútímamannsins að geta kom- ist öðru hveiju út í guðsgræna náttúr- una. Þetta á einkum við þá sem búa í borgum og öðru þéttbýli. Hér á okk- ar landi flykkjast innlendir ferðamenn í óbyggðir íslands auk útlendra ferða- manna; flestir hinna útlendu eru frá stórborgum og þeir eru ákafir að kom- ast í snertingu við íslenska náttúru sem þeir trúa að sé enn að mestu leyti ósnert og óspillt. I Bandaríkjunum fæddist þjóð- garðahugsjónin og þar eru víða stór landssvæði friðuð en um leið gerð aðgengileg þeim sem þau vilja heim- sækja. Margvíslegar hættur steðja að þjóðgörðum og öðrum útivistarsvæð- um þar í landi. Mengun ýmiss konar og að þeim er þrengt með vaxandi byggð. 4 Ein aðalhættan er þó fólgin í vin- sældum hinna friðuðu landsvæða. Gestagangurinn er slíkur að átroðn- ingur er orðinn allt of mikill. Þannig heimsækja 3,5 milljónir gesta Yosem- ite þjóðgarðinn árlega. Flestir þeirra koma aðeins við í Yosemite dalnum sem er umkringdur snarbröttum háum fjöllum á alla vegu. Þessi dalur er aðeins 1 km. á breiddina og um það bil 7 km. langur Til að sporna við vaxandi ágangi ferðamanna hafa verið settar strangar umgengnisreglpr og þess er gætt að þeim sé fylgt. í Yosemite sjá vopnaðir þjóðgarðsverðir um vörslu en eru gest- um jafnframt til leiðbeiningar og hjálp- ar ef með þarf. Reynt er að taka- marka aðgengi að tjaldstæðum og gistiplássi. Til að mynda getur þurft að panta gistingu í fjallakofum í Yo- semite dalnum að sumri til með árs fyrirvara. Öll hús í dalnum falla vel inn í umhverfið og þeim og öðrum nauðsynlegum þjónustumannvirkjum er komið fyrir á fáum afmörkuðum stöðum (Visitor Centers). Allt er þetta tilraunin mikla, tilraun bandarísku þjóðarinnar og af henni ættum við Islendingar að geta lært heilmikið. Þarna í þessari makalausu náttúru- paradís er maðurinn aðeins auðmjúkur gestur og hann verður að umgangast landið og íbúana, dýrin og plönturnar með tilhlýðilegri gát. Ég kem frá Snow Creek Falls og geng fram á opið ijóður við Mirror Lake Meadow. í grámóskulegri síðdeg- isbirtunni speglast tré í vatnsborði. Engar raflínur sjáanlegar! ■ Höfundur er augnlæknir. Sumarbréf frá Italíu III Villt pottablóm Ásamt fjölskyldu sinni ferðaðist Konráð S. Konráásson um Suður-Ítalíu á nýliðnu sumri. Eitt og annað sem fyrir augu bar vakti minningar fró æskuárunum heima á íslandi. AF EINHVERJUM ástæðum var lítið um pottablóm í mínum for- eldrahúsum. Gott ef þau voru þá nokkur. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég var á leiðinni úr búðinni með brauð og mjólk undir handleggnum og geisl- ar morgunsóiarinnar í augun. Sennilega var skorturinn á slíkum gróðri heima við mér tilefni þeirrar lotning- arfullu undrunar, sem ég fann oft fyrir þegar ég virti fyrir mér gró- skumikil og blaðskrúð- ug stofublómin hjá frænkum mínum, staddur þar í heimsókn strákpattinn og fékk kandís í lófa og munn. Þau stóðu þama í brúnum leirpottunum á blómóttum uppgjafaundirskál- um, sem þannig höfðu öðlast nýtt líf og hlutverk eftir sviplegan við- skilnað við sparibollastellið. Sú var og ástæðan fyrir svipaðri undrun minni þegar ég sá sams konar blóm breiða úr sér með gamal- kunnu blaðskrúði undir heiðbláum himninum í skjóli runna eða í haganlegum blómabeðum innan um og saman við húsvagna, hús- bíla og tjöld hér á tjaldstæðinu okkar. Annars hef ég átt erfítt með að fella mig við orðið „tjaldstæði" sem merkingarlega samsvörun er- lenda orðsins „camping" hér á meginlandinu. Hið fyrrnefnda finnst mér eiga ágætlega við um grasbala í skjóli við hól nærri sitr- andi lækjarsprænu, en hið síðara á í mínum huga við um blöndu sumarhúsa, sundlauga, leikvalla og hreinlætisaðstöðu, sem stendur mörgu íslensku hótelinu fyllilega á sporði. Þar inn á milli er svo í skjóli tijágróðurs að finna stæði fyrir hverskonar færanlega íveru- staði til lengri eða skemmri dval- ar. Þess vegna datt mér í hug að nota mætti í staðinn hið gamal- gróna orð „búðir", sem á sínum tíma gjarnan var notað um tíma- bundinn íverustað, s.s. verbúðir sjómanna eða búðir fornfrægra þingmanna á Þingvöllum. Mætti með ýmsum for- og viðskeytum skýrgreina nánar hvað við væri átt: vetrarbúðir, strandbúðir, fjallabúðir o.s.frv. Sumarbúðir slíkar geta haft ákaflega mismunandi merkingu í huga þess sem við er rætt. Sumir setja slíkan búskap í samband við lek og þunn léreftstjöld, raka svefnpoka, bilaðan prímus og kald- an skrínukost og hafa ekki fylgst með byltingu síðustu ára, hvað varðar viðlegubúnað, húsbíla og vagna, að ekki sé minnst á tjöld og tjaldvagna hvers konar. Það er þó ekki aðeins einstakl- ingsálitið, sem oft er bundið aldri og þjóðerni heldur og umgengnin og útbúnaðurinn. Til íveru og ferða virðast ftalir sjálfir kjósa húsbíla - helst af smærri gerðinni. Hol- lendingar smærri húsvagna, en Þjóðvetjar og einkum þó Svíar virðast telja að stærðin sé afger- andi þáttur hvað varðar húsvagns- gæði. Tjöld og tjaldvagnar falla Dönum best í geð. Svo sem við má búast gilda hin- ar algildu reglur um framboð og eftirspum einnig um sumarbúða- rekstur. Búðir, þar sem áður fyrr var látið nægja að bjóða góða að- stöðu til gistingar og hreinlætis, hafa nú í takt við tímann breyst í alhliða skemmtiveröld til leikja, baða og kvöldskemmtana, þar sem oftast er höfðað til barnafólks. Því miður glata slíkir staðir oft sínum þjóðlega blæ og fá í staðinn ímynd gerviveraldar í þágu meirihluta þess farandfólks sem staðinn byggir, sem oftast er þá af þýsku bergi brotinn. Því stingur óneitanlega í augun þegar vikið er undan ítalskri sól inn í matvörubúð staðarins og við blasa munarblíð héraðsvínin merkt „sonderangebot" og til að bæta gráu ofan á svart kölluð sæt eða „suS“ í þokkabót. Hugtak, sem í mínum huga er skyldara sætuefn- um og gervifæðu nútímans en mildi heiðarlegra ítalskra hvers- dagsvína. Sem betur fer hef ég þó ekki enn séð þýska umbreyt- ingu á „prosecco" - léttfreyðandi unaðsvíni, sem ítaiir brugga gjarn- an heima við og tappa á einungis við fullt tungl. ■ Konráð S. Konráðsson er læknir, búsettur í Svíþjóð. Ferðamanna- straumur í Djúpavík MIKILL ferðamannstraumur var í allt sumar hér á Strandir. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík segir að mikið hafi verið að gera í sumar, og einn daginn liefðu 120 manns skrifað í gestabók hótelsins, hún gæti því ekki annað en verið ánægð með sumarið, og væri það eitt hið besta síðan hún byrjaði með hótelið. Ljósmyndasýning Jónu Ingi- bjargar var á hótelinu 16. júní og til 15. september, Jóna sagðist mjög ánægð með viðtökur fólks yfir sýningunni og hefði selt 20 myndir, en Jóna hefur verið að aðstoða Evu á Hótel Djúpavík. Barnaskólinn á Finnbogastöð- Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson JÓNA Ingibjörg við eina ljósmynd sína. um hefur verið vinsæll hjá ferða- fólki í sumar sem gistiaðstaða, en það hefur getað eldað þar sjálft. Það var líka mikið að gera í sumar á Gistiheimili Bergþóru í Norðurfirði, en Bergþóra Gústafs- dóttir Iokaði 28. ágúst. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.