Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 4
* 4 TC SUNNUÐAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÍSLANDSVINIRNIR og víkingarnir Matteo og Simone f.h. gæða sér á Viking-bjór ásamt félögum sinum. POTTARNIR sem notaðir voru við eldamennsku á saltfiskinum voru engin smásmíði enda veitti ekki af. f' iJ ■ f Víkingahátíð í Bologna-fjöllum með íslenskri stemmningu íslensk tröll á Ítalíu GUÐNÝ Margrét við íslenska kynningarbásinn ásamt ítölskum ferðaheildsala frá Róm. vintýrið hófst fyrir rúmu ári þegar ítölsku strák- amir Matteo og Simone kynntust íslensku álfadísinni Sól- veigu, en í kjölfarið ákváðu þeir að sumarfríinu það árið yrði varið í landi víkinganna í norðri. Ems og margir aðrir, sem sótt hafa ísland heim, hrifust þeir af landi og þjóð en ekki síður af margbrotinni nátt- úrunni sem varð til þess að þeir ákváðu upp á eigin spýtur að taka að sér, ásamt félögum sínum og fjölskyldum, að skipuleggja helstu sumarhátíð heimabyggðar sinnar í sumar en þema hátíðarinnar var ísland, íslenskir víkingar, álfar og tröll. Haft var samband við Flugleiðir og Ferðamálaráð og var fulltrúi þeirra á Ítalíu, Guðný Margrét Emilsdóttir, þeim innan handar við undirbúning hátíðarinnar ásamt ít- ölskum ferðaheildsölum. Þar var ekki numið staðar því ekki var hægt að halda íslenska víkingahátíð án þess að bjóða upp á íslenskan mat og drykk. Voru því pantaðir beint frá Fróni um 250 1 af Viking- bjór og nægur saltfiskur til að metta þúsundir manna. Smábœrlnn Monghldoro Heimabær strákanna heitir Monghidoro og er um það bil 10.000 manna bær í um 1300 m hæð í fjöll- unum fyrir ofan Bologna. Töluverð- ur fjöldi ítala flykkist þangað á hverju sumri til að vera í sumarhús- um sínum og eins til að njóta náttúr- unnar og ferska fjallaloftsins. Hafa Ævintýri gerast, eða hvern skyldi hafg grunað að ungir og metn- aðarfullir ítalir myndu velja ísland, íslenskan mat og bjór fyrir aðalhótíðahöld heimabæjar síns nú í sumar? Að minnsta kosti ekki Guólaugu L Arnar sem uppgötvaði álfa og íslensk tröll í smábænum Monghidoro. þeir margir hveijir eflaust haldið að þeir væru komnir til íslands en ekki til Monghidoro því miðbærinn var þakinn stórum og vönduðum auglýsingaspjöldum, í tilefni hinnar íslensku víkingahátíðar. Hátíðahöldin, sem þóttu takast sérlega vel, fóru fram á torgi bæjar- ins en þar söfnuðust saman fjöl- skyldurnar til að skemmta sér og njóta samvista eins og ítala er sið- ur. Sett var upp eldunaraðstaða og gæddu hátíðargestir sér óspart á ljúffengum íslenskum saltfiski sem matreiddur var í stærðarinnar pott- um í rauðri sósu og borinn fram með „polenta" maísbúðingi, að hætti Monghidoro-búa en saltfisk- réttinum var að sjálfsögðu skolað niður með Viking-bjór sem þótti sérlega góður. Hátíðargestir virtust _ almennt mjög áhugasamir um ísland og sóttu mikið í íslenska kynnigarbás- inn sem var í umsjón Guðnýjar Margrétar. Hápunktur hátíðarinnar var svo þegar hún og álfadísin Sól- veig Tomaron frá Keflavík, sem kom sérstaklega til að taka þátt í gleðinni, stigu á sviðið og sungu Ríðum, ríðum og fleiri þjóðkunn lög. Ljósrituðum texta laganna hafði áður verið dreift meðal gest- anna og vakti mikla kátínu meðal þeirra þegar hver og einn reyndi eftir bestu getu að taka undir. 35% aukning f rá fyrra ári Guðný Margréti sagði að ís- landsferðir yrðu stöðugt vinsælli meðal ítala og því til staðfestingar sagði hún að í júlímánuði einum hefði verið um 35% aukning á ferð- um ítala til íslands frá árinu áður. Beint flug Flugleiða til Mílanó hófst fyrr í sumar en áður, auk þess sem nú er flogið tvisvar í viku og hefur allt flug verið nánast fullbókað. Hún benti á að ekki væru allir að leita að því sama, alltaf veldi ákveðinn j hópur flug og bíl, en einnig virtust aukast vinsældir skipulagðra hóp- ferða, auk þeirra sem fara vilja á eigin vegum og sækja þá gjarnan í bændagistingu og svefnpokapláss. Guðný Margrét lagði mikla áherslu á hversu ánægjulegt það hefði verið að vinna með þessum duglegu og áhugasömu strákum, sem eingöngu ánægjunnar vegna tóku að sér hin vel hegpnuðu hátíða- höld til kynningar Islandi og ís- lenskri þjóð. Hún sagði ennfremur að fyrirspurnir um íslandsferðir frá Emilia Romagna svæðinu væru margar og hefði fjölgað í kjölfar kynningarinnar. Og þó ítalir trúi yfirleitt ekki á tilveru álfa og trölla heillar hin dularfulla og kraftmikla íslenska náttúra, full andstæðna elda og íss, og þeir félagar Matteo og Simone telja nú dagana þar til þeir sækja ísland heim að nýju á hausti komandi. FERÐAPISTILL Að veita góða þjónustu NÚ ÞEGAR mesta annatíma í ís- lenskri ferðaþjónustu er lokið taka önnur verkefni við. Stefnumótun sveitarfélaga og fyrirtækja, upp- bygging þjónustu og sölu- og markaðsmál eru meðal viðfangsefna vetrarins. Yfirlýst stefnumótun sam- gönguráðherra í ferða- málum kallar á mörg og krefjandi verkefni auk þess sem einstök fyrirtæki vinna ötullega að skipulagningu og undirbúningi ferða fyrir næsta ferðasumar. Eitt af þeim mörgu. verkefnum sem bíða ís- lenskrar ferðaþjónustu er uppbygging og efl- ing gæða þjónustunnar en gæðamál í ferða- þjónustu eru einmitt einn liður í stefnumótun samgöngu- ráðherra. Fyrir tæpu ári var stofnað- ur faghópur ferðaþjónustu innan Gæðastjórnunarfélags íslands (GSFI) og á þeim vettvangi gefst mörgum tækifæri til eflingar gæða enn frekar og þá með markvissum hætti. Með starfsemi ferðamála- hópsíns má enn frekar stuðla að því að markmið fyrrnefndrar stefnu nái fram að ganga auk annars gæða- starfs innan fyrirtækja í ferðaþjón- ustu. Markið er sett hátt í stefnumótun samgönguráðherra sem birt var í maí sl. Stefnt er að því m.a. að auka gæði allrar þeirrar þjónustu sem veitt er ög freista þess á þann hátt að gæðin verði meiri en í helstu sam- keppnislöndum íslands. Einnig, að auka gæða- vitund og faglega færni starfsfólks, að koma á skilgreindri gæðaflokk- un í ferðaþjónustu og að auka gæði og ör- yggismál í afþreyingar- þjónustu. Til að ná fram ofangreindum mark- miðum eru settar fram ýmsar leiðir. Meðal þess sem nefna má er skipan vinnuhóps sem koma skuli á og innleiða gæða- flokkunarkerfi í ferðaþjónustu, gerð úttekta á frammistöðu þeirra sem ferðaþjónustu stunda og fram- kvæmd viðhorfskannana meðal er- lendra og innlendra ferðamanna. Gæðamál í framtíð og nútíð: Gæðamál í íslenskri ferðaþjónustu hafa verið til umræðu um nokkurt skeið en til þessa hafa framkvæmd- ir verið litlar. Gæðamál hafa verið til umræðu á fundum og ráðstefnum og enn er hugað að gæðum því gæðamál eru á dagskrá ferðamála- ráðstefnu Ferðamálaráðs íslands, sem fram fer á Reykjanesi í byijun október. Og orð eru til alls fyrst og umræðan er mikilvæg í málefni sem þessu því gæði eru í margra huga óljóst hugtak sem erfitt er að henda reiðúr á. Það er því vissulega fagnaðarefni að gæðamál skuli hljóta verðugan sess í stefnumótun sám- gönguráðherra. Fullur skilningur er sýndur á nauðsyn aukinna gæða og umræðu um slíkt og í stefnunni kemur fram að gæði vöru og þjónustu í ferðaþjónustu skipti meginmáli fyrir afkomu atvinnu- greinarinnar til lengri tíma. Fyrir- tæki eru hvött til að taka upp gæða- kerfi og að hugað sé að því að verð og gæði haldist í jafnvægi. Af ofangreindu er ljóst að fjöl- mörg verkefni bíða aðila í ferðaþjón- ustu á sviði gæðamála. Vera má að einhveijir þessara aðila séu meðlimir í ferðamálahópi GSFÍ, sem hafa þá tækifæri til að bera með sér þekk- ingu af þeim vettvangi. Fyrsta starfsár faghópsins einkenndist af umræðu um hvað gæði væru í raun og veru, hvað fyrirtæki í íslenskri férðaþjónustu að- hefðust í gæðamál- um í dag og á hvað ætti að leggja áherslu næstu árin. Umfjöllun um gæði í stefnumótun sam- gönguráðherra kom einnig inn á borð faghópsins sem átti þess kost að leggja fram tillögur um stefnuna til næstu ára. Það var enda einn tilgarigur fag- hópsins að skapa vettvang til umræðu um gæðamál á málefnalegan og gagnrýnislausan hátt. Og sá er tilgangurinn enn í dag en einnig að veita fyrirtækjum og einstaklingum stuðning við efl- ingu gæða í ferðaþjónustu, hvetja fólk til dáða og ekki síst stuðla að aukinni þekkingu og lærdómi um « gæðamál. Hver svo sem einstakling- § urinn er; starfsmaður í afgreiðslu 'j hótels eða ferðaskrifstofu, sölumað- ;3§ ur afþreyingar í ferðaþjónustu, starfsmaður í veitingasal, stjórnandi , einstakra verkefna í fyrirtækjum, gæðastjóri eða stjórnandi fyrirtækis, allir njóta góðs af aukinni þekkingu og skilnings á gæðamálum, sem skilar sér í auknum hagnaði, ánægð- , ari viðskiptavinum og betra starfs- umhverfi. Að veita góða þjónustu er ekki meðfæddur hæfíleiki heldur krefst skilnings á eðli þjónustu, væntingum viðskiptavina og tengsl- unum þar á milli. Llfandl umræða og leiðlr að markmlðum: Til að ná fram markmiðum eru settar fram leiðir. Svo hefur verið gert í stefnumótun samgönguráð- V herra og er það vel. En hagnýtar leiðir eru ekki til neins ef á vantar framkvæmdir á aðgerðum. Slíkar framkvæmdir liggja hjá hinu opin- bera þ.e. samgönguráðuneytinu og ráðherra, en ekki síður hjá starfs- mönnum ferðaþjónustunnar. Þeir sem sinna ferðamönnum beint og veita þjónustu alla daga verða að 1 skilja hugtakið gæði og starfa sam- kvæmt því. Með öðrum orðum, það er ekki nóg að koma á flokkunar- kerfum og stöðlum ef á vantar skiln- ing á tilganginn og afrakstur starfs- ins. Leiðir og markmið samgöngu- ráðherra og breytt viðhorf þjónustu- aðila þarf að haldast í hendur ef árangur á að nást. Og þess vegna ' er umræða svo nauðsynleg og ferða- málahópur GSFÍ er einn vettvangur til slíks. ■ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir FERÐAMENN sem fara um ísland eiga skilið að fá góða þjónustu. , ■ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.